Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 22.03.1917, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 22.03.1917, Blaðsíða 1
TAÐURINN 172. tbl. Fimtudaginn 22. marz 1917 Rúgur - rúgmjöl, Eins og kunnugt er, er nú orð- ið rúgmjölslítiö í bænuni, annars staðar en hjá bökurutn. Kemur það sér iila fyrir þá, er bakabrauð sín heima, því bæði veröur það ódýrara og brauðin ólíku betri. Eg, sem þessar línur rita, spurö- ist því fyrir hjá nokkrum kaup- mönnum, hvort þeir hefðu ekki rúg, en peir kváðust engan hafa. Eftir- spurn eftir rúgi væri engin orðin. Og þar að auki væri hann d ý r a r i en rúgmjöl. Mér virðist hér all undarlega horfa við málinu. Þegar eg var í sveit, fyrir 12 árum síðan, keyptu bænd- ur ætíð rúg, en ekki rúgmjöi. Þá var rúgur ódýrari, mig minnir 2 kr. ódýrari. — Vatnsmylnur voru á flestum bæjum og malaði hver fyrir sig. Þyrfti einhver að kaupa mölun. kostaði hún 2 kr. á tunnuna. Allir þeir, sem þekkja heima- malað rúgmjöl, munu naumast taka útlent mjöl til jafns við það, því útlenda mjölið, er hveitislítið, og verra til átu en heimamalað, því svo má segja, að hægðarieiklu sé að fá hveiti úr rúgnum, sem er mörgum sinnum betra en margt af því »hveiti« sem selt er í verzlun- um. Sé svo, að útlent rúgmjöl sé orðið dýrara en rúgur, ómalaður, virðist það öfugt við alt annað í viðskiftalífinu. Tæplega mala erlend- ar þjóðir rúginn fyrir ekki neitt, og enn síður að þær borgi fyrir að fá að mala. Hvað kemur þá til? Er mjölið blandað meö öðrum ódýrari efnum og hveitið tekið úr? Eg spyr, skil ekki þetta, nema mér séu sýnd glögg rök fyrir. Það hefir verið talað um að setja hér upp hveitimylnur, og það væri náttúrlega gott, en meðan það kemst ekki í kring, væri rétt að vér ís- lendingar keyptum heldur rúg en rúgmjöl, þegar eitthvað hægist um, svo hægt verður að viða að sér. Hér er um að ræða, eftir mín- um skilningi, að vinnan sé flutt inn í landið, og maður fái vissu fyrir að fá keypta ósvikna vöru, sé rúgurinn malaður hér. — Eg minnist að hafa séð vind- mylnugarm hér inn frá, en aldrei »í gangi«, — veldur því að lík- indum rúgleysi — eða hvað? Eg vonast eftir því, að þeir, sem kunnugir eru málavöxtum um þenna verðmun á rúgi og rúgmjöli, skýri frá í hverju hann er fólginn. Má vera að eg drepi þá niður penna og segi meira um málið. Reykjavík, 21. marz 1916, Halldór Björnsson. Símskeyti írá útlöndum. Frá fréttaritara Höfuðstaðarins. Kaupm.hötn 21. marz. Þrem Bandaríkjaskipum hefir enn verið sökt. Ofriður í raun og veru hafinn milli Bandaríkjamanna og Þjóðverja. I Frakklandi hafa bandamenn unnið yfir 2000 ferkílófneira. Uppreisfarmenn f Rússlandi ósamþykkir. Cementið úr Aliiance’ Nú er farið að nota cementið sem Alliance kom með á dögun- um. Hefir mikið af því verið sett í uppfyllinguna við endann á Batt- eríisgarðinum og auðvitað ágætt til þess. Flest af stykkjunum hafa verið brotin sundur til þess að hægt væri að ganga úr skugga um hvort þau væru hörð í gegn. Inn- an í sumum þeirra var eitthvað af óskemdu cementi, en flest voru grjóthörð innúr. Stephans-kvöld verður haldið í Bárubúð föstud. 