Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 05.01.1917, Blaðsíða 3

Höfuðstaðurinn - 05.01.1917, Blaðsíða 3
V ið flytjist ekkert af fitu eða olíum. Það er þó auðvitað að þess mundi þó ekki þegar sjá staði. Þjóöverj- ar eru menn til að mæta miklum þrautum og þeir hafa búist vel við erfiðum vetri. Langa kistan. Eftir Edgar Allan Poe. ---- Frh. Eg hafði drukkið of sterkt te nokk- ur kveld og svaf þess vegna mjðg illa, já tvær nætur kom mér ekki dúr á auga. Klefi minti sneri út að stóra salnum, eins og klefar hinna ókvæntu manna, en klefi Wyatts sneri að litla salnum og var að eins rennihurð rnilli klefans og salsins, sem eigi var rent fyrir á nóttunni. Það kom oft fyrir, þegar skipið valt, að dyrn- ar opnuðust, og þegar enginn hirti um að láta þær aftur, stóðu þær opnar. Eg lét mínar dyr alt af standa opnar vegna hita, og rúm mitt sneri þannig, að eg gat^séð alt sem íram fór í litla salnum, sérstaklega þeim rnegin, sem kiefi Wyatts var, Þær tvær næíur, sem eg gat ekki sofiö, sá eg frú Wyatts fara út úr klefa síuum hér unt bil kl. 11 og ganga inn í tóman klefa, sem hún dvaldi í, urtz maður hennar sótti hana aftur að morgninum. Það var Ijóst af þessu, aö þau voru ekki samvistum. Þau höfðu hvort sinn svefnklefa og biðu þess að líkind- nm að verða skilin að iögutn, og þetta var ið dularfulla við auka- klefann. HÖFUÐSTAÐURINN Það var enn þá eitt, sera jók forvitni mína og áhuga á þessu máli. Báðar næturnar, sem eg varð andvaka og hafði séð frú Wyatts fara út úr klefa manns síns, heyrði eg einkennilegt hljóð inni í klef- anum. Eg hlustaði í geðshræringu nokkrar mínútur, og mér hepnað- ist að komast fyrir orsökina. Hljóð- ið kom frá verkfæri, sem Wyatt I skrúfaði með lokið af löngu kist- > unni, Eg sá greinilega þegar hann > náöi lokinu af og setti það upp við vegginn í klefanum. Þá datt alt í dúnalogn, og eg heyrði aðeins eitthvað, sem líktist ekka eða hálf- kæfðu andvarpi og muldur, sem tæplega heyrðist. Ef til vill var það ímyndun sjálfs mín. Eg segi, mér heyrðist það vera ekki eða and- vörp, en þegar eg athugaði þetta nánar, sannfærðist eg um, að það h 1 y t i að vera ímyndun. Wyatt hafði tekið lokið af, til þess að skemta sér við að skoða gripinn og var nú að láta í Ijós aðtíáun sína á listaverkinu. Þegar fór að Ijóma af degi, heyröi eg greinilegar að hann negldi lokið á aftur, og er hann hafði iokiö því, kom hann alklæddur út úr klefanum og sótti kouu sína. Vér höfðum verið sjö daga t hafi, er á oss skall ofsa landsunn- anrok undan Kap Hatteres. Vér vorum vel búin undir rokið, með því að þaö hafði vofað yfir í marga daga. Alt var undirbúið, og þegar fór að hvessa, bjuggumst vér til að liggja af oss storminn með brandsegli og tvfrifaðri húnhyrnu. Þannig lágum vér fjörutíu og átta klukkustundir, og af þvt að skipið fór fyrirtaksvel t' sjó, gaf lítið á. Eftir þetta óx veðr- ið að miklum mun. Brandseglið rifnaði í tætlur og hver sjórinn reið, eftir annan yfir skipið. Þrír menn skoluðust út af þilfarinu, setskálann tók út og náleg3 alt sem upp stóð á þilfarinu bakborðsmegin, Vér höfð- um naumast jafnað oss eftir þetta þegar húnhyrna rifnaðin í tirjur. Vér settum upp stormsegl og burgutn oss þannig í nokkrar klukkustundir. Skipið valt minna en áður, Rokið fór sífelt vaxandi, og það leit alls eigi út fyrir, að það lægði bráölega. Á þriðja degi, kringum kl. 5 féll aftursiglan. Vér bisuðum nálega eina klukkustund við að koma henni í burtu, en áður en oss tókst það, var oss sagt, að sjórinn væri orð- oiðinn fjögra feta djúpur í lestinni. Ofan á þetta bættist ólag á dælun- um, svo að litlu tauti varð við þær komið. Alt var oss andstætt. örvílnan og uppþot varð nú um alt skipiö. Vér reyndum að létta skipið meö þvf að kasta nokkuru af farminum fyrir borö og búta sundur báðar siglurnar, sem eftir : stóðu. Ett vatnið fór stöðugt hækk- andi og dælurnar vóru í einlægu ólagi. Um sólsetrið lygndi dálítið og hafrótið lægði svo, að vér sáum oss fært að bjarga oss á báti. Um kl, 8 fór að rofa til í lofti og vér urðum hughraustari, með þvt að tungi var líka, sem betur fór, t fyll- ingu. Eftir mikla erfiðismuni kóm- um vér skipsbátnum á flot og allir skipverjar og flestir farþegarnir skip- uðu sér í hann. " Hann fjariægðist oss óðum og náði inn í flóann við Ocracoke eftir mikið voik og erfið leika. y Skipstjórinn varð eftir