Huginn - 10.10.1907, Blaðsíða 2
30
H U G'I N N
fyrst og fremst að lýsa lífi landa í tveim stærstu
bygðunum sem fsl. eru í, og eg liefl sjálfur kynst
af eigin sjón og reynd, sem sé í ísienzku bygðinni i
Norður-Dakota, og íslenzku bygðinni hér í borginni
Winnipeg í Manitoba; einnig eftir því sem eg get í
stærstu bygðum landa hér í Manitoba, t. d. Argyle
og Nýja íslandi.
I. Pistill.
[Loftslag, landslag og veðurátta sumar og vetur í Veslur-
Canada, Norður-Bandaríkjum og vestur á Kyrrahafsströnd].
I5að þarf ekki mörgum orðum að eyða til þess
að lýsa loftslagi og landslagi um miðbik Norður-
Ameríku Landslaginu er bezt lýst með orðum Ein-
ars Hjörleifssonar í sögu hans »Vonir«. Það er
»sléttan ómælanlega sem minnir á hvíldina eilífu«.
Sléttlendi, og ekkert annað en sléttlendi, er alt mið-
bik þessa mikla lands að heita má, að eins eru í
Norður-Dakota austarlega tvær dálitlar heiðarbrúnir,
sem hér eru kallaðar »fjöll« af íslendingum, en
líklega á nafnið rót sína að rekja til þess, að það er
þýðing af enska orðinu »mountain« (fjall) heldur en
að landanum detti í liug að kalla þessar heiðarbrúnir
»fjöll« í eiginlegri merkirigu. í bygð ísl. í Norður-
Dakota eru allar þessar sléttur og þessar tvær heið-
arbrúnir (því að þar eru þær) yrkt land. Kornakrar
og engi. Að eins á stöku stað eru skógarbrúskar,
sem hafa verið látnir standa til skjóls við hús og
bær í norðvestan vetrarnæðingunum sem hér eru aII-
tíðir, og eru þeir líkastir að sjá í fjarlægð og smá-
hólar, fremur lágir.
Yflrleitt er fremur fallegt að sjá þetta land á
sumrin þegar alt er í blóma. Skógarbrúskarnir og
akrarnir grænir, en ekki dylst Islendingnum nýkomna
það, að ekki kemst það í mikinn samjöfnuð við nátt-
úrufegurðina íslenzku: Fjöllin og hlíðarnar, lækina
og fossana, hólana og dalina, himinbláa íirðina og
speglandi hafið. Á haustin eru mestallir akrarnir
plægðir, og eru þeir þá til að sjá sem eitt moldarílag,
þcgar jörð er snjólaus. Svo það gefur að skilja, að
það er ekki mikil tilbreyting á útsýni liér á veturna.
Eins og landslagið er ólíkt hér því sem það er
á íslandi, þá er loftslagið það ekki siður. Á sumrin
er hér afarheitt; er hitinn hér um og yfir 90 stig á
Farenheit (32—35 stig á C.). Venjulegast byrja þessir
miklu hitar hér í byrjun júlímánaðar, og eru þangað
til í byrjun september. Samfara þeiin eru þruuiur
og mjög stórfelt regn mjög títt, og kemur það oft
fyrir að þrumuveður, og þau slórfeld, eru dag eftir
dag. Mörgum ísl., ekki sízt nýkomnum, fellur þessi
veðurátta afar illa, sem vonlegt er, því bæði er hún
leiðinleg, og svo verður oft tjón, einkanl. afþrumum,
kemur alloft fyrir að þær drepa menn og skepnur og
eyðileggja byggingar; en þó kemur þetla oftar fyrir í
borgum en úti á landinu, og kemur það líklega til af
því að rafmagnsútbúnaðurinn í borgunum dregur
eldinguna að sér. Einstöku sinnum keinur fyrir að
hagl er samfara þrumuveðri, og eyðileggur það æfln-
lega akra og annað þegar það kemur, en það er
ekki oft sem það heíir komið í bygðum Isl. liér. Að
sama skapi og hitinn er á sumrin, er kuldinn hér á
veturna. Heljar grimdarfrost. Fólk er hér allílest
