Ingólfur - 29.05.1904, Side 4
92
INGOLFUR.
[29. maí 1904.]
Nemendur notaðir til ímislegra heim-
ilis þarfa, þaríir búsins oft látnar sitja
í firir rúmi, en nemendur á hakanum.
2. Nemendur hafa ekki ætíð valist eins
vel í skólana og æskilegt hafi verið,
sumir haft mjög litla mentun áður,
og jafnvel verið óhneigðir til sveita-
vinnu.
3. Kenslubækur óhentugar, af þeirri
einföldu ástæðu, að þær eru ekki til
betri.
4. Of lítið gjört til þess að innræta
nemendum ósk og áhuga á landbún-
aðinum, sem þeir eiga að gjöra að
lífsstarfi sínu, ást á föðurlandi sinu
sem þeir eiga að rækta, ást á þjóð-
inni sinni sem hefur alið þá upp,
og þeir eiga að launa uppeldið með
því að ljá krafta sína. Af þessu
leiðir að svo nauða fáir hinna svo
nefndu búfræðinga hafa landbúnað
að atvinnu; þeir þirpast til sjávarins
og kauptúnanna, einkum höfuðstaðar-
ins, ef þeir fara ekki alfarnir af
landi burt. Þetta atriði er svo mik-
ilsvert, að það má ekki liggja í
þagnargildi. Ef rækilega væru brínd-
ar firir nemendum skildur þeirra
gagnvart fóðurlandinu, þjóðinni og
atvinnuvegum hennar, mundi betur
. fara.
5. Eftirlit með skógunum ekkert.
Úr þessu finnst mér mega bæta að
miklu leiti, á þann hátt sem nú skal
greina:
I. Fækka skólunum um helming; hafa
2 í staðinn firir 4, leggja fjártillög
þeirra niðurlögðu til hinna, og tvö-
falda bvo alla upphæðina, svo að
fjártillagið til hvers skóla verði til
jafnaðar á ári first um sinn 10000
kr. Ég trúi ekki öðru en rnikið mætti
gera með því fé, ef vel væri á haldið.
Við að leggja niður 2 skólana spar-
aðist líka allmikiJl kostnaður, því
ekki þirfti að launa skólastjóra og
kennara við þá skóla lengur; en þó
kenslukraftar hinna skólanna irðu
bættir að mun, þá væri illa áhaldið,
ef launin irðu jafnmikil als sem áður.
Ég geri ráð firir að ekki irðu færri
nemendur í skólunum tveimur eftir
breitinguna en áður í fjórum, og finst
mér ekki ofverk eins skólastjóra og
tveggja kennara að kenna við hvern
skóla; ég bíst við að skólastjóri hefði
svo mikið að gera, að ekki nægði
einn kennari. Þá gætu nemendur
unnið meira að þeim störfum, sem
þeir eiga að læra, þirftu ekki að vinna
hvern snúning firir búið, ættu að vera
óhindraðir við námið árið um kring,
ekki taka meiri þátt í heivinnu en
sem nægði til að kenna þeim hana,
als ekki taka þátt í móskurði, að-
flutningum, smalamensku eða öðrum
beimilisstörfum. Námstímann þirfti að
lengja um eitt ár firir þá pilta, sem
vildu ná meiri fullkomnun í einhver-
jum greinum.
II. Gcra fullkomnari undirbúningsmentun
að inntökuskilirði.
III. Útvega svo fljótt sem unt er hentug-
ar kenslubækur, er samdar væru handa
okkar búnaðarskólum og ættu við
okkar veðráttu, landslag og búnaðar-
háttu, en hætta við að nota gamlar
og úreltar útlendar kenslubækur, sem
einungis eru samdar handa útlendum
skólum, eftir þeirra þjóða búnaðar-
háttum, og eiga því ekki við hér.
IV. Koma á betra eftirliti með skólunum
og rekstri þeirra, Þótt ég geri ráð
firir að forstöðumenn þeirra verði eins
og að undanförnu framkvæmdasamir
dugnaðarmenn og vilji skólunum vel,
þá higg ég að stjórn slíkra skóla
verði svo vandasöm, að hverjum með-
almanni sé um megn að leisa vel af
hendi; einnig á hér við hið forn-
kveðna: „Betur sjá augu en auga“.
V. VeJja kenslukraftana svo vel sem
unt er.
Ég bíst nú við, af því sem hér er sagt,
að hr. Stefán Stefánsson telji mig einn
þeirra, sem líti hornauga tíl bæanna. Mig
skiftir engu hvað um það er ætlað. Að
hinu leitinu dreg ég ekki ifir þá skoðun
mína, að búnaðarskólarnir eigi als ekki
að eiga þar sæti. Er því tillaga herra
Stefáns og þeirra, sem eru á hans bandi,
að flitja skólann til Reikjavíkur, í mínum
augum svo fjarlæg sanui, að mér finst þar
vera farið fram á að vinna það óhappaverk,
sem hrópi eimd og bölvun ifir framtíð
landbúnaðarins á íslandi.
