Huginn - 29.08.1907, Síða 2
14
H U G I N N
dr. v. Knebel og Max Rudloff málara, við tjald
þeirra í suðausturbarmi Öskjuskálarinnar. Gekk
hann í norðurátt, að austanverðu við vatnið, og
var það hlutverk hans þann dag að mæla fjallið
þar og gera uppdrátt at því. Hinir tveir fóru nið-
ur að vatninu og höfðu þeir meðferðis bát, er gerð-
ur var úr vatnsheldum dúk að súðinni til, en bönd
öll úr málmi. Ætluðu þeir út á vatnið á bátnum
og vestur yfir það til þess að leita að stað, er vel
væri til þess fallinn að mála þaðan fjöllin um-
hverfis. Spethmann dvaldi lengi við starf sitt og
kom ekki til baka til tjaldsins fyrr en kl. 10 um
kvöldið. Voru þá félagar lians ókomnir. Þoka var
yfir, og virtist honum því þýðingarlaust að leita
þeirra um kvöldið, enda bjóst hann við að þeir
kæmu á hverri stundu. Daginn eftir hóf hann
leit eftir þeim og leitaði þeirra í fimm daga án
þess að finna þá, eða bátinn. Þótti honum það
daufleg æfi sem von var, að vera þar aleinn langt
uppi á fjöllum og vita ekkert um afdrif félaga sinna.
Þó beið hann konni Ögmundar, cr kom til l>aka
úr Akureyrarferð sinni að kvöldi þess 15. Leituðu
þeir daginn eftir einkum í jökul- og hraunsprung-
um, og meðfram vatninu, þar sem unt var fyrir
ófærum. Fundu þeir á nokkrum stöðum spor
hinna horfnu manna og vetlinga og sáu merki þess,
að þeir hefðu hvílt sig með bátinn, er þeir höfðu
borið á milli sín. Þann 17. fengu þeir bóndann í
Svartárkoti og vinnumann hans til þess að leita
með sér; leituðu þeir þann 18., og fundu þá spor
alla leið að vatninu og landfestar, er sjá mátti að
nota hefði átt til þess að festa bátnum. Frá 19.
til 25. héldu þeir Spethmann og Ögmundur áfram
leitinni en fundu ekkert frekara.
Nú var hafin leit af nýju. Réðust til þeirrar
farar 10 menn úr Bárðardal, undir forystu Þórðar
bónda Flóventssonar í Svartárkoli og'Baldurs bónda
Jónssonar í Lundarbrekku. Fluttu þeir með sér
bát upp að vatninu og leituðu í fjóra daga, bæði
á vatninu og í kring um það, en fundu aðeins aðra
árina og tvö kassabrot. Þeim þykir líklegast, að
báturinn hafi farizt skamt frá landi, þar sem merki
sáust til þess, að hinir horfnu menn hefðu Iagt út.
Rendu þeir færum á því svæði, en hraunbotn, mjög
ósléttur var undir og festust önglarnir í honum og
brotnuðu. Misdýpi var afarmikið; þar sem þeir
inældu dýpið var frá 8—40 faðma dýpi. A einum
stað rendu þeir út öllum þeim færum, er þeir
höfðu með sér; voru það 210 faðmar, en fundu þó
eigi botn. A einum stað fundu þeir allmikinn hita
i yfirborði vatnsins og sáu þess glögg merki, að
þar voru hverar undir. Telja þeir vonlaust, að
likin finnist nokkurn tíma, nema ef vera kynni, að
þau flytu upp á yfirborðið, þegar þau taka að
rotna.
Ögmundur Sigurðsson lýsir landslagi í Öskju
á þessa leið:
* »í Dyngjufjöllum í Ódáðahrauni er slakki
mikill, sem kallast Askja, fjöllum luktur á alla
vegu, rúm míla á breidd frá norðri til suðurs, en
nokkru lengri frá austri til vesturs; í botni þessa
slakka er hraun, ilt yfirferðar og úfið, sem hefir
komið úr mörgum eldgígum í fjallgarðinum alt í
kring. Á einum stað að austanverðu er skarð í
fjöllin, sem kallast Öskjuop; hafa miklir hraun-
straumar runnið út um það.
