Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 12.10.1916, Blaðsíða 3

Höfuðstaðurinn - 12.10.1916, Blaðsíða 3
HÖFUÐSTAÐURINN TJnnusta hermannsins. Norsk saga. —o— Frh. Mennirnir komu inn, Þeirhöfðu fyrrum unnið hjá Vilmer á verk- smiðjunni, en hafði verið sagt upp vinnu, að undirlagi Ebbesens. Ann ar hét Dreier, en annar Frantsen. Þeir stóðu báðir í dyrunum, með húfurnar milli handanna þegar Vil- mer kom inn. — Nú, hvað er ykkur á hönd- um? spurði Vilmer. — Já, sagði Dreier og spýtti um Ieið, — við vorum við veiðar uppi á Norðurmörk, og gengum hér fram hjá, nóttina sem sonur stór- kaupmannsins gifti sig og innbrot- ið var framið hérna. Vilmer leit til þeirra tortrygnis- augum, eins og hann vildi segja að þeir hefðu verið manna vísastir til að fremja innbrotið. — Hvað meir? spurði hann. — Rétt fyrir neðan landsetrið, t mættum við manni, sem gekk hratt . niður að brúnni. Virtist svo sem hann forðaðist að mæta nokkrum. Hann bar stóran poka í fanginu og þungur virtist hann vera, því maðnrinn fór mjög varlega með hann. — Það var stórmerkilegt, sagði Vilmer. —'iÞekkið þið manninn? — Það^held eg, sagði Dreier og leit til félaga síns, eins og hon- um væri ekki ekki úm að nefna nafnið. — Hver var það? spurði Vil- mer höstugt. — Það var enginn annar en hann Markús^Ebbesen, sagði Frant- sen dræmt. — Slúðurl tautaði Vilmer og horföi fast og rannsakandi á menn- ina. — Þið skuluð ekki reyna að fá mig til að trúa slíku. Bóktondsvinnustoía Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. Mennirnir sóru og sárt við lögðu að framburður þeirra væri réttur. —^Ykkur hefir hlotið að mis- sýnast, sagði stórkaupmaðurinn. Þeir þóttust báöir þekkja Ebbe- sen of vel til þess, að hér gæti ver- ið um missýning að ræða. Vilmer gekk fram og aftur um gólfið í miður þægilegum hugs- unum. Honum fanst sögusögn manna þessara ótrúleg. Það virtusí engar líkur til að Ebbesen hefði getað verið þar staddur um nótt- ina, og þó leit út fyrir að menn- irnir segðu satt. — Heyrið þið nú, góðir menn, sagði|Vilmer um síðir. Eg get ekki sagt um það með vissu nú, hvort rétt er með farið hjá ykkur, en hafið þið séð rétt og undirumsjón- armaður minn hafi verið staddur hér, þessa nótt, getið þið verið viss- ir um, að það hefir ekki verið í neinum siæmum erindum. Dreier og Frantsen urðu báðir hálf kindarlegir við, en sögðu svo að það væri alls ekki ætlun þeirra að ásaka neinn, þeir hefðu bara viljað láta stárkaupmanninn vita hvað þeir hefðu séð o. s. frv. — Eins vil eg biðja ykkur, mælti Vilmer, að láta það ekki berast út, að þið hafið þózt sjá Ebbesen hér á þessum slóðum, nóttina sem inn- brotið var framið, það gæti auð- veidlega sett blett á hið góða mann- orð hans. Mennirnir lofuðu að þegja. — Þiö hafið að líkindum gert þetta í góðu skyni, sagði Vilmer. — Eg skal muna eftir ykkur, ef við þurfum að fjölga mönnum í verksmiðjunni. Þeir hneigðu sig djúpt og fóru. Naumast voru þeir komnir niður á götuna, fyr en þeir sögðu hverj- um sem hafa vildi, erindi sitt til Vilmers, og hvað hann hefði sagt, en svo létu þeir altaf fylgja: »Þú mátt engum segja frá þessu«. Og margir fengu að vita leyndarmálið daginn þann. Þegar mennirnir voru farnir, gekk Vilmer fram og aftur um gólfið og reykti pípu sína í ákafa. Hann skildi hvorki upp né niður í því sem hann hafði heyrt. 5* éd\kav\t\t\. Prédikari nokkur sem var lítiil vexti átti að flytja ræðu í kirkj- unni í Jórvíkurskíri. Prédikunar- stóllinn var hár og þurfti að fá smið til að setja tröppur í sfól- inn svo prédikarinn sæist yfir stólbrúnina, en hann hafði ekki leyst verk sitt vandlega af hendi því þegar prédikarinn var í miðri ræðu og þrumaði af andagift og mælsku mikilli þessi orð: »Þér sjáið mig nú, án innan lítils tíma munuð þér ekki sjá mig«, heyrð- ist brestur og prédikarinn hvarf sjónum safnaðarins niður í stól- inn og söfnuðurinn sá hann ekki framar. 