Svo lík ég máli mínu með þeirri áskor-
un til bændanna, að þeir láti sem flestir
skoðun sína í Ijós um þetta þíðingarmikla
mál. í apríl 1904.
Q Sunnlenskqr bóndason.
Iiigvi koiiungur.
Eftir
Gustav Freytag.
Þá tók Járnskeggi enn til máls og
mælti: „Vel er þetta mælt og skal hans
ráðum fram fara. Sonu mína hef ég séð
falla í orustu og sonarsinir mínir eru og
horfnir úr mannheimi og veit ég eigi,
hvers vegna mér hefir verið svo langt líf
ætlað i baráttunni milli dags og nætur,
milli vetrar og sumars og milli ástar og
reiði í hugum manna. En vera má að
guðin hafi veitt mór langlífi, svo að ég
mætti segja ungum mönnum örlög feðra
þeirra. í firri daga bjuggu Þíringar í
fullu frelsi á óðalseign sinni, eftir því
sern gamlir menn hafa mér frá sagt, og
var þá bandalag milli landsfjórðunganna.
En þá kom upp ósætti milli landsmanna.
Fóru norðlendingar þá halloka í viðskiftum
sínurn við Sagsa. Þá kusu þeir sér kon-
ung og reistu honum hásæti og settu
kórónu á höfuð hetju einni, er mesta her-
frægð hafði. Kom þá upp voldug kon-
ungsætt, er reisti sér borg eina mikla úr
grjóti því er fanst á sléttlendinu og safn-
aði hermönnum úr öllum Iandshlutum
innan múra sinna. En forfeður vorir,
þeir er í skógunum bjuggu, sátu á arf-
leifð sinni i fullu frelsi og þoldu konungi
engin afskifti um sinn hag. Landshluti
sá, er vér biggjum, átti lengi í deilum við
konungsmenn. En er konungsherinn kom
að landamærum vorum, þá rákum vér
fénað vorn á skóga og horfðum á í þungu
skapi, er þeir sléttubúarnir brendu bæi
vora. En vér söfnuðumst saman i skóg-
vigi voru og töldum tímann þar til er vér
máttum hefndum fram koma á mönnum
konungs og fé þeirra. Loks bauð kon-
ungur sættir. Þá var eg barn að aldri
er landar vorir beigðu first svírann firir
hinum rauða konungsborða. Síðan höf-
um vér sent konungi menn vora, þá er
hann hefur útboð haft. En konungsmenn
hafa veitt oss lið, þá er vér höfum átt í
erjum við Hetverja. En lítilli hollustu
hafa konungar þóst eiga að fagna af vorri
hálfu og hafa kunnað því illa. Oft hafa
sendimenn þeirra freistað að virða fénað
vorn og telja akurreinar vorar og oftar
en einu sinni höfum vér átt í skærum við
konungsmenn um iðar daga. En friði
varð þó á komið firir þá sök, að það
var beggja hagur. Þó mæna ráðgjafar
konungs öfundaraugum til vorra frjálsu
skóga ofan af borgarmúr sínum og sitja
um færi. Enn þá höldum vér öllu voru;
baugar og klæði koma höfðingjum vorum
úr konungsgarði og vel er löndum vor-
um fagnað, er þeir koma þangað. Þó tel
eg oss varnaðar vert, að gerast auðsveip-
ir og venja oss á að þjóna konungi, að
spirja svo að Bisino konungur svari eður
að biðja svo að vér njótum konungsnáð-
ar. Því að í konungsgarði er fagnað
hverri átillu til að beita valdinu. Hvort
sem konungsmönnum er vel eða illa til
gestsins, þá er það efalaust að það verð-
ur oss til íls ef vér spirjum þá. Því að
ef vér spirjum í dag, hverjum vér leifum
landsvist og biðjum Ieifis, þá koma send-
imenn konungs til vor á morgun með fir-
irskipanir. Þikir mér því betra að vér
höldum enn fast við forna háttsemi vora,
því að það er húsráðandans réttur að veita
gesti friðland, en eigi konungs. Og lát-
um nú hér við sitja. Þegar ég var á
þroskaaldri, þá var ég förunautur föður
jarls vors. Barðist ég þá við hlið þess
ágætis manns, sem er faðir gests vors.
2STýútls.otniii
HANDBÓK
firir hvern mann.
Margvíslegur fróðleikur, sem
(laglega getur að lialdi kornið.
2. útg.aukin mjög. Verð 2B au.
tjjtBT Fyrsta daginn seldust hér af
henni 193 eint.
Utgefandi: Hlutafélagið Ingólfur.
Ritstjóri og ábirgðarmaður:
Bjarni Jónsson
frá Vogi
Fólagsprentsmið j an.