Suðvestan til í Öskjn varð öskugosið mikla
1875; er þar eldgígur mikill og afardjúpur með
vatni í botninum, blönduðu brennisteinsleðju, græn-
guluá lit; sýður þar og bullar dag og nótt, og legg-
ur þaðan óþolandi brennisteinsfýlu.
Rétt sunnan við eldgíginn hefir stór sporöskju-
mynduð spilda af landinu sokkið niður við gosið;
var niðurfatl Jietta afardjúpt. Nú hefir myndast
þar stöðuvatn mikið og djúpt, hefir það smátt og
smátt vaxið upp yfir marga hveri, sem áður voru
þar. Norðanverðu við vatnið er hamar þverhnýpt-
ur, 50 stikna hár, sem víða slútir fram yfir sig, en
að austanverðu við það er 4—20 stikna þykt vik-
urlag; undir því er gamal! snjór, sem vikurinn hefir
hlíft. Þegar vatnið nær upp í snjóinn, þiðnar hann
undir vikrinum, falla þá oft niður stórar spildur
af honum út í vatnið með dunum og dynkjum og
stórar öldur ganga þaðan yfir á vatnið. í vikur-
inn eru margar sprungur og ilt yfir að fara. Sunn-
an vatnsins er snaibrölt hlíð með brennisteins-
hverum; þaðan koma snjóflóð og grjóthrun í leys-
ingum út í vatnið og verða þar dunur miklar og
ókyrð á yfirborðinu. Aðeins að vestanverðu og
HUGINIV
kemur út annanhvern fimliidcig (og oftar), en þá fimtudaga,
sem hann kernur ekki út, verða gefnar út )>Nýjungar« með
nýjustu fréttum, -r síðar verða teknar upp ( Huginn.
I. ár Hugins (til nýárs 1908) kostar kr. 1,75, og fytgja
honurn gefins til skilvísra kaupanda tfmaritin :
„SUMARGJÖF“ (III. ár) með myndum (bókhlöðuverð
kr. 0,75) og
„ÆRINGI“ (I. ár) gamanrit með myndum (bókhlöðu-
verð kr. 1.00).
Þeir sein borga þennan I. árg. fyrir 15. okt. næstk., fá ritin
Send ókeypis; þeir sem síðar borga, ver.'a að láta fylgja
póstburðargjald þeiria.
Þeir sem ekki hafa borgað árganginn fyrir næstk. nýár,
fá ekki kaupbætinn.
Útgefendur:
Bjarni Jónsson frá Vogi, Skólavörðusttg 11. Talstmi 179, og
Einar Gnnnnrsson Templarasundi 3. Talsími 160.
Afgreiðsln annast Theodór Árnason, Templarasundi 3. 1
| Talsími 160.
Afgreiðslan er opin kl. 9—2 og 3'/2—6V2.
á litlum kafla suðaustantil er greið aðganga að
vatni þessu, því að þar er niðurfallið hallandi en
ekki þverhnýpt.
Vetrarlegt er þar efra 3900—4000 fetyfirsjáv-
armál, snjór í öllum lautum og ísrek á vatninu
fram í júli, lítið um gróður eða dýr, aðeins fáeinar
flugur, skófir og einstaka blómsturplanta í skjóli
mót suðri«.
»Norðurland« getur þess eftir Ögmundi, að
hiti vatnsins sé nú vart 1 stig, en árið 1884 var
hitinn 22 stig þegar þeir Þorvaldur Thoroddsen komu
þangað. Nú er vatnið orðið helmingi meira um
sig og er á stærð við Ljósavatn í Þingeyjarsýslu.
Leiðbeiningar
handa alþýðu manna
um
mislinga.
Hætta á ferðum.
Mislingasótt er nú í Stykkishólmshéraöi og Reykja-
vikurhéraði og mjög hætt viö því, aö hún sé komin eða
muni berast í ýms önnur héruð.
Eðli veikinnar og rttbreiðsla.
í sveitum er auðvelt að verjast mislingum.
