Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 16.11.1916, Blaðsíða 3

Höfuðstaðurinn - 16.11.1916, Blaðsíða 3
HÖFUÐSTAÐURINN Haíharfiarðarbílliim Nr. 3 fer til Keflavíkur í dag kl. 3. Sttttitttvdur *\}\l^á^tt\5sott, bifreiðarsijóri. Maskínuolía, Lagerolía 08 Cylinderolía ,yrlr,lgglandl \st, jtemoUuktuUJéUg. a% augtgsa \ ’y.öjuístalSrum. Undirbúningur ferðarinnar. Eg fór frá London í ágúst- mánuði og þegar eg kom til Bost- on fór eg að velta fyrir mé hvernig eg ætti að koma til Þýskalands með svo mikið af meðmælum að eg mætti fara frjáls ferða minna og gæti komist í samband við menn af öllum stéttum og stig- um. — Eg var svo lánsamur að vega- bréfið sem eg hafði haft, var orð- ið ógilt og að það nýja sem eg fékk, gaf engar upplýsingar um j fyrri ferðir mínar til Þýskalands og Austurríkis, síðan ófriðurinn hófst, og gat heldur ekki um það hve oft eg hafði komið til Eng- lands. Eftir að eg hafði nákvæmlega yfirvegað málið, komst eg að þeirri niðurstöðu að mér væri heppilegast að nota kynni mín af próf. Hugo Munsterberg, hinum alkunna þýska prófessor við Har- ward háskólann. nota þau til þess að grundvalla á þeim rannsókn- ir mínar, en hann þekti eg siðan eg las hjá honum sálarfræði og eg verð að játa sök mína í því að hafa komið þessum mæta Tevtóna til þess að vinna í þjón- ustu T i m e s. Eg sagði honum, og eg sagði það alveg satt, að eg ætlaði til Þýskalands til *þess að kynna mér ástandið eins og það væri, að eg óskaði eftir aðstoð til þess að komast að sannleikanum, Frh. Nýtt tímabil f ófriðnum. (Úr Continental Times.) Það ei ekki vafi á því aö nú er | upprunnið nýtt tímabil í sögu ó- friðarins. Sókn Breta og Frakka við Somme, hefir staðið mánuð- um saman, án þess að færa þeim það í aðra hönd, sem nokkrum úr- slitum valdi og myndi ank þess nokkurs þess að vænta af slíkri sókn, sem gæfi þeim það sem úr skæri. Sóknin var gerð til þess að gera út um ófriðinn eftir því sem Frakkar og Bretar hafa skýrt her- mönnunum frá. — Bandamenn hafa f j unniö svæði sem er 7 enskar míl- ur á breidd og 9 á lengd (það mun vera meira nú). Það er að segja, þeir hafa unnið 63 ferh. mílur (enskar) af þeim 13,125 sem Þjóðverjar höfðu unnið. Það verð- ur Vj«o af því sem var í höndum Þjóðverja. En þetta sem þeir hafa unnið er gersamlega eyðilagt auk þess sem þeir hafa eytt ógrynni skotfæra og seunilegt er að sóknin hafi ekki kostað þá minna en hálfa mjljón mannslífa. Eigi Bretar og Frakkar því að vinna aftur það af Frakklandi, sem enn er í höndum Þjóðverja, þá mun það kosta þá fleiri miljarða en til eru í heimin- um, fyrir skotfæri og um 100 milj. manna, Þetta ættu þeir, Asquith og Lloyd George að athuga gaum- gæfilega til þess að sannfærast um hve gersamlega það er gagnslaust sem þeir eru að keppa eftir og tala svo digúrmannlega um. Og setjum nú svo, röksemdaleiöslunnar vegna, að þeir ynnu þessar 13 þús: fermilnr sem þeir eiga óunnar af Frakklandi, þá eru þó eftir meira en 18 þús. fermílur í Belgíu og á því svæði eru mörg fyrsta flokks vígi sem þeir yrðu að vinna á ný Allir þeir, sem óhlutdrægt líta á málið munu fljótlega sjá að á þessu skeiði ófriðarins er Frökkum og i Bretum ókleift að gera nokkuð það sem komist í hálfkvisti við þá af- skaplegu áreynslu sem með þarftil. þess að vinna þetta afrek, En það að Rúmenía féll inn í ófriöinn breytir öllu útliti hans. Konstantin konungur, sem f öllu hefir mjög gott vit á hermálum, hefir sagt að áður en hálfur mán- uður sé liðinn (hann er nú liðinn) mutú Rúmenía ekki lengur verða sjálfri sér ráðandi. Með öðrum orö- um að þá verði hún unnin til fulls. Á því