Huginn - 29.08.1907, Qupperneq 1

Huginn - 29.08.1907, Qupperneq 1
I. árg. 4. tl>l Reykjavík 39. ág’ást 190*7'. íslandi 1 fornöld. Frh. Fyrsta spurningin er þessi: Hver fekk útlegðirnar? Um þetta voru ýmsar reglur. Nú á tímum gilda þær reglur, að landssjóður, sveitafélög eða opinberar stofnanir fái sektirnar. Refsingin er talin opinbert mál og því er það sjaldgæft, að útlegðin sé goldin þeim, sem meiddur hefur verið. Hann fær skaðabœtur, en skaðabætur og refsing er nú talið gjörólíkir hlutir, sem byggist sinn á hvorum grund- velli. Þetta var nokkuð öðruvísi í fornöld hér á landi. Framkvæmdarvald var bér ekki mjög þrosk- að og ekkert opinbert vald, sem tók að sér að taka sakamenn fasta, dæma þá og refsa þeim. Sá aðila sem þóttist röngu beittur, varð sjálfur að mestu að annast þetta alt saman. Fyrir því mætti eðlilegt virðast, að hann fengi allar útlegðir eða nokkuð af þeim að minsta kosti. í kristnum sið er þess ekki ósjaldan getið, að ýms sektarfé greiddust kirkjunni, t. d. ef það lík var að kirkju grafið, sem ekki átti kirkjulægt, það kostaði málsaðila 12 aura (—l1/* mörk), eða biskupi, I. d. ef klerkar óhlýðnuðust honum. Svo er þess að geta, að síðar reyndu biskuparnir að draga undir sig ýmsar sektir. Reyndar mun það hafa verið látið heita svo, að þær féllu til kirkjunnar. Annars var sú reglan, að sektin galzt þeim, er fékk hinn seka dæmdan, að hálfu og þingunautum hans að hálfu, þegar dómurinn var dæmdur á vor- þingunum, nema ef lögsögumaður var í þeirri þinghá, þá fékk hann þann helming útlegða sem annars greiddist þingunautum dómhafa. Helming vitlegðar fékk dómhafi og, þegar dómurinn var uppkveðinn á alþingi og helminginn lögsögumaður. Þetta, sem hjer hefur verið sagl, á aðallega við útlegðirnar, útlegð þýðir oftast í fornsögunum 3. markasektina, en getur og þýtt sektir alment, annars- konar sekta var mjög margt, svo sem áfang, Alög, áverk, harðafang, handsalsslií o. s. frv. Þessar sektir voru einkum greiddar þegar menn héldu ekki samninga þá, sem þeir gerðu við menn, nema áverk og áfang, sem var sekt fyrir óleyfilega notkun á eign- um annars manns, sem voru i eignarhaldi hans. Þótt menn væru dæmdir í sektir, þá stóðu ekki lög til þess, að hægt væri að taka sektarféð fjárnámi hjá honum. Ef hann greiddi ekki sektina, þá var enginn annar vegur en að stefna lionum fyrir dómsrof eða sáttarrof. Varðaði það fjörbaugsgarð og þar að auki varð aðili skógarmaður, ef sektin greiddist þá ekki við féránsdóminn. Útlegðir, dæmdar á þingi, skyldu greiðasl i síð- asta lægi 14 dögum eftir þingið. Ef sektin var á. kveðin samkvæmt sátt, þá gátu aðilar auðvitað til- tekið gjalddaga eftir vild, en sáttarrof hafði annars sömu afleiðingar sem dómrof að þessu leiti. Af þessu má sjá, að þvingunarmeðal til greiðslu sektanna voru allhöið. Ef aðili galt ekki í tæka líð, gat liann, eins og áðui ei sagt, átt á liættu að verða fjörbaugsmaður. Þai með misti hann allar eigur sínar og varð að fara af landi brott um þriggja ára tima, eða að vera sekur skógarmaður, ef engir fjármunir voru til, svo að sektin yrði greidd. 