klætt í föt úr loðskinnum yzt klæða, og með loðna
vetlinga langt upp á handleggi, og dugir þó varla til
að verja sig fyrir kuldanum. Loðskinnavara þessi
sem fötin eru búin til úr er afar dýr, og fötin því
eðlilega dýr líka. Þannig kostar t. d. karlmannskápa
frá 50 dollurum og það upp í 150 dollara eða meira,
en það mundi nema frá 186—458 krónutn, og eru
það dýrar yfirhafnir. Kvenyflrhafnir eru næstum
eins dýrar. Kuldinn fer að byrja að gera vart við
sig á haustin úr því kemur fram í október, en oft er
hér þó góð tíð á liaustin fram undir lok nóvember-
mánaðar. í raun og veru er hér aldrei skemtileg líð
nema 2—2^/2 mánuð á haustin, eða frá því nál. miðjum
sept. til nóvemberm.loka, því að vorin hér eru leiðinleg,
oftast votviðrasöm, og er þá mjög ilt hér yflrferðar,
nema með járnbrautum. Vetrarkuldanum fylgja all-
oft norðvestan vindar, en sjaldan eru liér ofsarok,
sízt að staðaldri. Kuldinn fer venjulega að minka
úr því kemur fram í marzmánuð, en síðastl. vor er
eitt það versta sem kornið hefir lengi, enda voru
snjóbyljir og kuldi hér á degi liverjum fram undir
lok aprílmán. Útlit var því injög ískyggilegt með
fóðurbyrgðir hjá bændum sem mjög mikinn fénað
höfðu. Eg álít að loftslagið sé einhver versti ókost-
urinn hér, enda mun það eiga góðan þáll í því að
spilla heilsu íslendinga, sem aldir eru upp í alt öðru
loftslagi, og mun síðar að því vikið. Vestur við
kemur út annanhvern fimtildacj (og oftar), en þá fimtudaga,
sem hann kemur ekki út, verða gefnar út »Ni/juncjar« með
nýjustu fréttum, er síðar verða teknar upp í Huginn.
I. ár Hugins (til nýárs 1908) kostar kr. 1,75, og fylgja
honum gefins til skiívtsra kaupanda tímaritin:
„SUMARGJÖF“ (III. ár) með myndum (bókhlöðuverð
kr. 0,75) og .
„ÆRI?íGI“ (I. ár) gamanrit með myndum (bókhlöðu-
verð kr. 1.00).
Þeir sem borga þennan I. árg'. fyrir 15. okt. næstk., fá ritin
send ókeypis; þeir sem síðar borga, verða að láta fylgja
póstburðargjald þeirra.
Þeir sem ekki hafa borgað árganginn fyrir næstk. nýár,
fá ekki kaupbætinn.
Utgefendur:
Bjarni .Tónsson frá Vogi, Miðstræti 8. og
Einar Gunnarsson Templarasundi 3. Talsími 160.
Afgreiðslu annast Theodór Árnason, Templarasundi 3.
Talsími 160.
Afgreiðslan er opin kl. 9—2 og 3V2—ó1/*-
Kyrrahaf er loftslagið alt öðruvísi. Mjög litlir kuldar
á vetrum og hitinn ekki nærri eins mikill á sumrin,
en nokkuð votviðrasamt er þar að sögn. Allmargt
er af Islendingum vestur við haf í Washingtonríkinu
í Bandaríkjunum og British Columbia í Ganada, og
láta þeir vcl af loftslagi þar. — Eg hefi vcrið nokkuð
fjölorður um þetta, þó að eg vili að allmörgum lörid-
um mínum beima sé þelta ljóst; en eg liefi gert það
vegna þcss að eg veit, að meðal þeirra eru allmargir
líka, sem standa í þeirri meiningu að hér sé oftar
sól og sumar en er, því að þótt það sé satt, að hér í
landi sé sólskyn og hiti alt árið í gegn, t. d. í Cali-
fornia, þá er það síður en svo, að það sé alstaðar,
og sízt þar sem íslendingar lifa, nema að því leyti
sem það er vestur á Kyrrahafsströnd eins og áður
er getið. (Frh.)
Listir og- vísindi.
(Níðuriag). Sögufélaglð.