myndi engan undra. Radi- slawow, forsætisráðherra Búlgaríu sem verður að álíta að beri gott skynbragð á þetta, hef«r sagt að endalok ófriðarins við Rúmeníu sé mjög nálægur og þegar honum sé lokið þá sé aöstaða Rússa miklu verri. Að þessu síöastnefnda sé svo farið, má sjá með því að líta á landsuppdráttinn. Svartahafsströndin sem Rúmenar áttu er þá í hönd- um miðveldanna og Rússland er óvarið fyrir árás að sunnan. Frá Dýrllnflurinn, J02 ennþá hátt merki því, er honum hafði verið trúað fyrir. Rautt skegg huldi mestan hluta af leirlitu andliti hans. Þó þótti mér sem eg þekti þenna stórskorna mann, Sann- arlega var þar kominn Trustan Grimm, unnusti Hildar minnar, dóttur bogasmiðsins í Lundúnum. Það gladdi migxað sjá að hann var orðinn munkur og gat eg mér til að Hildur hefði neitað honum, þrátt fyrir svívirðing sína og vilja föðurs síns. Svo var það og, en eg vissi það eigi með sannindum fyr en löngu síðar. Meðan á þessu stóð hafði herra Thomas gengið upp stigann og gekk hann í höllina f sama bili sem eg sneri mér við. Allir horfðu þangað, sem hann var; en hann gekk hljóölega inn á mitt gólf. Þar leit hann upp og horfði á hópinn og hóf upp hægri hönd sína til föður- legrar blessunar. Fór nú illur kur um hópinn, en vopna- vörðurinn kvað upp úr: »Geym þú sjálfum þér skitna blessun þína, klerkur. Vér æskjum hennar ekki«! Herra Thomas gekk þegjandi að opnum glugganum, er Normenn smáðu hann, og blessaöi með hægri hendi yfir saxueska múginn. Þá varð hávaði mikill niðri í garöinum, grátur og gleðióp, svo að vart mátti greina fagnaðarlætin frá kvein- stöfunum. Því að frá þeim tíma, er Saxar mistu innlenda konunga, var þetta fyrsta sinn á heilli öld að kveöja og blessun barst til þeirra út um glugga konungshallarinnar. En Normenn kreptu hnefana eöur gripu um hand- fangiö á sverðum sínum. Yfirbiskupinn snerist að dyrum konungs og gaf eng- an gaum að mönnum þeim, er þar voru staddir. í því 103 opnaði skósveinn dyrnar fyrir Hinriki konungi, og gekk konungur nú í höllina og var í góðu skapi. Herra Thom- as stóð lotningarfullur frammi fyrir honum og beið þess með hneigöu höfði að hann yrti á sig. Hinrik konungur virti kanzlara sinn fyrir sér um stund og var efablandinn. Svo skoða menn — haldið mér til góða — gamlan eftirlætis hest eöa hund, sem hefir verið kliptur og breyzt við það undarlega. í svip hans var undrun og hlátur, Þó gætti hann konunglegrar tignar sinnar og vitsmuna og lét hirðmennina fyrst frá sér fara og kvaddi þá vingjarnlega. »Vér þökkum yður, góðir herrar, fyrir kveðjur yðar, fúsleik yðar til þjónustu við oss og fyrir ástsemd yöar«, mælti hann. »Gleði og fagnaö endurfundanna geymum yér til veizlu þeirrar, er eg mun bjóða yöur öllum til sem bylli minni og ágæti yðar samir. En fyrst koma störf mín með kanzlaranum. Gangið á meðan um garða mína. Gleymið eigi að líta á vatnsgjafann í hinum eftra garði, hinn grimmlega ljónshaus úr eiri, er hinn vallanski snillingur hefir fullgert, meðan eg var aö heiman. Au revoir signeors barons*! Þá er konungur hafði þetta mælt tæmdist salurinn smámsaman. Síðastur fór Hrólfur og þó ófús. Nú gat konungur eigi stilt sig lengur. »Hver þrem- illinn, Thomas, hvað er að sjá þíg«? mælti hann í gletni viö kanzlara sinn. Þú ert eins og álft í sárum. Þú hefir felt fjaðrirnar og þú hefir brotið hornin af riddaraskóm þínum, — og glatað skónum sjálfum, sýnist mér. Margt kemur fyrir um heimspekinga slíka sem þú ert! Þú ert þó eigi höggormur, er skiftir um húð. Játa má það að "O 3 tmM • Q* cr p o* 5 3 p u\ ra Q* öí N3

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.