Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 25.02.1906, Blaðsíða 2

Ingólfur - 25.02.1906, Blaðsíða 2
34 INGÓLFUR. Yér viljum taka þaðfram, aðíjaldan, eða aldrei ber á þessu hjá Á. Eixíkssyni, frú St. Guðmundsdóttur og frk. Guðrúnu Indriðadóttur. Aftur á móti iðulega hjá hr. Friðfinni og hjá hr. Kr. Þorgríms- syni er það reglan, og svo sjálfsögð, að áhorfendur skemta sér ekki hvað sízt að því. 0g áhorfendur geta eðlilega ekkert tillit tekið til þess, hvort leikar- inn á létt eða örðugt með að læra sitt hlutverk, þeir heimta að sjálfsögðu að hann kunni það. Afleiðingin af þessu margumrædda hirðu- leysi er aftur sú, að alt samtal verður óeðli- legt á sviðinu — þótt ekkert annað væri til fyrirstöðu —- ekki að eins hjá þeim sem ekki kunna, heldur einnig hinum, sem talttð er við og móti leika, hvort sem þeir kunna sitt hlutverk eða ekki. En eðlilegt samtal, hreimurinn í setn- ingunum með þeim svip, sem við á í hvert skifti, er einn af hyrningarstein- unum undir allri leiklist. Ofurlítið dæmi til skýringar því, hversu ekki aðeins öll list er útilokuð, heldur jafnvel meining setningarinnar getur farið fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendunum, þegar leikarinn kann illa: í „Vestmannabrell- um“ átti hr. Kr. Þ. að leika atkvæða- smala manns, er komast vill i bsejarstjórn og segir: „Þér viljið komast í bæjar- stjórn Púnktum" — öldungis eins og bæjarstjórnin héti púnktum. Setninguna las hann náttúrlega upp eftir „súfflörn- um“, án þess að kunna hana áður. Trúlegt er og að sá tilfinnanlegi ágalli sem er á öllum leikj um hér stafi ekki lít- ið af þessu sama. Yér eigum við sálma- lagstóninn, heil- eða „böru“-nótnasóninn frá gamla grallaranum, sem er hér á öll- um leikjum; þeir taka að minsta kosti fjórðungi lengri tíma, en ætti að vera og þyrfti að vera, ef leikið væri með fjöri. Átakanlegast er þetta í gamanleikjum og léttmeti, sem fjör leikendanna verður að bera uppi. Leiktjaldaskifti taka hér vitanlega afarlangan tíma sakir ónógs húsrúms og eigum vér ekki við þá töf, heldur hina, sem á rót sína að rekja í seinlátum og fjörlausum leik. Yfirleitt hættir öllum ieikendunum við að ieika hvert einasta hlutverk, sem þeim er fengið, í sorgleikjastíl; hvar sem nokk- ur smuga sést á hlutverkinu í þá átt, þá finst þeim sjálfsagt að þjóta þangað — nema hr. Kr. Þorgrímssyni, sem alt- af er hinu megin, hvort sem við á eða ekki. Yér viljum benda á t. d. annan stú- dentanna í „Æfintýri á gönguför“, leikinn af hr. J. Waage. Það hendir hann á skemtigöngu að hitta laglega stúlku; hann verður eðlilaga „skotinn“, pilturinn er uppfærzlulítill og gerir sér litlar vonir um árangur, er við- kvæmur og þýður í lund. Út úr þess- um hégóma gerir leikarinn þennan stú- dent að þeim píslarvotti, að enginn fær annað séð, en hann beri þunga allra heimsins synda á herðunum. Og þessi leikari er þó einn af beztu leikurunum að ýmsu Ieyti. -----Vér fáum ekki betur séð, en að talsvert af þessum miklu ágöllum mundu minka til stórra muna ef leikfé'agið fengi sér aftur „instruktör", eða smekkv’san mann, er hefði það á hendi að skifta hlutverkum meðal leikendanna, vera við æfingar, aðminstakosti o. þrjár þær síðustu og segja óspart til syndanna. Vöxt og viðgang sinn á félagið mikið að þakka hr. Einar Hjörleifssyni, sem um nokhurn tima var „instruktör,, og tókst þá að gera félagið að því, sem það nú er; því hefir lítið farið fram siðan. Það var því ógæfa mikil fyrir það, að hans misti við og ætti félagið hið bráðasta að vera sér úti um aðstoð hans aftur, eða einhvers annars góðs manns, ef hann ekki gæti tekist það á hendur. Þetta er einasta ráðið sem vér á augna- blikinu höfum á hraðbergi handa félaginu, til þess að hefja sig alvarlega upp úr þessu ábyrgðarlausa káki, liggur oss við að segja, sem það nú hefir með höndum og 8Íamál er um, hvort er ómaksins vert. S. S. Iiornafj arðarbréf. f jan. 1906. Við Hornfirðingar erum svo langt f'rá öllum og öllu, einkum á vetrinn, að við megum bíða vikum saman eftir fréttum frá höfuðstað landsins — Reykjavík. En þaðan berast okkur fréttir frá umheimin- um. Eru það að eins stærstu viðburðirnir, sem við fáum; annars er það fátt sem