Ingólfur


Ingólfur - 08.01.1905, Page 2

Ingólfur - 08.01.1905, Page 2
2 INGOLFUR. [8. jan. 1905]. á móti ráðherraskipuninni úr hendi for- sætisráðherrans danska og þar með látið skipa sigsem danskan grundvallarlagaráð- gjafa, þvert ofan í kröfu og skilyrði al- þingis. Greiniiegra undanhald en þetta er ekki hægt að hugsa sér. Nú er tvennt til í þessu efni: Annað það, að ritstjórinn vill viður- kenna með þeasu, að hann hafi ekki haft skynbragð á því að dæma utn, hvort stjórn- arskrárbrot hafi framið verið með skipun- araðferðinni, og þá slær hana nú stryki yfir alla missirisvinnuna sína, en hún hef- ir verið sú að vera að reyna af veikum kröftum með flækjum og viliuröksemdum að bera það af ráðherranum að stjórnar- skráin hafi verið brotin. Hitt mun þó sennilegra — af því að ritstjórinn þykist ávalt vísj í sinni sök og allt vita, enda „fínasti lögfræðingnr lands* in8u að því er Sigfús segir — að hann vilji nú játa það afdráttarlaust, að ráð* herraskipunin hafi verið stjóraarskrárbrot, En ekki tekur þá betra við. Því að við- kvæðið hefir alltaf verið það hjá ritstjór- anum, að ráðherrann hefði ekkert gert fyr- ir sér enn þá og væri því ofsuemt að kveða upp áfellisdóm yfir honum. Það ætti nú að verða örðugt fyrir ritstjórann að syngja við þann tón lengur, þegar hon- um hefir skilist það, að ráðherrann byrj- ar með því braut sina að brjóta stjórnar- skrána. — Nema þá, að ekki eigi að segj- ast neitt á því, að ráðherra fremjí stjórn- arskrárbrot. En menn gera ekki ráð fyr- ir því, að jafnvel J. Ó. ætli að fara að halda því fram. Er þá ekki undanhaldíð augljóst? X. f Páll Briem fyrv. amtmaður andaðist 17. f. m., svo sem getið var um í Ingólfi. Páll var fæddur á Espihóli í Eyjifirði 19. okt. 1856. Foreldrar hans voru Egg- ert Briem sýslumaður og kona hans Ingi- björg Eiríksdóttir Sverrissonar. — Páll settist í annan bekk latinuskólans 1873. Tók burtfararpróf með fyrstu oinkunn 1878 og lögfræðispróf við háskólann 1883 með annari einkunn og ári síðar aftur með fyrstu einkunn. Stundaði hann síðan ís- lenzk lög um hrið með féetyrk frá alþingi. Sýslumaður í Dalasýsiu varð hann haust- ið 1886, gerðist málflutningsmaður við landsyfirréttinn vorið eftir, en var veitt RaDgárþing 1890. — Amtmaður Norður- og Austuramtsins varð hann 1894 og hafði það starf á hendi í 10 ár. En í haust varð hann einn af bankastjórum hlutabankans. Páll Briem sat á alþingi 1887, ’89, ’91. Var hann þá þingmaður Snæfellinga. Hann var þá forkólfur „miðlunarmanna", en sú stefna varð hin óvinsælasta meðal þjóðar- innar og kveðin niður með öllu 1891. — Hugði P. Br. þá af þingmensku langa hríð, unz hann bauð sig fram i Húna- vatnssýslu 1902 og ’03 — og hlaut þing- kosningu fyrir Akureyrarkaupstað i haust. Páli Briem var mauna fróðaBtur cm ís- lenzk lög og hefir ritað am þau efni í tímaritið „Lögfræðing", er hann gaf út með Klemensi Jónssyni sýslumanni. — Hann var áhugamsður mikill um lands- mál, eiaknm ment&rnál og landbúnað, sem ritgerðir hana bera vitni um. — Hann barðist mjög fyrir útrýming fjárkláðans og þótti bændum tiiskipanir hans allharð- ar og þungt undir að búa, en þó rættist úr að lokura. Ræktunarfélag Norðurlands studdi hann ötullega og gekst fyrir því að búnaðarfélagi Suður-amtsins var breytt í „Land-búnaðarfélagið". Hann breytti fyrirkomulagi Hólaskóla og átti hlut að stoínun veðdeildarinnar við landsbankann. Páll var örgerður í lund og kappsam- ur, sótti með atorku það, er hann vildi fram hafa og kunni lítt mótspirnu. Sló því stundum í harðar skærur með honum og andstæðingum iians og v r hann ýms- um þyrnir í augum, en flokksmönnum sínum og vinum var hann til hins mesta trausts. í viðkynningu var hann giaður og alúðlegur. Hin síðnstu árin fylgdi Páll Briem framsóknarflokkum að málum um breyt- ingar á stjórnarskránni, og var því land- varnarmönnum andvígur i landsréttinda- málinu, en sömu skoðunar var hann