6muUav\t\nav. Ný nytjajurt er fundin á síðari árum og þegar byrjað í Austur- löndum að rækta hana f stórum mœli, og það er því auðsætt að hér er að hefjast ný grein iðn- aðar, sem getur orðið erfiður keppinautur bómullarinnar. Pessi nýja jurt er kölluð Bom- bakstréð — á latínu: Bombax Ceiba — og ávextir hennar er kallað kapok. Bombakstréð vex óræktað um allar hinar Austurindversku eýjar. Nú á síðari árum er farið að rækta það. Ávextirnir eru mjög lfkir og á bómullarplöntunni. Eyjarskeggjar hafa þekt þessa jurt um langan aldur og notað hana í dýnur og sængur, og í því skyni var byrjað að flytja ró S JS, 3 cö Cli Dýrlingurinn, 27 eða Refur IHgresi, og var í föruneyti kanzlarans og ól skaðsemdarskrokk sinn við ríkulegt borð hans. Hann var ósvífinn og taumlaus höfðingjasonur, en kunni vel að hugnast konum. Hann varð^ mér með hverjum degi hvimleiðari og hvimleiðari og gramdist mér mjög, er hann talaði við hina saxnesku mey í yztu takmörkum miili ástleitni undir rós og riddaraósvifni og mátti eg eigi reka hníf minn milli rifja honum. Vera má aö eg hefði hætt mínu eigin lífi til þess, en eg vildi eigi steypa húsbónda minum í glötun, en það hefði þó orðið afleiðingin af þvf. En hví skyldi eg verða margorður hér um, því að þér þekkið það frá æskudögum yðar,1 herra Burkard. hversu fimlega djöfullinn leggur net sfn og dregur þau saman, þegar svo stendur á. Einhvern dag var eg og húsbóndi minn kallaður til hallar, sem lá nokkrar mílur frá Lundúnum, til þess að koma skipulagi á vopnabúr eins Normannahöfðingjans. Mun það hafa verlð hrekkur einn, Þar vorum við tafðir á allar lundir, og þegar við komum heim til Lundúna var Hildur horfin — sögðu nágrannarfað hún hefði verið numin á brott með valdi, því að þeir hefðu heyrt hófa- dyn og kveinstafi um nóttina, en er húsbóndinn yfirheyröi hinar hræddu kvensniptir og rögu sveina, þá lugu þau að hún hefði farið viljug. Eg grunaöi Oui Malherbe — hvað er eg að segja? eg var sannfsrður um að það væri hann. Eg réð því húsbónda mínum að ganga í veg fyrir kanzlarann og biðja hann með knéfalli, þegar hann riði framhjá smiðj- unni á leið sinni til turnsins, er konungur hafði gert hann umsjónarmann yfír, og réð eg honum að láta ekki af, 28 fyr en hann fengi áheyrn hjá honum og kanzlarinn refs- aði hinum normannska þjóni sínum Þetta fór og fram einn dag. Vesalings húsbóndi minn fleygði sér í duftið fyrir framan hest kanzlarans, reitti skegg sitt og krafðist þess með grátstafinn í hálsin- umíog tárugar kinnar að ná rétti sínum á þeim manni, sem rænt hefði dóttur hans. Var >á í þriðju röð fyrir aftan skrautbúinn höfðiningja sinn, þrjóskur á svip en flóttalegur í augum. Aldrei get eg gleymt því og sé það ennþá, er kanzl- arinn hrærðist ekki og breytti í engu svip sínum og leit naumast á hinn kvíðafuila mann dökkum augum sínum undan hálfopnum augnalokum, en reið hægt á svig við hann. Þá greip örvæntingin Saxann. Hann hljóp á fætur, ógnaði honum með krepptum knefum og æpti á eftir honum: «Það er leitt, klerkkind, að þú átt enga dóttur, svo að einhver þeirra Normannanna gæti svívirt hana!« Þá var sem Thomas Becket sæi óþægilegt skordýr og hræröi hann lítiö eitt við hesti sínum og lét hann greikka sporið. En eg fór með gamla manninn heim til sín og forðaði honum undan háðungum og skammarlegu spotti riddara þeirra, er fylgdu kanzlaranum. Nú komu raunadagar, sem eru mér ennþá beiikir í endurminningunni. Þá hugðist eg eigi mundu afbera þá. Engin bót var að því, þótt Hildur væri dag nokkurn komin óvörum í smiðjuna og biði þar föður síns, því að hún vissi að hann kom þar hvert kvöld og læsti með eiginni hendi dyrum og hlerum. Eg hefi aldrei komist eftir því, hvort Malherbe hafi

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.