Höfuðstaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Höfuðstaðurinn - 08.11.1916, Qupperneq 4

Höfuðstaðurinn - 08.11.1916, Qupperneq 4
HÖFU.ÐST AÐURINN Lengd herlínanna. Ef vér berum saman lengd or- ustulínanna nú við það sem sðgur fara af úr eldri styrjðldum þá er naumast að vér trúum vorum eigin augum. Ein aðalorsökin til þess að or- ustulínurnar eru orðnar svo iangar er vafalaust fjöldi hermannanna. Auk þess er þess að gæta, að þeg- ar svo að segja altaf er barist með skotvopnum, en ekki þannig að senda fram sveitir manna, þá eru það aðeins þeir sem eru í fremstu rððunum sem berjast. Það er áætlað að bys3U þurfi á 4. hvert fet. 12000 manna herdeild þarf því á 5 kilometra langa herlínu. Þetta skýrir hvernig stendur á þessum víðáttumiklu óslitnu víg- stððvum. Við Kúnersdorf voru í Sjöára- stríðinu 70.000 Rússar á 5.4 kilo- metrn Iöngu svæði. Þær 75 þús- undir, sem Napoleon hafði við Austrelitz voru á 12 kilometra svæði og þær 86 þúsundir Austurríkis- manna og Rússa sem á móti hon- um voru, voru á 15 kilometra löngu svæði. Við Königgraiz höfðu 215.000 Austurríkismenn 10 kilo- metra langa herlínu, en Prússar 15 kilometra. Svipað þessu var það í ófriön- um milli Frakka og Þjóðverja 1870 —71. Það er ekki fyr en í ófriðn- um milli Rússa og Japana að fer að bera á löngum herlínum. í or- ustunni við Liaogang var Rúss- neski herinn, nálægt 130.000 manna, á 40 kilometra svæði. Við Shar 10. okt. 1904 voru 200,000 Rúss- ar á 60 kiiometra Iöngu bili, en 170.000 Japanar á 10 kilometrum lengra svæði. Við Gravelotte 1870 voru að . jafnaði 13.000 Þjóðverjar á hverj- kilometer, en aftur á móti voru ekki nema 2500 Búlgarar á hverj- um kilometer, við Lule-Burgas i Balkanófriðnum síðasta. En hvað hafa þessar tölui að aegja móti því sem nú er. Um eitt skeið var sóknarifna Austurríkismanna í Galiziu 350 kilo- metrar, og sóknarlína Þjóðverja í Póllandi var þá samtímis 1000 kilo- metrar, en á öllu þessu svæði voru ekki nema 1500 menn á hverjum kilometer. Af þessti sést að breytingin geng- ur í þá átt að lengja orustusvæðin og fá lengra bil á milli hermann- anna. Nú gætu menn hugsað sem svo, að úr því að svo sé þá þurfi tiltölulega færri hermenn, en því fer fjarri að svo sé. Á bak við herlínurnar verður að vera ógrynni varaliðs til þess að vera ávalt reiðu- búið að fylla skörðin. Auk þess þarf mikils mannfjölda við þegar áhlaup eru gerð. Þegar þess er gætt aö nú má svo segja sem óslitnar vfgstöðvar séu alt frá Austusjónum suður með Þýzkalandi, Austurríki og Ungverja- landi og norður með þessum lönd- um að vestan alla leið til hafs, þá komast herlínur þær sem sagan hefir áður þekt, ekki langt í sam- anburðinum. Unnusta hermannsins. Norsk saga. — o— Frh. Trína kunni að segja frá svo fjarskalega mörgu. Gagnvart Maríu var hún sem samsafn vizku og þekkingar. Lika hafði Trína komið á svo mörg sölutorg og í svo fjarskalega margar skrautsölubúðir. Og sagði hún vinkonu sinni frá ýmsu, sem þar hafði borið henni fyrir augu. Svo einn góðan veðurdag, kom Trína heim til Maríu og skaut því að henni að múrararnir ætluðu að halda útsölu eða »Bazar*. Hún hafði þegar