Ingólfur - 25.09.1904, Blaðsíða 4
160
INGOLFUR.
[25. sept. 1904.]
slíkt viturlega gert og í fullu samræmi
við afskifti hans af skólanum og öðrum
málum.
0, tempora, o mores!
Allar ingismeiar eldri en þritugar luku
upp munnunum, og þvaðursögurnar dun-
du eins og fallbissuskot ifir allan bæinn.
Mannorðin láu unnvörpum lemstruð á
vígvellinum. Nær því í hverju húsi
var sorg. Títuprjónsmjóir heimilisfeður
og tunnugildar hefðarfrúr, föðursistur,
móðursistur, ömmur og afar settust á
rökstóla. Sumir höfðu verið fullir, sum-
ar höfðu gefið ungu piltunum grunsamt
hornauga, jafnvel mönnum sem áttu eng-
ar framtíðarvonir. Samkoman áliktaði
að öll þessi óregla stafaði af iðjuleisi,
og i einu hljóði var samþikt að skerpa
vinnuna. Dæturnar áttu að spila, prjóna,
baldira og hekla. Og Hekla! œftu all-
ar mæðurnar, og nú sáu þær ljóslifandi
firir sér liðsforingja í öllum stærðum, í
alskonar gljáandi búningum, og 4 þær
digðugustu hnigu í ómegin. Hinir öldr-
uðu faður studdu hendinni á enni sér.
í opinbera lifinu, við kosaingar, og á
þingum höfðu þeir séð og gert margt,
en svona óhamingja hafði aldrei vofað
ifir höfðum þeirra. Allur þingheimur
varð þrumulostinn. E>á reis upp fertug
mær, hreinlíf og góð, og mælti svo:
„Feður og mæður, þér sem eigið dætur
og sini í skauti þessa óguðlega bæar.
Sannleikurinn er sár en hann skal þó
verða sagður hér. Dætur iðar renna ekki
augum sínum í réttar áttir. Margur
tígulegur, hálaunaður embaettismaður i
rikisins þjónustu gengur á götum þessa
bæar, án þess að nokkur þeirra taki eft-
ir honum, en giampi hér á útlendan
gullborða, þá slá öll hjörtu, heirist hér
eitt franskt ma Chere hlaupa allir upp
til handa og fóta. Og hvað verst er,
okkar eigin leikarar og loddarar kve
vera farnir að slá eldingum niður í
ung hjörtu. 0 tempora, o mores. Far-
ið um öll lönd, Þískaland, England,
Frakkland, Danmörk, Noreg og Svíþjóð,
alstaðar háttar kvenfólkið kl. 10, en dæt-
ur iðar ganga með Htilfjörlegum em-
bættismansefnum um götur þessa bæar,
þangað til ég heiri hanana gala alstaðar
í kríngum mig. Feður og mæður ég
þoli þetta ekki, þér þolið það heldur
ekki, það verður strags að loka öllum
jómfrúbúrum þessa bæar." Og feðurnir
og mæðurnar hneigðu höfuð sín í djúp-
ri þakklætistilfinningu og hver fór heim
til sín til að gera þessar hörðu ráðstaf-
anir. En þær öldruðu meiar gengu út
á gatnamót, leituðu að mönnum og sögðu
þeim þessi þungu tíðindi,og miklum felmtri
sló ifir alla, en þær öldruðu gengu með
þeim fram á nótt, og hugguðu hvern
sem best þær máttu. Og ennþá einu sinni
sEÓri gamla hliðin upp á teningi lifsins
og iukkunnar. Sagax.
Danöinn.
