Ingólfur

Útgáva

Ingólfur - 06.03.1904, Síða 1

Ingólfur - 06.03.1904, Síða 1
INGÓLFUR. II. AR. Reikjavík, suimudagiiu] 6. mars 1904. 9. blað. Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á INGOLFUR. INGrOLFUR kemur út hvern sunnudags- morgun og oftar. RITSTJÓRI Bjarni Jónsson frá Vogi (Þingholtsstræti 16, heima kl.3—4). AFGREIÐSLU og INNHEIMTU annast Jens B. Wáge cand. philos. (Vestur- götu 22; heima kl. 4—6). AUGrLÝSINCiUM má koma í Félags- prentsmiðjuna til kl. 11 f. h. á laug- ardögum. INOÓLFUR vakir ifir réttindum landsins og vekur aðra til þess. INGíÓLFUR er frjálslindasta og þjóðleg- asta blaðið. INGIÓLFUR á vísa aðstoð ílestallra bestu skáldanna hér á landi og flestra bestu vfsindamannanna, allra hinna ungu, og allra þjóðhollra stjórnmálamanna, og enn á hann visa velvild allra ungra og upprennandi manna og væntir sér hilli allrar alþíðu. INGrÓLFCR leggur mesta áherslu á frelsi og framfarir landsins og er þar jafn- búinn til sóknar og varnar. Hann leggur mikla rækt við listir og vísindi og móðurmál vort. Flitur auk þess fréttir og annan fróðleik. INGtÓLFUR hefir valda menn sem svara þegar spurt er, hvað lög sé, eður um búnað eða jarðrækl eða atvinnumál. INGiOLFUR á visa aðstoð mjög margra góðra manna til að rita um atvinnu- mál og mun ræða þau mál af alhug. VERÐ árgangsins er að eins 2,50 kr., borga skal firir firsta júlí. UPPSÖON bundin við áramót, skal vera skrifleg og komin til afgreiðslumanns firir 1. okt., enda sé kaupandi þá skuldlaus. SMÁAIK gerir INGÓLFUR kauplaust firir skilvísa kaupendur sína. En séu það kaup eða annað sem fé þarf til, þá verður að senda það fé auk burðargjalds. ÚTGrEFANOI: Hlutafélagið „Ingólfur“. Tliomsens innlendu vindlar þola alla samkepni, bæði hvað gæði og verð snertir, að dómi allra þeirra mörgu, sem þá hafa reynt. íslandi er Umboðsmaður: Jens B. Waage. Tvö smákvæði. „Ich kenn’ ein herz“. á morgunbjarminn munaþíður í marardjúpi laugar brá, til þín, til þín mín löngun líður eins létt og blærinn himni frá. Þá starf og glaumur dagsins dvínar og daggir teigar sólbrend rós ég ber til himins bænir mínar og beigi kné við lifsins ós. Það vald, er gaf mér vonir þínar, ég vernda bið þín gleðiljós. Eg mæti þinum þöglu draumum, er þúsund blika daggartár, í árdagsgeisla undrastraumum niér ótal fagna morgunþrár. Ég veit að önd þín vængi breiðir í vonarhimins bláum geim og sál mín flígur langar leiðir að leita þín í draumaheim. Það vald, er lífsins vegi greiðir ég vaka bið og filgja þeim. En dauðinn lif mitt bráðum brítur og brjóst min hilur kaldri mjöll, — ég veit, þá hönd hans höftin slítur, þín hjartans vorblóm deia öll Þá líknskin geisla bjarta breiðir og beð minn skreitir laukur smár, þá vetrarriki vorið eiðir og vekur dánar æskuþrár, það vald, er sálir saman leiðir, ég signa bið þín heitu tár. IVIig dreimdi eitt sinn, — Mig dreymdi eitt sinn, að dagur var runn- inn, um döggvotar hlíðarnar roði skein, — i sólskinsbrekkunni sat ég ein. Mér virtist ég einhvers með óþreiu bíða, en alt var sem bundið þagnarró, ég heirði glögt, hvernig hjarta mitt sló. Þá komst þú — með fangið fnlt af blómum, þeim fegurstu rósum, er vorið á; þú stóðst þar og þagðir með bros ifir brá. Hver einasti smáfugl, er áður þagði, hóf árdagsöng, hvert daggbaðað strá mændi til himins moldinni frá. Mér fanst þú sem vordagur, ungur og ítur, undrandi, þögul við hlið þér ég stóð og hlíddi á morgunsins munarljóð. Og þögull í skaut mér þú blómin breiddir, en blikandi daggtárum grétu þau öll og skuggar liðu um ljósgrænan völl. í fjarska heirði ég hafið stinja, en himinsunna var skíum birgð, þá datt ifir mirkur og dauðakirð. Svo birti aftur. — En alt var horfið, þín inndælu vorblóm og ljósið, er skein, — í sömu brekkunni sat ég ein. Um hæðir og dældir hélan breiddi sinn hrímhvita líkhjúp, alt var hljótt. I hjarta mér grúfði grátþung nótt. Þín blóm voru horfin en eitt var eftir, — ifir það streimdu tárin mín — munablóm hvítt. Það var minning þín. Hulda. Löggjafarþingið fræga. Löggjafarþingið fræga „aksarskafta-þing- ið“, sem haldið var seinast liðið sumar, mun lengi í minnum haft, ekki einungis firir innlimunina, sem á sínum tíma verður skrifuð með svörtu letri á sögu- spjöld þjóðarinnar, heldur og firir margt fleira, svo sem gaddavírsflónskuna og þrælavinnu-þingsáliktunartillöguna, sem hvorutveggja eru að meira eða minna leiti skilgetin börn Þingeira-lögspekingsins. Eitt með fleiri afi'eksverkum seinasta þings má óefað telja, að það útvegaði sameinaða gufuskipafélaginu 20 000 kr. aukatillag úr landssjóði á ári, og lét oss í staðinn fá 2 — tvær — millilandaferðir! Jafnframt ákvað þingið, að allir, sem hér- eftir ferðast á íirsta farrími á strandbát- unum, skulu greiða 4 kr. á dag í fæðis- peninga, og það, hvort sem þeir neita nokkurs eða ekki. Með þessu ákvæði munu lögspekingarnir vonast eftir að geta gii't firir, að bændur og aðrir, sem hafa litla vasapeninga, séu að flækjast niður á firsta farrími á strandferðabátunum, og ef til vill trufla „spekingane“. þegar þeir eru að fara á þing eða af þingi, í þeirra djúpu og innilegu umhiggju firir velferð ! föðurlandsius. Þetta efast ég ekki um að kjósendurnir geti skilið og virði að mak- legleikum. Hitt er ég hræddur um að menn eigi erfiðara með að skilja, hvers vegna þeim „vísu feðrum“ hefir þóknast, að haga 20-ferðaáætluninni þannig að höfuðstaðurinn og þar með meginhluti landsins skuli vera afskorinn frá sambandi við útlönd frá 23. janúar til 11. rnars eða í 7 vikur, en láta.svo aftur á móti 3 skip koma frá útlöndum á 3 dögum — frá 11. til 14. mars. Þeir, sem ekki sitja á þingi, og ekki skilja þingsins krókavegi, munu eiga bágt með að skilja þessa dásamlegu hand- leiðslu og jafnvel verða á að kalla hana „aksarskaft“.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.