Ingólfur - 06.05.1906, Side 2
80
INGOLFUR.
að eignast þær bækur, sera eiga við Unds-
háttu vora. En það er nálega engu
slíku til að dreifa. Ef vér ættum að geta
sagt, að íslenzku börnin hefðu fengið full-
komnar bækur, þá þyrfti áreiðanlega að
gefa út bókasafn handa þeim, sem ritað
væri með þekkingu á þörfum lesendanna
og hefði ákveðna stefnu, — þá stefnu að
veita börnunum aðgengilegan cg lifandi
fróðleik í sem flestum efnum og ekki þá
síst að þvi er snertir ættland þeirra og
þjóðarháttu að fornu og nýju. Skyldi
bókasafn þetta verða sniðið og samið eft-
ir ýmsum stigum aldurs og þroska barn-
anna og smáþyngjast upp eftir. Yeit ég
ekkert, sem vænlegra væri til þess að
glæða fróðleiksfýsn barnanna, vekja hjá
þeim sjálfstæða hugsun og efla og skýra
þjóðernismeðvitund þeirra, ef þar væri
fléttað saman eins og í lífræna heild fróð-
leikur og vel sögð dæmi úr lífinu sjálfu,
hugnæm og ástúðleg frásaga um eðli og
einkenni þjóðarinnar, kjör hennar og bar-
áttu á umliðnum öldum og hugsjónir henn-
ar og framtíðarinnar. Einmitt bókasafn í
líka stefnu og þetta mundi verða heima-
fræðslunni hin öruggasta hjálp. Verið
getur, að menn segi að þetta sé hægra
sagt en gert; tiJ þess vanti bæði hæfa
menn og fé. En í alvöru talað: Höfum
vér nokkur ráð á því, að láta þetta ó-
gert, ef vér erum sammála um nauðsyn
þess og gagnsemi. Nei, það er ég alveg
samfærður um, hvað gem það kostar. Og
þetta kostar ekki stórfé, en það kostar
góðan vilja, þekkingu, hugsjónir og eld-
heita sannfæringu um þörf þess og gagn-
semi, að mentunin sé lifandi, sönn og
trú. Og mennina vantar ekki, ef þeir
vildu sameina krafta sína; það sýna
ýmsir molar, sem hrjóta til vor í þessura
greinum úr ýmsum áttum.
Það er sannarlega orðið mál að svona
lind væri opnuð til þess að vökva og
frjóva hinn andlega jarðveg barnanna í
tíma. Ef vér finnum og viðurkennum,
að oss vanti bókmentir á þessum svæð-
um og að vér þurfum nýjar og fullkomn-
ar, þá ættum vér ekki að vera í rónni
fyr en vér fáum einhverju komið til leið-
ar í þessu efni, — ekki í rónni fyr en
vér sjáum ljóma nýja dagsbirtu umhverf-
is börn þjónar vorrar í staðinn fyrir hálf-
rökkur það, sem grúfir yfir bókmentum
þeim, er eiga að vera handa þeim, göfga
þau og menta.
Pað er auðsætt mál, að fræðslan öll
þarf að vera lifandi og laðandi fyrir börn-
in. Hún á að vekja og glæða ímyndunar-
afl þeirra og leiðbeina þeim. Hún á að
skapa samræmi í sálarlífi þeirra og hugs-
unum, hún á að varast að þröngva ó-
skýrðum, óskiljanlegum hugmyndum inn í
huga þeirra, hún á að vera frjáls og eyða
mótsögnum lífsins. Hún á að standa í
sambandi við sjálfa sig, — skólinn á að
vera skóli en ekki nokkurskonar þjónn
eða „staðgengiil" annara stofnana, sem
sjálfar eiga að starfa að markmiði sínu.
Ég álít, að þingið hafi ekki gætt þessa
nægilega í fræðslufrumvarpi sínu. Þar
sem rætt er um námsgreinar þær, sem
börnin eigi að læra, er gert ráð fyrir að
lögbjóða skuli kristindómsfræðslu í skólum
vorum.
Að minni hyggju ætti þetta alls ekki
að vera. Einmitt nú, þegar fræðslumál
alþýðu vorrar eru tekin til rækiiegrar
meðferðar, ætti að slíta sambandi þessara
tveggja stofnana, skóla og kirkju, Þær
hafa svo ólíkt starfsvið og frábreytta
stefnu með höndum, að þær geta ekki
átt suðu saman svo vel fari. Og ástæð-
um manna í trúarefnum er nú svo farið,
að trúbragðakensla í skólunum mundi
fremur gera ógagn en gagn.
Þetta kom líka til umræðu á þingi í
sumar. En tillaga var feld, sem fór í
þessa átt. Einn mikilsvirtur þingmaður,
sem mælti á móti þessari tillögu, sagði,
að þessi aðskilnaður mundi verða til þess
að afkristna landið, gagnstætt því, sem
ætlast væri til. Ég veit, að þetta er
mælt af alvöru og sannfæring. En ég get
ekki skilið ástæðurnar. Sjá menn ekki,
hvernig ástandið er ? Getur mönnum
dulist, hve mjög trúarlíf þjóðarinnar er
ytra form og dauður bókstafur? Og ef
kirkjan getur ekki glætt trúarlífið og
alið upp kristna menn, þá geta skólarnir
það ekki. Það yrði því jafnan nauðung-
arstarf og oft verra en nafnið tómt. Og
ógeðfellt hlýtur það að vera þeim manni,
sem ann sönnum kristindómi óháðum
kreddum kirkjunnar og mannasetningum,
að sjá börnum sínum þröngvað til að
læra erfið og óskiljanleg trúfræðakerfi í skól-
unum, þar sem hugsun þeirra á að þrosk-
ast að skilningi og samræmi.
