Huginn - 03.10.1907, Blaðsíða 2
26
tt U G í N N
HUGINN
kemur út annanhvern fimtudag (og oftar), en þá fimtudaga,
sem hann kemur ekki út, verða gefnar út »Nýjungar<( með
nýjustu fréttum, er síðar verða teknar upp í Huginn.
• I. ár Hugins (til nýárs 1908) kostar kr. 1,75, og fylgja
honum gefins til skilvísra kaupanda tímaritin:
„SUMxlR('}JÖF“ (III. ár) með myndum (bókhlöðuverð
kr. 0,75) og
„ÆRIN€rI“ (I. ár) gamanrit með myndum (bókhlöðu-
verð kr. 1.00).
Þeir sem borga þennan I. árg. fyrir 15. okt. næstk., fá ritin
send ókeypis; þeir sem síðar borga, verða að láta fylgja
póstburðargjald þeirra.
Þeir sem ekki hafa borgað árganginn fyrir næstk. nýár,
fá ekki kaupbætinn.
Útgefendnr:
Bjarni Jónsson frá Vogi, Miðstræti 8, og
Einar Unnnarsson Templarasundi 3. Talsími 160.
Afgreiðslu annast Theodór Árnason, Templarasundi 3.
Talsíxni 160.
Afgreiðslan er opin kl. 9—2 og 3V2—óþT
hagnað af þessari atvinnu hjá því sem má hafa nú.
Þó mun sá hagnaður ekki hafa verið neitt nærri því,
sem hefði átt að vera. Vitanlega mest fyrir þá skuld
að áður bjuggu menn nreð minni útsjón og hagsýni.
Menn þurftu þess ekki við, en með þörfinni eykst
hvorttveggja. Neyðin kennir naktri kona að spinna,
segir orðtækið. ()g nú er orðið svo aðkrept, að
mönnum er orðið það áhugamál að Ieitast vdð að
draga úr atvinnukostnaðinum svo sem auðið er. Sé
þess nokkur kostur að því er kemur til kúahaldsins
og mjólkursölunnar er það fyrir allra lduta sakir á-
kjósanlegra og affarasælla en verðhækkun á mjólk-
inni svo að nokkru nemi. Það er mjög þýðingar-
mikið fyrir Reykvíkinga að mjólkin sé sem ódýrust
að unt er, sérstaklega verkalýðinn í bænum. Öll
verðhækkun er honum hvað tilfinnanlegust. Verka-
lýðnum er verðhækkunin að sínu leyti jafn tilfmnan-
leg og oss atvinnurekendum kaupgjaldshækkunin.
Hvað mjólkurverðið snertir, halda, sumir því
fram að 18—20 aurar fyrir hvern mjólkurpott sem
setst, sé gott eða jafnvel mikið verð fyrir oss, er
framleiðum mjólkina. Því er reyndar ekki haldið
fram af einum einasta svo eg viti til þeirra manna,
er í seinni tið hafa spreytt sig á því, svo að eg
sleppi þeim, sem fást við það í augnablikinu. Menn
hafa geflst upp á þessari atvinnu af því að mönnum
hefir ekki þótt hún bera sig eða menn hafa tekið
sér annað fyrir hendur, er meira hefir liafst upp úr.
Sumir hafa auðvitað átt kú eða kýr án þess að gera
það beint að atvinnu sinni og hafa því ekki haft
neina verulega athugun á því hvort það svaraði
kostúaði eða ekki. Þegar svo hefir staðið á, hafa
menn hætt við að liafa kú af því að það hefir ekki
þótt ómaksins vert. Af þeim, sem koma fram með
þessar staðhæfingar, gera margir það i gamni aðrir
gera það af vana eða af því að þeir eru sjálfir mjólk-
urkaupendur, en loks eru nokkrir er gera það af
sannfæringu. En það er þá segin saga að þeir hinir
sömu hafa ekkert fengist við þessa atvinnu og þekkja
hana því ekki af raun. Þeir miða meðal annars
mjólkurverðið hér við það verð sem er á mjólk í
Kauptnannahöfn, mjólkin kosti þar 16 aura hver
pottur. A næstliðnum vetri hækkaði hún reyndar
í 18 aura pottinn ef eg man rétt af því að framleið-
endurnir gátu ekki staðist 16 aura verðið. Og yfir
í Málmey í Svíþjóð veit eg til þess að rnjólk er seld
fyrir 24 a. pt. eða 25, man ckki hvort hcldur er.