„. . . Dauðlegir erum vér allir, en vér
reinum þó í lengstu lög að lafa við til-
veruna, þetta likamlega líf. Yerði oss
misdægurt, leitum vér læknis, ef vér
missum fótinn, fáum vér oss tréfót í
staðinn. StórhöfðÍDgjar, sem nefið hefir
fokið af í fellibiljum forlaganna, setja
upp silfurnef eins og ekkert sé að. í
stuttu máli: þegar tímans tönn eða 6-
lánsatvik ræna oss líkamshlutum vorum,
fáum vér oss nía úr tré eða málmi eftir
efnum. Fengjum vér lokið upp ótelj
andi munnum mannkinsins, mundum vér
first kunna réttilega að meta tannlækn-
ana, þessa goðumlíku ráðsnillinga, sem
ögra guðunum í tanngerðarlist og skreita
blómamunn indislegra ingismeia með
snjóhvítum tanngörðum, tanngörðum, sem
þúsund kossar fá ekki þokað. — En
þetta veitir alt að eins stundarbið. Dauð-
inn verður ekki hlessa, þótt æruverður
guliintanni með silfurnef og gleraugu
hristi að honum tréfótinn. Hann hefir
karskari kölium á kollinn steift. Enginn
nísleginn gullpeningur, engin glitrandi
gullinveig, ekkert bliðuhjal eða fagur-
mselgi, enginn embættissvipur eða agsla-
skúfar, ekkert andvarp eða móðurfcár fær
mildað hans beiska heiftarþel. Hann er
sá eilifi tollheimtumaður og bersindugi
ræningi als þess, sem mönnum er heilagt,
hann „slær alt hvað firir er“. Ljárhans
eiðisfc aldrei, því hann er hertur í hjarta-
blóði als þess, sem andað hefir á jörð-
unni. Og þesfi Kaupa-Héðinn hinn
mikli, sem verstur er viðfangs og síst
er frá logið, er þó grjótpáll firir búi
hins mikla guðs, sem einn situr í óskiftu
búi alheimsins og stírir því og sfcjórnar
eftir sinni velþóknun. Það er hann sem
plægir akurinn, rifur sundur ræturnar og
milur moldina. . . .“
Eg las þetta hátt, en nú stansaði ég,
því mér varð litið á hana, sem sat and-
spænis mér. Hún horfði brosandi á mig
með sama svipnum sem óspilt sál horfir
á barnið, þegar það í mestu alvörusetur
íram óþroskuðu, barnslegu hugsanirnar
sinar. Svo stóð hún upp, settist við
„píanóið" og birjaði „Dauðinn og sfcúlk-
an“ eftir Schubert. Angurblítt og hátíð-
lega söng hún lagið, sem streimir úr
djúpi tónaheimsins eins og ísköld lind,
svalandi og silfurtær. Og eins og í
draumi leið mér í hug frostköld vetrar-
nótt firir mörgum érum. Eg var aleinn
á f'erð. Umhverfis óendanlegar snæbreið-
ur, hvítar eins og líkblæur. Hver snæ-
kristall glitraði eins og demant í titr-
andi tunglsgeislum. Uppi ifir mér sfcjörnu-
stráð bláhvelfingin. Ekkerfc hljóð nema
marrið í snjónum undir fófcum mér. Mér
fanst þetta bljóð trufla hinn helga nætur-
frið og ósjálfrátt nam ég staðar. Og
þarna stóð ég, dró varla andann, gleimdi
sjálfum mér — köld ró og friður færðist
ifir huga minn ....
Síðustu tónarnir hljóðnuðu. Hún lét
hendurnar falla og horfði eins og í
leiðslu út í bláinn.
Ég ætlaðí að tala, ég ætlaði að segja
við hana: „Yerfcu hjá mér þegar ég dei,
og singdu þetfca lag firir mig. Ég óska
engra engla til að flitja mig inníannan
heim, en á þessum tónum vildi ég liða
úr þessu lífi í annað, á þessum hljóðöld-
um vil ég flitja með mér það eina sem
ég kæri mig um að taka með mér inn í
eilífðina — endurminninguna um þig“.
En orðin dóu á vörum mér. Ég rétti
henni höndina og fór. Hvorugt mælti
orð. En ég fann að dauðinn er ísköld
einveran. j'
Káputauin komin.
Stór sjöl seljast með mikl-
um afslætti.
Herðasjöl — Enskt vaðmál — Buch-
waldstauin.
Cheviotið góða nýkomið.
Þaksaumurinn góði kom með Vostu.
Flókaskórnir komnir.
Leður og skinn af ýmsum tegundum
og fleira.
Reykjavík 24. sept. 1904.
Björn Kristjánsson.
Ýmsa vel skotna fugla, svo sem:
Erni, vali og brúsa
kaupir Einar Gunnarsson (Laufásveg 6).
Baunir — Bankabygg — Hrís-
grjón — Hveiti — Export-
kaffi — Sykur — .Sápu selur undir-
skrifaður með lægsta verði.
Björn Kristjánsson.
Þarft þú ekki að lúta Einar Gunnarsson
(Laufúsv. 6) útvega þér fallegan STIMPIL?
Frá 1. okt. næstkomandi fæst
leigð með góðum kjörum
nokkra tíma daglega, hentug til kenslu.
Borð og stólar fylgja. — Ritstjórinn
vísar á.
Athugið
að Sunnanfari gamli fæst ekki með niðursettu
verði lengur en til næstu mánaðamóta (E. Gunn-
arsson Laufásveg 6).
Dauðastundin
fæst nú livergi nema
bjá mér kostar 50 a.
Verður eett upp í 1 krónu um níár.
Bjarni Jónsson.
Alskonar kort fást í Þingholtsstræti 16.
Nokkur hæns fáet i Þingholtsstræti 16.
Útgefandi: Hlutafélagið Ingólfur.
Ritstjóri og úbirgðarmaður:
Bjarni Jónsson
frá. Yogi
Félagsprentsmið j aD.