Sóttkveikjan berst aldrei með heilbrigðum mönnum
eða dauðum hlutum, heldur eingöngu með þeim sem veik-
ir eru.
Ef maður kemur nærri mislingasjúkling og fær i sig
mislingasóttkveikju, þá veikist hann ávalt eftir 10 daga,
íær þá fyrst kvef og á 2. cða 3. kvefdegi rauða blelti á
góminn, cn 1 eða 2 dögum síðar mórauða bletti á andlitið
og úr því um allan likamann. Hann er hættulaus fyrir
aðra þangað til kvefið byrjar. Sóttnæmishættan byrjar
með mislingakvefinu, sem ávalt er afarnæmt, og stendur
hættan yfir 3 til 4 vikur. Sótthreinsun á eftir er ekki nauð-
synleg af því að sóttkveikjan er mjög skammlíf.
Yarnir gegn veikinni.
Af þessu geta menn skilið, að það er auðvelt að
slöðva mislinga hvar sem þeir koma i sveit. Aðferðin er
þessi: Ef mislingar koma á bæ, má enginn, sem ekki hefir
áður haft mislinga, fara út af heimilinu fyr en 4 vikur eru
liðnar frá því, er síðasti sjúklingur veikist. Jafnlangan
tíma verður að gæta þess, að enginn komi á bæinn ann-
arstaðar að, sem ckki er fullvíst um, að hafi áður haft
mislinga.
Með þessari einföldu varúð er auðvelt að stöðva
mislinga í sveitum. Það er erfiðara í kauptúnum, en get-
ur þó tekist.
Fessar varnir verða nú fyrirskipaðar um land alt,
læknum falið að halda þeim uppi.
Árangurinn er allur á valdi alþýðunnar. Ef hún vill
sinna sóttvörnunum og hefir áhuga á þeim, þá er sigiffinn
vís víðast hvar. Ef alþýða manna er áhugalaus um sótt-
varnirnar, þá geta læknar ekki að gert.
Ilér er til mikils að vinna, mörg mannslíf í hættu.
Mislingarnir 1882 urðu hér uin bil 1400 manna að fjörtjóni.
Meðferð á sjúklingum.
Eyrrum, þá er mislingar gengu, var öllum smugum
lokað, allir gluggar birgðir, sjúklingarnír kæfðir í myrkri
og fýlu. Þetta er rangt og hættulegt. Haíiö eitthvað við
höfðagafl til að skyggja á augu sjúklingsins meðan hann
þolir ckki að horfa í birtuna; en látið ekkert fyrir glugg-
ana; lolið ljósinu að leika um herbergin; ljósið lífgar mann-
eskjurnar en drepur sóttkveikjurnar.
Og hafið jafnan glugga opinn, alopinn eða á gátt, eftir
veðri. Sjúklingurinn þarí um fram alt hreint andrúmsloft,
þvi að hættan er í lungunum, annars vegar lungnabólga,
hins vegar aðvifandi sóttkveikjur, einkum berklasóttkveikja;
lungu mislingasjúklinga eru mjög mótstöðulítil og afarauð-
tæk fyrir allar sóttkveikjur, ekki sist berklasóttkveikju.
Þess vegna verður vandlega að varast alt ryk og má ekki
sópa gólf, heldur þvo þau á hverjum degi, ekki bursta föt,
ekki hrista sængur inni í herbergjum sjúklinganna.
Rélt er að hver sjúklingur liggi í rúminu þar til er
allur sótthiti er horfinn og fari ekki út íyr en hósti er
horfinn.
Brjóstveika menn verður að verja íyrir mislingum,
ef þess er nokkur kostur; veikin er hættulegri fyrir þá
en aðra.
Ungbörnum er og hætta búin. Manndauði af völd-
um mislinga, er jafnan mestur innan 5 ára aldurs. Stálp-
uðum börnum og fullorðnu fólki innan fimtugs aldurs er
minna hætt.
26. ágúst 1907.
G. Björnsson.
Ofan úr sveitum.
Barðastrandarsýslu, 30. júlí 1907.
