Ingólfur - 06.03.1904, Side 3
[6. mars 1904.1
35
mörgum að þú hlúðir hlini,
vermdir margan vermireit
út við strönd og uppi’ i sveit.
Þigg nú af oss þenna kranz!
Guð oss marga gefi slíka
göfga, sanna þína líka,
afbragðs-sonur ættarlands. —
Blunda rótt við brjóst þíns lands!
En í kórnum sungu skólapiltar eftir-
farandi kvæði eftir Jóhann Gunnar Sig-
urðsson. En lagið hafði Gunnar Sæ-
mundsson gert.
Vér erum komnir að kveðja
kennarann góða,
og færum með harmandi huga
hjartgrónar þakkir.
Langaði’ oss lengur að njóta
leiðsagnar þinnar.
Harðlyndur dauðinn ei heyrir
til hjartna, sem biðja.
Vér erum ungir, en ungum
aldrei mun gleymast
hreinskilið fullorðins hjarta,
þótt hætti það slætti.
Ei mun, þótt daprist oss dagar,
þitt drenglyndi fyrnast.
Sárt er að sjá þig nú borinn
til síðustu hvíldar.
Þá er það enn, að þú unnir
ættjörðu vorri
með hreinum og óblöndnum huga
sem hjartfólginn sonur;
þér mundi sárna, ef þú sæir
oss svíkja það merki,
en gleðjast að vita oss vera
á vegi til dáða.
Gröfin nú heimtar þig héðan
og hylur þig bráðum,
svo endurminningum einum
nú eftir vér höldum;
þær eru hreinar og helgar
og hjartanu kærar;
þær eru gull, sem þú gafst oss,
það geymum vér ávallt.
Kennarai' lærða skólans háru kistuna út.
Varþað í þi'iðja sinni í vetur er þeir gerðu
slíkt. Hefur ekki verið svo mikill mann-
dauði sem nú meðal lærðra manna urn
langan aldur og höfum vér mikið afhroð !
goldið í missi þessara ágætu manna.
Höfnin hefur verið fögur á að líta
vikuna sem leið. Þar hafa legið milli 40
og 50 skip og. búist til fiskifangs. Er j
það allmikill floti og vel skipaður, því að
þar á er rúm þúsund manna á besta aldri.
En hverjum manni filgir mikill flokkur
skínandi vona og vinahugir margir, er
hann lætur frá landi. I dag er höfnin
orðin auð að mestu, því að nú hafa flest
skipin látið í haf.
Á sjó og landi
Fiskafli tregur firir vesturlandi, en sæmi-
legur afii suður með Fagsaflóa.
TNGÓLFUR
Tíðarfar gott firir norðan og vestan. Snjór
lít.ill en frost þó nokkur, einkum firir vestan.
Afengissala hætti nú við níárið á Eirar-
bakka og Stokkseiri, það er mikið að þakka
dugnaði framkvæmdarnefndar stórstúkunnar.
Við níár hætti og annar kaupmaðurinn á
Elateiri vestur að flitja vín, og veitingamenn
á Húsavík. Er þá enginn opinber vínsali
frá Akureiri til Seiðisfjarðar, en hvert það er
að öllu er spursmál. Skipin geta selt. Þann-
ig komst upp ólögleg vínsala á Agli í haust
á Húsavík.
„Skotland“ strandað. Mánudagsmorguninn
15. febrúar rakst „Skotland“, flutningaskip
„Thore“-félagsins, á sker við Sandey í Eær-
eium í allmiklum stormi. Skipverjar skutu
út báti og lögðu til lands fimm saman með
kaðal úr skipinu. Brim var við landið og
hvoldi bátnum í lendingunni. Eórst þar
undir-stírimaður en hinum skolaði á land.
Björguðust síðan farþegar og skipverjar
aðrir til lands á kaðlinum. Þessir vóru f'ar-
þegar íslenskir: Björn Jónsson ritstjóri
ísafoldar, Björn Kristjánsson kaupmaður,
Guðmundur Oddgeirsson, Elís Magnússon,
Pótur Ólafsson, Arnbjörn Ólafsson úr Kefla-
vík. Als voru á skipinu 43 menn.
Óbigð var þar sem skipið braut og áttu
skipbrotsmenn nær þriggja tíma göngu til
bigða ifir fjöll og firnindi.
Miklu varð bjargað af fjárhlut farþega
og póstflutningi, nema einum eða tveimur
sekkjum. Allmikið náðist og af öðrum farmi.
Skipið sökk eftir nokkra daga og var svo
brotið orðið að steinollutunnur úr því skoluðust
burt og rak víðsvegar. —
Norskt síld flutningaskip, er„Víkingur“ heit-
ir, bar að landi í Eæreium og tók þar farþega
þá, er að ofan greinir. Kom það hingað
til Reikjavíkux' í gærmorgun.
Póstflutningurinn kemur á „Ceres“ sem
vænst er hingað nú í vikunni. „Víkingur,,
hafði engan póstflutning.
