Höfuðstaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Höfuðstaðurinn - 15.04.1917, Qupperneq 4

Höfuðstaðurinn - 15.04.1917, Qupperneq 4
HörUBSTA&UtlMM við Húnaílóa eru til sölu. Afgr* v á* Frá Rússiandi. Sjónarvottur segir frá stjórn- arbyltingunni. (Eftir Politiken). Ytirdómlslögmaöur ingwersen, er kominn aftur frá Rússlandi. Hann dvaldi í Petrograd meðan stjórnarbyltingin stóð yfir og eftir það, og í gær gaf hann oss góð- fúslega góðar upplýsingar um nánari atvik stjórnarbyltingarinn- ar í Rússlandi. — Eg verð að áiíta, að sjálf úrslit stjórnarbyltingarinnar séu nægilega vel kunn. þess vegna skuium við hlaupa yfir það, enda þótt það, að hafa verið þar við- staddur, gefi hverjum, sem það hefir verið umtalsefni, sem end- ist honum í mörg ár. Áhuginn beinist nú að því, hvernig Rúss- ar komast af undir þessum ný- orðnu breytingum á ástandi þeirra, og hvort Dumastjórnin sé nógu sterk. Eg verð fyrst að geta þess, að það sem eg segi ekki er annað en álit leikmanns, en eg er svo heppinn, að eg frá fyrri tímum hefi ágæt sambönd í Rúss- landi, og eg get — þó með erfið- ismunum sé — iesið rússnesk blöð. Fyrir því held eg, að álit mitt á stjórnarbyltingunni sé all áreiðanlegt. Hermenn og verkamenn báðu þingið um að taka í taumana. Menn bafa spurt hvernig á því hafi staðið, að þingið komst í samband við alþýðuna, sem var uppreistargjörn og hermennina sem líka vildu uppreist. Hvort fyrirfram hafi verið komið á sam- komuiag milli þingsins og þeirra herforingja, sem studdu uppreist- ina. Stjórnarbyltingin kom vegna þess að brauð vantaði. Fólkið gerði upphlaup, lögreglan og her- mennirnir skutu, og göturnar, sem lágu að þinghúsinu voru lokaðar, var það gert vegna þess rétta álits, að kæmust uppreistar- menn þangað, þá væri alt íveði. þegar svo hermennirnir gengu í lið með alþýðunni og leiðin til þingsins var opin, þá streymdu upphlaupsmennirnir þangað og báðu Rodzianko að tala. Hann gerði það og f'ramkvæmdanefnd- in var sett á atofn. Frá því augnabliki hafði þingið völdin og foringjar þess ákváðu sig, en upp frá því var stjórnarbyltingin full- komin. Ekki nokkur maður hafði bú- ist við að keisarinn legði niður völdin, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Sem stendur er ástandið þannig, að stjórnin situr eingöngu fyrir náð her- mannanna og verkamannanna. En hún er sterk og sett saman af afbragðs kröftum að öllu leyti. Hermennirnir heimta að fá að velja sér foringjana sjálfir, og þá sem þeim líkar illa við hafa þeir skotið. þeir vilja hafa áhrif á sjálfa yfirherstjórnina og fá nef'nd hermnnna formlega tekna upp í æðstu stjórn hersins. Stjórnin hefir ekkert á móti þessu, en meiri hluti hennar álítur, að það sé ekki framkvæmanlegt fyr en að ófriðnum loknum. Sem stend- ur er það ókleift. Spurningin er nú það, hvort jafnaðarmaðurinn, Karenskij dómsmálaráðherra og skoðanabróðir hans, hinn jafnað- armaðurinn í ráðuneytinu, ganga úr því, ef kröfur hermannanna verða ekki uppfyltar, sem senni- lega er ekki hægt að gera. Klofn- ! ar stjórnin um það? Hermenn- irnir segja með fullum rétti: f»ið í eigið setu ykkar okkur að þakka, viljið þið ekki gera sem við vilj- | um, þá verðið þið að fara. Frh. ! ; i ^r'zz2sx.2ss:..ir:\.ij££í''."