Höfuðstaðurinn

Útgáva

Höfuðstaðurinn - 27.02.1917, Síða 4

Höfuðstaðurinn - 27.02.1917, Síða 4
HÖITUDSTADURINN Ný rafaflstöð sem gætir sín sjáif. I hinu nýja og veglega húsi, sem hr. konsúll P. A. Ólafsson frá Patreksfirði, hefir látið reisa hér suður á melunum, er rafaflstöð sem notuð er til þess að fram- leiða rafafl, sem lýsir upp húsið. Allar vélarnar eru í einu her- bergi í kjallara hússins, og er þar jafn þrifalegt, sem væri þar vel umgengið búr, og þegar her- bergið er iokað, heyrist sama sem ekkert til vélanna. það eru því engín óþægindi að því, að hafa aflstöðina í húsinu sjálfu, hvað þá heldur að það séu óþægindi fyrir nágrannana, þó að þeir væru bæði margir og nálægt. Með þessu eru þó ekki upp taldir allir kostir þessarar stöðv- ar. Hún hefir einn höfuðkost fram yfir allar aðrar hér þektar einkastöðvar. Aðalkostur hennar er sá, að vélarnar þurfa sama sem engrar gæzlu. þriðja hvern dag eða svo, er benzín látið á mótorinn og hann smurður. Öllu er svo haganlega fyrir- komið, að það líkist mest æfin- týri. Hugsið ykkur, að þegar þér þurfið á ljósi að halda í ein- hverju herbergjanna, þá styðjið þér á hnapp í veggnum og á svipstundu er albjart í herberg- inu. En um leið og þér kveik- ið á lömpunum, þá setjið þér mótorinn á stað, sem er niðrí í kjallara. Kveikið þér á fáum lömpum, gengur mótorinn hægt, og framleiðir þá auðvitað lítið raf- afl, að eins ríflega það, sem lamp- arnir sem kveikt er á þurfa. Eftir því sem þér kveikið á fleiri lömpum, því meira herðir mótor- inn á sér, og altaf framleiðir hann mátulega mikið rafafl. þegar þér svo farið að slökkva á lömpunum, þá hægir mótorinn á sér, unz þér hafið slökt á nærri öllum iömpunum, þá stöðvast hann alveg. þessu er fyrirkomið á þann hátt, að benzin-motor er settur í samband við rafaflvaka (dynamo) og í samband við rafaflvakann er settur rafaflgeymir. Motorinn er 2 l/2 ha. og getur framleitt 20 amp., spennan er 55 volt. Eftir að búið er að hiaða raf- aflgeyminn einu sinni, er hann þannig settur í samband við vél- arnar, að hann hleðst af því raf- afli, sem vélarnar framleiða fram yfir það sem lamparnir brenna á hverri stundu. Vélarnar eru sfiltar þannig, að ef kveikt er á, til dæmis 1 iil 10 lömpum, fá þeir straum frá geym- irnum, en sé nú kveikt á fleiri lömpum myndast samband milli rafaflvakans og geymisins. Rafaflvakinn fer þá í gang og vinnur sem hreyfivél og dregur þá bensínmótorinn uns hann fer að ganga fyrir bensíninu. Þegar Cymbelina í skrautbandi kr. 4,50. Bragðamágus í skrautbandi kr. 3,25. Tvær sögur eftir Oarvice kr. o,75. Hvað er krisiindómur ? eftir Harnac kr. o,75. Skuggsjá III. kr. o,15. Fjallkonuútgáfan, Laufásvegi 17. ' bensínmótorinn er kominn í gang og farinn að draga rafaílvakann, hættir hann að vinna sem hreyfi vél og frarnleiðir nú rafofl sem streymir inn í iampana og eins og áður er sagt, að nokkru í geymirinn til þess að halda hon- um hlöðnum, í ákveðinn tíma- fjölda, getur rafaflgeymirinn gef- ið straum samhliða vélunum, ef á meiru aílí þarf að halda en því sem vélarnar geta afkastað. Halldór Ouðmundsson raf- I magnsfræðingur hefir útvegað , þessa stöð og séð um iagningu ljósleiðslanna, en vélarnar hefir Jensen, danskur maður frá vetk- smiðjunni, sett upp. ! Ef menn vilja fá nánari upp- ! iýsingar um þessar stöðvar geta þeir fengið þær hjá Ingeniör J. Ingvardsen, Helmerhús Kaup- mannahöfn eða Halldóri Guð- m undssyni rafmagnsfræðing hér, ' sem útvegar þessar stöðvar. Konu, sem meiddist nýlega, vantar stúlku um tíma. R.v á. | i HÚSNÆÐI Barnlaus hjón óska eftir 2 her- bergjum og eídhúsi frá 14. maí, helst í vesturbænum. Fyrirfram borgun ef óskað er. Uppl. á Vitastíg 