Huginn - 19.12.1908, Blaðsíða 1

Huginn - 19.12.1908, Blaðsíða 1
II. ái'íi'. HÚKgagnav erzlun JónatBns Porsteinssonar LauKBveiEÍ 31. XalBÍmi 64 Stœrsla og ódýrasta iirval af alls konar húsgögnum, gólfteppum, borðdúkum o. 8. frv. Sjá vöruskrá og verölista. ; waWrnw heflr beztu mótoraolíu og aðrar smurninga- olíur. t Menn snúi sér til útsölumanna i Reykjavík * Nic. Bjarnasorí kaupm. og Magniisar Blöndahls i trésmiðameistara. ! Kaupirðu Ujteyi ÍSZfijm Fokleir. Jarðfok eða leirfok er injög algengt. En til þess að skilja hvernig á leirfokínu stendur, verðum vér að athuga hvernig leirinn verður til. Leirinn verður til af molnuðu bergi, en bcrgið molnar af áhrifum vatns og lofts. Vinnubrögð vatnsins eru ýmisleg. Það sprengir klettana, er það fr)Ts, en svo stendur á því, að frosið vatn er rúmtaksmeira en ófrosið vatn. Árnar mala grjótið og björgin, sem þær bera með sér. Þannig verða til vatns- barðir hnöllungar. Sjórinn lemur og sundur klett- ana við strendurnar. Þegar ár eða sjór halda stöð- ugt áfram að mala grjótið, þá verða hnöllungarnir æ minni og minni og breytast að lokum í sand. Vatnið heíir enn fremur þau áhrif, að það sundur- leysir bergtegundirnar og því gengur verkið þess betur, sem bergmolarnir eru muldir smærra. Þannig verður leirinn til. Munurinn á sandi og leir enaðal- lega fólginn í kornstærðinni. Sandur er samsettur af stórum bergkornum, en leirinn af smáum. Korn- stærð leirtegundanna er mjög mismunandi og oft eru kornin svo smá, að loftstraumarnir eða vind- arnir geta þeytt leirnum upp í loftið, þó því að eins að hann sé þur. Bergmölunin hefir átt sér stað um allan aldur. Urðirnar, jökulöldurnar, skrið- urnar, sandarnir, leirurnar og yfirleitt jarðvegur landanna bera þess ljósan vott. Fokleir er svo smágjör, að hann getur fokið. Á útlendum málum er leir þessi nefndur »Zöss«. Þess konar leir er svo að segja alstaðar og þar sem er þurkasamt, er leirfok þvi alltítt. Leirfokinu má vel líkja við skafrenning. Leirinn leggst i lautir og dældir, breiðist yflr láglendi og legst í skafla við hlíðar og hæðarætur; þar staðnæmist hann að minsta kosti um stundarsakir og jurtarikið nemur þar land áður en varir. Lækirnir grafa sig gegnum leir- skaflana við hlíðaræturnar og koma þá fram jarð- föll og djúpir skurðir eins og víða má líta á íslandi. Frjósemi leirsins fer auðvitað mest eftir efna- innihaldi bergtegundanna, sem hann er orðinn til af. Fokleirssvæðin eru víða einhver hin frjósöm- ustu er völ er á. Einna kunnugastur er fokleirinn norðan til í Kína. Leirinn er þar í risavöxnum sköflum í hlíðum hásléttunnar Gobi norðan við Kína. Skaflarnir eru víða mörg þúsnnd fet á þykt. Allan þenna leir hafa stormarnir flutt með sér af eyðimörkinni og frá Tíbet. Slormarnir sópa þannig öllu rykinu af hálendinu og flytia það niður í dal- ina. Fokleirinn í Kína er ljósgular á iit og afar- frjósamur. Lækir og gil hafa grafið sér djúpafar- Reykjavík 19. desember 1908. 30« tbl. vegi i leirnum og svo er jörðin frjósöm að menn búa til stalla í hinum bröttu gilbökkum til þcss að geta hagnýtt sér yfirborð landsins sem bezt. Og ekki eru þeir að eyða þessari frjósömu jörð undir hús eða byggingar. Þeir grafa sig inn í leirinn til þess að geta hagnýtt sér alt yfirborð landsins. í fokleirssveitunum búa menn því í tilbúnum hellum. Og þar er æði mannmargt, því að íbúa- tala þessara sveita skiftir miljónum. Áin Ho- angho (Gulá) rennur um leirsveitirnar og fær sinn gula lit af leirnum. í öðrum heimsálfum eru og víða allstór fok- leirssvæði, t. a. m. í Norður-Ameríku og á Rúss- landi og víðar. Leírsvæðið í Rússlandi er afar- frjósamt, en jarðvegurinn er dökkleitur, at þvi að rotnandi jurlaleifar eru þar innan um. Þessi jörð er oft nefnd »svarta moldin« (í Litla-Rússlandi) og er einhver hin frjósamasta