Síðastliðinn vetur varð hér sem annarstaðar ein-
hver hinn allrnþyngsti. Hagbann fyrir allar skepnur var
nálega hvervetna frá því fyrir jól og fram á páska, en
þá kom góður og hagstæður bati. Skepnuhöld urðu þá
hin beztu og fénaður allur var vel framgenginn. Ann-
ars er víða í þessu héraði mikil vetrarbeit fyrir fénað
og mátti furðu sæta, að heyskortur varð ekki tilfinnan-
legur, þar sem vetrarbeitin brást svo mjög. En nokkuð
kornmeti var og fengið fyrir fénað í kauptúnunum í
vestursýslunni, einkum við Arnarfjörð.
Tíðarfarið í vor hefir verið ákaflega kuldasamt. Af
því stafar ógurlega mikill grasbrestur á túnum. Um
sprettu á útengi er enn ekki fullséð og lítur þó einnig
út fyrir grasbrest á þeim. Sláttur byrjaði alstaðar viku
eða hálfum mánuði síðar en venjulegt, hefir verið. Nýt-
ing hefir verið góð þann tíma af slættinum sem af er.
Fremur hefir verið aflatregt í veiðistöðunum hér í
sýslu í vor. Kollsvík við Patreksfjörð hefir verið síðari
árin einhver fiskisælasta verstaðan að vorinu. Afli var
þar í vor í heldur minna iagi, og voru þó gæftir hinar
beztu. Sildarveiði var ákaflega mikil á Bíldudal, en afl-
inn á þilskip fremur lítill. A Patreksfirði er vélabátum
að fjölga. Vélabátum hefir og verið haldið úti fil fiski-
veiða í vor í Arnarfirði. Tveir voru og fengnir til Breiða-
fjarðar (í Flateyjarhreppi), og varð fiskiaflinn hjá þeim
næsta litill, en væntanlega verða mikil not af þeim til
flutninga.
Þetta er þiiðja sumarið sem gufubátur hefir verið
í förum um Breiðaflóa. Heitir báturinn „Varanger" og
er gerður út frá verzlun Tangs í Stykkishólmi. Eru
smátt og smátt að verða meiri not en áður að þessum
ferðum, enda er ferðaáætlun gufubátsins að þessu sinni
hagkvæmari en að undanförnu, þótt nokkrir misbrestir
séu enn á henni. En ferð sú er báturinn fór um síð-
ustu mánaðamót norður um fjörðu (alt til ísafjarðar)
varð að minna gagni en við var búist. Hann fékk full-
fermi á viðkomustöðunum nyrðra og gat svo lítið sem
ekkert tekið við Patreksfjörð og Víkur. En það fókst
með engu móti að báturinn kæmi þangað aftur um hæl,
eins og óskað var eftir, og tæki þá flutning þann er
geymdur var á syðri viðkomustöðum hans. Var það
mjög bagalegt fyrir sjómenn einkum af Barðaströnd og
úr Eyjunr, bæði þá er veiði stunda á þilskipum og í ver-
stöðvum, því að farangur þeirra varð að biða, en strand-
ferðirnar hins vegar hinar óhentugustu hér vestra þessi
árin, eins og alkunnugt er. -
Heilbrigði manna hefir mátt heita fremur góð.
Inflúenza hefir stungið sér niður, en víðast verið mjög
væg. Hinn mikli vogestur, berklaveikin, er hér sem
annarstaðar rnikið farin að gera vart við sig og hafa
sumir mist hennar vegna líf og aðrir limu.
Sá skaðaatburður varð laugardaginn 13. þ. mán. á
Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, að þar brann allur
bærinn tii kaldra kola á svipstundu. Menn allir komust
þar af en nálega engu af munum varð bjargað. Þar
brunnu nálega allir innanstokksmunir, þar á meðal 11
rúm og fatnaður heimafólksins, 18 manna. Alls fórust
í brunanum 9 hús innan bæjar og utan. Eldurinn kvikn-
aði í þekjunni af pípu frá eldavél. Alt var óvátiygt,
hús og munir, og er skaðinn því mikill, enda mun
hjálparviðleitni manna vera almenn í nærsveitunum.