Ingólfur - 10.06.1906, Síða 3
[10. júní 1906.]
INGOLFUR.
101
jaxl Þráins úr pússi sinum og fleygt í
augað á Gnnnari Lambasyni svo aug-
að lá úti á kinninni; Skarphéðinn hefir
þá geymt jaxlinn í fimtán ár — og ekki
hafa augnavöðvarnir á Gunnari verið mjög
sterkir — enda er þetta allt nokkuð
grunsamlegt, þótt sumt sé mögulegt. Þessi
mynd var fremur tilkomulítil, bæði að stærð
og hugmynda afli, en hún var samt af
einum einkennilegumf merkis atburði. En
til þess að gera slikar myndir þarf mann
með gáfu til að vera sögumálari, og eg
veit ekki til að nokkur íslendingur hafi
fengist við það. Málarar vorir hafa ekki
sýnt neitt slíkt hugmyndaflug, þeir hafa
einkum lagt sig eftir að mála eftir nátt-
úrunni eða staðamyndir. Sigurður Guð-
mundsson málari gat vel málað karlmenn
og karlmanna-andlit (kvennamyndir hans
eru ónýtar, karaktérlausar, sviplausar,
þarf ekki annað en minna á sveitastúlku-
myndina sem er líklega alkunn, þótt
ekki þurfi lengi að leita að íslenzkum
stúlkum sem bera það með sér að þær
eru ekki þrælaættar). Sigurð vantaði allt
hugmyndaflug og ímyndunar-afl; hann var
„Kopist“ og ekkert annað sem málari;
allar altaristöflur málaði hann eftir altar-
istöflunni í Reykjavík, annars fékst hann
mest við búninga og forngripi. Það yrði
of langt mál hér að benda á málverka-
efni úr sögunum; samt mætti tilkomumikil
mynd verða úr Egli Skallagrímssyni þeg-
ar hann flutti Höfuðlausn fyrir Eireki blóð-
öx, eða þegar Hildignnnur steypti skykkj-
unni Höskuldar yfir Flosa svo blóðið
dundi yfir hann — sagan málar fyrir
málarann — eða um Skarphéðinn í
búðinni á alþingi fyrir framan Þorkel
hák, og svo margt fleira sem hér yrði
allt of langt að minnast á. En smekk
þarf til að velja það.
Allt slíkt getur orðið til þess að örva
og hressa, minning fornaldarinnar er auð-
ug af slíkum kröftum. í sölum alþingis-
hússins eru stór svæði eða veggjareitir,
líklega upprunalega ætlaðir til að mála á
stórar myndir um merkilega atburði úr
sögu lands vors, kannske einnig úr goða-
fræðinni (fyrir utan hið áður nefnda má
minna á Jón Arason, kristnitökuna [?]
o. fl.); en svo verður að athuga hvernig
útbúa skuli „grunninn11 scm málað er á,
hvort það ætti að vera „al fresco“ (sem
varla er ráð fyrir gerandi), Tempora, ol-
íumálverk eða eitthvað annað; bezt væri
að mála á tré, eins og hinir hollenzku og
þýzku meistarar miðaldanna gerðu oft
(van Egck, Albrecht Diirer, Lúkas Cranach
o. fl.) og þau málverk Rafaels og annara
ítalskra málara, sem eru máluð á tré,
hafa enzt bezt; en sjálfsagt er ekki sama
á bvaða tré málað er, eða hvernig það er
undirbúið. (Lionardo Yinci, einhver hinn
frægasti málari og fjölhæfasti sinna sam-
tíðarmanna, málaði kvöldmáltíðina á vegg
í klaustri nokkru í Ítalíu, það er einhver
hin frægasta mynd sem til er, og var þeg-
ar snemma til allrar lukku eftirmynduð.
En nú er frummyndin orðin því nær
ónýt, af því veggurinn eyðilagðist eða
skemdist af raka og vatni. Svo er og
sagt að litarefnin bafi ekki verið sem
heppiíegust. Lionardo dó 1519). Eg veit
nú ekki hvernig farið hefir nm þessareiti
í alþingishúsinu, hvort hengdar hafa ver-
ið á þá myndir sem ekkert eiga við hér,
eða hvort þeir eru tómir, en uppi yfir
þeim eru aflangir reitir sem einhverjir
danskir málarar hafa fyllt með kinda- og
golþorska-myndura, annað hafa þeir ekki
þekt um ísland. Utan á alþingishúsinu
eru samt upphleyptar (ekki málaðar) land-
vættamyndir, sem teknar hafa verið eftir
þúsund ára myndinni sem eg gerði 1874,
það er sú einasta minning sem til er um
þessa einkennilegu og einstöku hátíð —
aðrar þjóðir eru vanar að gefa út minn-
ingarrit með ávörpunum og myndum um
þess kyns atburð, en hér kom slíkt ekki
til mála, þar vantaði samheldi og vilja.
Auðvitað sýnist allt þetta vera meira
eða minna þjóðerninu óviðkomandi, en það
er ekki svo í rauninni. Óbeinlínis snert-
ir slík ritgerð alla þjóðina, hvar sem hún
er, alla tilveru hennar og alla hagi henn-
ar, og er því ekki alveg gagnslaus.
Ben. Or.