'Það er því ekki líklegt, að marga hafi fýst að standa lengi í slíkum sökum ó- bættum, enda geta sögurnar þess oft, að menn hafi þá þegar goldið upp sektarfé, eftir að sátt var gjörð eða dómur fallinn í málinu. Var það þá alltítt, að vinir eða vandamenn og jafnvel alþj7ða í heild sinni skaut saman fé, svo að sektir mættu allar upp lúkast. Frh. Fyrirlestur Porvaldar TljLor*otl<lís»eiis rið Geysi 4/8 1907. (Niðurl.) Á ferð þessari sjáum vér tvö mikil eldfjöll. Er annað þeirra Hekla, 5000 fet, en hitt Eyjafjallajökull, 5400 fet. Gígurinn í Eyjafjallajökli er alveg þakinn af jökli. Heíir hann eigi gosið oftar en tvisvar sinnum síðan sögur hófust. En Hekla hefir gosið 25 sinnum og voru þau gos öll mikil og er hún lieimsfræg orðin. Snemma á öldum var hún kunn orðin í Danmörk og kallaðist Heklcenfjæld og gætir hennar mjög í hjátrú miðaldanna. Caspar Peucerus, tengdasonur Melanktons, segir svo frá, að úr mílu fjarska heyri kvein fordæmdra, grát þeirra og tanna- gnístran innan úr Heklu. Hann segir og að hópar af hröfnum og gömmum fljúgi innan um logana, en eigi hreiður í gígnum. Það hugðu menn vera sálir framliðinna, er gjalt og glóandi steinar þeyttust upp og niður öskustólpana, og kveldist þær í hreinsunar- eldinum. Þá var það trú manna, að eldfjöll væri dyr, er menn sæi helvítis kvalir í gegnum, og var það því engin árnaðarósk, er menn báðu náunga sinn fara til Heklu. En engan skaða vinnur það nú sál eða líkama, þótt sú ferð sé farin. í stórgosum teygist öskustólpinn oft 14—16 þúsund fet upp frá Heklutindinum. Þar sem öskuskýið ber yfir, verður svo dimt í lofti, að vart sér handaskil um miðjan dag, og gengur þá jafnan þrumum og eldingum. Er slíkt gos harla stórfengleg sjón. Hið græna sléttlendi nær héðan niður til strand- ar og er 70 fermilur að flatarmáli. Er það mest undirlendi á landinu. Fyrrum hefir það verið undir sjó, rétt eftir ísöld. Finnast víða skeljar í jarðveg- inum, hvalbein og þess liáttar. Þá liggja og víða sjóbarðir malarkambar umhverfis sléttlendið og í hömrunum eru hellar brimbitnir. Þegar gætt er að jarðarskorpunni undir þessu flatlcndi koma þar í ljós ótal sprungur og þegar hreyfing kemst á spildurnar millum sprungnanna þá verða af landskjálftar svo sem varð 1896. Féll þá fjöldi bæja og hús hundr- uðum saman. Jarðvegsvatnið sígur gegnum lögin og kann þá oft svo að verða, að það hitti á sprungur, sem ganga inn að glóandi innýflum jarðarinnar. Þar af verða sjóðandi uppsprettur og eru þær hér hundruðum sam- an, einkum þar sem mætist hálendi og láglendi. Nú kann svo til að bera að mikið vatn hitnar niðri i jörðinni svo að langt yfirstígur suðuhita, þá leitar það að síðustu út um holur og sprungur jafnskjótt sem eimþenslan veldur þunga kaldari laga, sem liggja ofan á. Verða af því goshverir slikir sem Geysir. Saxo Grannnaticus getur þeirra og aðrir forn- liöl'undar. Geysis er þó ekki getið með nafni fyr en á 17. öld. En nafnið er nú orðið heimsnafn, og eru kallaðir því goshverir í Vesturheimi, Eyjaálfu og víðar. Slíkir goshverir eru mjög breytilegir og eink- utn þó í landskjálftum. í landskjálftunum 1896 hvarf hinn nafnfrægi Strokkur, sem hér er rétt bjá. Háls- inn á Geysi er 70 fet á elýpt, en botnhiti er 120°— 130 stig og á yfirborði 85°—90°. Vatnið leysir sund- ur grásteininn (liparit) og leifir eftir sig . kisilsýru. Hefir það á mörgum öldum gert llata keilu af kísil- sindri. Þegar vatnið rennur yfir grös og jurtir, þá steinast þær og ber stundum við að steindir blaða- sneplar finnast þar. Á íslandi eru sjóðandi hverir þúsundum saman, brennisteinshverir og öflugir foss- ar. Er þar furðumikið afl í böndum, er verða mun til stórgagns er stundir líða. Þegar vér lítum yfir jarðlagauppdrátt íslands, þá sjáum vér að um miðbik landsins liggur belti úr ljósmórauðum, lausum bergtegundum, gamalli