5. Guðfrœðingatal eftir Hannes rits.tjóra Þor-
steinsson. í tali þcssu er getið allra þeirra íslenzkra
stúdenta er tekið hafa embættispróf í guðfræði við
Kaupmannahafnarháskólann 1707 —1907. Fyrir fram-
an sjálfar æflsögurnar er langur og fróðlegur inn-
gangur, þar sem skýrt er frá hinni upphaflegu til-
liögun og síðari breytingum á nokkrum prófum við
liáskólann. — Það er að eins 1. heftið komið lit af
riti þessu 80 bls., en nóg til þess, að auðséð er að
ritið er af hendi leyst með liinni mestu nákvæmni
og vandvirkni, enda er höf. hinn mannsagnafróðasti
maður þessa lands, og eigi þarf að efa, að það er
svo áreiðanlegt sem kostur er á. — Ilit þetta var
samið 1890 og féklc 1891 verðlaun af gjafasjóði Jóns
Sigurðssonar. ■— Menn geta eigi alment gert sér í
hugarlund hvað mikla íyrirhöfn það kostar, að rita
slíka bók sem þessa, þar sem leita verður oft gegnuin
mikinn fjökla handrita og prenlaðra bóka, til að fá
upplýsingar um hvern einstakan inann. — Það er gleði-
Iegt að fyrsla bókin, sem Sögufélagið heíir gefið út
frumsamda af núlifandi inanni, skuli vera jafn vel
samin og bólt þessi er; og allir er unna íslenzkum
fróðleik munu kunna félaginu góða þökk fyrir.
Auk þessara bóka sem þegar liafa nefndar verið
hafa félagsmenn fengið: Skrá um slcjöl og bœkur í
Landsskjalasafninu í Reylrjavík I. 1 og II. Nauðsyn-
legar bækur fyrir alla þá er eittlivað þurfa að nola
safnið.
Það verður ekki annað sagt með sanni, en
Sögufélagið hafi vel á stað farið, og munu allir sannir
íslendingar óska þess og vona, að það haldi áfram
að auðga bókmentir vorar með jafn þörfum bókum
sem það lieíir gefið út hingað til, og er það eitthvað
þarflegra, en þýddu sögurnar sem alt landið úir og
grúir af. J.
Fróðleiksmolar.
Smásjáin (stækkunargler). Helmholtz o. fl. hafa
sýnt fram á að eigi verði minni hlutir sýnilegir í
smásjá en þeir, sem eru liálf ljósöldulengd að þver-
máli, þ. e. x/4ooo úr þúsundstiku (millimeter). N11 er
smásjáin orðin svo fullkomin, að þessari nákvæmni
er hér uin bil náð.
Menn héldu að hér mundi verða að nema stað-
ar og að smærri hluti mundu menn aldrei geta séð.
En Þjóðverjar tveir, þcir Siedentopf og Zsigmondy,
liafa þó konrist lengra. Ofasmásjá (feiknastækkunar-
gler Ultra-Mikroskop) þeirra er raunar eins ger og
aðrar smásjár, en Ijósi er liagað öðruvísi. Vanalega
Iáta menn Ijósið koma að ofan og neðan og fara
gegnum undirlagið, sem hluturinn liggur á, er rann-
saka skal. Sjálfur verður hann þá dimmri, en það
sem er umhverfls hann. En í ofasmásjá er ljósið
látið koma á hlið, og sjást þá ljósdeplar þar sem
hlutirnir eru, en umhverfis þá er alt dimt. Þegar á
að ransaka einhvern hlut, þá er hann lagður undir
sterka smásjá, en engu Ijósi er lrieypt að að neðan,
en ljósið er látið koma á hlið. Oddinn á ljóskeilu
er látinn koma þar á, en Ijóskeilan kemur úr safn-
glerjakerfi, er safnar geislum af sterkum Ijósgjafa,
sólinni eða rafljósboga. Menn láta í vatn þann hlut,
sefn ránnsaka skal, eða tært gler. Þær agnir, sem
eru ekki valnstærar, beygja geislana, hvað smáar sem
þær eru. Þær verða við það sýnilegar, og eru svo
álitum sem neistaflug í dimmu. Menn sjá því ekki
mynd af hlutunum með þessu móti, heldur hitt,
livort þeir eru til, livort þeir lireyfast, hvernig þeir
eru litir. Um stærð þeirra verður og eigi dæmt, því að
ekki nýtur þar mælingar. En menn hafa þó reiknað
út að ofasmásjáin nái ögnúm, sem eru ekki stærri
en O.ooe s. (smáþúsundstika — Viooo úr þst.; á er-
leridu máli 'p, [mikrornillimeter = Viooo m. m.]). Hin
vanalega smásjármæl eining s. verður því of stór. Því
liafa menn tekið upp nýja einingu 1 þs. þúsund smá-
þúsundstilcu (111// = MiIlimikromiIlimeter)= ^/íooooo úr
þúsundstiku. Þetta sýnist vera hið minsta sem séð
verður í ofasmásjá. En sé þvermál agnanna minna,
þá sjást ekki neistar, heldur Ijósþoka ein. Minnir
hún mjög á stjörnuþokur. (Meira).
