Ingólfur - 26.06.1904, Side 3
[26. júní 1904].
INGOLFUR.
107
Botnvörpungur stríkur.
Síslumaðurinn í Gullbringusíslu Páll Ein-
arson náði enskum botnvörpung er lá á Kefl-
avík 14. þ. m. Hafði skip það veitt í land-
helgi, var sökkhlaðið af fiski og búið til
heimferðar. Dæmdi síslumaður það í 1800
kr. sekt og upptækan afla allan og veiðar-
færi.
„Hekla“ var í Rvík þegar þetta gerðist.
fór hún þá suður og flutti botnvörpunginn til
Hafnarfjarðar. Ekki þóttist hún geta léð
hermenn til þess að hafa vörð á skipinu
meðan dómnum væri fullnægt, lá mikið á að
fara austur á Seyðisfjörð; einnig kinokaði
hún sér við að taka járn úr vél skipsins, er
síslumaður vildi hafa í sínum vörslum, uns
hann leifði skipinu brottferð. Yoru þá settir
4 varðmenn íslenskir í skipið.
Nú liðu nokkrir dagar og átti að flitja
aflann í land 20. þ. m. En hinn 18. fór
skipstjóri landveg til Reikjavíkur og þóttist
ætla að áfría málinu, sem auðvitað var hé-
gómi einn og skrök. — En aðfaranótt hins
19. tóku skipverjar það til bragðs að stela
prammræfli í landi, áralausum og hriplekum,
léttu siðan akkerum og héldu út á fjörð;
gerðu þar varðmönnum aðsúg og neiddu þá
til þess að fara í prammann. Sáu þeir þann
kost vænstan, að láta undan ógnununum,
þótt prammurinn væri drápsfleita, því að
botnvörpungar voru liklegir til að kasta þeim
fyrir borð að öðrum kosti. Náðu þeir landi
við iilan leik, en botnvörpungur lét í haf.
Síslumaður var þegar vakinn og brá hann
við til Reikjavíkur til þess að höndla skip-
stjóra, en hann var þá allur borfinn. Er efa-
laust, að annar botnvörpungur hefir flut.t hann
út í flóa til skips síns. Hafa til als þessa
verið ráð sett áður.
Það væri meira en lítil vesalmenska, ef
ekki irði réttar rekið á sökudólgum þessum
í Englandi. Er það skilda stjórnarinnar að
gera ítarlega gangskör að því. — Hér er
rænt heilum skipsfarmi, sem er landssjóðs
eign, stolist burt með veiðarfæri og hlaupist
frá ógoldnum sektum; varðmönnum sínt of-
beldi og settir í lífsháska og brotið á móti
ráðstöfunum ifirvalds. JÞað er ómögulegt að
Bretastjórn telji sér sæmilegt að halda hlífi-
skildi ifir slíkum lögbrotum, ránum og ifir-
gangi, ef duglegur reki er ger að þessum
málum.
Gaukaspá.
Mannkynið hefir lengi leitt firirboða
ímissa tíðinda um stórviðburði eða forlög
manna og hamingjn af náttúruviðburðum
og atvikum, er borið hafa firir augu og
eiru. — BeDrögn, gandreiðar og víga-
brandar þóttu forðum firirboðar stórtíðiuda.
Slíkar sínir gerast nú fátíðar á síðari öldum.
Það hefir lengi legið í landi og er
ekki útkulnað enn, að menn leiða spár af
því, í hverri átt þeir heira tirgauksins
first á vorin. Er það fornkveðið, að það
boði hamingju eða óheill hverjum manni,
hvaðan hann heirir first til hans.
Nú í vor hefir „nía stjórnin", — þetta
„útibú“ Danastjórnar, er sett hefir verið
hér — hlotið slíkan firirboða. Hún heirði
first til gauksins úr tveim áttum í senn:
Vestri, þar sem ráðherrann sjálfur borgar
prentsvertuna, og niðri undir fótum
sér, þar sem firirlitningin hefir
holað pappírnum hans fimm-atkvæða-
Jóns niður firir allar hellur. — Þessar
spár þikja flestum alt annað en heillavæn-
legar, því að það er þjóðkunna, að í „vestri
er vesalsgaukur“ og „niðri er nágaukuru.
Þikir hvorttveggja koma vel heim. Er
það kunnugt, að hverjuin manni hefir það
hingað til bráðfeigð boðað, er „nágaukur-
innu hefir galað mestan fagurgalann.
En „danski ráðherrann“ þíðir firirboð-
ann á aðra lund. Fer honum ekki ólíkt Þor-
keli Eiólfssini á Helgafelli, er réð feigðar-
draum sinn svo, að vald sitt og riki mundi
föstum fótum standa í Breiðafirði.
Haukur.
Níar bækur.
Númarímur eftir Sigurð Breiðfjörð koma
bráðum út af níu. Eru þær þegar
fullprentaðar. Útgefandi er Skúli Thorodd-
sen á Bersastöðum. Var það vel gert að
gefa út þessar rímur, því að þær eru mæta
vel ortar og hafa verið allra rímna vinsæl-
astar hjá alþíðu manna, en eru nú orðnar
mjög torgætar. —
Það er og sannast sagt um rímur, að þær
hafa stutt tungu vora og þjóðerni og haldið
uppi imsum fróðleik miklu meir en margur
higgur.
íslensk-ensk orðabók e tir Geir kennara
Zoéga er níútkomin; kostnaðarmaður er Sig-
urður Kristjánsson. Hún en 36 arkir að
stærð og kostar 6 krónur í bandi. — Mun
Ingólfur geta bókarinnar síðar.
