Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 12.04.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 12.04.1917, Blaðsíða 2
HÖFUÐSTAÐUKINN Símskeyti frá útlöndum Frá frétíaritara Höfuðstaðarins. Kaupmannahöfn 10. apríl. Rík ð Panama Jí far Bantíaríkjun. m því, að varðveita ^anamaskurðinn. Akafar orustur við Arras. Kaupmannahöfn 11. apríl Bretar hafa unnið sigur hjá Arras og handtek- IIOOO fanga. Hafnarfj arðarbíllinn nr. 3 i'er daglega milii Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, frá Hafnarfirði ki. 10 og 3 og — Reykjavík — 1 7. Afgreiðsla er í Kaupféíagi Hafnarfjarðar, sími 8, og við Nýja Land, Sæmundur Vilhjáimsson. Verkmannafélagið ,Dagsbrún‘ heldur fund í kvöld í Goodtemp!ar;;húsinu kl. 7]/2. Tvö stór mál til umræðu! Skorað á félagsmenn að fjölmenna! Stjórnin. og leti og aumingjaskapur em- bættismanna hafa gengið í fóst- bræðralag til að brjóta og fá lögin brotin. II. Þegar skip koma hér frá úílönd- um fær maður að sjá sióra hópa af Reykjavíkur uppskafningum, sem dagiega ganga hér á götum í fín- um fötum og með staf í hendi, lítandi fyrirlitlega á sauðsvartan al- múgann — flykkjast um borð í skipin og hanga þar sumir aílan daginn, bognir og auðsveipir, hneigj- andi sig fyrir brytum, frammistöðu- mönnum, matsveinum og kolamok- urum ef ske kynni að þessir herrar á dönskum bjórfleytum eða ís- lenzkum áfengisfossum hefðu ein- hvern dropa af áfengi í fórum sín- um — og oftast hafa þessir sníkju- gestir það upp úr krafsinu, að þeir geta verið fullir meðan skipin standa við og einn eða tvo daga á eftír — Þessir aumingja menn, hinn svonefndi fíni skríll, er svo ofur- seldur áfengisfýsninni að þeir sem sumir hverjir eru álitnir í heldri manna tölu blygðast sín, ekki fyrir að standa og ráfa sníkjandi heilu dagana um skítug þiliörin á dönsk- um eða íslenzkum fljótandi brenni- vínsknæpum — öllum heiðvirðum mönnum tjl angurs, útleudum mönn- um íil spotts og aðhláturs og ís- lenzku þjóðinni til skamraar. III. Þá kemur annar flokkur bann- lagabrjóta. Það eru þeir sem gera sér það að atvinnu að selja áfengi og er víst rétt sem Vísir gat um um daginn, að hér eru vínsöiu- staðlr ekki fáir í þessum bæ, og eru þeir látnir óáreittir af iögregi- unnt, þrátt fyrir þaö þó þessir menn eða konur sem forustu slíkra húsa hafa á hendi, marg brjóti landsins lög með þessu — í fyrsta lagi meö því að fá víniö fiutt til íandsins sem ekki virðist neitt erfitt eða þá að koma því í land og um, þegar vögnum fuilum af áfengi er um hádaginn ekið um göiurnar og iögreglan þokar sér kurteislega til hliðar ef út lítur fyrir að þeir ætli að verða í vegi fyrir ökumanni, iögregian segist ekki hafa vald til að skoða í poka, kistur eða kassa, þrátt fyrir það ,þó þá sterklega gruni að áfengi sé í. — I öðru lagi brjóla þessir menn iögin með því að selja áfengi. Lögreglan segist heldur ekki hafa vald til aö fara inn í hús manna hvað sem á geng- ur og þótt þeir hafi grun um að inni fari fram brot á bannlögum. IV. Þeir mennirnir, sem mestan skað- ann hafa gert lögunum, eru lögreglu- stjórarnir með eftirlitsleysi sínu og yfirtroðslum á lögum hafa þeir gefið mönnum undir fótinn með að brjóta lögin. Vanræksla þeirra í þessu efni er svo margvísleg að of langt mál yrði að fara að telja það alt upp. — Að vísu eru bann- lögin götólt, en götin eru að kenna íöiskum og fláum þingmönnum, sem þykjasí vera með lögunum en reyna svo að fá á þau, þegar þeir eru á þinginu, ýms göt sem þeir og aðrir áfengiselskendur geta svo smogið út um. Nú er sagt að meiri hiuti þing- manna sé bannlögum fylgjandi og er því vonandi að næsta þing gangi svo frá lögum eð engin göt verði á þeim fyrir lögreglustjórana tii að smjúga út um. Það vili svo vel til aö nú höfum við fengið þrjá ráöherra og er yfirráðherrann sagð- ur bannmaður, og þar sem hann hefir iengi verið lögreglustjóri hér í Rvík