á skips- flakinu, ásamt 14 farþegum, bein- línis í þeirri trú að geta bjargað lífi stnu á litla skipsbátnum, sem festur var aftur á skipinu. Vér kómum honum fyrirhafnarlaust á flot, en það var hreint og beint kraftaverk, að hann skyldi eigi velta um, þeg- ar hann kom á sjóinn. Skipstjór- inn og kona bans fóru í bátinn, Wyatt og fjölskylda hans, herfor- ingi frá Meliko með konu og fjór- un börnum og eg sjálfur með svörtum þjóni. Auðvitað var ekki rúm í bátnum fyrir annað en bráðustu nauðsynj- ar, dálítið af matvælum og mun- um, sem við gátum borið á oss. Enginn hafði reynt að bjargaöðru, Menn muni því geta iarið nærri um, hve forviða vér urðum, þegar Wyatt stóð upp og krafðist bein- línis, að skipstjórinn sneri aftur, til þess að hann gæti náð löngu kist- unni. — Setjist þér, hr. Wyaíi, hróp- aði skipstjórinn reiður. Þér hvolfið bátnum, ef þér verðið ekki rólegir; skvettlistarnir eru nálega í sjó. — Kistan mín! endurtók Wyatt standandi. tg verð að ná henni. Herra skipstjóri, þér g e t i ð ekki, m u n u ð ekki neita mér um það. Hún vigtar svo sem ekki neitt. f nafni móður yðar, t nafni himins- ins, t nafni sátuhjálpar yðar, leyfið Þjóðin og einstaklingurinn. 1Ö Svo að ungi maðurinn tapar þá 2500—3000 kr. á þessu erfiði. En þá kemur annað tii athugunar. Á þessum 10 árum hefir maðurinn tram- fleytt fénaði á landinu og á þeim fénaði hefir liann aflað þessara 2500—3000 kr. og meira þó, ef alt fer skaplega, — afurðir reiknaðar eftir því verði, seni landafurðir voru í fyrir stríðið. En hvaðan koma honum peningar til þess að koma upp þessum fénaði? Þess ber að gæta, að auk þess sem hann vann að landinu, þá var hann t kaupavinnu mikið af slættinum og stundaði fjárgeymslu eða eitthvað annað að vetrinum. Eitthvað ætti honum að vinnast inn á þennan hátt. Það er einnig margreynt, að fénaður marg- faldast furðu fljótt hjá einhleypum mönn- Um, ef þeir sækjast eftir að eignast kvikfé, þótt annað verði uppi á teningnum hjá fjöl- skyldumönnum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá má fara afarilla, ef þessi maður þolir ekki sam- jöfnuð við meðal lausingja, sem hefir f þessi 10 ár hringlað úr einu í annað og vitan- •ega oft haft vasana fulla af peningum, en úm leið haft sinn skerf af þeirri sýki, sem 20 svo mjög þjáir slíka menn á þessu aldurs- tímabili — eyðslusýkinni. Væri hægt aö gera þetta »móðins«, eg tala nú ekki um, ef þessir landkrabbar næðu jafnháum sessi í hugum ungu stúlknanna og meðal búðarmaður eða skrifari þá mundi margur stórhuga unglingur leggja út á þessa braut. Svo getur hver og eínn athugað með sjálfum sér, hvaða áhrif þetta hefði á hugs- unarhátt þeirra manna, setn þessa stefnu tækju. En þetta eru loftkastalar, munu menr. segja. Oetur verið. En ef það er ekki eitthvað í þessa átt, sem stefna á, til þess að ala upp sjálfstæða menn í sveitum, og ef það er ekki á einhvern hátt líkan þessum, sem ræktun landsins næst fljótast og einstak- lingnum hentungast, þá er leiðin vandfund- in. — Því er ekki neitað með þessu, að fyrir- tækjum sem þarf mikið té til, þurfi hið op- inbera að hrinda af stað og reka þau í stórum stíl. En unga kynslóðin við sjávarsfðuna ? Er nokkuð hægt að gera fyrir hana í þessu efni? 21 í kaupstöðunum œtti ekki að vera mikiít vandi að finna ráð, þar sem hlutafélög og ýms framleiðslufyrirtæki eru á prjónunum. Þjóðfélagið ætti að sjá um, að þar væru félög, sem altaf veittu móttöku fé unglíng- anna til ávöxtunar, ef þeir óskuðu. Viss- um upphœðum ætti að veita móttöku í senn. Það yrði fastara en á sparisjóðum og ekki eins auðvelt að grfpa til þess. í flestum kauptúnum cru einnig óræktuð lönd, sem taka mætti til í þessum tilgangi. Hugmynd þessi þyrfti að vísu ítarlegri skýringu, en eg set hana hér fratn í fáum dráttum, sem eg vona að nœgi til þess að hver og cinn skilji. Það á þá að gera ungiingana að gróða- bralismönnum, munu menn segja. Það er einmitt mín hugmynd, að fá unga manninn sern fyrst til þess að taka þátt f baráttu hinna fullorðnu. Þvf fyr sem hann ræðst í eitthvað, því fyr vex honum ároeði og sjálftraust, og því betra, ef hann nýtur aðstoðar og leiðbeiningar hinna reyndati. Eg hcfi margan mann hitt, sem hafði öll skilytði til þess að ráðast í sjálfstæða baráttu cn vantaði aðeins eitt, — traustið á sjálfuti'. sér.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.