Kvæði Einars Benediktssonar er tekið að
prenta í Eélagsprentsmiðjunni. Verður margt
nírra kvæða í þeirri bók.
íslendinga-þættir eru og í aðsigi. Af
þeim eru þegar prentaðar fullar 20 arkir.
Þeir eru framhald af útgáfu Sigurðar Krist-
jánssonar á Islendingasögum og hefir Þór-
leifur prestur Jónsson á Skinnastöðum búið
þá til preDtunar.
Á sjó og landi.
Frá fregnrita.
Tuttugu og fimm ár hafði Hannes Thorar-
ensen verið við verslun ThomseDS hér í Vik
á firra mánudag. Var honum veisla haldin
á „Hótel Reikjavík“ um kveldið.
Trúlofuð eru jungfrú Rigmor Beck-Schultz,
dóttir Schultz kaupmanns i Jótaþorpi (Jyde-
rup), og Jón ÓíeigssoD, stud. mag. í Kaup-
mannahöfn. Jón er nú sem stendur í Berlín
og hlustar þar á firirlestra í þísku.
„Triggvi konungur11 kom hingað frá út-
löndum á mánudaginn var. Farþegar vóru
D. Thomsen konsúll, Guðmundur bóksali
Guðmundsson af Eirarbakka, Sigfús Einars-
son söngfræðingur og Jón ísleifsson stúdent.
Mikil níung þótti það á þriðjudaginn var,
þegar Thoinsen kaupmaður tók að aka um
götur bæarins á bifreið sinni. Þirptist
að múgur og margmenni til þess að sjá þetta
furðuverk og þreittu götusveinar kappskeið
við reiðina. Eór hún með braki og brestum
og þótti mörgum sem Asaþór mundi þar fara
í lterru sinni og ætla í austurveg að berja
tröll. En varla mundi jötnum hafa mikil ógn
staðið af þessari kerru, því að henni gekk
allskrikkjótt og varð seinast ekki sjálfbjarga,
svo að draga varð hana heim með handafli.
— Síðan hefir verið gert við vél kerrunnar,
svo að nú gengur allt greiðara og mega
Arnesingar og váti-iggingarfélögin fara að
vara sig. —
Þískt herskip, „Zieten11, kom hiugað í
miðri vikunni. Skip þetta ,kom einnig í
firra.
Björn Bjarnarson búfræðingur í Gröf er
skipaður hreppstjóri í Mosfellssveit.
Mannalát. Hinn 20. þ. m. andaðist hér í
bænum Sylvía Nielsine Thor-
g r i m s e n , ekkja Guðm. Thorgrimsens, er
lengi var verslunarstjóri á Eirarbakka, en
andaðist hér í Reikjavík 1895. Hún var
tæplega hálfníræð að aldri, fædd á Siglufirði
20. júlí 1819. Börn þeirra hjóna á lífi eru:
Hans prestur í Ameríku, Jörgina kona Lár-
usar Sveinbjörnsson háifirdómara, Asta ekkja
Tómasar Hallgrímssonar læknis, Eugenía
kona P. Nielsens verslunarstj. á Eirarbakka,
Silvía gift í Kaupm.höfn og Solveig.
Tómas Helgason (HálfdáDarsonar) dó úr
tæringu 16. þ. m. Hann var fæddur 8. júní
1863, útskrifaðist úr lærða skólanum 1884
en úr læknaskólanum 1888. Síðan var hann
nokkur ár utanlands, en varð læknir vestra
að þvi búnu. En héraðið var erfitt og mikil
ferðalög. Það þoldi hann eigi og hætti því
um stund sakir brjóstveiki, en tók siðar að
sér að þjóna Mírdalshéraðinu.
Tómas var greindur maður og góður dreng-
ur og unni söng og skáldskap.
Á miðvikudaginn kemur heldur Brinjólfur
Þorláksson samsöng í kirkjunni. Singja þar
bæði karlar og konur, besta söngfólk bæar-
ins. Mun það verða góð skemtun. Þar verð-
ur meðal annars sungið nitt lag eftir Sigfús
Einarsson, sem nú er níkominn frá Kaup-
mannahöfn.
Böðvar Eiólfsson hefur lokið embættisprófi
við prestaskólann.
Þilskipin eru nú mörg á Reikjavíkurhöfn.
Þau hafa aflað misjafnlega. LaDgmestan afla
hefur Björn Ólafsson frá Mírarhúsum: 32
þúsund síðan um lok.
Ceres kom frá útlöndum í gær. A henni
komu þeir Haldór Júlíusson frá Klömbrum,
Konráð Stefánsson, Guðmundur Ólafsson,
Georg Ólafsson, Sigurður Jónsson, Þorkell
Þorláksson (cand. mag.) Brinjólfur Björnsson,
frú Kristín kona Lárusar prests Halldórs-
sonar og jungfrú Thit Jensen rithöfundur.
Auk þess komu tveir Danir, Caroc og Peter-
sen, er bjóða vilja bæjarstjórninni í Rvík
þjónnstu sína við vatnsveitu.
Próf hafa þessir landar í Höfn tekið:
Sigurður Jónsson frá Eirarbakka firri hluta
læknaprófs með I. eink. Heimspekispróf
tóku: Jónas Einarsson og Bogi Brinjólfsson
með ág. einkunn, Geir Zoéga, Gísli SveÍDg-
son, Guðm. Jóhannesson, Guðm. Hannesson,
Georg ÓlafssoD, Vigfús Einarsson með I.
eink., Konráð Stefánsson og Guðm. Ólafsson.