ætti hann að vera kunnug- astur göllum bannlaganna, og er því vo.iandi að hann leggi frum- varp fyrir þingið svo úr garði gerí aö enginn vandi verði að fram- fylgja þeim. — Um fjármálaráð- herrann, B. Kr. vita allir að er einn af öruggustu bannmönnum þessa lands. — Ekki þurta þessir menn að vera hræddir um það að þeir nái síður .kosningu næst þótt þeir geri sitt til að létta af þjóðinni þeirri sviviiðu sem riú hggur á henni, bannlagabrotunum Það skal hér tekið fram, að nú- verandi bæjarfógeti hér í Rvik hefir síðan hann tók við embættinu sýnt lofsverðan áhuga á að framfylgja bannlögunum, og hefði slík rögg- semi verið sýnd strax þegar lögin komu í gildi, af ölluai lögreglu- stjórum landsins, mundu bannlaga- brot ekki þekkjast. N ó i. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz 1917 Fósturdóttlrin 264 þykir vœnt um þig, litiu, góðu stúlkuna, og þú máít ekki kalla þig veslings litla barnið, þó slæm steipa, sem öfundar þig, segi eitthvað Ijótt við þig. Þú færð, ef til vill, í framtíðinni að sjá að hún fær meiri ástæðu ti! að öfunda þig. En því hærra sem maður kemst í mannfélaginu, þess auð- mjúkari og lítillátari ber manni að vera, segir mamma ætíð, og þú gleymir því held- ur aldrei, Sigríður mín litla, sem ert svo væn og góð! * * * Daginn eftir var Borgenskjöid greifi, ásamt konu sinni, boðinn til miðdegisverðar eins, ríkmannlegs, í Stegeborg, Axel, Sigríður og frú Ehrenberg voru líka boðin þangað. Frú Ehreuberg var setíð talin með greifa- fjölskyldunni, en þáði mjög sjaldan nokkurt heimboð og greifafrúin tók Sigríði litlu aldrei með sér þangað, sem ekki voru fyrir jafnaldrar hennar, Axel aftur á móti var jafn- an sjálfsagður. Frú Ehrenberg og Sigríður litla voru nær óaðskiljanlegar, það var því líkast sem frú Ehrenberg væri amma hennar. — Og frú 265 Ehrenberg, svo að segja margfaldaði ást sína, er hún vissi hina sorglegu sögu œtt- ernis hennar og vissi skildleika þann er í milli þeirra var. Sigrfður litla endurgalt ást hennar í ríkum mæli. Þegar þær voru báðar tvœr heima, var frú Ehrenberg vön að búa til eitthvað góð- gæti handa börnunum. I þetta skifti var matseljan á Vikings- holm veik og tók þá frú Ehrenberg að sér störf hennar, skyldi hún nú sjóða niður jarðarber. Sigtíður kom oft til hennar í eldhúsið og var yfir henni einhver óróleiki, en frú Ehrenberg hugði það vera af tilhlökkun að fá að smakka góðgætið. — Nei, góða frænka, í dag langar mig ekki f sælgæti, sagði Sigríður, þegar Matt- hildur sputði hana, hvort hana langaði í góðgætið. — Það er nokkuð, sem mig lang- ar til að spyrja frænku um. Frú Ehrenberg tók að gruna margt, kall- aði hún á Sigríði inn í herbergi sitt. Hún sá að Sigríði var brugðið og tárin stóðu í litlu, fögru, dökku augunum hennar, og hún kveið fyrir að svara spurningum barns- ins. — 266 Frú Ehrenberg hafði fekið sér sæti í legu- bekknum, en Sigríður litla kraup við hlið hennar. Barnið var sýnilega í ákafri geðshræringu og æilaði ekki að geta stunið upp spurn- ingunni. -- Loks harkaði hún af sér og spurði: — Veit Matthildur frænka, hver móðir mín var? Frú Ehrenberg náfölnaði og varp önd- inni mæðilega. — Frænka veit það, eg sé það! Ó, góða frænka, segðu [mér það! Mig hefir lengi langað til að spyrja þig um þetta, en ^kki þorað það, en nú máttu til að segja mér það. Eg veit að frœnka gerir ekki gys að mér, en segir mér satt, því það er synd að skrökva, og guði þykir fyrir því. Meðan Sigríður litla talaði, hafði frú Ehr- enberg náð sér nokkurnveginn aftur. En hverju átti hún að svara. Greifafrúin hafði beðið hana að láta aidrei neitt uppi um leyndarmálið, við Sigríði litlu. Sjálfri fanst henni þetta vera það hyggilegasta, úr því sem ráða var. En sárt var það ei að síður að verða að segja barninu ósatt, að verða að draga saklausa barnshjariað á tálar.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.