9. KAUPSKíVPUft Odýrar brúkaðar bœkur, innlend- ar og eriendar, af ýnnsu tagi, ást jafnan í Bókabúðinní ú Lauga- veg 4. Útgefandi F>. Þ. Clementz. Prentsm. Þ. Þ. Clemenlz 1917. Hinsti dagurinn. Nokkrir menn hittust af hendingu og tóku tal saman. Barst þá í tai sem oftar hvort á- líta bæri haröari refsingu að vera dæmdur af lífi eöa til æfilangrar fangelsisvistar. Hinir yngri mann voru flestir á því aö bráður dauði væri ólíku aðgengilegri en algerð frjálsræðis- svifting. Menn gátu ekki orðið á eitt sáttir, og lá svo við að talið félli niður, en þá tók roskinn maður einn til máls. »Leyfið mér að leggja nokkuð tii máianna«, sagði hann, »því að eg get talað um þetta af talsverðri reynslu sem fangavörður um mörg ár. Eg hefi átt kost á að athuga marga dauða- dæmda, bæði þá sem náöaðir hafa verið og þá sem synjað hefir verið um náðanir«. »Allir þeir sem náðaðir voru fögnuðu und- antekningarlaust breytingu dauðadómsins í æfi- langaj fangelsisvist, og heyrði eg þá aldrei barma sér yfir því að þetta hefði orðið hlut- skifti sitt. Hvað er það sem heldur heiminum á rétt- ura kjöl í ólgusjó lífsins? Það er vonin og hún ein. Væri húu ekki gefin okkur öllum þá væri lífið ekki annað en endalaust kval- rxði. Sérhver dauðadæmdur gerir sér von um náðun, og að henni fenginni um það að öðl- ast aftur frelsi sitt. Þeir einir fagna dauðanum sem iausn, sem fullir eru sannrar iðrunar og leita sjálfum sér yfirbótar og samvizku sinni friðar í daðanum, sem eru trúarsterkir og vilja ganga út í dauð- ann til þess að eignast eilíft líf. Eg hefi ekki orðið var við nema aðeins eitt þess háttar dæmi. Það var miðaldra maður sem hafði myrt annan til fjár. Hann fann til sárrar meöaumkunar með hinum myrta raanni, iðraðist einlæglega og vonaði staðfastlega að hann gæti friðþægt sig við guð með dauða sínum. Hann var mjög rólegur og baðst fyrir heitt og innilega seinasta sólarhringinn og gekk að síðustu ókvíðinn og nærri sigri hrósandi út í dauðann. »AIIir hinir, sem eg man eftir, hugsuðuað- eins um þetta líf og hversu þeir hefðu glatað gæfu sinni með athæfi sínu.« Sögumaður þagnaði um stund, en þegar enginn annar tók til máls, hélt hann þannig áfram: »Eg skal nú segja ykkkur gott dæmi þessa. Húsasmiður einn hafði byrlað konu sinni eitur sökum þess, að hann unni annari konu og vildi fá hennar, Hann varð aðeins tíæmdur eftir líkum, en ekki var hægt að sanna glæp- inn beiniínis á hann og gerði hann sér því vissa von um uppgjöf sakar. Eftir átta daga fangelsisvist var honum tilkynt einn bjartan júnímorgun, að hann yrði tekinn af lífi eftir sólarhring. í fyrstu brá honum ekki, en það var vegna þess að þetia kóm honum alveg á óvart og viðbrigðin voru svo snögg. Þegar réttarþjónarnir voru farnir, hné hann niður stynjandi, en gat þó ekki tárfelt. Gekk hann svo um gólf í fangaklefanum, óstyrkur mjög, settist niður á milli, en stóð jafnharðan upp aftur og ekki skifti hann sér neitt af fangaverðinum, sem var yfir honum. Hann hugsaðí eingöngu um sjálfan sig og að hann hefði fyrirgerl Iífi sínu. Ekki var að sjá á honum nein iðrunarmerki. Hann gerði boö eftir fangelsisprestinum, sem hann hafði neitað viðtals alt að þessu. Hlustaði hann nú að vísu á orð prests, en ekki hægðist honum að heldur þó að prestur ræddi um að öðlast fyrirgefningu guðs með iðrun og yfirbót. Hann sór og sárt við Jagði að hann væri saklaus og lét engan bilbug á sér finna þó að hann væri margámintur um aö létta á samvizku sinni og játa sekt sína. Hann lagði fast að presti að firra sig dauða og fá sig náðaðan enda þótt hann mætti vita, að þess yrði synjað. Frh,

x

Höfuðstaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.