Höfuðstaðurinn

Útgáva

Höfuðstaðurinn - 15.04.1917, Síða 2

Höfuðstaðurinn - 15.04.1917, Síða 2
HÖFUÐSTADUSINN Kafbátarnir. ---- Nl. Menn munu sjálfsagt minnast þess glögt enn, hver breyting varð meðal hlutlausra þjóöa, er Þjóð- verjar komu með þessar hótanir gegn verslunarskipum. Skip stöð- vuðust. Hásetar veigruðu sér við að fara á skipin. Þaö kom þó fljótlega í Ijós, að Þjóðverjar voru. ekki eins öflugir neðansjávar og menn höfðu haldið, og að Eng- iendingar gátu haft öflugar varnir gegn kafbátunum, bæði með því að leggja net fyrir þá og eins að hafa öfluga gæslu, láta skípin fara ákveðnar leiðir, sem svo var hald- iö nokkurn veginn öruggum fyrir kafbátum. í febr. var ekki sökt nema 27000 smálestuni, í mars 83000 smál., í apríl 33000 smál., í maí 93000 smál., í júní 84000 smá., í júlí 77000 smál. o. s. frv. Hafi Þjóöverjar vænst þess að geia svelt Englendinga, þá verður ekki annað sagt en að tilraunin hafi mishepnast. Katbátaófriöurinn orsakaði hærra vátryggingargjald, hærra kaup, lengri ferðir og um leið hærra vöruverð. En í öllu verulegu þá héldu Englendingar uppi verzlun sinni. Þeir sendu eftir sem áður hersveitir og her- gögn til allra sinna vígstöðva. IV. Takmark síðari kafbátahernaðar- ins er eins og sagt hefir verið frá \í Politiken frábrugðið takmarki þess fyrri í því, að það er að sökkva svo miklu af verzlunarskip- um bandamanna að þeim verði ó- kleift að halda ófriönum áfram. ófriður þeirra stendur sem sé og fellur meö flutningum á sjó. Þeir verða að senda hersveitir og ber- gögn, þeir verða að sækja skot- færi til Ameríku. Englendingar verða að senda kol til Frakklands, kol, óunnin efni og matvæli til Ítalíu. En til þess þarf mikið af skipum. V'ð byrjun ófriðarins áttu Bretar 20 miljónir smálesta í verzlunar- skipum, af því hafa Þjóðverjar sökt 3 miljónum, eða meiru. Aftur á móti hefir verið bygt nokkuð, sleg- ið eign á mikið af þýzkum skipum og keypt nokkuð frá hlutlausum þjóðum. Eftir því sem Englend- ingar sjálfir segja er verzlunarfloti þeirra nokkurn veginn jafn stór og hann var fyrir ófriðinn. En aftur móti hefir stjórnin tekið nærri heiming verzlunarskipanna í sína þjónustu til hernaöarþarfa. Af skip- um sem eru yfir 1600 smál. mun varla vera meira í verzlunarförum en sem svarar 7 miljónum smál. En þó ekki sé annað þá bendir ákafi Englendinga upp á síðkastiö á það að ná hlutlausum skipum í sína þjónustu, til þess að þröngt sé í búi hjá þeim. í Frakklandi er kvartað undan því, að síðustu mánuðina hafi þeir fengið hálfri miljón smálesta af kolum minna en umsamið var á raánuði. Á Ítalíu er ástandiö enn verra. Þar eru bæði skotfæraverksmiðjurnar og járnbrautirnar í hættu. Og starfserai kafbátanna fer altaf í vöxt. Fyrst á árinu 1916, í jan- úar og febrúar var samanlagt sökt 238 þúsundum smálesta, eu í des. sama ár var sökt 415 þús. smál., bæði óvinaþjóða og hlutiausra þjóða eða með öðrum orðum nærri fjór- falt við hvorn hinna mánaðanna. Þ|ð mundi svara íii þess, að árið 1917 yrði sökt 5 milj. smáiesta. Hve mikið af kafbálum Þjóð- verjar eiga veit enginn um. Þær tölur, sem nefndar hafa verið eru venjulega alveg út í bláinn. Jafn- vel sú lægsfa, 300, er vafalaust alt of há. Jafnvel þótt Þjóðverjar heiðu notað allar sínar skipasmíðastöðvar. til kafbátabygginga einua, þá fer því fjarri aö þeir heföu getað bygt svo marga. Til þess eru nýlízku kafbátar alt of stórir. Menn verða líka að minnast þess, að í hvern bát þarf mjög flóknar vélar, það er nákvæmnisvinna í fylsta skilningi. Þjóðverjar hafa naumast heldur æföum mönnum á að skipa á svo mikinn kafbátaflota. En jafnvel með minna en 300 kafbátum er bægt að halda uppi neðansjávaróíriði. Nothæfi þeirra hefir auk þess aukist mjög síðan í ófriðarbyrjun. — Kafbátsforinginn Franz Becher'hefir jafnvel verið 55 daga úti samfleytt með bát sinn. Og það eru ekki fáar smálestir, sem einn kafbátur getur sökt, Þannig var kafbátsforinginn Forst- mann í ágústmánuði búinn að sökkva 260 þús. smálestum. U. 35 hafði sökt 270 þús. smálestum og kaf- bátsforinginn Valentiner jafnvel 282 þús. smálesla. Einn kafbátur sökti í vikunni frá 18. til 25. jan. 17 skipum, sem báru rúmar 18 þús. smálestir. En eins og ófriðurinn þegar hefir sýrit, eru menn heldur ekki varnarlausir gegn kafbátunum. Fyrir ekki mjög löngu