Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 08.12.1916, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 08.12.1916, Blaðsíða 2
HÖFUÐSTAÐURINN Höfuðstaðurinn kostar 6 5 a u r a um mánuðinn, fyrir fasta kaupendur. — Pantið blaðið í síma 575 ---eða 2 7.--- Friðarstefnan í WasMngton »BaseIer Nationaizeitung* hefir í " aukaútgáfu gefið út tilkynningu, er nær því má teljast friðvænleg. Blaðið þykist hafa þaö eftir mjög góðum heimildum, að blutlausu þjóðirnar séu um þessar mundir að Ieggja á ráðin og búa undir tilraun til sáttaumleitunar. Stjórn- in í Washington er reiöubúin að kalla saman á ráðstefnu ailar hlut- lausar þjóðir. — Ófriðarþjóðirnar skulu segja upp friðarskilmálana, sem svo verða lagðir fyrir ráð- stefnuna, sem síðan reynir að jafna kröfurnar og ná sættum. Þýzkaland er sagt að sé reiðu- búið að sleppa Belgíu og gera hana aftur að sjálfstæðu ríki. Belg- ía skal aftur á móti í endurgjalds- skyni losa sig undan erlendum á- ' hrifum og binda stjórnmálavinátíu i við Þýzkaland. Héruð þau í Frakk- landi sem Þjóðverjar hata unnið, skulu laus láfin, gegn nýlendu- einkaleyfi. Að öllu saman lögðu- ætla menn að nýlenduspurningin muni valda mestum erfiðleikunum, einkum milli Þýzkalands og Eng- lands. Talað er um aö koma á vopnahlé meðan miðlunartilraunir fara fram. Af ölium þeim friðarsögnum, er fram hafi komið, sé þessi einna veigamest og líkust til að komast í framkvæmd. Þýzka stjórnin hafi ekkert látið til sín heyra enn, um hvort hér sé með rétt mál farið, segir blaðið. Fiönskum ræðismanní í; Svíþjóð vikið frá embætti Sænsk blöð segja frá þvf, að franski ræðismaðurinn í Hudiks- vall, Nils Frisk, hafi fengið lausn frá stöðu sinni, sem hann hefir þjónað í 40 ár. Ástæðan fyrir því að hann nú fer frá, hvað vera sú, að hann hafi neitað að hlýða herstjórnarfyrirskipunum Frakka, um að gefa þeim nákvæmar skýrsl- The Three Castles Cigarettur fást nú óvíða í bænum, reykið því Gullfoss Cígarettur sem búnar eru til úr T h r e e C a s 11 e s t ó b a k i og þvf þær einu sem bærilegar eru. ‘Jást \ £e\)v’^ tofeabsvetslttYuxm. Skrásetning varaslökkviliðs 1 Reykjavík. í reglugerð um skipun slökkviliðs og brunamála í Reykjavík- urkaupstað 24. júní 1913, er svo fyrirskipað: a ð aliir karlmenn, sem til þess verða álitnir hæfir, að undan- skildum konunglegum embættismönnum, opinberum sýsl- unarmönnum og bæjarfulltrúum, eru skyldir til þjónustu í varaslökkviliðinu frá því þeir eru 25 ára uns þeir eru 35 ára, nema sjúkleikur hamli, og a ð þeir skuli í byrjun desembermánaðar ár hvert mœta eftir fýrirkalli varaslökkviliðsstjóra til að láta skrásetja sig, en sœti sektum ef út af er brugðið. Samkvæmt þessum fyrirmælum auglýsist hér með, að skrásetning varaslökkviliðsins fer fram f s ökkvi- stöðinni við Tjarnargötu iaugard. þ. 9. þ, mán. kl. 9 árdegis til kl. 7 sfðdegis, og ber öllum, sem skyidir eru til þjónustu f varaslökkviliðinu, að mæta, og láta skrásetja sig. Varaslökkviliðsstjórinn í Reykjavík, 6. desember 1916. Pétur Ingimundarson. 2 DRENGIR óskast til sendiferða í Gutenberg. Skófatnaður (íssss er SsssS ódýrastur í KAUPANGI. T. d. Verkmannaskór á kr. 11,50. Jbwú a& att^ss \ ^öjttðsta&nttm. HÖPlJÐSTABURira S 3 hefir skrifstofu og afgreiðslu í $ Þingholisstræti 5. Opin daglega frá 8—8. M Útgefandmn til viðtals 2-3 og 5-ö. §j Ritstjórnar og afgr.-sími 575. || Prentsmiðjusími 27. Pósthólf 285. *5>ess\ Vótttblö‘8 aj "\3\s\ ósliast: 5. árg, 153 tbl. 6. árg. 38 og 168. tbl. Eru keypt háu verði j f Prentsmiðju P. P. Clementz. ur um burtfarar og komu tíma skipa til Hudiksvall. Ræðismað- á urinn varði neitun sína með því að hann væri þegn hlutlauss lands og gæti því ekki gefið neinar slíkar upplýsingar. Með ’öðrum orðum: neitað að vera verslunar- njósnari. Herstjórnin heimtaði þessa neitun hans skriflega og fékk hana, leið þá ekki á löngu áður en honum væri vikið frá embætti* Eftir Thomas Curtin. Þegar eg kom til Englands þá var það venjulega það fyrsta, sem menn spurðu mig um, hvernig ástatt væri um matvæli f Pýska- ; landi um þessar mundir, j Sannleíkurinn er sá að ástand- j ið í Þýskalandi, Austurríki og ! Ungverjaiandi, er ekkert mjög al- ; varlegt, en afskaplega óþægilégt.* j — Eg hefi yfirvegað þetta gaumgæfilega með sjálfum mér og eg ætla að reyna að sýna fram á að þessu sé í raun og veru svo farið. — Þessari staðhæfing minni niun verða illa tekið af öllum þeim aragrúa af umboðs- mönnum blaðanna þýsku, sem dreifðir eru út um allan heim.— Það er nú að vísu svo um alla þá staðhæfingu mína, sem óþægi- lega kemur við þýsku stjórnina að hún muni kosta skammir og reiði. Þegar djarfi ensk-hollenski blaðamaðurinn hr. Loopuit tróð sér inn í Tyrkland og afrekaði það blaðamannabragð af bestu tegund að sitja til borðs í sama sal og keisarinn í Nish, þá var framkoma stjórnarinnar þýsku

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.