Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 06.03.1904, Blaðsíða 2

Ingólfur - 06.03.1904, Blaðsíða 2
34 INGÓLFUR [6. mars. 1904.J Grleði. Veðurofsinn ólmast, Jtað hriktir í öll- um trjám og rigning og rok hvína á gluggunum heima hjá mér. En þrátt fir- ir það skrautklæðist Reikvíkingurinn og heldur á dans. Eg stend með spariflikina í höndunum og hálfkvíði firir að tína fjöðrunum á leiðinni i ofsanum. Samt kafa ég gegnum krap og götu- saur og stikla til stefnunnar. Þar er alt upplíst og allir ofnar kintir. Fólkið tínist smámsaman að, og níþvegnu gólfin vökna og skitna undan fótum gest- anna. Eldri borgarar standa i smáþvög- um og látast vera vitrir, en ingri menn- irnir halda sig í hinum enda salsins og hafa hitt og þetta í orði um gömlu menn- ina. Nú eru allir gestirnir komnir. Dirnar að veislusalnum eru opnaðar. Upplístur og ómálaður bíður hann gleðinni heim. Gleðin kemur. — Indælar konur, prúð- búnir menn og rómsterkir söngsveinar koma til þeirrar Jstefnu. Þar er guði gleðinnar að sjálfsögðu búinn sess. — Alt þirpist inn i salinn; hann sínist máli stærri, því að veggirnir gína gráir við. Kvennþjóðin er búin á ímsa vegu, sum- ar vel og sumar miður. Sumar hafa auð- sjáanlega ætlað á dansleik, þar sem skraut og gleði eru einvöld, en hinar hafa víst villst af leiðinni út í eldliús. En af öllu kvennbúnu Ieggur sama ilmvatnseiminn, og mætti halda að Reikjavíkurbúðirnar ílittu ekki aðrar ilmvörur en fjólu- rót eða eitthvað því um Iíkt. Annars mátti heira í samræðum við þær að þeim þikir öllum ósköp gaman að dansa, finnst öllum (nema þeim ingri) meir var- ið í Gjaldþrotið heldur en Lavender, en þikir þó Heimilið hvað mest mergjað eða „spennandi“. í búningi karlmanna ægir öllu saman, sumir í kjól, sumir í „Iafafrakka“ og sumir í stutttreium, þegar þeir koma að mér, legg- ur af þeim einhverja fataskápslikt og gamlan tóbakseim. Þeim hefur víst gleimst að viðra lafafrakkann, áður en þeir lögðu á stað heiman að. Svo þenja allir sig á dansinum. Þess á milli hvílir fólkið sig. Meiarnar sitja hingað og þangað í salnum þreittar og sveittar, og engum mundi detta það í hug ókunnugum, að guð gleðinnar ætti hér öndvegi. Karlfólkið leitar burt í Whisky- uppsprettuna, ölkelduna eða sódavatnslind- ina, alt eftir því sem stilling eða gáfur bjóða. Að vörmu spori er danslúðurinn þeitt- ur á ní og dansinn hefst. Loftið verður þrungið af svitagufu og likt af vini tó- baki og fjólurót. Það stirnir á enni og ! andlit gestanna og rikið legst á klæði | þeirra, svo að allir sínast ílauelsklæddir. En dansinn er sóttur og gleðinni heldur áfratn. — Samkvæminu er slitið og fólkið tínist heim. Þegar ég kom út var logn og heiðrikja Ég tók frá öllum vitum, og naut fegurð- arinnar. Ég var feginn lausninni. En þrátt firir alt og alt, renni ég samt hug- anum aftur inn i salinn til dökkhærðu og velvögsnu drósarinnar, sem mér varð á að líta síðast til. Svo hátta ég og vakna til nís dags. — Tungumjukur. Tjörnin. V. Svo ætti þaö að vera. Hugsum okkur nú, að einhver af Dágrönn- um okkar ætti tjörnina þar hjá sér, eða þeir biggi hér, og hefðu ekki úr öðru að spila til skautaferða. Við getum nefnt hvern til sem vér viljum: Norðmenn, Dani eða Breta. Hugsum okkur þá hvernig tjörnin liti hér út á vetrum. Engin þessara þjóða er „fædd á skautum11 eins og sagt er um Hollendinga og þó væri hér þá svo margt á tjörninDÍ hvern dag í færu veðri og jafnvel ófæru líka, undir eins og hún væri mannhóld, að þau vandræði irðu mest, að fá þar svigrúm. Eélögin keftu um það hjá bæarstjórninni að íá þar friðaðan blett firir sig, þó hann væri lítill, og snjór fengi aldrei að liggja á henni atuDdu leDgur því hvert félag léti þegar riðja sinn blett og bæarstjórain léti riðja það, sem eftir væri handa félagsleisingjum. Svo er það annars- staðar, og í Khöfn t. d. lét bærinn sópa snjó af tveim stórum skákum á vötnunum síðast þegar ég vissi til. Og þar sem svo lítið svæði er sem hér, irði þess krafist að ístöku- menn gerðu sem minstan usla, girtu um svæði sitt og borguðu firir ístökuna. Með- fram löndum hefði hvert félag tréskíli