■ v ’.rrssr f • ( Vátryggið gegn eidi vörur og innbú hjá I British Domínions Cenerai I '' Insurance Co. Ldt. 1ondon. Aðaiumboðsm. á Islandi Garöar Gísiason, Rvík. Sími 681. Sá, sem fékk hjólbör- urnar mínar að láni vm daginn og hefur ekki skil- að þeim enn, er beðinn að skila þeim nú þegar. Jón Jónsson beykir. Ú tgefandi Þ, Þ. Ciementz. Prentsmiöja Þ. Þ, Clementz 1917 276 Axel hafði verið þrjá daga að heiman, hafði verið á veiðum þar í nágrenninu. Hann heilsaði móður sinni blíðiega og frœnda og fóstursystur. Axel veitti því ekki eftirtekt að frœndi hans heilsaði honum ekki með jafnmikilli blíðu og vandi hans var, því rósirnar á vöngum Sigríðar höfðu dregið að sér alia athygli hans. — Núna sýnist mér, að rétt væri að breyta nafni því sem fólk hefir gefið þér og kalla þig »Skerjagarðsrósina< í staðinn fyrir >Skerjagarðslilju<, sagði Axel hlæjandi við Sigríði, en f gleðinni fólst þó meira en i orðunum lá. Oreifafrúin hafði veitt öllu sem gerðist nákvæma eftirtekt, og það var eins og tví- eggjað sverð nísti hjarta hennar. — Æ, nú er friðurinn á Vikingsholm á förum, hugsaði hún og varp öndinni mæði- lega. — Ó, veslings Gabríel minn! Ætli að syndir föðursins eigi nú að koma fram á börnunum ? 277 XXXV. Enn var liðinn langur tími og enn var komið vor. Pessi óviðjafnanlegi upprisu- tími als sem lifir og hrærist. Aust-Oauta- herdeildirnar höfðu æfingar miklar á Málm sléttunni og hafði verið lögð meiri roekt við þær, en venjulega, og það var ekki út í bláinn gert, þvi hertoginn yfir Austur-Oaut- landi, Friðrik Adolf, sem var yfirforingi Vestmannaliðsins kom einstöku sinnum í eftiriitsferð um hertogadæmi sitt, gisti hann þá vanalega á einhverjum herragarðinum. Nú ætlaði hann að gista að landshöfðingjans í Linköping, Oustaf Adolf Lagerfelt, átíi hann hið fagra Lagerlundaóðal, sem hafði haidist í ættinni ættlið eftir ættlið. * « •k Prinsinn var búinn að vera við æfingarn- ar og hafði lýst ánægju sinni yfir þeim. Yfirmenn og undirgefnir voru þreyttirog uppgefnir eftir æfingastritið, en glaðir og ánægðir. Prinsinn hafði hleypt í þá nýjum móð. Nú átfi að halda dansleik mikinn til heið- 278 urs við prinsinn, skyídi þar ekkert til skorta, átti dansteikurinn að haldast í stórsal Málm- hallarinnar. Axel var getinn fyrir dans, eins og aðrir ungir menn, ekki síst herménn. Hann gat ekki um annaö hugsað en dansleikinn, og það var ekki síst gleðiefni fyrir hann, að að foreldrar hans voru boðnir þangað og ætluðu að taka þátt f dansinum. A kveldin, þegar Axel var hoettur störfum, reikaði hann út um sléttuna og leitaði ein- veru í skjóli skógarins. Hann var stööugt að hugsa um hana, sem átti að verða dans- drotningin. — Ó, hvað hún verður fögur, hrópaði hann upp yfir sig — honum hætti við að tala við sjálfan sig — mér finst eg sjái hana, f yndislegum dansbúningi, snjóhvít- um, sjá fögru augun hennar Ijóma móti mér og svo bið eg hana um fyrsta dansinn.— Einhver einkennilegur höfgi seig yfir hann. Hann iagðist niður í mjúkann mosann og sökti sér niður í hugsanir sínar. — En Sigríður horfir ekki á mig eins og fyrrum. Pað er eins og hún óttisl að lesa það f augum míhum að mér þyki vœnt um hana, að eg elska hana innilega.

x

Höfuðstaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.