flýgur svo hátt að það komist alla leið til okkar, yfir firnindi og fjöll. Héðan úr firðinum fréttist aldrei neitt, því að hér nennir enginn að skrifa, nema verzlunar- menn og þeir hafa venjulega annað að hugsa en skrifa í blöðin, vaðandi í reikn- ingum upp til axla. Ég hafði ásett mér að senda Ingólfi línu öðru hverju; er langt síðau þótt nú verði fyrst efndir á. Það er venja að lýsa nokkuð veðráttu- fari, þegar fréttir eru sendar úr sveitum, og það er ekki að undra, því að hagur búenda er svo mjög undir því komiun. Því næst er talað um heilsufar manna og árferðið yfirleitt. Ég fer stutt yfir þá sögu. Tíðin hefir verið mjög góð, all- flestir gallhraustir og árferði eitthvert hið bezta. En ég ætla að fara nokkrum orðum um hag búendanna hér í sveit, búnaðar- háttu þeirra og síðast en ekki sízt sveit- ina sjálfa. Fyrir hér um bil 20 árum voru bænd- urnir hornfirzku mjög vel fjáðir og höfð- ingjar miklir. Ég ætla að eins að minn- ast á Stefán Eiríksson í Árnanesi, þing- mann Skaftfellinga, sem mörgum er kunn- ur. Var hann ör að fé og stór í lund. Og það hefi ég heyrt að Reykvíkingum þætti hann ríða nokkuð ríkmannlega. Alment eru bændur ekki eins vel fjáð- ir nú. Mun því mest valda verzlunarein- okun um mörg ár. Gegnir það furðu, hversu lengi Hornfirðingar máttu við una. [25. febr. 1906]. Var þeim þó innan handar að setja verzl- unareigandanum stólinn fyrir dyrnar með því að fara til Djúpavogs með vöru sína eitt ár eða fleirri; en það gerðu þeir ekki og kom ekki til hugar að verzla annars- staðar fyrr en nú um nokkur ár að þeir hafa fengið vörur á strandferðabátnum „Hólar“ frá Reykjavík. Er þeim mikill hagur að og mest vegna þess að við það hefir verzlunin hér í Höfn stórum batnað. Annars hafa bændur gert mjög lítið til þess að bæta hag sinn á síðastliðnum 20 árum. Þeir hafa að vísu reist íbúðarhús sín, á þessum árum, úr timbri í stað torf- bæja, en húsin eru illa bygð hjá flestum og ótryggilega. Búpeningnum hafa þeir alveg gleymt og heyinu líka. Hlöður og peningshús eru minni og verr bygt hér, en á nokkurum öðrum stað, sem ég til þekki. Má nærri geta hver skaði það er að hafa lekar hlöður og engu er hitt betra að hafa slæm hús fyrir búpeninginn. Þetta eru menn nú farnir að sjá og bæta sjálfsagt úr því svo fljótt, sem þeir hafa tök á. Sigurður Pétursson bóndi í Árna- nesi hefir fyrstur lagt á vaðið með því að reisa vandaða heyhlöðu og stóra, járni þakta og fjárhús. Er hann nýlega flutt- ur til Hornafjarðar. Bjó hann áður á Hörgslandi á Síðu með mikilli rausn; var hann þar frömuður margra fyrirtækja og svo mun enn verða. Jarðabóta hefi ég ekki orðið var fyrr en síðastliðið sumar. Létu þá nokkrir menn plægja góðar spild- ur og munu halda því áfram eftirleiðis. En nú kem ég að sveitinni sjálfri. Grasvöxtur er hér mikill og gott til hey- fanga á sumrnm, en beitar á vetrum. Auk þess hafa flestar jarðir hlunnindi talsverð, svo sem silungs- og lúruveiði, varp nokkuð og dúntekju. Ennþá er hún að vísu lítil, en sjálfsagt mætti auka hana. Það bar oft við áður, að fiskur hljóp í fjörðinn; var það búendum stór gróði og ekki spilti það, að hvalir ráku fiskinn inn. Var þá ráðist að þeim, er þeir kendu grunns og eigi fyrr frá horfið en þeir létu líf sitt. Þetta var á útmánuðum. Er svo sagt, að þá fengu menn svo mikið rengi að eigi höfðu þeir alt heimflutt er sól hins fyrsta sumardags rann upp. — Árum saman hefir þessara happadrátta ekki orðið vart og ekki þekkja menn or- sökina; en illa er Hornfirðingum við hval- veiðamenn alla. Yfirleitt er sveitin mjög góð, og fögur er hún. Flestir munu á eitt mál sáttir, sem far- ið hafa Almannaskarð, að fegurri sjón getur valla, en að líta af vestri brún þess yfir Hornafjörð. Þá verður fyrst fyrir æði-stórt graslendi inn með fjöllunum, en utar seilist hvert annesið af öðru lengst út í fjörðinn. — Það er alveg eins og þau, hvert um sig, vilji verða fyrst til þess að taka á móti bárunum litlu, sem vagga sér hægt og rólega inn eftir öllum firði. — En lengst í vestri gnæfir jökull- inn, mjallahvítur og sólroðinn við himin- inn.---------- Ég ætla ekki að fara lengra út í það

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.