23. þ« m. kl. 9 síðdegis. Húsið opnað kl. 872. Á uppfyllingunni fyrir framan Hafnarstræti er nú sem óðast verið að byggja vöru- geymsluhús. Eitt er í smíðutn fyr- ir Hallgrím Benediktsson og verið er að grafa fyrir undirstöðu aö öðru, sem bæjarstjórn lætur byggja. Skemtiskrá: 1. Sungin kvœði eftir STEPHAN O. STEPHASSON. (Karlakór — söngmenn úr »17. júní«). 2. Prófessor ÁGÚST H. BJÁRNASON lýsir skáldskap Stephans G. Stephanssonar og les sýnishorn af mörgum ágætustu Ijóð- um hans. 3. Einsöngur: JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR. 4. HERMANN JÓNASSON segir frá uuglingsárum St. G. St. 5. RÍKARÐUR JÓNSSON: Rímnalög (vísur eftir St. G. St.). Kora fer líklega á laugardaginn. Á að taka tif Noregs kjötið sem leg- ið hefir á hafnaruppfyllingunni. Hani mikill og tígulegur er kominn upp á turninn á húsi Nathans & Olsen og mun hann segja bæjar- búum til veðurs eftirleiðis. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverslun ísafoldar fimtu- dag og föstudag og við innganginn, kosta kr. 1,25; 1,00; 0,75. Ágóðinn rennur í heimboðssjóð skáldsins. Heimboðsnefndin. DANSLEIK heldur nýji dansskólinn fyrir nemendur sína laug- ardaginn 24. marz 1917 kl. 9 e. h. í Báruhúsinu: Orkester-musik. Á mánudagskvöldið var hélt Árni Pálsson landsbóka- vörður fyrirlestur um bannlögin. Þar sagöi hann meðal annars að »t*jóðatviljínn væri sá asni, sem allir hygðust að halda á innreið sína í Jerúsaiem*. Og um urðog klungur stóryröa og staðleysu, komst hann að þeirri niðurstöðu, að sjálfsagt væri að leita aftur at- kvæða þjóðarinnar um bannmálið Það verður ekki skilið á annan veg en þann, að nú langi Árna að »koma á bak«. En til hvers væri það? Hann mundi vafalaust detta af baki, og til Jerúsalem kæmist hann aldrei. Aðgöngumiða má vitja í Litiu búðina. HÖFUÐSTAÐURINN Portland eign Proppébræðra kom að vest- an í fyrradag. Var það lekt og var tekiö «pp í Slippinn í gær til að- gerðar. Vélbátar þeir, vestan af ísafirði, sem hér hafa stundað veiðar undanfarið, eru nú farnir og á förum vestur aftur, því mokafli er vestra, en þeir hafa lítið aflað hér, upp á síðkastið enda I olía á þrotum og salt sömuleiðis. ; En salt eiga þeir nokkuð veslra. Eru ískyggilegar horfur fyrir vél- báta vegna olfuleysis. Ingólfur kom úr Hafnarfirði í gær. Hafði hann í eftirdragi skipið Alise, sem strandaði í Borgarfirði í sumar. Nokkrir Hafnfirðingar hafa keypt skipið og hefir það legið suðurfrá þar til nú að það verður sett upp í Slippinn til viðgerðar. Trúlofuð eru; Ungfrú Guölaug Guðmundsdótt- ; ir Laugaveg 46 og Einar Þorberg- ur Guðmundsson. Geir bjðrgunarskip, kom frá Vest- mannaeyjum í gærkvöldi, með vél- bátinn Harry, sem hann náði upp og flotaði hingað. a$e«<&\Ynav* Svo er aö sjá, sem eitthvað ætli að fara að greiðast úr samgöngu- vandræðunum. Um helgina hafa komið skeiti frá ýmsum þeim, sem hinga vilja koma frá Höfn og herma þau, að þeir rauni koma hingað í mánaðarfokin. Sumii' segjast jafnvel koma með Flóru eða Islandinu. Bendir þetta í þá átt að eitthvað ætli nú að fara að liðkast um það, að skip geti siglt landa á milli, hvort heldur það stafar af því aö Bretar hafi leyft skipunum að sigla hingað án þess að koma við í Bretlandi, eða þá að skipin séu orðin óhræddari en áður var að sigla til Bretlands.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.