Mannalát. Marie Thomsen kenslukona
lézt 26. f. m. og sistir hennar Christjane
Thomsen 3. þ. m. — Þær vox-u dætur T. H.
Thomsens kaupmanns, sem hór var firir
löngu og höfðu haft kennslu á hendi um
langan aldur. Þær voru saman alla ævi,
enda varð nú skamt á milli þeirra.
Nílega er og dáinn hér í bænum Pálína
Hallgrímsdóttir Gislasonar, kona ættuð úr
Þingeiarsíslu.
Riddaralið stjórnarinnar var aukið um
fimm menn firir skemstu. Níu riddararnir
eru þessir: Björn Jónsson ritstjóx-i, Jóu
Magnússon skrifstofustjóri, Klemens Jónsson
landritari, Dr. Valtír Guðmundsson og
Hannes Hafsteiu ráðherra. — Magnús
Stephensen tírv. lanash. fekk stórkross.
Bankastjóri nía Dankans verður að sögn
Páll Briem amtmaður.
Próf við Hafnarháskóla. Jón Hjaltalín
Sigurðsson hefur tekið firra hluta embættis-
prófs í læknisfræði með hárri I eink. - Pét-
ur Bogason og Valdimar Erlindsson hafa tek-
ið „Kantussen“, hinn firri með 1. eink., en
sá síðari með annari.
Magnús Jónsson og Tómás Skúlason voru
að ljúka við seinni hluta lagaprófs og búist
við að þeir fengju báðir 1. eink. —
Raun ber vitni,
—:o:—
Mai'gxxr hugði landvarnarstefnuna mundu
deia, er þingið 1903 hafði snúið hnapp-
elduna að fótuni þjóðinni. Sínir það eitt,
hversu lítinn skilning menn höfðu á henni
og skírum rökurn þeiri'a manna, er firir
henni börðust. Því að hennar insta eðli
er að vagsa og stirkjast því meira sem
fastai'a blæs í móti og beita því meir
kröftum sínunx sem þeiri'a er meiri þörf
þessu landi til varnar. En sú þörf mun
jafnan mikil alla þá stund sem vér höf-
um eigi fult frelsi í vorurn málum.
Stefnan hefur frá upphafi verið samviska
landsmanna og mun halda því áfi'am.
Munum vér því fii'st og fremst hafa gát
á, hvernig raun ber vitni um þetta mál.
Lagaskólamálið er nú fii'sta raunin, senx
gerð verður. Því máli hefur danska
stjórnin jafnan verið andvíg. En ef
Hannes má því nú fram konxa, þá nítur
hann þar landvarnarmanna, því að það
verður firir þá sök eina, að ráðuneitið
vill eigi láta það ásannast í fii-sta málinu,
sem íslandsráðgjafinn fer með, að það sé
hlekkur um fót hans. — Þá verða lögin
um ábirgð ráðgjafans næsta raunin.
Það rná nærri geta að ekki verður það
Hannesi sjálfrátt, ef þeim verður sinjað
staðfestingar. Þetta sést með voi'inu. —
Ef Hannes Hafstein kemur fram þessunx
málum, þá nxun hann eigi hika við að
koma franx landsdómnum svo fljótt sem
vei'ða rná og þá eigi siður hinu að gei'a
œðsta dómstól í málum vorum innlend-
an og koma á almennum kosningarétti
svo að allii' fullveðja menn eigi atkvæðis-
rétt fullan og óskertan. Þegar vitið er
ekki metið dirara en 4 krónur eins og nú
ei’, þá mun öllum íljótskilið að sæmra
væi'i að sleppa krónunni og miða þenna
rétt við andlegan þroska manna. — En
ef Hannes Hafstein hreifir eigi þessum
málurn svo tljótt sem verða má, þá er
það til mai'ks um að hann kveinkar sín
undan haftinu. Þetta sést alt á sínunx
tíma, því að raun ber vitni. En þótt öll
þessi mál fái framgang, þá verður það
gert til þess að vekja eigi grun Islendinga
um þá hættu, sem stjói'nai'breitingin sxðasta
hefur stofnað þeim í, og verður þá þetta
beinlínis 1 andvarnarstefnunni að þakka.
Og þótt no kkuð væri áunnið með þessu,
þá væri þó enn eigi loku skotið firir að
síðar irði hert á haftinu. Firir því verð-
ur að ná því burt. Ef Hannes Hafstein
er einráður má hann eigi leggjast und-
ir höfuð að strika ríMsráðssetuna úl úr
stjórnarskránni svo ftjótt sem verða má.
Skilagrein.
Heðtekið til minnisvarða Jonasar llallgrímssonar:
Firir selt lagið „Kveðja . . . 11,00 kr.
frá Runólfi Ölafssini Mírarhúsum 15,00 —
— Edv. Fi'ederiksen bakai'a Rvík 5,00 —
— sra Þórh. Bjarnarsini lektor 25,00 —
— héraðslækni Guðnx. Björnssini 25,00 —
Samtaís 81,00 —
Rvik */„ 1904.
Halldór Jónsson.