John Davison Rockefeller er fæddur 8. júlí
1839 í Nýju-Jórvík. Hann hefir jafnan staðið í stór-
ræðum um fjárdrátt. Hann selli á stofn »the Stan-
dard-Oil\vorks« í Cleveland og lét það renna saman
við »the Standard-Oil-Company« 1872.
Þetta félag hefir verið svo harðdrægt í viðskift-
um, að forseti Bandaríkjanna hefir látið liöfða mál
á móti því. Var það mál leitt til lykta 3. ágúst.
Höfðu sannast 1462 sakargiftir á félagið og var það
dæmt í sekt; sú sekt var 106,433,600 kr.
Á fyrslu bls. er myndin ai' Rockefeller, liöfuð-
pauranum í þessu íélagi. — Liðsmaður í her þessum
er Philipsen, olíusalinn danski.
K réttir.
Fréttahréf
frá fréttarilara »Hugins« í Winnipeg A. J. Johnson.
Frá frcttarilara í Minneota Minn. U. S. A.
lir. G. A. Dalmann (1. sept.).
Að líkindum hefir enginn bær í Bandaríkjunum
orðið fyrir eins miklum áhrifum frá íslendingum, og
bærinn Minneota í Mimrisota. Þegar sá sem þetta
ritar koiri til þessa bæjar fyrir 28 árum (1879), — sem
þá var ólöggilt kauptún, með nál. 100 íbúa — voru
hér þrjár fátækar íslenzkar fjölskyldur. Síðan hefir
bænum allmikið farið frarn. Nú eru hér um 1000
íbúar. Bærinn hefir nú bæjarstjórn, valnsleiðslu, al-
þýðuskóla m. II. Síðastl. vetur voru um 400 nem-
endur á skólanum og 9 kennarar. Nú munu vera
um 400 íslendingar í bænum. Auðvitað eru margir
af þeiin innfæddir og tala lélega íslenzku, en við
köllum þá íslendinga svo lengi sem auðið er. Áhrif
landa hér hafa verið hin hcillavænlegustu. Þeir haía
tekið öflugan þátt í framfarabaráttunni. Það mun
sannleika næst að háskólinn hér mundi ekki hafa
það orð á sér, sem hann nú hefir, væri það ekki
fyrir dugnað og þraulseigju landa. Við liöfum átt
við ramman reip að draga í framsóknarbaráttunni,
en við höfum sigrað með því að leggja til hliðar
allan smámunakrit, en barist sem einn maður fyrir
þeim velferðarmáíum sem við álitum heillavænlegust
fyrir alda og óborna. — Á þetta vildum við benda
vinum oltkar og frændum austanhafs. — Norðaustur
frá bænum er bygð íslendinga sem kölluð er austur-
bygð. Þar munu vera um 175 landar. Svo er önn-
ur suðvestur frá bænum sem kölluð er vesturbygð.
Þar eru 300 íslendingar. í Minneotabænum og tveim
næstu bygðum nál. 8—900 íslendingar. Mikill hluti
verzlunarbæjarins er í höndum íslendinga, og eiga
þeir mikinn þátt í því, að margfalt betra lag er á
verzluninni, en átti sér stað fyrir fjórðungi aldar.