Höfuðstaðurinn - 03.04.1917, Side 1
HOFUÐSTAÐURINN
184. tbl.
Þriðjudaginn 3. apríl
1917
VídavangsíilattB
Eins og áður hefir auglýst
verið fer víðavangshlaup fram
1. sumardag n.k. Vœntanlegir j
þátttakendur gefi sig fram skrif-
lega fyrir 12. þ. m.
Innritunargjald er 5 krónur j
fyrir hvern fiokk, er verður 1
endurgreitt þeim sem e k k i
skerast úr leik.
Íþrótíafélag Rtykjavikur. j
MÖFUÐSTAfiURINN g
Forstððunefnd
Samverjans biður blaðið aö láta
þess getið að Samverjinn gefur fá-
laekum sjúklingum mjólk daglega
minsta kosti til aprílloka. En hlut-
aðeigandi sjúklingar verða að út-
vega sér skrifleg meðrnæli læknis,
yfirsetukonu eöa hjúkrunarkonu og
senda þau meðmæii til gjaldkera
Samverjans, Júlíusar kaupmanns
Árnasonar, er gefur þá ávísun á
mjólkina. — Síðan Samverjinn
hæiti að úthluia máltíðum hefir
hann gefið sjúklingum mjólk
fyrir 45 kr. — Vitanlega er gjöf-
um til þessa stryrks veitt móttaka
með þakklæti.
Bisp.
Skeyti hefir koraið vestan um
haf, er þar skýrt frá því, að Bisp
sé laus úr þurkví, og þegar farið
að ferma það steinolíu. Þá ætti
ekki að líða langt, þangað til skip-
ið getur lagt af stað heimleiðis.
Hljómleikar
verða haldnir annað kvöld í
Nýja Bio. Bernburg og Theodor
Árnason leika þar á fiðlur og sjö-
manna h'jóðfæraflokkur að auki.
Hér er um sjaldgæfa skemtun
aö ræða og verður hún óefað fjöl-
sótt, eins og hún á skilið.
Ingóltur,
flóabátur, kom frá Vestmanna-
eyjum í gærkvöldi. Fór í morgun
til Borgarness, að sækja norðan-
og vestanpóst. En nú er póstur-
inn orðinn all mjög á eftir áætlun
hingað tll bæjarins.
Vöruseðiaafhendingin
gengur vel, er þó ös mikil. Fá
smjörlíki færri en vilja, þykir þar
kenna nokkurs ójafnaðar í útbýt-
ingunni og ekki skýrt ákveðið,
'hverjir teljast eigi verkamenn.
Símskeyti írá útlöndum.
Frá fréttaritara Höfuðstaðarins.
Kaupm.höfn 2. apríl.
Þýskir jafnaðarmenn hefa seni sínum rússnesku
skoðanabræðrum samfagnaðarésk. Kveðast vona
að stjórnarbyiiln verði til þess, að flýta fyr r því, að
friður komist á-
, Rússnesku jafnaðarmennirnir svara með þvf,
að lýsa yfir því, að þeir voni að þýska þjóðin láti
Hohenzoifernættina sæta sömu kjörum og þeir hafa
iátið Romanowættina sæta.
W
stórt eða lítið, óskast til leigu
næsta sumar.
Tilboð merkt: TÚN, ieggist inn
á afgr. þessa blaðs
fyrir 15. aprflí
Leiðrétting.
Bandamenn vinna enn á á ves*urvígstöðvunum.
(Hohenzollernættin er keisaraættin þýska, en Romanowættin
er keisaraættin í Rússlandi).
Frá Færeyjurrio
Tingakrossur sendi Austra eftir-
farandi símfréttir.
IO. marz.
Fyrir milligöngu amfmannsíns í Færeyjum
er lO. marz fengið leyfi ensku stjórnarinnar handa
Færeyskum skipum, tii þess að selja fisk sinn á
islandi og kaupa þar alt er að útgerð lýtur ef Stjórn-
arráð Islands leyfir.
Amtmaðurinn neitar að kalla saman lög-
þinglð. SjáSfsf jórnarflokkurinn heldur vítafund út af
því.
Allar siglingaieiðir Færeyinga lokaðar.
Matvælaforði aðeins til hálfs annars
mánaðar núá eyjunum.
29. marz.
Lögþing Færeyinga kom saman á miðvikud-
Sjálfstjórnarmenn bera fram frumvarp á
lögþinginu, um vörukaup á Islandi og útflutnings-
leyfi þaðan til Færeyja. Umboðsmaður verði hafður
f Reykjavík.
Amtmaður og fylgilið hans reynir af öllum
mætti að eyðileggja frumvörpin.
2000 færeyingar hafa undirskrifað umsókn-
arskjal til Englendinga um útflutning frá Islandi.
Amtmaður heimtar þingsamþykt á móti umsóknar-
skjalinu.
Fiskveiði góð, bezta tíð. Olíuskortur og
saltskortur.
Akureyri 2. apríl 1917.
*í s l e n d i nj> u r*
í 148. tbl. »Morgunblaðsinsc
birtist grein, »Undriö mesta* eft-
ir »Gam!an Templara«(?)
Höfundur ræðst með háði á
það, að vér skóiapiltar höfum
viljað leggja okkar skerf í barátt-
una við Bakkus og hreinsa skóla
okkar af því óorði, sem á hon-
um hefir legið.
Eg mun sennilega vera grímu-
klæddur andbanningur í Templ-
arahóp að áliti höf., þar eð eg
eg hefi reynt að hjálpa til við
stúkustofnun skólapilta. Hvað
hann heldur um mig gildir einu,
því kunningjar mínir munu fiest-
ir þekkja skoðun mína á þessu
máli. Annars var það cetlun mín
að ieiðrétta þann misskilning, sem
hin (ymskulega árás Morgunblaðs-
greinarinnar kynni að vekja.
Síðastiiðinn mánudag ki. 2,40
vorum við 5. bekkingar að fara
í yfirhafnír vorar að afloknum
skólatíma. Þá var tekinn að drífa
að fjöldi utanbekkjarmanna og
Jón Skúiason Thoroddsen, stóð
upp og skipaði að loka dyrum
bekkjarins. Hann var með papp-
írssnepil, sem mér var ekki kunn-
ugt um hvað á stæði, og iýsti
því yfir, að »þar eð Brynieifur
Tobiasson og Hendrik Ottósson
hafi ekki farið burt af fundinum
þá hljóti þeir að skoðast sam-
þykkir stofnun andbanningafé-
lags«. Mér þótti þetta kynlega
að farið og vildi ásamt fleirum
komast út, en það var ekki auð-
ið, því fyrir dyrum bekkjarins
stóð fjórðabekkjarmaður og viidi
banna okkur útgöngu. Að end-
ingu komustum við fram, þó með
því að hrinda manni þessum til
hliðar. Þegar fram á gang kom,
heyrðum við óp mikil og skríls-
læti, sem á verðugan hátt boð-
uðu fæðingu þessa félagsskapar.
Þetta eru afskifti mfn og bekkj-
arbróður míns, Brynleifs Tobías-
sonar, af þessu andbanningafélagi.
Það er gaman að athuga það, að
sumir af stofnendum félags þessa
þora ekki að kannast við afskifti
sin af því, fyrir vandamönnum