Ingólfur


Ingólfur - 23.04.1905, Page 2

Ingólfur - 23.04.1905, Page 2
62 INGOLFUR. [23. apríl 1905. Meira að segja, allar varnir þingains fyrir ríkisráðsákvæðinn, alt það er mæit var þar og ritað til réttlætingar því,voru samfeld mótmæli gegn slíkum og þvílik- nm afskiftum ríkiaráðsins af sérmálum vorum. Pað er þannig svo ljóst sem orðið get- ur, að það fer beint í bága við skilning þingsins á stjórnarskránni, fer beint í bága við yfirlýstan vilja þingsins, er ráð- herrann nú fer með frumvörp þau er hann ætlar að leggja fyrir þingið, og ber þau fram í rikisráðinu. Hér er um nýtt brot á stjórnarskránni að ræða, eins og hún er skilin af þinginu og hér er meira en um stjórnarakrárbrot að ræða, þvi að meðterð frnmvarpanna í ríkisráðinu verður ekki réttlætt með öðru en því, að ríkisráðið sé æðst! liðurinn í sérmáiastjórn vorri og að það því sé eins og Alberti sagði, en þingið vildi ekki við- urkenna, stjórnlagaleg nauðsya að bera frumvörpin þar npp. Hér er því að ræða um nýja tilraun til að íá yfirráðin í sér- málum vorum í liendur dönsku stjórninni, nýja tilraun til að ofurselja þjóðréttindi vor. Ætli þingið láti sér vel líka þetta at- hæfi ráðherrans? Fer ekki að verða lítið úr sjálfstæðis- vottunum í stjórnarlögum vorum, sem þing- ið bygði á að væru þar enn þegar það samþykti ríkisráðsákvæðið ? Ætlar ekki þingræðisráðherrann okkar að vinna dyggilega að því að sannaland- varnarkenninguna út í æsar? Eu er það nema „form“, sem „kefir enga praktíska þýðing“, að þarfa að spyrja ó- viðkomandi stjórn, hvaða mál við megum ræða á þinginu okkar? Sjálísagt má teija, að stjórnarblöðin á- 11 ti það ekki. En alþingi var ekki þeirrar skoðunar. Nema öll röksemdafærsia þess um tak- mörkun á þýðingu og tilgangi ríkisráðs- meðferðarinnar hafi verið aðeins gjörð til að blekkja þjóðina, svíkja hana undir full- komin yfirráð erlendrar þjóðar. Jón Jensson. Merki ínlands. Mörgum útiendingum, er hingað koma, þykir það kynlegt að sjá danska merkið blakta uppi á hverri stöng þegar einhver tyllidagur er eða eitthvert skip kemur á höfnina eða fer héðan. Einkum eru það þó Norðmenn, sem gefa þessu gaum, því að hvorttveggja er, að „flaggmálið“ heflr lengi verið deiluefni með þeim og Svíum og í annan stað þekkja þeir betur Iandsréttindi íslendinga og viðurkenna þau fremur en aðrar þjóðir. Norskt dagblað eitt fiutti grein í haust um þetta mál. Furðar höíundurinn sig stórlega á þeirri ósamkvæmui íslendinga, að þeir þykiat hafa og hafi „iöggjöf og stjórn út af fyrir sig“ í sérmálum sínum, sérstakt þjóðerni, sögu og landsréttindif og þvorneiti því að þeir sé danskir þegn ar, en þó blakti „Dannebrog“ á hverri stöng, jafnvel á sjálfu aiþingishúninu. Hér á landi hefir lítt verið fengist um þetía mái. Hefir komið fram hér sem oftar, hversu hugsunarháttur þjóðarinnar og sjálfstæðismeðvitund er sljófguð og lömuð af áþjáu margra alda. Þó hefir nokkrum sinnum verið vakið máls á skjaldarmerki íslands. Danastjórn hafði flatta þorskinn fyrir skjaldarmerki vort um langan aldur og skreytti stór- hýsl höfuðstaðarins með því djásni. Sig- urður Guðmundsson málari vakti fyratnr manna máls á því, að þorskurinn væri ljótt og smánarlegt merki og var það til- laga hans, að valur í biám feldi yrði ger að skjaldarmerki í stað þorskins kórónaða, — Þegar alþingishúsið var reist, þl var þorskurinu hengdur upp á það, ásamt ríkísmerkinu danska og réð þvi yfirsmið- ur hússins sem var danskur. Þessu var mótmælt á alþingi, af ýmsum þingmönn- um og var Eiaar Ásmundsson í Nesi fremstur í þeim flokki. Töldu þeir heira- ildarlaust og vausæmandi að hafa merki þessi á húsinu, en landshöfðingi eyddi því, svo að yfirsmiðurinn danski varð hlut- skarpari, heldur eu iöggjaíarnir islenzku. Um sömu mundir skrifuðu þeir Pálini Pálsson og Valtýr Guðmundsson um merki íslands, en síðan hefir það legið í þagnargildi að mestú, þangað tii Albjart- ur ráðgjafi tók þorskinn f sína náðararœa og „gaf“ fálkann í ofanálag á ríkisráðs- fleyginn. En þó að íslendingar hafi nú fengið „fugl en ekki fisk“ á alþingishúsið, dóm- kirkjuna og stjórnarhúsið, þá erum vér engu nær en áður, að því er til fánans kemur. Því að það er alger misskilning- ur, að fálkinn sé eða geti verið siglinga- merki og verzlnnarmerki vort; — hann er skjaldarmerki íslands, eins og Ijóna- merkið dauska er skjaidarmerki Daua, og annað er hanu ekki. Oss vantar fána í staðinn fyrir „Dannebrog", eftir sem áður. En nú kunna menn að segja, að fálk- inn geti oröið siglingamerki og verzlun- ar, þótt hrmn sé aðeins skjaldarmerki enn sem komið er. Vér getum ekki fallist á þl skoðnn, því að þótt valurinn sé fallegt skjaidar- merki, (ef hann er eins og hann á að vera, en ekki eins og iliíyglið hans Al- bjarts) þá eru fjöldamargir agnúar á því, að hann sé hafður sem altnent merki, og skal hér getið nokkurra þeirra. Allar S)áif8tæðar þjóðir hafa sérstakt siglingamerki og verzluuar, en til þess er aldrei haít skjaldarmerki eða gunnfáni. Fálkamerkið er mjög ógreinilegt langt til að sjá, en það er einn höfuðkostur fána, að hann sé skýr og greinilegur. — Tilsýndar er fálkamerkið nanðaiíkt sigl- ingarmerki „Sameinaða“ eimskipafélagsins. Fálkamerkið er óhagkvæmt af þvi að það er dýrt og vandasamt að búa það til. Engic mentaþjóð hefir dýr í fána sín- urn. Og þótt þess sé dæmi raeðal Aust- uráiíuþjóða, þá er engin ástæða til þess að íslendingar fari eftir því. Enn er það eitt, sem fálkanum er til foráttu og voldnr því að hann hefir miklu miuna gildi í augum íslendinga en ella mundi. Þeir verða að líta á þ&ð merki sem verðlaun frá Albjarti fyrir það, að alþingi sýndi meiri heiguishátt, en nokk- ur önnur íslenzk samkoma, — fyrir það að alþingi lét þenna danska smjörkaup- mann kúga sig neyðarlegra en dæmi eru til, og þrátt fyrir það, þótt það hefði við að styðjast konungsboðskap og konungs- orð. — Merki sem svo er til komið hlýt- ur ávalt að minna á iítiimensku og heig- ulshátt og getur aldrei orðið hugþekkt Islendingum. íslendingar þurfa því að koma sórásamt um nýtt merki og getur kanske orðið erf- itt að koma því til ieiðar að allir verði á eitt sáttir um það, hvernig það skuli vera. Um þetta atriði hefir næsta lítið verið rætt, því'tið flestir, sem h^gsað hafa um íánann, haía taiið sjáffsagt að skjaldar- meikið ætti einnig að Vera fáni. Þó beDti bl&ðið Dagskrá einu sinni á þann mis- skilning og lagði tii að fáni íslands yrði hvítur krots í blám feldi. Það merki hefir þá kosti, að það er svo skýrt, sem orðið getur, einfalt og ódýit og fallegt á aðlíta. Aukþess-yrði fáni vorþá með líkri gerð sem fánar annara Norðnrlanda-þjóða og benti á skyldleik vorn við þær. Að þessu leyti virðist fáni þannig gerður vera vei hæfur1. Eini annmarkinn á þessum fáua er sá, að hann á sér enga eögu og hefir ekki unnið hefð í meðvitund þjóðarinnar. En úr því atriðl má ekki gera ofmikið, því að svo hefir í upphafi verið um öli merki í víðri veröld. íugólfur mun innan skamms minnazt á fleiri atriði þessa máls. Sameinaða-gufuskipafólagid. Ekki leiðist því gott að gjöra, Samein- aða-gufuskipafélaginu, enda eigi að furða, þótt það vilji borga þjóðinni í einhverri mynd 75000 kr. tillagið, sem það kúgað út úr seinasta alþingi. Seinasta góðgiriíisbragðið acm það hefir gert, er að troðfylla svo „Skálholt" áður on það íór frá Höfn mcð vörum — þar á meðai til ísafjaiðar og anuar& hafna, sem millilandaskipiu koma á —• að ómögu- Iegt var að koma nsinu með því frá 1) Hið íslenzka kvenfélag hefir gert fána á þennan hátt fyrir nokkrum árnm og var hann dreginn upp 4 stöng á Val- höll á Þingvelli þegar hún var vígð. —- Það var þá sem „íslandsvinurinn" Dan- iel Bruun kom á Þingvöll og hrökk það- an eius og byssubrendar, þegar hann sá þetta uppreistarmerki gnæfa fyrir samkom- unni. Hanu var ekki í rónni fyrr en hann sá „Dannebrog" á stönguunm i Reykjavík.

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.