sín eða tjöld með fórum sínum á og flöggum. Hring- akstur væri hvar sem rúm leifði, þar sem fólki væri ekið i hring nægju síua firir nokkra aura. Það er besta skemtun. Þar væru og öðru hverju haldin kapphlaup milli hinna fræknustu af skautamönnum sem öll borgin væri komin saman við eins og jarðarfarir nú. Og í skautamanna hópnum væri einn maður eða fleiri að búa sig undir, að reina sig á alheims kappsleiknum og fá heiðurspening og þvisundir króna í tilbót. Slíkt er nú keppikefli hvers duglegs drengs í hinnm löndunum og áhuginn engu minni en sagt er af frá Grikkjum forðum. Þá dofuaði ekki ifir tjörninni þegar kvöld- aði. Þá irðu ljós i hverju horni og blisiu urn endilanga tjörnina. Kaffi, súkkulaði, og annað sem leift er að selja, fengist þar til hressingar í skílunum, og þangað biðu pilt- arnir stúlkum sínum, sistrum eða frændkum til að hvíla sig og fá kaf'fi eða til að laga á þeim skautana o. s. frv. en út um alla tjörn heirðist söngurinn f'rá dreingjum og telpum. Margt fleira hef ég séð á slíkum stöðum, sem líka irði fundið sér til skemtunar hér- En þó ekki væri nema þetta, þá mindi það gjörbreita öllu doðalifinu hér á vetrum. Menn hlökkuðu til þess allan daginn við vinnu sína og störf, að geta hrest sig og lífgað hálfa eða heila klukkustund á kvöldin á eftir. Fullorðið fólk og unglingar kæmu út úr húsunum til þess að bruna sér á skautum eða sleðum eða til að horfa á, í stað þess að kúra í sínum hornum og veslast upp andlega og líkamlega. SkemtunÍD er jafn indisleg bæði firir leikendur og áhorf’endur, og manni verður svo hlítt til lienuar af því hún gerir fólkið frjálsmannlegra, friðara i vegsti, hraust- ara og áræðnara, léttir áhiggjur og vekur framtlðarvonir. Kannske halda menn að hér sé í'arið með öfgar eða óra, en það er þó ekki. Eg kann þá ekki satt orð að segja ef hér er nokkurt orð ofsagt. Og þá sem kunna að efast vil ég spirja að þessu : Af hverju haldið þér, að menn fjölvíða um alla Norðurálfu kosti stórfé til að búa sér til skautaís, þar sem landslag eða ofhlí náttúra meinar þeim sjálf- gerðan ís eftir þörf? Menn eggslétta til þess stór svæði og ausa ifir þau vatni á kvöldin svo þar er komin besti skautaís eftir eina eða tvær frostDætur, þó engin tjörn sé hundheld. Slíkt og þvílíkt stirkja bæði félög, auðmenn og bæir og það er ekki tómt gaman. Nei, þeir vita að það er ein stoðin undir iramtíð þjóðar sinnar; farsæld hennar og frægð. Þeir vita að hinnar frægu hetjur Grikkja Rómverja og fleiri fóru hvern dag til leika fram á elliár. Þeir vita að hinir miklu kappar Norðurlanda gerðu slíkt hið sama, og þeir vita að allar okkar frægu sögualdarhetj- ur, sem við erum hróðugastir af, voru að knattleikum og annari skemtun hvern vetur úti um alla ísa til að stirkja líkamina og lífsþrekið. Þetta muna þeir, þó svo sínist, sem við Islendingar séum nú búnir að gleima því og þeir vita líka, að það er engin tilvilj- un, að gullöld Islendinga bæði að hreisti og viti, ber uppá þann tíma, þegar þeir elf'du líkami sína með leikum og líkmasæfingum, því þeir vita það eru hraustar sálir í hraust- um líkömum, sem skulu jarðríki erfa. Þ. E. Höfuðborgiu. Björn heilinn Jensson var jarðaður á firra laugardag. Var sú jarðarför hin virðulegasta og mikil hluttekning sínd. Með- al annars höfðu skólapiltar gefið silfur- skjöld allveglegan. Söngflokkur stúdenta söng við húskveðjuna kvæði þetta eftir Guðmund skáld Guðmundsson: Hjartans þakkir, hvíldu rótt! þú vorn sálar-þroska glæddir, J>reki sjúkur veika gæddir. Dánarklukkur hljóma hljótt: Hjartans þakkir — sofðu rótt! Stjörnur heiðum himni frá vefji brjóst þitt ástararmi, — unaðsljós að grafarbarmi þínum tindri björt og blá stjarnan heiðum himni frá. Skólans sómi, sof þú vært, higginn, réttsínn heiðursmaður, hjartaþíður, prúður, glaður. Oss mun nafn þitt altaf kært, skólans sómi, sof þú vært! . Drúpir rós í sorgarsal, — táradögg um bliðu blómin blikar nú, er klukknahljóminn ber frá strönd að djúpum dal. — Drúpir rós í sorgarsal. Ut við strönd og uppi’ í sveit áttu marga kæra vini,

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.