akurjörð. Þar að auki mætti nefna marga frjósama fljótadali i Norður- álfunni, t. d. Ríndalinn, Móseldalinn, Dónárdalinn o. fl. Hinn frjósami jarðvegur í þessum dölum er að mestu leyti fokleir, nokkuð er þó að likíndum af vatnsleír i dölunum, þ. e. af leir, sem borist hefir með vatni og sezt á botninn. Leirjarðvegurinn á íslandi er og að miklu leyti fokleir; hefir Þorvaldur Thoroddsen bent á það fyrstur manna, að því er mér er kunnugt. En að nokkru leyti er leirinn hér að likindum vatnsleir, er sezt hefir á botninn í flóðunum við lok ísaldaf- leysinganna. »Leirskaflar« við hlíða og holtarætur eru að mestu fokleir að því er virðist, en víða ann- arsstaðar er leirfarvegurinn að líkindum vatnsleir. Það er ofurauðvelt að ganga úr skugga um hvað er fokleir og hvað vatnsleir, þvi að ekki þarf ann- að við en að mæla kornstærðina. Vel má líka á annan hátt ráða í hvernig leirjarðvegufinn er orð- inn til, nefnilega með því að athuga þær breyt- ingar, sem nú verða á yfirborðí landsins. Það þekkir hvert mannsbarn hér á landi, hvernig rok- stormarnir sópa öræfin og þyrla rykmekkinum niður yfir bygðirnar og hvernig stormarnir róta um jarðvegi í bygðum og flytja hann úr einum stað i annan. Það er og öllum kunnugt, að vatnsföll bera með sér leir og dreifa honum víðsvegar þar sem láglent er. Þetta hvortlveggja hefir ált sér stað alla tíð síðan ísöldum létli og virðist þvi mjög auðsætt, hvérnig leirjarðvegurinn er orðinn til. Leir þessi er afaralgengur á íslandi eins og kunnugt er og haun er eflaust mjög svo líkur al- staðar. Fyrrum liefir þó leirjarðvegurinn verið enn þá víðáttumeiri, það er að segja þegar melarnir og holtin voru þakin jarðvegi og skógi. Þegar þess er gætt hvernig leirjarðvegurinn er orðinn til, er skiljanlegt að hann getur tæpast verið i jafnvægi nema hann sé gróðurbundinn, og það er augljóst að illa getur farið, þegar gróðrarbreyt- ingar eða gróðurskifti verða i slíkri jörð. Sú hefir og reyndin orðið á bæði hér á landi og víðar, að t. d. skógareyðsla hefir haft í för með sér jarð- vegseyðingu. H. J. JUæsta blað á máiiudag'. Botnar bíða mánudags og má senda þá til sunnudagskvölds. ÆRINGI er kominn út. Það er dagsatt! Að ég hefi meira og fjölbreyttara úrval af skó- . fatnaði en nokkur annar. ♦ Að minn skófatnaður er fallegri og vandaðri en nokkur annar. ^ Aö verð á minum skófatnaði er að mun lægra en hjá öðrum. Reynið núna fyrir jólin og þér munuð sann- færast um, að ofanritað er ekkert skrum. Virðingarfylst. Ldrus G. Lúðvigsson, Þingholtsstræti 2. El fuerite. Hvert sem lífsins hafsjór ber, hafðu það in mente*, að jólagjöf ef gefur mér, þá gef mér el Fuente. Peir fást liczttr hja Guðm. Ólsen: * í hug. Jólag-jafir og g-leði. Beztar jólagjafir eru góðar bækur í vönd- uðu bandi. Miklu úr að velja i bókaverzluninui í Lœkjar- götii 6. Slíkar gjafir veita hollasta og haldbesta g 1 e ð i. Guðm. Gamalielsson. Til jólanna. litljósmyiidir af fegurstu stöðum á íslandi (bréfspjöld) og fagrar umgerðir um, til þess að hengja á vegg. Fœst í turninum. Jólajjafir: Et Ridt gennem Island eftir Jón Sveinsson ljómandi bók með litmyndum kr. 3,00. Sögur og kvæði (úrval) eftir Jónas Hall- grímsson að eins kr. 0,60. Unga ísland 1., 2. og 3. ár, bundið í ágætis band, skinn á kjöl og hornum og gylt kr. 5,00. Sama 4. ár innheft, þar með ljómandi fall- eg litmynd frá fæðingu Krists kr. 1,25. Kertastjakar, ljómandi fallegir úr kopar. ))Poesi-album« margar tegnndir og fallegar. Vindlakassar: ))Drachmann«, »Fuente«, »HoI- land« o. fl. Bréfspjalda-»möppur«. Taka rúm 100 bréf- spjöld o. fl. o. fl. Sömuleið is: Sinávegis tll jólanna. Spil, spilapeningar, litstokkar, litblýantar, litblek, englahár marglitt o. m. 11. fæst í turninum kl. 8. árd. til 10 siðd.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.