Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 31.10.1916, Blaðsíða 4

Höfuðstaðurinn - 31.10.1916, Blaðsíða 4
HÖFUÐSTAÐURINN HQFUBSTAÐURIKK jj Háskólinn í dag: B j ö r n M. Ó I s e n dr. phil.: Bókmentasaga fslendinga ki. 5—6 Jón Jónson dóc.: Saga íslensku kirkjunnar fram að siða- skiftunum kl. 7—8. Alexander Jóhannes- s o n dr. phil.: Engilsaxneska kl. 7-8. Bisp, leiguskip landssjóðs, er ný- komið frá Ameríku með fullfermi af steinolíu. Gulifoss er á Dýrafirði í dag. Goðafoss kom til New York á sunnud. Fjðlbreyttust og faliegust ís- lenzk tœkifœriskort eru til sölu á Laugaveg 43 B, hjá Friðfinni Guðjónssyni. Earl Hereford fór til Fleetwood í gærkveldi með 700 kit af fiski. Loftflotinn breski. Mönnum hefir komið það jafnt á óvart að Englendingar fengju yfirtökin í lofthernaðinum sem menn voru því óviðbúnir að stór- skotalið þeirra yrði svo öflugt se.n raun er á orðin. Á meðan blöðin ávíttu stjórnina fyrir það að vanrækja loftvarnirnar og einn flugmaður var kosinn til þings- ins í sama augnamiði, var í kyr- þey hvíldarlaust unnið að því að auka og efla loftflotann. Loftilotinn breski er jafnmikið undraverk sem her Kitcheners og yfirleitt alt þið nýja fyrir- komulag breska hersins. í ófrið- arbyrjun var ailur breski flotinn 6 deildir flugvéla, als um 80, nálægt 250 foringjar og um 1000 menn að auki, nú skifta deildirn- ar mörgum tugum, foringjarnir skifta þúsundum, liðsmennirnir tíþúsundir. Fyrir ófriðinn var á- ætlað að útgjöldin við loftflotann væru fyrir innan eina miljón sterl.- punda, eru ársútgjöldin orðin margar miljónir punda og áætlað er að yfir 40 miljónir punda hafi verið notaðar til aukningar loft- flotans, eða rniili 700 og 800 milj. króna. j Hvað sem hiöðin sögðu þá • var hersíjórnarráðuneytinu breska það fullljóst frá upphafi, hvert gildi flugvélarnar mundu hafa í ófriðnum, Pað ákvað að auka loftflotann að miklum mun, að auka hann eins fljótt og unt væri alt að 500 n/9. Einhverjir mestu erfiðleikarnir voru það að fá nógu marga menn. Pað þurfti marg- falt fleiri foringja en nokkuru hafði grunað, og það er dýrt og tekur tíma að kenna foringjun- um, og auk þess er það nám hættulegt og erfitt. Tjónin voru mörg og erfiðleikarnir miklir sem sigrast varð á, áður en nóg reynsla væri fengin. Ekki voru allir þeir sem buðu sig fram vel fallnir til þess að verða flugmenn og auk þess var ekki svo hlaupið að því að fá hæfa vélamenn í svo mik- inn flota. Mörgum flugstöðvum var komið á íót, bæði á Eng- landi og Skotlandi þar sem vell ir voru nógu víðir og þar sem lítið var um skóga í nágrenninu, verksmiðjureykháfa, símastaura eða aðrar hindranir. Á þessum stöðum er það sem flugmennirn- | ir og vélamennirnir fá æfingu sína og frá þessum æfingastöð- um hafa á skömmum tíma allir þeir ensku flugmenn komið sem nú daglega vinna stórvirki í Flan- dern, Frakklandi, Egyptalandi, Mesopotamiu, Indlandi og Suður- Afríku. Flugvélin er hæfari en alt ann- að til njósna, hún sér hreyfing- ar óvinanna, ekki að eins þegar alt er komið á stað, heldur einnig alian undirbúning, hún tekur myndir af stöðvum óvinanna, gefur nauðsynlegar upplýsingar um skotgrafir þeirra og stjórna stórskotaliðinu með merkjurn. Frh. Útgefandi Þ. Þ. Clementz Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz. 1916. Sparsemi. Kona ein hér í bænum, fátæk og umkomulítil, en sem sér þó fyrir sér sjálf, sagði mér ný- lega að sonur sinn 11 ára gam- all inni sér á mánuði um 30 kr. við blaðasölu og bóka, mest þó blaðasölu á götunum. Ætlarhann að halda því áfram þangað til að hann verður fermdur, og getur fengið aðra arðsamari atvinnu. Blaðasöluna hefir hann að hjá- verkum með skólanáminu. 