Sú mjólk er að vísu sérlega vel vönduð og áreiðan-
lega góð vara. En það, sem er mergurinn málsins,
er að Kaupmannahafnarverðlagið hyggist á því hvað
kostar að framleiða mjólk í Danmörku, en ekki á
því hvað kostar að frainleiða hana hér í nágrenni
Reykjavíkur.
Danir hafa betri kýr en vér, heyið er þar hálfu
ódýrara en hér, kraftfóður hér um bil fjórðungi ó-
dýrara. í Danmörku er og mun ódýrara að byggja
fjós og hlöðu og loks er hirðing og mjaltir á kúm
ódýrari þar en hér, auk |)ess að þau störf eru leyst
betur af hendi í Danmörku en hér á landi. T. d.
get eg nefnt það til, að á kúabúum í Danmörku
mjólkar stúlkan 16 kýr þrisvar á dag, en kýrnar
mjólka meira við það að mjaltað er þrisvar, en þær
gera, sé að eins mjaltað tvisvar. Mjaltirnar kosta
venjul. 1 kr. um mánuðinn fyrir hverja mjólkandi
kú. Þetta gerir alt bohha í bátinn þegar borið er
saman mjólkurverð í Reykjavík og Kaupmanjiahöfn.
Sannleikurinn er sá að það er orðið mjög kostnað-
arsamt að framleiða mjólk hér um slóðir og altaf
harðnar á dalnum. Það verður því að koma ein-
hver breyting á mjólkurmálið og hún kemur fyr eða
síðar. Menn verða að leggja sig í framkróka með
að framleiða mjólkina eins óþýrt og unt er. Þess
utan þarf mjólkin að vera í skynsamlegu verði, alls
ekki hærra en svo að loku sé skotið fyrir að fram-
leiðslan verði of mikil.
Vér sem rekum þenna búskap, verðum að láta
oss nægja að koma atvinnu vorri í lifvænlegt horf
án þess að stofna henni í vanda með tljótræði. Ef
vér hlypum til að hækka verðið á mjólkinni fram
úr hófi í stað þess að reyna að draga úr kostnaðin-
um,, mundu menn að sumri greiða mun hærra
kaup kaupafólki. Gæti loks svo farið að ekki væri
tilvinnandi að heyja í nágrenni Reykjavíkur hjá því
sem að ltaupa útlent hey; það er þegar farið að
ganga kaupum og sölum í borginni.
Fyrsta árið sem eg bjó í Viðey var mjólkin frá
mér seld út á 15 aura í Reykjavík mér í mikinn
skaða. En það var nauðsynlegt til þess að hnekkja
því áliti fólks að mjólk, sem ílutt væri lengra að,
væri í raun og veru engin mjólk, hún væri orðin
þunn af að gutlast í flutningnum o. s. frv. Menn
vildu bókstaflega ekki aðra mjólk en þá, er haldið
varð á í ílátinu í hendi sinni úr fjósinu og heim á
heimilin.
Þegar Viðeyjarmjólkin var húin að eyða þessari
bábylju var markaðurinn jafn opinn fyrir mcr og
Reykvíkingum, jafnframt því að einnig myndaðist
markaður fyrir alt nágrennið, sem gat náð til hans.
Þegar mjólkursalan hófst úr Mosfellssveit, voru
bændur þar styrktir í þeirri trú að þeir mundu geta
selt mjólk í Reykjavík miklu ódýrari en hún var
seld. Þessari skoðun fylgdu margir þeirra þá, en nú
er þeirra reynsla önnur. Einhver stærsti kúabónd-
inn hefir flutzt þaðan og mun það hafa verið af því
að honum hafi ekki þótt kúahaldið bera sig og þreytzt
á því að þurfa oft að fara frá heimilinu niður í
Reykjavík til þess að ráðstafa mjólkinni o. s. frv.