Ég vildi óska að lokum, að sem best
yrði rökrætt um þetta mikilsverða mál og
þjóðin hugsaði um það með vandvirkni
og áhuga. Þá vona ég, að menn beri
gæfu til að ráða því svo til lykta, að
það verði þjóð vorri til sannra menning-
ar-framfara.
Njörðr.
Nokkur orð um þjóðerni og málið.
(Framh.)
Gamli Grúndtvíg hefir samið allmikla
bók um goðafræði Norðurlanda, fulla af
sérvizku innan um ýmislegar hnyttilegar
hugmyndir. Þar segir hann á einum stað
(annars er hann ekki hlýr íslendingum
fremur en aðrir): að menn gætu ímyndað
sér steinhöll, jafnstóra öllu Islandi, Heklu
sem arinn, múrana hlaðna upp af jöklum,
og úthafið sem hallargröf allt í kring —
þá geti menn fundið hversu stórkostleg
sé sú hugmynd, að þar só aðsetur höf-
unda Norðurlanda. En uppi á þessari
undrahöll er kóróna, og í henni gimsteinn
sem lengi hefir Ijómað út yfir öll Norður-
lönd og allir sókst eftir og viljað eigna
sér — það er „Sæmundar Edda“. Ég hef
ritað ítarlega um þetta mál bæði í Gefn
og í Tímariti bókmenntafélagsins, og vísa
þangað þeim sem vilja lesa það, enda hefir
það ekki verið hrakið, sem eg hef rítað
þar. Kák og getgátur og óstjórnlegur
[6. maí 1908.J
heilaspuni — allt hefir verið sett á flug
til þess að svipta íslendinga „gimstein-
inum“, en enginn hefir gengið jafn dug-
lega fram í því eins og prófessor Finnur
Jónsson, enda er hann og færastur til að
gera slíkar atrennur, þar sem hann vant-
ar hvorki lærdóm né starfsþol til þess að
berja fram fullyrðingar, en skeyta engu
nema sínu eigin gjörræði. Hvað það
snertir, að eigna Sæmundi fróða þetta
kviðusafn, þá hef ritað um það eg áður og
fært nógar líkur fyrir þeirri meiningu, án
þess þó eg hafi haft neinar „fullyrðingar“
í frammi; enginn heflr getað sannað hið
gagnstæða, en stundum má sjá ofstækið
sem er af sumum út af þessu, t. a. m. hjá
Schiick, prófessori í Uppsölum; hann
segir: að Sæmundur hafi „ei haft det
ringaste att göre med dessa kvader,
hverken som författare, afskrifvare eller
samlare“ — þetta eru allar „sannanirnar“ !
Þá erhinn frakkneski fræðimaður Beauvois
öðruvísi, hann segir að þótt margir neiti hlut-
tekningu Sæmundar, þá hafi ekki verið
sannað að hún hafi engin verið. Prófess-
orinn segir (í Salm. Konv. Leks.) að eng-
in gömul sögn sé fyrir því, að Sæmund-
ur hafi fengist við kviðurnar; þetta er ó-
satt, sögurnar um allt þetta eru gamlar
og allt frá Sæmundar eigin tíð. Sjálfur
prófessorinn segir um sögusagnir eða arf-
sögnina þannig í ársbókum fornfræðafé-
lagsins (1895, bls. 355 - 356): „et godt
Bevis for Traditionens sejhed af enkelt-
heder“ . . . „den gamle islandske Traditi-
ons troværdighed“ . . . „den gamle en-
stemmige Tradition“ — en hvað er „en-
stemmigt“ ef ekki þetta, að tengja þessar
kviður við Sæmund? Þetta þarf ekki
svars við, en á móti blákaldri neitun getur
maður ekkert sagt. Um Sæmund má þetta
ekki gilda!
Enginn efast um lærdóm og dugnað
prófessorsins, enda hefir hann ekki legið
á liði sínu í þessu efni; hann dreifir sín-
um kenningum og fullyrðingum út um
allt, út um öll Norðurlönd og Þýzkaland
og eg veit ekki hvar, og þær eru líklega
velkomnar hjá öllum nema mér, því eng-
inn hreifir sig hér; það er ekki í fyrsta
sinn að IsleDdingar taka þegjandi og með
þökkum við öðru eins, þegar er verið að
svipta þá einu eftir annað; enda vantar
prófessorinn ekki góða aðstoðarmenn: fyrst
Þjóðólf, síðan Hafnardeild hins íslenzka
Bókmenntafélags — Það er þá orðið svona,
þetta félag, sem stofnað var „til að styrkja
íslenzka tungu og bókvísi, og menntun og
heiður hinnar íslenzku þjóðar“ — og svo
hleypur forleggjarinn Sigurður Kristjáns-
son undir bagga til þess að efla „svívirð-
ing foreyðslunnar“ — raunar er útgáfan
ljót, pappírinn lélegur og letrið þar eftir,
og bókin mjög óeiguleg. Ekki er svo
mikið við oss haft, að bera fram eina
einustu ástæðu fyrir nokkrum þeim gjör-
ræðis-breytingum sem útgáfa þessi úir af —
vér eigum að trúa öllu í blindni, upp á
tóman doktors- eða prófessors-titil. En
þar sem ekkert verður sannað, jafn vel
ekki færðar fram neinar líkur, þá er eina
ráðið að þegja, og láta sem ekkert sé til