Ingólfur - 10.06.1906, Blaðsíða 2
100
menn — og ef það ætti að vera ámælisvert
fyrir oss að hafa flokksmenn meðal þeirra,
sem vér urðum áður að halda fram, að
samþykkja mundu ríkisráðstengslin þegj-
andi, þá ætti ekki síður að átelja oss fyrir
fiokksbræðralag við hina, sem viltust til
þess á sínum tíma, um það leyti sem Land-
vörn hófst, að samþykkja þau tengsli með
beinum orðum.
Landvarnarmenn verða að gjöra það
bezta úr því sem orðið er. — Pað verður
að takast til greina, að nú hefir alþingi
samþykt lög sem ríða í bága við undan-
farandi skoðanir og stefnu frjálslundaðra
íslendinga. — Þjóðin er nú þúsundum sam-
an að læra að sjá og skilja, að vér höfum
frá öndverðu haft rétt að mæla. Bn það
er ekki nóg fyrir oss, að tala um, hvað
hafi verið gjört og sagt áður. Yér verð-
um að gjöra oss ljóst, hvað framvegis á
að vinna — á þeim grundvelli sem al-
þingi nú hefir bygt undir framtíðarbaráttu
íslendinga — til sannarlegs, þjóðlegs sjálf-
stæðis.
1 þeirri baráttu á komandi tíma eiga
þeir menn algjörlega að þaggast niður, sem
hafa of margfaldlega gert sig opinbera
að því að fórna sinni eigin betri sannfær-
ingu fyrir von um hagsmuni eða völd.
Valtýskan, sú réttnefnda, á að kveðast
niðnr nú þegar af svo sterkri einróma
lítilsvirðing almennings, að hún eigi sér
ekki aftnr reisnar von. Nafn hennar og
stefna er þröskuldnr í vegi fyrir oss; vér
verðum að spyrna fæti við henni, til þess
að verk vort verði unnið sem fyrst og
sem bezt. Yér megum ekki gleyma því,
að það, sem næst liggur fyrir oss, er að
sameina alla góða drengi, af öllum flokk-
um um hugsjón vora: varðveizlu á sjálf-
stæði íslands, sem enn er óglatað og
framsókn til ríkari ráða heldur en vér
nú eigum um málefni vor.
Flokkarígurinn og hin óhollu vopn af
ýmsu tagi, sem hefir verið beitt á báða
bóga, hafa um tíma þreytt þjóðina svo,
að erfiðara er orðið að fá heyrn fólksins
fyrir góðum rökum, er snertir stjórnar-
mál vort. En Landvarnarblöðin mega
ekki hætta þegjandi við það nauðsynlega
verk, að sýna almenningi fram á, hve
gagnólík stefna vor og vilji er Valtýsk-
unni. í hinni sönnu Valtýsku, sem hér
hefir verið skýrð og útlistuð, geymast
dreggjar hinna verstu og óhollustu efna
í opinberu lífi vor íslendinga, sem komið
hafa fram. Hvergi hefir verið gjört minna
til þess að breiða blæju yfir persónu-
hvatirnar, hvergi hefir verið með jafn-
glöðu geði fórnað sannfæringu. í svo
kölluðum „praktiskum“ tilgangi, og hvergi
heflr heldur óvild og óbeit þjóðarinnar
safnast fastar um eitt nafn, heldur en
þar. Fyrir oss liggur vegur, sem ekki
verður farinn nema því að eins, að vér
séum hreinir af öllu ámæli um mök eða
sálnafélag við þá dauðadæmdu stefnu,
sem réttnefnd hefir verið með Valtýska
heitinu.
Vér verðum að þola að vera í minni
hluta. Vér verðum að halda fast fram,
því sem yér álítum rétt, án þess að f'all-
IN9;ÓL’FUR.
ast fyrirfram á mótbárur vorra eigin and-
stæðinga. Vér verðum að setja velferð
þjóðernis vors yfir alt og treysta á sigur
vitsmuna og þjóðernisræktar yfir gjálfri
og ræktarleysi við landið. Ef vér sjáum
leik á borði, til að koma voru fram, þá
verðura vér að nota hann eins og hyggn-
ir menn, en fela þó aldrei hugsun vora
og takmark fyrir þjóðinni. Fólkið, sem
vér viljum að fylgi oss, hefir rétt lil
þess að vita jafnan, á hverjum tíma sem
er, hvað vér viljum hafa fram. Með öðr-
um orðum: Vér verðum í einu og öllu
að haga oss gagnstætt þeirri hegðun
Valtýskunnar, sem hefir gefið henni nafn.
Hér undir þessari greinar-fyrirsogn, er
ekki ætlað að lýsa nánar á hvern hátt
Landvörn vill stiga hið næsta spor í
áttina til þess, sem vér allir stefnum að.
í þessari grein vildi ég að eins minna
á, að vér verðum gagnvart ýmsum blekk-
ingum, sem hafðar hafa verið i frammi,
að lyfta merki voru upp fyrir augum
þjóðarinnar, yfir allan dám eða keim af
hinni sönnn Valtýsku.
Einar Benediktsson.
Þingkosningar í Danmörk
fóru fram 29. f. m. Stjbrnarflokhurinn
misti þrjá þingmenn; hafði áður 58, nú
55, og hefir því ekki helming atkvæða í
þinginu, nema með tilstyrk „Iausamanna“
og tvíveðrunga.
