Höfuðstaðurinn

Eksemplar

Höfuðstaðurinn - 03.04.1917, Side 2

Höfuðstaðurinn - 03.04.1917, Side 2
HÖPUÐST AZHJ&INN sínum, og má af því sjá hve heilbrigt það er. Um menn, sem eru í báðum félögnnum, er mér lítt kunnugt, en læt þá þennan fgamla templara* um að birta nöfn þeirra, svo almenningur geti þekt þá úr. Að þessi stúkustofnun sé grímu klædd árás á bánnlögin, þarf eg ekki að ræða um, því slíkar slúð- ursögur munu víst varla fá á- heyrn, ja líkiega tæplega hjá and- banningum bæjarins. Eg get ef fleiri slíkar greinar sem þessi Morgunblaðsgrein, koma fram, birt nöfn forgöngu- manna andbanningafélags þessa, og sömuleiðis sagt ýmislegt um marga þeirra, til skýringar athæfi þessu. Rvík 1. apríl 1917. Hendrik Ottósson, Varatemplar st. Minerva nr. 172, Vfsis fíflið. hér vísvitandi með ósannindi, þar sem hann reynir að smeygja því fram af sér, sem hann hefir sagt viðvíkjandi fráfærura. — En þetta stafar að líkindum af því, að allar tillögur og ráðabrugg J. J, Flóa- fífls eru kotnnar á ringulreið í hans ruglaða heiiabúi, sem ónýtt er til allra skynsemda starfa. Það situr þessvegna illa á fífli þessu að tala um að eg hafi >ónýtt höfuð* eins og hann kemst að orði. Þá er þaö ein rangfærslan hjá J. Flóaf. er hann telur grein mína í »Höfuðstaðnum« hafa komið á eft- ir Vísis-grein frænda hans Flóns Flónssonar. Hver skyldi taka mark á skrifum Jóns, þegar hann getur ekki farið rétt með svona smá at- riði, í grein minni í »Höfuðstaðnum< sagði eg, að það hefðt verið fyrir- sjáanlegt síðastliðið sumar, að hér mundi veröa skortur á smjöri (því gera mátti ráð fyrir því sem er, að ófriðurinn mundi tálma vöruinn- flutningi). Frásaga skipstjóra: Hinn 23. nóv. síðastl. ár, lagði HdUbjörg af stað frá New York á leið til Frakklands. Veðrið var gotí, sjólaust og alt gekk vel þang- að til kominn var 4. des. Þá vor- um við á 20. gr. v. 1. og áttum einkis ills von. Eg var niðri að borða miödegisverð, þegar tilkynt var frá stjórnpallinum að sæist til gufuskips. Það var nú ekkert und- arlegt. En þegar eg kom upp, sá eg gufuskip koma norðánað og stefna til suðurs en það þótti okk- ur alleinkennileg stefna. Ekki síður 2 foringjar og 30 menn aðrír koma yfir til okkar. Víkingaskípið setti nú tvo báta á flot, í þá fóru 2 foringjar og 30 óbreyttir líðsmenn og tóku þeir með sér — auk þess sem þeir voru með skammbyssur í beltunum — margar sprengikúlur og »signal* mann. Frh. Útgefandi Þ. Þ. Clementz. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz 1917 Flóafíflið Jón Jónsson, fer enn á stúfana, ug ræðst að mér í »Vísir« í dag. Þar þykist hann meðal annars vera að klóra yfir fyrri gönu- hlaup sín, og segir aö það hafi ekki verið .tillaga sín, heldur Her- manns Jónassonar, að bændum yrði gert aö skyldu, að færa frá. Eg vil nú ógjarnan eyða mörg- um orðum við J. J. FJóafífl, þó tel eg réttast að taka hér upp eina eða tvær setingar úr grein hans, þeirri er birtist í »Vísi« þ. 21. f. ir. þar segir svo: »Eina áskorun- in sera dugir í þessu efni, eru lög, sem fyrirskipi fráfærur, Og er þó nokkuð vafasamt að það stoðaði nokkuð. Það er meinlegt hve sein öli stjórnarvöld eru til þess að taka i teumana í slikum málum.