Er nú loks komið svo að sumir Mosfellssveit-
armenn vilja fá alla kýreigendur, sem selja mjólk í
Reykjavik til þess að bindast samtökum um að
hækka mjólkina í verði að miklum mun. Að hve
miklu leyti þetta gæti verið gott fyrir suma læt eg
ósagt, en aíleiðingin yrði sú, að þeir kaflar á árinu,
er ekki selst upp öll sú mjólk, sem á boðstólum er,
yrðu mikið lengri. »Tappinn í sölunni« lenti á þeim
fáu, sem orðlieldnir yrðu og ekki vildu bregða ncinu
um verðið frá því, er menn liefðu komið sér saman
um. Orðheldnir yrðu allir þeir, er hefðu svo mikla
mjólk fram að hjóða að því yrði ekki komið við að
selja mjólkina í pukri fyrir minna en ákvæðisverð,
svo að ekki yrði uppvíst, eins og t. d. eg. Það gæti
anðvitað ekki komið lil mála fyrir mig að hlóta á
laun, þótt eg hefði sterkustu tilhneygingar til þess,
því að eg mætti eiga víst að það kæmist upp. Ræði
fyrir þessa sök og eins vegna þess að eg tel skyn-
samlegra að leitast við að draga úr kostnaðinum,
verð eg ekki með í þessum samtökum.
En það hefi eg altaf sagt og segi enn að eg
gæti verið með því að koma á skynsamlegri samlags-
sölu, er minkaði sölukostnaðinn frá því sem nú er í
umboðssölunni. Með samlagssölu mundi það einnig
ávinnast að bændur gætu meir gefið sig við búinu,
er þeir þyrftu ekki að vasast í mjólkursölumensk-
unni jöfnum liöndum við búskapinn.
Sjálfur hefi eg að vísu manna minsta hvöt til
þess að ganga í slíkan félagsskap, því að á Viðeyjar-
mjólkinni er sérstök útsala, sem gerir það að verk-
um að minni sölukostnaður kemur á hvcrn mjólk-
urpott hjá mér en Ilestum öðrum.
En með því að mér er kunnugt að margur vill
feginn kjósa að samlagssala komist á, vil eg vera
með því, en þó því að eins að eg sæti ekki verri
búsifjum en eg nú hefi heldur betri. Þeir yrðu fleiri
sem hefðu ineiri hag af því en eg, en það gilti mig
einu ef eg hefði einhvern hagnað líka.
Fyrir ýmsa er slíkur félagsskapur orðinn nauð-
synjamál, en ekki er eftirsóknarvert að liann komist
á fyr en nægilega margir sjá sér hag í því. Hann á
að skapast af þörfinni og byggjast á því að hver
einstakur félagsmaður hafi hagsmuni af honum.
Hagsmunirnir ættu meðal annars að vera þeir að
kostnaðurinn við mjólkursöluna yrði minni, svo að
bóndinn þann veg bæri meira frá borði. Mætti þá
komast hjá að liækka mjólkina í verði að sama
skapí og annars er fyrirsjáanlegt að hún gerir, senni-
lega báðum til jafn mikils hnekkis mjólkurkaupend-
um annars vegar, sem yrði mjólkin dýrari, og kýr-
eigendum hins vegar vegna þeirra afleiðinga, sein það
gæti haft í för með sér. Afleiðingin gæti orðið sú,
að einskonar ofvöxtur kæmi í kúahaldið. En af því
leiddi eignatjón og atvinnuhnekki lyrir kýreigendur,
er aftur á margvíslegan hátt gæti haft mjög viðsjár-
verðar afleiðingar.
En hækki einhverjir mjólkina er auðvitað leitt
að horfa upp á þá hina sömu græða á henni án
þess sjálfur að geia það og yerði hækkunin almenn,
er óhjákvæmilegt annað en fylgjast með. Að öðrum
kosti verða menn einungis hafðir til athlægis fyrir
skort á kaupmenskuhæfileikum, eins og almenningi
er tamast að hugsa sér þá.
Það er alveg áreiðanlegt að á haustin og þá
tíma árs, sem eklan er mest á mjólk, svo að eg sleppi
eklunni í liaust og mislingunum, er ekkert auðveld-
ara en að selja mjólkina við bjórverði eins og hún
væri bjórígildi. Tækju einhverjir upp á þessu, myndu
fljótt fylgja fleiri á eftir í lnigsunarleysi og gæta ekki
hagsmuna sinna nema rétt í svip. Yrði mjólkin þá
brátt að gróðabrallsvöru, en það mundi hafa hinar
viðsjárverðustu afleiðingar fyrir þessa atvinnu í heild
sinni eftir á. Að það gæti orðið til hagsmuna fyrir
einstaka menn, efast eg ekki um. Jarðirnar gætu
hækkað í verði um stundar sakir. Þeim jarðeigend-
um, er væru hygnir og seldu og losuðu sig úr klíp-
unni á bezla tíma, gæti orðið það drjúgur gróði.