ösku og gosleifum. Þegar það er hart orðið kallast það mó- berg ftufj og molaberg (brecciej. En til beggja hliða eru miklar hásléttur úr blágrýti, og ganga langir firðir inn í þær. Grásteinn er Ijósari og er á sumum stöð- um í fleigum og flekkjum innan um móbergið og blágrýtið. Móbergsbeltið er yngra en blágrýtið og þar eru eldgos og hraunflóð við bundin. Blágrýtið er frá þriðju jarðöld (Eocene og Miocene). Er það því nokkrar milliónir ára að aldri, eftir því sem jarð- fræðingar ætla. Þá var ísland áfast við Grænland og Skotland og lá þá brú yfir þvert Atlantshaf úr blágrýtis hásléttu. Milli blágrýtislaga á Vestfjörðum finnast gamlir árfarvegir með farvegsaur. En þau fljót hafa runnið af landi í þeirri átt, sem nú er haf. Enn finnast í leirlögum milli blágrýtisstallanna skírar leifar af grösum, sem uxu þá á íslandi. Þá var land- ið vaxið hlyn, tulipanviði, tröllfuru, eik o. s. frv. og vínviðarteinungar og aðrir vafningsviðir fléttuðust ut- an um trén. Þá var loftslag hér svo sem nú á Ítalíu. Þessi brú sökk í sæ eftir mikil eldsumbrot, en ísland stóð eftir í miðju hafi. Síðan varð æ kaldara og kaldara í lofti og ísaldarjöklar lögðust yfir landið og huldu það frá hafi til hafs. Enn liðu þúsundir ára og ísinn hvarf smámsaman. Og nú er eigi ann- að eftir af jökulhjúpnum en leifar einar, jöklarnir. Hafið þvarr á láglendinu og harðgerðar jurtir námu land. Bárust þær hingað með fuglum og hafstraum- um. Nú huldust dalir og láglendi gróðri þeim, sem landið er nú klætt. Þess sér merki í mómýrum, að kjarrskógar voru áður viðar en nú. En kvikfé og lieimska mannanna hafa nú að mestu eytt þá. Fyrir þúsund árum komu liingað hinir harð- snúnu víkingar og bygðú'límdið. Hefir sú þjóð búið í landinu síðan og átt undir ýmsu að búa. I forn- öld (á 13. öld) lialda menn að landsmenn haíi verið 100 þúsundir. Á sama tíma er sagt að Austmenn væri 250 þúsundir, Svíar 300,000 og Danir 500,000. Ef hlutfallið væri nú hið sama, þá væri hér 1000000 manna. Og fullviss er ég þess, að landið muni vel mega fæða svo marga menn, þegar stúndir líða. Það er seinlegt verk og ekki heiglum lient að rækta slétt- ur og dali hér á landi og má æra óstöðugan, en þegar því er lokið má vel hafa hér 100000 nauta og 3000000—4000000 sauðfjár. Og fiskimið eru hvergi betri. Nú fiska allar þjóðir 40—50 millióna króna virði við strendur vorar, og megnið af þessu lilýtur að falla oss í skaut, þegar stundir líða. Á siðustu þrem áratugum hafa orðið hér miklar framfarir í andarment og efnabag og mun þó byrjun ein. Trevst- um vér því að heimsókn yðar, lierra, viti á nýja dugnaðar og framfaraöld íslandi til gagns og sóma og mætti Danmörk njóta góðs af. Slysfarirnar í Öskju. Lýsing á Öskjuvatni. * Hingað bárust fyrir nokkru fregnir um drukkn- un Þjóðverja tveggja norður í Öskjuvatni í Ódáða- hrauni. Það voru þeir Dr. v. Knebel jarðfræðing- ur og Max Rudloff niálari. Förunautar þeirra voru þeir ÖgmiAidur Sigurðsson kennari og Hans Speth- mann, ungur stúdent þýzkur. Fyrstu tregnir um slvsið voru mjög óljósar og er því tekin hér upp allítarleg skýrsla um það og lýsing á Öskjuvatni, samkvæmt þvi er blaðið »Norðri« flytur eftir þeim Ögmundi og Spetlnnann. Dag þann, 10. júlí, er mennirnir hurfu, var Ögmundur Sigurðsson á ferð niður á Akureyri lil þess að sækja póst og ýmislegt lleira handa þeim félögum. Um hádegisbil skildi Spethmann við þá

x

Huginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.