Jafnaðarmenn unnu langmest á; þing-
flokkur þeirra óx um þriðjung, áður 16,
en nú 24. Hægrimenn unnu tvö sæti,
áður 11, nú 13. Hreinir vinstrimenn
mistu fjögur sæti; hafa nú 11, en 15 áð-
ur. Midlunarmenn hafa nú 9 en áður 13
og eru því fámennastir á þinginu.
Aldrei hefir slíkt kapp verið við kosn-
ingar fyrr í Danmörk, enda frambjóðend-
ur með langflesta móti; sumstaðar 5 í
einu kjördæmi og hvergi færri en tveir.
(Við næstu kosningar á undan var einn
um hituna í 5 kjördæmum). Kjósendur
eru samtals úm 425 þúsundir og greiddu
rúml. 300 þúsundir atkvæði, (70,„ af hundr-
aði, áður mest árið 1887, þá 67,2 af hundr-
aði.)
Atkvæðafjöldi hvers þingsflokks var
samtals á þessa leið (í svigum atkvæða-
tala við kosningar 1903):
Stjórnarlidar 96237 atkv. (áður 119140).
JafnaSarmenn 75842 atkv. (áður 48824).
Hœgrimenn 66424 atkv. (áður 49097).
Hreinir vinstrimenn 42224 atkv.
Miðlunarmenn 19382 atkv.
Eftir atkvæðafjöldanum samanlögðum
ættu stjórnarliðarþví að hafa aðeins37 þing-
sæti; jafnaðarmenn 28; hreinir vinstri*
menn 16, hægrimenn 25, og miðlunar-
menn 7.
Af þessum samanburði sést allvel, hvern
byr þingflokkarnir hafa í landinu. Þó er
það athugavert, að hægrimenn höfðu mildu
fleiri menn í kjöri hlutfallslega, heldur en
aðrir flokkar og kræktu saman svo mörg-
[10. júni 1906]
um atkvæðum mcð önglafjöldanum, þótt
hver um sig væii ekki veiðinn.
.TafnaðarmeDn og hreinir vinstrimenn
höfðu með sér bandalag við kosningarn-
ar og kom það jafnaðarmönnum að góðu
haldi. Hinir flokkarnir veittust að mál-
um meira eða minna á sumum stöðum.
Kosningarnar hafa ekki greitt úr þeirri
flækju, sem fjötrað hefir landsmálabaráttu
Dana undanfarið. Tvíveðrungsstjórn Chris-
tensens og Albjarts húkir við stýrið sem
áður fyrst um sinn.
En þegar gætt er atkvæðafjölda, sem
þeir höfðu hvorirtveggju, jafnaðarmenn og
hreinir vinstrimenn, þá sést að þeir eru
mun liðfleiri í landinu en stjórnarliðar og
gefur það góðar vonir um, að ekki muni
þess mjög laDgt að bíða að albirtunni létti
af Dönum.
Nokkur orð um þjóðerni og málið,
Niðurl.
Sögurnar eru svo vel úr garði gerðar,
að það er fásinna ein og smekkleysi að
snúa þeim í Ijóð eftir vorra tíma tízku;
rímurnar verða að skoðast frá öðru sjón-
armiði, þær eru sjálfar sögurnar settar í
rím til að kveða. Æfintýra-sögur má vel
setja í ljóð, þar getur ímyndunar-aflið not-
ið sín, en þetta gildir ekki um aðrar sög-
ur, sem eru samdar út af verulegum at-
burðum, þótt margt sé þar í, sem er hug-
myndalegt og ímyndað, samkvæmt „tíðar-
andanum“ (t. a. m. átrúnaður, fjölkyDgi
o. fl). En þótt ekki verði beinlínis ort
út af íslendinga-sögum, þá er þar ýmis-
legt efni fyrir málara til að reyna sig á.
Eg sá fyrir nokkru bók um athafnir for-
feðra vorra (eg man ekki hvort á henni
stóð „Vore Fedres Liv“, eða eitthvað þess
kyns); þar voru myndir fornmanna, en
eg hugaði lítið að þeim, eg man einungis
það að mér þóttu myndirnar ljótar. Fyrir
nokkru voru hér sýndar íslenzkar myndir
úr draugasögum, álfatrú o. s. frv., en eg
sá þær ekki; annars er þar allt hægra
viðfangs, ef ímyndunarafl ekki vantar.
Af þessu tagi mundu og verða myDdir
úr goðafræðinni, sem oft munu hafa verið
gerðar, meir eða minna mishepnaðar, sem
viðer að búast. Þær eru allar eftir út-
lendinga. Torveldara er að gera myndir
eftir frásögum um verulega atburði; mál-
arinn verður að setja sig inn í söguna,
siði og allt ástand tímans. Eg hef séð
fyrir laungu (i Kaupmannahöfn) mynd af
Helga Harðbeinssyni, þegar hann þerði
blóðið af spjótinu á blæju Guðrúnar eftir
víg Bolla. Þetta var stór olíumynd, mig
minnir hún væri meðal listaverka á
Karlottuborgar-sýningu, en annars man
eg ekki eftir henni. Aðra mynd hef eg
séð, einnig olíumynd, út af Skarphéðni,
þegar hann drap Þráinn á ísnum á Mark-
arfljóti og klauf hausinn svo jaxlarnir
hrutu niður á ísinn, en ekkert stendur í
sögunni um að Skarphéðinn hafi tekið þá
upp á fluginu um leið og hann rendi sér
fótskriðuna; en svo er sagt seinna að í
Njálsbrennunni hafi Skarphóðinn tekjð