fengið tilboð um að vera þar viö afgreiðslu og vildi hún endiiega hafa Maríu með sér. María fór þegar til foreldra sinna og bað um leyfi aö vera við út- söluna. Var það mál auðsótt, því þeim þótti meiri voa að eitthvað rættist af henni þunglyndið þarna, í glöðum hóp ungra manna og kvenna, Þar að auki var >Bazar« ætíð haldinn í góðgerða skyni og nú skyldi þaö vera til styrktar fyrir sjúkrasjóð iátækra múrara. En potturinn og pannan í þvf að Trína fór til Maríu, til að fá hana með sér á útsöluna, var eng- inn annar en Jensen sððlasmiður. * * • Rússinn stóð úti fyrir krárdyrun- um í Orænalundi og þruskaðí í vösum sínum. Um síðir fann hantt nokkra ó- hreina svildinga. Leit hann á þá í lófa sfnum og sneri síðan inn í krána og bað um staup af brenni- vínú Rússanum hafði stöðugt verið veítt eftirtekt og sá sem það gerði hélt nú inn í krána á eftir honum. Það var doktor Jordan. Hann bað um hálf-flösku af öli og fékk sér sæti andspænis Rúss- anum, sem nú hafði tæmt staupið I * ^vvxxv&a. 2 íslenskir hundar óskast til kaups nú þegar. J&yóttv &u&xxittxv&ssoxví Ivaupm. Orjótagötu 14. Versl. á Laugavegl 2 heíir fengið mikið úrval af DRENGJAFÖTUM góðum og ódýrum. Komið og Skoðið. um í tóman bikarinn. Doktorinn vatt sér að nábúa sín- um og mælti: — Má ekki bjóða yður einn bikar víns, Frantzen? — Þér farið víst manna vilt, eg heiti ekki Frantzen, svaraði Rúss- inn og var þá auöséð á svip hans, að hann myndi feginn hafa viljað vera sá er til var talað. — Sama er mér, hvort þér heit- ið Frantzen eða eitthvað annað, þér i getið þó víst drukkið mér til sam- i lætis. i * Bókbandsyinnustofa Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. Rússinn þakkaði fyrir sig, og augu bans Ijómuðu af ánægju. Hann færði sig þegar nær, og eftir litla stund var bikar hans fleytifull- ur af safrangulum, freyðandi og ginnandi drykk. | Doktor Jordan græddi ekki mik- ið á Rússanum. Fyrst í stað var hann fáorður sem hann var vanur, en er hann hafði tæmt bikar sinn í þriðja skiftið, fór honum að verða liðugra um málið. Hann var sýni- lega hrifinn af örlæti þessa nýja kunningja síns. Nú byrjaði doktorinn líka að leita frétta. — Hann er víst dável efnaður þessi Hólmkvist, sem þér eruð hjá? — J*> Það er hann víst. — Hann er víst dugandi kaup- maður? Frh. Kven-budda með peningum í fundin á götum bæjarins. A. v. á finnanda. ^ HðroÍTABflRlÍÍ'^ Hólar komu í morgun, klukkan um 6. Botnfa fór ekki í gærkveldi, eins og tíl stóð, en ráðgert að hún farí í kvöid kl. 6. Earl Hereford kom til Fleetwood í gær. Fjölbreyttust og fallegust fs- lervzk tækifæriskort eru til sölu á Laugaveg 43 B, hjá Friöfinni G u ð j ó n s s y n i. Veðrið. Undanfarna daga hefir verið há- vaðavindur af norðri, og er svo enn í dag. — Skýjabólstrar eru á fjöllum og all-kalt. Bæjarmenn ganga um göturnar í þykkum yfir- höfnum, og er nú vetrarsvipnr á ðllum. Höfuðstaðurinn kostar 6 5 a u r a um mánuðinn, fyrir fasta kaupendur. — Pantið blaðið í síma 5 7 5 ----eða 2 7.---- Útgefandi Þ. Þ. Clementz Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916.

x

Höfuðstaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.