< — Sjá nú ekki allir að J. J. Flóafífl fer Þessi orð mín tekur J. J. upp bg segir síðan: »En ókunnugt er honum (þ. e. mér) um að þingið 1915 bannaðí stjórninni að hefta útflutning á íslenskum afurðum öð rum en sláturafurðum, nema nauð- synjavöruskortur væri fyrirsjáanlegur. Þarna hefir þá Flóafíflið gieypí fluguna, og samþykt óafvitandi það sem eg hafði sagt um yfirvofandi nauðsynjavöruskort. Eða er nú fei metis Jón hættur að telja smjör- ið með nauðsynjavöru? J. J. Flóa- fífl reynir sem r.é, að ranghverfa orðum mínum, en tekst það þó svo klaufalega að hann stangar sjálfan sig með hornum sínum, og sparkar síg með klaufunum sem annað naut. Vil eg nú eggja þig þeirri lög- eggjah, Jón Jónssou, að þú varpir af þér nafn-gærunni. En ef þú reynist svo ódjarfur eða ódreng- lyndaður, að þora eigi að koma fram í dagsbirtuna ondir þínu rétta nalni, þá skalt þú hér eftir Heyg- ull heita, og ættir þú þá að hætta við Jóns Jónssonar nafnið en setja í þess stað heyguls-nafnið utidir þínar ómerkilegu ritsmíðar. Reykjavík 2. apríl 1917. Ó. J. Hvanndal. Þýzka víkingaskipiö » Atlandshaflnn. í haust slapp þýzkt víkingaskíp Puyme grímuklætt sem friðsamt verzlunarskip út í Atlandshafið og sökti og tók þar fjölda brezkra skipa og sökti auk þess einu norsku skipi, sem hét, Hallbjörg Ferðir þessa skips, hafa vakið tmkia eftirtekt um ailan hetoi engu stður en ferðir ‘Möwe* víkingaskipsins fræga. Skip- stjórinn af norska skipinu hefir gef- ið danska blaöinu Politiken nákvæma skýrslu um ferðalagið allan þann tíma, sem hann var með skipinu og fer hér á eftir lausleg þýðing á þeirri skýrslu. var eiffhvað einkennilegt við hegð- un skipsins eftir það, og það var altaf að breyta um stefnu. Við héldum að þetta mundi vera enskt skip, sem vildi hafa tal af okkur. Skipiö kom þvf næst upp undir stjórnborðsbóg okkar, en breytti svo alt í einu um stefnu, stýrði fram fyrir okkur, beygði svo aftur og stefndi beint á okkur. Eg sfýrði svo að við yrðum fyrir aftan það, en alt í einu snéri það síðunni að okkur og dró samtímis upp merkið: — Stöðvið strax! Skipið hafði ekkert flagg haft uppi, en alt í einu var þýzka flagg- j ið dregið upp afturá og svo vorp borðstokkarnir teknir burtu. Skipið, sem við höfðum haldið að væri friðsamt enskt kaupfar af- hjúpaði sig nú sem nýtízku þýzkt herskip með mörgum fallbyssuop- um beint á okkur. Til þess að við gætum ekki verið í neinum vafa um eðli skipsins, sáum við nokkur op ti! þess að skjóla út um lund- urskeytum. Þau voru alls 4. Enn fremur voru tvær 16-þumlunga falibyssur frammá og afturá og tvær svipaðar fremst frammá. Seinna kom það í Ijós að skýlið yfir hjálp- arstýrinu afturá huldt enn eina stóra fallbyssu. Fósturdóttirln 240 XXX. Aftur var komið vor. Hólmar og strend- ur skerjagarðsins voru á ný skrýddar upp- risuskrúða vorsins. Fuglarnir hófu söngva sína í trjánum, sem nú voru að byrja að skjóta