Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 13.08.1906, Blaðsíða 2

Ingólfur - 13.08.1906, Blaðsíða 2
136 INGOLFOR. [13. ágúst 1906] vingjarnlega í þetta. Mun það og satt vera um hina frjálslyndustu meðal þeirra. En hitt er undur mikið, er þeir vilja eigi láta uppi, hvað talað var á fundinum, og þykir þeir menn vera heitrofar, er gefið hafa ísafold nokkra skýrslu hér um. Það er auðvitað satt mál, að þeir 30 danskir þingmenn máttu engin heitorð gefa, er fundinn sóttu, en fyrir því er ástæðulaust að dylja undirtektir þeirra fyrir íslending- um. En hér er sú bót í ináli, að Ingólfi bárust fréttir af fundinum með Láru á föstudagskveld. Eru þær eigi eftir neinum íslenzkum þingmanni, en þó öruggar. — Danir svöruðu hæversklega, en litlum byr áttu þó kröfur Islendinga að fagna. For- sætisráðgjafinn hafði orð fyrir sínum flokki, meiri hlutanum. Gætti hann þess, að bera kápuna á báðum öxlum, en kvaðst. vilja „íhuga“ og „athuga“ o. s. frv. kröfur vor- ar. Líklegast lét hann um fjárreiðurnar. Yar eigi beint á móti að semja um sam- bandið, en geta má nærri, hvern kost hann ætli oss í þeim samningum, er hann þver- neitar að taka ísland í nafn konungs. Auð- vitað af því, að þá þætti honum sjálfstæði vort of mikið. Undirskriftarólagið hugsar hann að megi laga þegar Hannes Hafstein er frá. Það mun honum hættulaust, því að hann situr naumast svo lengi. — Hvað er þá aðhafst af hendi danskra þingmanna til að friða hug íslendinga? Parturiunt montes et nascitur ridiculus mus (þ. e. fjöllin taka jóðsótt o. s. frv.) Alþingismönnum verður för þessi líklega til sóma. Hafa þeir látið óvild og flokkaríg eftir á hillunni heima. Má bezt sjá þetta þar á, að stjórnarsinnar hverfa að sama ráði um undirskriftina sem hinir. Er og gott eitt um þeirra fjórliðuðu kröfu að segja. Raunar er þriðji og fjórði liður- inn óþarfi, ef þeim fyrsta er ráðið til réttra lykta. Af ræðum flestra þeirra hefir og heyrst gott eitt. Má blað þetta eigi láta óget- ið þeirra orða, er Hannes Hafstein sagði, að íslendingar vildu alt vinna sér til sjálf- stæðis. Ingólfur bauð honum þegar í öndverðu í flokk Landvarnarmanna og stendur það boð enn, ef hann leggur al- hug á vorn málstað, þótt margt hafi nú á milli borið. Geta verður og orða annars þingmanns vors, þott ílt sé og hörmulegt. Sá talaði á Skodsborg og kvað Dönum einsætt að nota sér fiskveiðar og aðrar auðsuppsprettur vorar að matarlaunum. En bera verður hann einn kinnroða fyrir. Árangur fararinnar er þá orðinn sá, að þingmönnum vorum mun léttari samvinna eftir enn áður. Má og enginn þeirra nú við mál þessi skiljast, fyr en samningar eru komnir á um samband (eða skilnað) landanna. Því að höfuðstarf þeirra í ferðinni er í því fólgið, að þeir hafa losað um það bjarg, er legið hefir á sjálfstæði voru frá 1871, nauðungarlögin, stöðu- lögin. Þeir hafa nú gert sitt, e/ þeir koraa því til leiðar að samningar hefjist. En þjóðin á eftir að skipa fyrir um það, hverj- ar kröfur megi gera minstar og eigi frá hvika. Þær verða að vera þessar: Island er samhandsland Danmerkur, en eigi undir hana gefið, en hefir sama konung. Þar af leiðir að sjálfsögðu að hann heitir hér konungur íslands og Danmerkur, en þar konungur Danmerkur og Islands. Þar af leiðir enn að engum getur komið til hugar að skipa íslenzkan ráðherra með danskri undirskrift. Island hefir fult drottinvald yfir öllum sínum málum, en viðskiftum landanna er skipað með samningum, er endurnýjast á fárra ára fresti. Hér af leiðir ineðal annars að aldrei gæti komið til mála að gera Dani jafnréttháa oss hér á landi, þótt þeir léti hið sama í móti koma. Því að þeir eru þrítugfalt fleiri en vér og auk þess miklu auðugri. Mundi þá skjótt deyja hniftiyrði það, sem nú er algengt: jafnrétti þegnanna. Þessar kröfur mun þjóðin láta fram bera af sinni hendi og eigi leyfa að samningar takist, sé nokkurs í fátt. En verði oss neitað um þessar réttlátu og hóflegu kröfur, þá gerum vér skilnað. Þá mun sagt um þingmannaförina: Oft verður st’ort bál af litlum neista. ískyggilegt skeytingarleysi. Miðvikudaginn 8. þ. m. var íslenzkt fiskiskip úti fyrir Seltjarnarnesi með hafnsögumannsflaggi. Eg fór þ>á út í skipið, heitir það „Langey“ og er eign hins „ísleíizka fiski- og verzlunarfélags" á Yesturlandi, gert