NB. í næst síðustu greininni hér á und-
an var slæm prentvilla: „risus“, en á að
vera „rivus“. Aðrar prentvillur hirði eg
ekki um.
B. O.
Sjálfstæði Íslands.
Á miðvikukvöld 6. þ. m. voru umræð-
ur um það mál i stúdendafélaginu. Jón
Jensson yfirdómari var þar málshefjandi.
Hann lýsti yfir þegar í upphafi ræðu
sinnar, að sjálfstæði teldi hann oss þá
hafa fengið, er vér hefðum fullveldi til
að ráða öllum málum vorum. Taldi það
eiga að vera kröfu vora og í öllu ætti
stefna vor að vera sú, &ð vér hefðum
Island handa Islendingum, en engin út-
lend þjóð ætti að hafa hér nein réttindi
nema þau, er vér veittum. Sagði.hann
siðan sögu málsins eftir því sem hann
lítur á það mál. Allir landvarnarmenn
hurfu að þvi máli með málshefjanda
að gera nú fullar jafnréttiskröfur. Hitt
þótti öllum hið mesta misrétti, er nú
kallast jafnrétti þegnauna.
Á fundinn hafði verið boðið öllum
þingmönnum og ritstjórum. Enginn
þingmaður lét sjá sig þar nema Guðm.
læknir Björnsson. Ritstjórar voru þar
viðstaddir: Ritstj. Fjallk., Ingólfs, ísaf.,
og Yalsins. —
Málshefjaudi taldi það höfuðatriðið að
vér fengjum fullt drottinvald í öllum
vorum málum, en um fyrirkomulagið
vildi hann ekki deila, ef aðalatriðinu
væri borgið.
Henrik Ibsen
andaðist 23. f. m. i Kristjaníu. Hann
var fæddur 20. marz 1828.
Frá útlöndum.
Michacl líavitt, írskur frelsisgarpur
heimsfrægur, lézt í Dýflinni á írlandi
miðvikudaginn fyrir hvítasunnu, sextugur
að aldri.
Hann fluttist barnungur til Englands
með foreldrum sínum og vann í æsku
nokkur ár í verksmiðju nálægt Manchester.
Þar misti hann hægri hönd sína. Þegar
Feníarnir reistu flokk sinn og hófu róst-
ur og baráttu fyrir sjálfstæði íra, gekk
hann þogar í lið þeirra og gerðist brátt
einna fremstur í flokki. Var hann þá um
tvítugt, ólmur og stórhuga og sást lítt
fyrir, brann honum í skapi heift og hat-
ur til Englendinga. Tók nú þátt í her-
hlaupum á írlandi og keypti vopnabirgðir
í Birmingham. Var hann þá höndlaður og
dæmdur i 15 ára fangelsi, en náðaður,
þegar liðinn var hálfur tíminn. Ekki var
hann þó af baki dottinn og gerðist nú
upphafsmaður að því að stofna þjóðliðið
írska, sem barðist fyrir frelsi og umbót-
um íra og mjög lét til sín taka um hríð.
Hafði Davitt forustuna nokkur ár, unz
hann fekk hana Parnell í hendur. Á
þeim árum fór hann tvisvar til Vestur-
heims til þess að eggja landa sína þar til
liðveizlu og samtaka. Nú þótti Englend-
ingum hann hafa rofið skilyrði þau, er
honurn vóru sett, þegar hann var náðaður
og var honum aftur varpað í fangelsi á
annað ár (1881—2) og enn ári síðar, þrjá
mánuði, fyrir æsingaræður. -- Árið 1890
stofnaði hann verkmannablað í Lundún-
um, „The Labour World“. Eftir það var
hann nokkrum sinnum kosinn til þing-
mensku. Meðan Búaófriðurinn stóð, hafð-
ist hann við í Suður-Afríku og tók mál-
stað Búa kappsamlega.
Hann var jarðsettur í Straide í Mayo
á írlandi, þar sem hann var fæddur og
fylgdi honum svo mikið fjölmenni, að
líkfylgd hans var ensk míla á lengd, að
því er Marconi-loftskeyti segir frá.
Stjórnarvalda-auglýsingarnar.
í síðasta Ingólfi var þeirri óhæfu Ijóst-
að upp, hvernig stjórnin hefir farið
þveröiugt við tilætlun alþingis með álykt-
un þess 1902 um birtingn stjórnarvalda-
auglýsinga eftirleiðis, þar sem hún hefir
í fyrsta lagi beitt henni á þann hátt, sem
þingið sízt vildi, að launa fylgispekt
blaðs þess er í hlut á, í öðru lagi heim-
ildarlaust gefið eftir 1200 krónur aflög-
legum tekjum landsins, og í þriðja lagi
vanrækt að bjóða auglýsingarnar á ný,
en „pukrað“ þeim í sama blaðið aftur.
Stjórnarblöðin Lögrétta og Þjóðólfur
hafa síðan komið út, en ekki séð sér fært
að segja eitt orð til varnar þessari
hneykslisaðferð stjórnarinnar.
En Ingólfur getur enn bætt nokkru
við sögu sína, sem ekki bætir málstað
stjórnarinnar.
1903, þegar Þjóðólfur fekk auglýsing-
arnar, var það auglýst almenningi i
stjórnartiðindunum, eins og lög áskilja,