Höfuðstaðurinn - 03.10.1916, Blaðsíða 2
HÖFUÐST AÐURINN
Höfuðstaðurinn
kostar 6 5 a u r a um
mánuðinn, fyrir fasta
kaupendur. — Pantið
blaðið í síma 5 7 5
---eða 2 7,— —
kosta 2 Va eyrir orðið.
Skilist f prentsmiðjuna, Ingólfs-
stræti 2, sími 27, eða á afgr.
blaðsins í Þingholtsstræti 5,
sfmi 575.
Ófriðurinn.
V.
Ríkir nótt! — Þó hvergi hljótt,
hervaldssprotar gjalla.
Mæðist drótt. En maurasótt
menning rotar alla.
Sólon.
Pappírsskortur í París
Frakkar hafa allajafna verið hinir
sparsömustu með pappír, og vegna
ófriðarins er nú hert á sparseminni
sem mest. í sölubúðum er að
mestu hætt að láta pappír í um-
búðir og götusalarnir bregðast illa
við, ef kaupanautar hafa ekki með
sér umbúðirnar heiman að, því
annars verða þeir að Hta horn af
gömlu dagblaði eða pokaræksni,
Ifmt saman úr veggjavappír eða út-
skrifuðum stílabókum.
Fyrir nokkrum vikum síðan var j
f París og Signuhéruðunam send ’
út áskorun til rjómabúanna að láta
af höndum allan gamlan pappír, er
þau gætu mögulega án verið —
þó ekki mórauðan né fitugan pappír.
Það átti að nota í sykurumbúöir.
Árangurinn varð sá, að skrapað
varð saman 2 miljónum tvípunda
af brúkuðum pappír.
Pappirsskorturinn gerir líka vart
við sig hjá blöðunum. Þau geta
ekki lengur tekið auglýsingar og
hafa þess vegna hækkað auglýsinga-
verð upp í 10 franka fyrir smá-
leturs línu hverja. — Þó eru í sum
blöðin enn teknar vissar auglýsing-
ar með niðursettu verði. Það eru
hinar svo nefndu ^smáauglýsingar^
þar sem fangar, landflótta menn og
hermenn á vígstöðvunum láta til
sín heyra á símskeytavísu, siyttsem
mögulegt er, geta um líöan sína
Ný góð Kæfa og Rullupylsa
fæst í verzluninnr Nýhöfn.
íTWVí----
rXTiJ----rXPj?-
Maltöl — Reform
Einnig Porter og Pilsner
Krónelager.
fæst í N Ý H Ö F N
ifATi----íTaTt
’XtI!----ÍIw-
ALKLÆÐI, 5 íegundir — KÁPUEFNI
KJÓLÁEFNI — SILKI, einlil, röndótt, skoskt.
CREPE DE CHINE — TÚLL — DÖMUKRAGÁR
PÍFUR — SILKISLIFSI — KVENKÁPUR
BARNAKÁPUR — KVENHATTAR
i stóru úrvali, nýkomið með s.s. Botníu.
SAUMA VÉLAR koma með e.s. Gullfossi frá Ameriku
og stórt úrval af KVEN-REGNKÁPUM, svörtum og
mislitum, nýtisku snið, kemur með s.s. Island.
&2\U
3U d e d e *
^ s \ e f * glösum
NÝKOMIÐ
' Jt ^ o J tl .
og
Reykt síld og Rauðmagi
fæst í verzluninni Nýhöfn
Og spyrja frétta af skylduliði sfnu
heima fyrir.
Þar eru líka oft átakanlegar bænir
mæðra og eiginkvenna um ein-
hverjar upplýsingar um hitt og þetla
númer við hina og þessa herdeild, er
hefir horfið fyrir svo og svo löng-
um tíma.
Barnahatur,
Eg les húsnæöisauglýsingar dag-
Iega í blööunum. Er í þeim, nær
án undantekningar sagt: »Fyrir ein-
hleypa*.
Jú, jú, einhleypa fólkinu er vel-
komið húsrúm, en þeim sem hafa
börn með sér, er ætlað aö vera —
hvar?
Þaö er engn Iíkara en að hús-
ráðendur f bænum hafi haldið með
sér fund og samþykt, með meiri
hluta atkvæða, að hýsa ekkert barn
framvegis. Eg hélt í fyrstu, að þessi
orð: »fyrir einhleypa*, í húsnæð-
isauglýsingum þýddi að aðeins væri
til leigu litið herbergi, sem ekki
rúmaði fleiri en 1 2 menn. En
þegar íbúðir eru auglýstar fyrir
einhleypa sem kosta 30—70 kr.
um mánuðinn, fer eg að dofna í
þeirri trú. Þá er augljóst, að barna-
hatur er orsökin.
{ ungdæmi mínu þekti eg eina
kerlingu sem vildi helst að börn
kæmu aldrei nærri sér. Hún var
kölluð illindisnornin. En það lítur
út fyiir að sumir af húsnæðisráö-
endum bæjarins hafi einhvern tíma
komið til þessarar kerlingar og
sýkst af henni. Eða kanske þeir
séu þjóömegunarfræðingar á líkan
hátt og búfræðingurinn, sem sagði
bændum að ef þeir vildu veia
hygnir og búa sig vel undir fram-
tíðina, þá ættu þeir að skera ær og
lömb, en aðeins setja geldinga á
vetur. Það er, að ungbörn þau,
3ówssov\
Laugavegi 11
Nýkorr.nar miklar
birgðir af:
Karlmannafatnaði
Og
Fataefnum.
Regnkápur
fyrlr karla og konur
Regnfrakkar
Enskar húfur,
Alklæði
Gardínutau
Silkitau
margir litir.
Nærfatnaður
karla og kvenna.
Göngustafir
mikið úrval.
Kaupið
,3toJuB$taí\nn.
sem þjóðfélagið á, ættu engir að
hýsa, (smbr. dæmi þeirra) vegna
þess aö þau eru þjóöfélaginu byrði
og kaldlyndu fólki til ama.
S k a 11 i.
Fer að hausta.
Fer aö hausta, — hallar sér
húms að nausti sunna.
Vinds í flaustri visið ber
veltur laust um runna.
Sólon.