út úr Flatay. Eg spurði skipstjóra, hvað um væri að vera og hví hann óskari hafnsögu- manns. Hann kvaðst hafa ætlað að sigla skipinu til Kaupmannahafnar, en orðið að snúa aftur miðja vega milli Reykja- ness og Yestmannaeyja, sakir leka á skipinu og vildi nú halda til Reykjavík- ur. Eg fór þá með honum niður í lyft- inguna og var þá sjórinn 11 þumlungar ofan á kjalsvíninu í lyftingarkjallaranum. Lét eg nú þurrausa skipið. En eftir eina klukkustund var sjórinn orðinn 9 þumlungar ofan á kjalsvíninu. Lagðl eg skipinu til hafnar í Reykjavik og réð skipstjóra að leggja það upp í renni- vörina til athugunar og viðgerðar. Yar það gert daginn eftir. Það kom nú í ljós, þegar farið varað skoða skipið, að á fjórða umfari frá kjöl hafði fúnað úr kvistur, sem stóð gegnum borðið og var kvisthlaúpið svo stórt, að smeygja mátti hendi inn í. Að- gerðin á þessu var sú, að „verkiu (tcett- um liampi) hefir verið troðið lauslega upp í kvisthlaupið oq klest utan yfir Ibfastbr- um tjörulepp úr pokastriga. Leppnum var ekki tiit föstum með svo miklu sem einum naglatitt. Tjöruklísfcrið hefir átt að duga !1) Þetta er öll viðgerðin á skipi, sem ætlað er að fara langferð yfir reginhaf, alla leið frá Fiatey á Breiðafirði og suð- ur í Kaupmannahöfn. *) Auk þessa haf'ði geflð sig „verk“ á litlum bletti milli umfara, eu það getur alltaf komið fyrir og er ekki tiltökumál. Allir heilvita menn, þótt ekki séu sjó- menn, munu sjá í hendi sér, hversu þessi „viðgorð" er glæfraleg, svo að eg hafi ekki stærri orð um það. Ef skipið hefði komist í nokkurn sjógang, þá hefði lepp- urinn þvegist af og „verkið“ skolast burt úr kvisthlaupinu, svo að sjór hefði runnið inn viðstöðulaust og skipið sokkið á skammri stundu. — Kalla eg það mikla mildi, að skipið náði hér landi, áður en meira slys varð að. Mér þykir það stór ábyrgðarhlnti þess manns, sem hefir átt að líta eftir skipinu eða séð um viðgerð á því að láta slikt hrákasmíði eiga sér stað, sem beinlínis stofnaði lífi allrar skipshafnarinnar í hættu. Eg hefi skýrt frá þessu hér, öðrum til viðvörunar. Önnur eins atvik sem þetta eiga ekki að liggja í þagnargildi, því að til þess eru vond dæmi að varast þau. Eg er ekki lögfróður og skal því ekki leggja frekari dóm á þetta, en vil skjóta því til landstjórnarinnar, hvort henni þyk- ir ekki ástæða til að hlutast um þetta mál; sýnjst mér það svo ískyggilegt, að rangt sé að láta það órannaakað. Ráðagerði, 11. ágúst 1906. Þórður Jónsson, hafnsögumaður. Samsöngur sá er haldinn var í Bárubúð á miðvikudags- kvöldið var, fór betur fram en vandi er til hér í Reykjavík, og bar ýmislegt til þess. Það fyrst, að söngskráin var fjölskrúðugri en vant er að vera við samsöngva hér; því að hér eru sjaldsénir hvítu hrafnarnir eins og Baoh og Wagner. Annað var það, að yfir söngnum, og ekki sízt meðspilinu, var ein- hver vandvirknisblær, sem menn eiga ekki hér að venjast; eru slíkt mikil gleðitíðindi. Þó þótti mér mistakast „sagnaljóð11 J) Sentu úr „Der íliegende Hollánder11 og er það kannske að yonum; mér fanst þau vera eitt- hvað svo endaslepp; ég held nærri því að það hafi verið sleppt einhverju úr þeim, og get ég þó ekki skilið, hvað getur komið mönnum til að aðhafast slíka óhæfu. Nema þetta sé vitleysa úr mér; ég hef að eins heyrt þau tvisvar á æfinni, og eru nú eigi allfá ár síðan. En eitthvað var þó bogið, annaðhvort við> sönginn eða mig; því Wagner hygg eg vera saklausan. Svo þótti mér líka frúin byrja of hikandi á meðspilinu. Það var eins og hún væri óviss um, hvort hún ætti að voga sér á stað eða ekki. Nú, en sVo komst nú alt i ganginn samt. Annars fór söngurinn vel fram, og stóð rnátulega lengi yfir; er það sjaldgæft mjög um skemtanir hér i höfuðstaðnum. Áheyrendurnir voru að heyra allvel ánægðir, og húsið var nærri fullt. — Og nú vildi ég að lokum spyrja eins hlutar. Er það nauðsynlegt á svona skemtun að hafa sérstakan mann til þess að flytja til stólana og opna hljóðfærin á söngpallinum ? Og et svo er, gætu þá ekki hlutaðeigendur annast um að hann væri nokkurnveginn sómasam- lega klæddur; hitt er móðgun við áheyrend- urna, sem ekki ætti að eiga sér stað. w. l) „Sagnaljóð“ er ekta gæsalappa íslenzka og á að vera þýðing á útlenda orðinu „Ballade.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.