Kaupendurnir gefa líka oft tilefni til þess að
menn færi að bralla með mjólkina. Þeir fá mjólkina
eftir föngum fyrir lægsta verð meðan mjólkureklan
stendur yfir, upp á þá skilmála að þeir skifti stöð-
ugt við menn alt órið. En þegar rýmkast um mjólk-
ina, svo að hún fæst að kalla alstaðar, hlaupa kaup-
endurnir burt þcgar þeim býður svo við að horfa og
eru í þokkabót skrattanum skömmóttari.
Það er vitanlegt að hey er víst alment dýrara í
ár en endranær, kraftfóður í hærra verði en áður
hefir verið og yfirleitt auknir erfiðleikar í ýmsum
greinum, er snerta mjólkurframleiðsluna. Þar við
bætist að vér höfum orðið fyrir stórhnekki í sumar
vegna þurviðranna. Kýrnar liafa gert alveg óvana-
lega lítið gagn í sumar nema þá þar, sem sjerstak-
lega hefir staðið á. Komi öll kurl til grafar er ekki
ósanngjarnt og óeðlilegt að mjólkin hækki eitthvað
dálítið, en betur að það þyrfti ekki að verða nema
sem minst.
Að endingu vil eg taka fram að verði nokkuð
úr samlagssöluhreifingunni, tel eg sjálfsagt að hafðar
séu athuganir á fitumagni og öðrum gæðum mjólk-
urinnar frá hverjum einstökum framleiðanda. Það
fé, sem greiddist félagsmönnum fyrir mjólkina, ætti
að miða við fitumagn hennar. Er það fyrir margra
liluta sakir skynsamlegt, auk þess að það er sann-
gjarnt, því að feitasta mjólkin er jafnan í mestu áliti.
Væri þannig tilhagað, yrði komið í veg fyrir allar
tilhneigingar til þess að þynna mjöðinn og blanda
mjólkina. Setjum t. d. að greidd væri viss auratala
fyrir hvern mjólkurpott með 3°/0 fitu. Fyrir 100 pt.
með 3% fitu væru þá borgaðar jafn margar krónur.
Nú blandar félagsmaður mjólkina og hellir 1. pt. af
vatni í hverja 10 pt. mjólkur. Þótt mjólkin yrði
þannig meiri að vöxtunum, þá yrði fitan þó hin
sama, svo að við rannsóknina kæmi fram að hverjir
hundruðustu hlutar af mjólkinni, sem eru fita, væru að
sama skapi færri í blöndunni, sem þeir voru fleiri í
mjólkinni. Ef fitan í mjólkinni væri 3% yrði hún í
blöndunni 2,73%. Og hverjir 110 pt. af blöndunni
samsvöruðu þá 100 pt. mjólkur með 3% fitu. í báð-
um tilfellum hvort heldur mjólkin væri blönduð eða
eklci fengi framleiðandinn jafn mikið. Gæti þá eng-
um áunnist annað með því að blanda mjólkina en
að gera sjálfan sig uppvísan að óráðvendni og til
þess eins vill enginn vera óráðvandur.
Tel eg þá óþarft að fjölyrða meir um þetta nú.
Vér höfum fyr átt tal um það hér i sveitinni eins og
það liggur fyrir. Veit eg því að álit það, er eg liefi
látið í ljósi, er einnig álit þorra sveitunga minna.
Þykist eg því mega vænta að málefni þetta fái ein-
hvern þann enili, er allir lilutaðeigendur megi vel
við una.
Fréttir.
Fréttabréf
frá fréttarjtara »Hugins« í Winnipeg A. J. Jolinson.
1. scpt. 1907.
Meiri ótíð en menn muna hefir verið hér síð-
astliðinn mánuð. Ágústmánuður, sem venjulega er
heitasti og þurviðrasamásti mánuðurinn á sumrinu,
var nú bæði kaldur og votviðrasamur. Atvinnuleysi