í undirskriftarmáiinu sem þeir og vildi að alþingi héldi við skildaga sinn og yfir- lýstan skilning í því efni. * Páll var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Kristin Guðmundsdóttir frá Auðnum á Yatnsleysuströnd; áttu þau einn so«, er Kristinn heitir. Seinni kona hans var Álfheiður Helgadóttir Hálfdanarsonar. Lif- ir hún mann sinn ásamt 5 börnum þeirra. Jarðarför PAIs Briem fór fram 30. f. m. með miklu fjölmenni. Hjálendusýiiiugin. Mótraæ'.i þau, sem hér vóru hafin gegri „hjálendusýninganni“ hafa borið góðan á- rangur, þótt sumir blámannavinir hefði stór orð um það í fyrstu, að sýningin skyldi haldin, hvað sem „ungir menu“ í Kaupmannahöfn og hér legði til þeirra mála. Aðstoðarnefndin hér í Reykjavík ritaði forstöðanefnd sýningarinnar í Höfn skil yrði um ýmsar breytingar á fyrirkomu- lagi sýningarinnar og kveðst ekki starfa að henni nema þau sé tekinn til greina. — Ráðhorrann hafði verið helzt til „samn- ingaþýður“ við Hafnarnefndiua svo sem kunnugt er, en hefir nú séð sig um hönd og sagt sig úr nefndinni og er það góðra gjalda vert úr því sem ráða var. Má nú gera ráð fyrir, að með þessu sé sýningar-ófögnuði þessum hrundið afþjóð- inni — og hafa stúdentar í Hötn vikist vel við í þessu máli, svo sem jafnan þá er um sæmd og rétt íslands hefir verið að tefla. — Ósiðir. Oss íalendingum er oft borið á brýn, að vér séum óstundvísir, enda sízt ofsög- um af því sagt. Eru þc-ss dæmin degin- um Ijósari, hvar sem litið er á íslenzkt félagslíf. Komið t. d. í „Iðnó“ þegar leikið er. Leikendur eru stundvísir og byrja í ákveðinn tíma. En áhorfendurnir, eru þeir eins stundvísir, allur fjöldinn ? Það er síður en svo. Þegar tjald er dreg- ið upp og Ieikurinn byrjar, er fjöldi manna enn ókomiun í sæti sín, og er að ryðjast inn með ærslum og gauragangi. „Hver er þetta?“ „Hver leikur hana þessa?“ „En að sjá hana!“ „Sá er svei mér skrítinn“. „Hvar ætli sætið mitt sé?“ „Hvar ert þú?“ „Yiljið þér gera svo vei að standa upp“. „Hafið þér ver- ið hér fyr“. „Er annars nokkuð gamau að þessum leik?“ Þessar og þvílíkar yfir- heyrslur standa yfir fram í miðjan þátt. Þegar fólk er uú loksins komið í sæti, er sífelt hvískur og sroáhlátur, einkum með- al kvennaliðsins. Ætti svo að virðast, sem kvenþjóðin unga gæti fengið nóg önnur hlátursefni, en sorglegustu atriðin i hverj- um leik. Litlu skárri eru ungu mennirn- ir, þeir sem mest þurfa á hylli kvenþjóð- arinnar að halda. Þeir halda uppi skegg- ræðum við meyjarnar, sem næstar sitja, teygja sig upp í sætunum til þess að sýna á sér hrokkinhærða kollinn og senda með augunum þráðlaus fregaskeyti íýms- ar áttir. Borgarlýðuritin hleður lofi á leikfélag sitt og segir: „Þetta eru jól í íslenzkri leikment. Þetta er stórhátíð í íslenzkri raenningu" (sbr. 52. tbl. Fjallk. f. á.) og efumst við ekki um að slíkt sé að miklu leyti rétt mælt. En því er miður, að þetta eru „orð, orð innantóm", hjá helzt til mörgum, því að annars mundu menn koma í réttan tíma og láta svo lítið, að gefa leiköndum næði til að sýna list sina og þeim sem komið hafa til þess að sjá leikinn, en ekki til að sýna sig og sjá aðra, tóra til þess að njóta þess sem fram fer á loiksviðinu. Við óstundvísinni kunnum við eitt ráð og vafasamt hvort nokkuð annað dugai: Dyraverðirnir ættu að loka báðurn dyrum um leið og tjald er dregið upp og hleypa engum inn eftir þann tíma. Við hinu er verra að gera, því að svo virðist, sem þar reki þörfin eftir. Við erum ekki ráðspakir menn og þekkjurn því tæplega ráð við því rneini. En gott væri ef einhverjir kæmu mcð tillögur sín- ar, ef það á annað borð er unt að útrýma ósið þessum. S.+H. Bróðurþel Dana, Margir virðast nú vera orðnir ánægð- ir með það, sem Danir hafa af náð sinni veitt oss í stjórnarfarslegum efuum og miða við það, sem áður var. En þeir sem eru þannig skapi farnir, að þeir gera sig

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.