frjóöngum. Það var vorblær yfir öllu — Aðalumfalsefnið í sveitinni um þessar mundir var brúðkaupið í prófastsgarði og ráðstafanir prófastsfrúarinnar. Prófasturinn, Selenius og unnusta hans hötðu óskað að brúðkaupið yrði haldið sem fyrst, svo Selenius gæti tekið við embœtti sínu fyrsíu dagana f maí, en þá voru prest- ar vanir að taka við embœttum sínum að vorinu. Heimilið beið hans, og þar var all fágað og prýtt, og nú vPdi hann geta flutt konu sína þangað, sem fyrst, én prófastsfrúin máfti ekki heyra það nefnt, henni fanst tím- inn ilia valinn, hvorki vetur né sumar og ekki neitt til neins, þess er nota skyldi. Nei, sfð sumars varð það að vera, svo bisk- upinn og aðrir heldri menn, sem boðnir yrðu, fengju að sjá prófastsgarðinn í öll- um sínum blóma, þá kynni þeim að finn- 241 ast til um það, sem fyrir augun bæri, og orðrómurinn skyldi fijúga út um alt bisk- upsdæmið, eins og hvalsaga. — Svo var það nú káifurinn hennar »Skjöldu«. Þá gat hann verið orðinn eins stór og spikaður, eins og herragarðskáffarnir. Og kjúkling- arnir, ekki mátti gleyma þeim. Það þýddi ekkert fyrir prófastinn, eða Selenius, að breyfa við mótbárurh gegn jafn auðsæum sann- indum og jafnmikilli rökfimi. Prófasturinn hafði þó reynt það, en end irinn varð sá sami á þeirri uppreisn og svo mörgum öðrum, frúin sagði sem svo: — Petrus minn góður, reyndu ekki til að breyta áformum mínum, nú er það eg sem ræð, rétt í þetta sinn, en það hafði hún nú reyndar sagt svo oft áður. Það var að orðtœki haft hjá sóknar- mönnum: »Reyndu ekki Petrus! Pví í þetta skifti er það eg sem rœð, en þú veist að það er að eins í þetta eina skifti Prófastsgarðurinn hafði tekið miklum stakkaskiftum, bæði utan húss og innan. Litiu gluggarnir voru horfnir, bjálkarnir úr loftinu teknir burtu, en ný álma verið reist við húsið, kallaði frúin það jafnan »brúðar- 242 loftið*. því þar skyldi brúðarsæng dóttur hennar uppreidd, og ekkert til sparað að gera hana sem veglegasta, og fallega tepp- ið, sem biskupiun sjálfur hafði breitt yfir brúðarsæng hennar sjálfrar, skyldi nú einn- ig skreyta rúm dóttur hennar. — Öll húsin þar voru rauðmáluð bæði íbúðarhúsin og peningshúsin. Dyraskýlið tekið burt og garðurinn stœkkaður og girt- ur með rauðmálaðri stauragirðingu og voru hvítir húnar á staurunum. Inni var alt fág- að og prýtt og ný húsgögn af ailra dýrustu gerð komin í stofuna, þau voru nú »móð- ins«. Alt biskupssilfrið, sem frúin hafði erft eftir föður sinn, var nú uppfágað, svo af sindraði. Höfðu gullsmiðirnir í Söder- köping haft við það ærinn starfa, og nú skein það eins og-------- Damasts-borðdúkurinn fór heldur ekki varhluta af hreinsuninni. Hann hafði verið notaður síðast þegar Elsa var kristnuð, nú þótti prófastsfrúnni einna mest mein að því, að hafa ekki svo lítið snjóföl, til að sjá hvort væri hvít&ra, dúkurinn eða mjöllin. Laufskálar voru reistir og prýddir með blómsturfléttum, »það voru ekki biskups- salirnir í prófastsgaröí«, veisiufóikið varð

x

Höfuðstaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.