síðan lét einn úr brezka flotaráðuneytinu, Carson það í ijósi við sendimenn frá Navy League að hann hefði góðar vonir, Englendingar hefðu varnir við hend- ina. Hverjar þær eru vita inenn auðvitað ekkí. En sá sem um flota mál ritar í »Betliner Tageblatt* líðs- foringinn Perkins, varar landa sína við því »að láta óskina vera föður hugsunarinnar*. Menn hafa fyr í Englandi séð hina beztu reglu vaxa upp úr því, sem byrjaði sern ó- regla. Jafnvel þótt vér eigum erfiða tíma í vændum, þá er fyrir hlut- lausar þjóðir naumast tneiri astæða til þess að láta hugfailast í febrúar 1917 heldur en var í febr. 1915. C. C. Clausen. (Politiken.) 2 mánuði á lelðinni frá Kíel tii Malmö. Nýlega kom þýzka seglskipið WiUy frá Switiemiinde til Malmö úr ætintýraför mikilli, hafði skipið flækst um Austursjóinn í tveggja mánaðatíma. Skipið fór rétt eítir nýárið frá Kiel og æUaði lil Khafnar með koksfarm. rannkorua sem sífelt fór vaxmdi, neyddi þaö að leiía hafn- ar. Skipið lá svo innfrosið skamt fyrir utan Rödvig í hálfan mánuð, losnaði þaöan að lokum og var róið inn á höfnina, þaðan fór það eftir viku, og menn héldu aö það mundi ekki líða á löngu að það næði til ákvöröunarstaöarins. Óhag- slæð og vond veður auk ístcks, gerðu siglinguna mjög vandasama og erfiða, og loks kornsj Willy inn í sprengiduflanet Þjóðverja í sunn- anverðu Eyrarsundi. Undir eins og varðskipin urðu þessa ógætna segskips vör, gáfu þau því merki hvað eftir annað með Ijósum og flðggum, en ekkert stoð- aði. Willy sýndi engin merki þess að hafa tekið eftir þeim, og hélt óhikað áfram. Til þess að koma í ven fyrir stórslys og fá skipið til að nema staðar, varð varðbáturinn að skjóta tveim skotum á það. — Kúlurnar komu niður fyrir framan kinnungana, svo nærri að sjótinn skvettist yfir alt skipiö. Þetta var skiljanlegt mál og á næsta augna- biiki kastaði skipið akkerum. Danskur dráttarbátur kom því næst aö, og batið hjálp sína, en varðskipin aðvöruðu hann og töldu það altof mikla áhættu að nálgast skipið. Það varð því að liggja ró- legt á að giska 500 metra frá ystu brún sprengiduflagirðingarinnar. Um nóttina gerði hvassviðri af suðaustri, svo að flest segl skipsins rifnuðu í tætlur og önnur atkerskeöjan slitn- aði. Skipið tók uú að reka og dró hitt atkeriö á eftir sér og um morg- uninn var það aftur komið út fyrir sprengiduflin. — í Drogden misti Wiliy hitt atkerið og þar var ó- happaskipið loksins tekið og dreg- ið inn til Malmö og hafði þá verið 2 mánuði á leiðitini. Siðprúðasti drengurinn í Lanclng er frá I s I a n d i. f amerísku blaði, stóð fyrirskömmu greinarkorn með þessari fyrirsögn. Fylgja myndir af þeim sonum David Östlunds, Linnæusi og Idar, sem margir munu kannast viö, hcr t Reykjavík. Idar er sendisveinn á á símastöö, en Linnæus les raf- magnsfræði. Idar hefir vakið á sér eftittekt þar vestra fyrir kurteisa framkomu sína, seijum vér hér grein þá er áður er nefnd, í lausl. þýðingu, því hún sýnir að Idar hefir gert landi voru sóma, með framkomu sinni þar. Greinin seg- ir írá komu Idars til fylkisstjórans og því sem þar bar á góma. Idar heitir líka Georg og er nefndur því nafni þar vestra. »Þessi drengur kemur aldrei inn á skrifstofuna án þess að taka ofan«, sagði Sleeper fylkisstjóri á mánudaginn þegar Georg Östlund kom hlaupandi inn á afgreiöslu- stofuna með símskeyti í hendinni: »Þú raunt aldrei líða neinn baga þótt þú gefir þér tíma til að vera kurteis*, bætti hann við. Mennirnir setn sátu hér og þar um herbergið litu upp og horfðu undrandi á drenginn. »Hvaðan ertu drengur?* spurði einn þeirra sem viðstaddur var. »Frá Reykjavík á fslandi* svar- aði drengurinn. •ísiand — ha — hvenær komstu þú til Lansing?* Faðir tn'nn og tvær systur komu hingað fyrir ári síðan. Fað'r minn starfar hér fyrír Good-Templara og svo kom móðir mín, eg og bróðir minn hingað fyrir þrem mánuðum, Allir á skrifstofunni voru hættir að vinna þegar I stað úg veittu Georg nána athygli. »Eg tala svo slæma ensku* sagði hann feiminn. »Þrjá mánuði — ha, eg hefði ekki getað lært ykkar mál á þrem árum«, sagði maður einn. Dreng- urinn hló svo að sá í jafn hraust- ar tennur og hann sjálfur var allur að öðru leyti. »Hvað ætlar þú aö verða þegar þú stækkar?* spurði annar.

x

Höfuðstaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.