20 kr. leggur hann í sparisjóðsbók um hver mánaðamót, það sem fram- yfir er gengur til heimilisþarfa. Mörgum drengjum mun þykja þetta ótrúlégt að svona mikið megi inn vinna sér á þann hátt, en það er samt satt. En hann hleypur ekki með hvern eyrir í sætindabúðirnar eða tóbaksversl- anirnar, heldur fer heim með aurana sína á hverju kveldi og mamma hans tekur við þeim og geymir þá þangað til hann getur lagt inn 20 krónurnar sínar. Drengir! Farið sparlega með aurana ykkar, sem þið vinnið ykkur inn. Lærið í tíma að meta I gildi peninganna. þið sjáið eftir því síðar ef þið vanrækið það nú. Með sparsemi geta menn orðið sjálfstæðir efnamenn og látið margt gott af sér leiða. Br. CM eö lO <u iD cd E '(0 XO 5 ed 3 JO HM c d 64 ungu húsmóður sinni og koma í nótt í hliðhvelfinguna, ef hún unni sínu eigin lífi, áður en slökt er á lampa þín- um. Far þú! Hann kom aftur með það svar, að hin valska kona myndi hlýða. Nú var farið að dimma og skipaði eg hon- um að kveikja á lampanum og setjast við reikningstöflu sína meö krít í hendinni, ef svo kynni til að bera, að varðmaður á múrnum andspænis liti tortrygnis augum inn um bjartan gluggann. Því næst fleygöi eg mér niður á flet hans þar í einu horninu, því að eg þurfti hvíldar við eftir svo órólegan dag. En mér leiddist að heyra nöldrið í karlinum, er hann sat og ásakaði sjálfan sig. Eg skipaði honum að þegja, en gat þó eigi sofnað. Oft lekst svo hörmulega til að þótt hjartað herpist saman af kvíða, þá fara kaldar hugsanirnai leiöar sinnar hvíldarlaust og afskiftalausar um kvíðaefnið. Og mínar hugsanir voru nú að fást við það, hvers vegna kanzlarinu hefði nefnt þetta óheillabarn sitt Gratiu. Hvort þaö hefSi verið í minningn um náðarsamiega yfirbót móður hans sjálfs, er svo var skírð, eða hann hefði látið undan heið- inglegum hugsunum, af því að gratia þýðir bæði guðlega náö — sem guö gefi oss öllum —, en einnig blómið á mannlegri kunnustu og yndisþokka. Enn varð eg hugsi út úr því, að heira Thomas hafði sagt Náð frá eftirlæti sínu, Ríkharði, og því um stundar- sakir gert sig sekan í þeirri syndsamlegu metorðagirnd, að vilja faia með dóttur sína til hirðarinnar og afla henni konunglegs heiðurs. Út frá því sofnaði eg og draumguð- inn dró mig á tálar með alls konar sjónhverfingum. Það er alkunna aö dreymdur harmur veit á gleði og fögnuður 65 í draumi veit á tár. Mér þólti eg ganga út úr skóginum aftur á eftir Hinriki konungi og þótti mér andlit hans yngjast alt í ein i og verða að andliti Rtkharðs sonar hans. Hinn óstýriláti konungssonur barði á hliðið að skógar- höllinni og braut hlið í einu höggi með stálhanzka sfnnm. En Æscher gekk djarflega móti honum og Monna Lisa grét móðugum dygðartárum. En þá kom kanzlarinn út úr höllinni og leiddi Náð við hönd sér, tók í hægri hönd Rtkharði og leiddi þau bæði undir hvolfgöng trjánna. En þau breyttust í hvelfingar hallarinnar í Vindsor. Hin ungu biúðhjón krupu á kné frammi fyrir Hinriki og Ellenor, en þau litu á þau foreldra augum, trumbur og bumbur voru barðar, eg kastaði hatti mfnum upp í loftið og kallaði: »Lengi lifi Ríkharður konungsson og Gratia kona hans!« Við þetfa vaknaði eg og heyröi svikarann Æscher muldra bænir, ' Gekk eg nú að glugganum og sá Ijósið í hallarherberginu, þar sem Manna Lisa beið eftir því, að slökt væri á lampa mínum og hjá henni óþroskuð hjákona gamals konungs. Þetta var ill nótt, hin versta á æfi minni. Himininn var þakinn löngum og svörtum skýjum og huldu þau hinn vaxandi mána með skósíðum skikkjum sínuro. Nú var einmitt lokið njósnargöngu varðmanna. Eg slökti á lampanum. »Við höfum tvo hesta, Æscher*, sagði eg. »Þúsetur Monna Lisa á þinn hest.« Nú þreifuðum við okkur niður viudustigann í hlið- <0

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.