Ingólfur - 27.08.1906, Qupperneq 2
144
ingol/u r.
[27. ágú'st 1906.]
sæmilega. Yar þar etið og drukkið og
margar ræður fluttar.
Hór fer á eftir grein úr Iugólfi frá
1903. Munu menn af henni sjá að Ing-
ólfur hefir lagt rétt til fleiri mála en stjórn-
t. r.skrármálsins:
„Draum dreymdi mig fyrir skemstu:
Þóttist eg vera inni á Arnarhóli. Yeður
var hvast á norðan og brim mikið. Sá
eg, hvar dreki mikill skreið inn sundið
og stefndi til hólsins. Skömmu síðar
gekk maður upp frá sjónum þar til, er
eg stóð við hólinn. Þótti mór hóllinn
lúkast upp og kom þar út Ingólfur
landnámsmaður. Heilsaði hann þar Hjör-
leifi bróður sínum, er gesturinn var.
Því næst settust þeir niður og tóku tal
með sér fóstbræðurnir.
Hjörleifur mælti: „111 þykir mór vist-
in austur þar. Því að ekki ber mór þar
annað fyrir augu en sand á landi og
enska botnvörpunga á fiskimiðum mínum.
Betur mundi mór líka hjá þór að vera,
fóstbróðir, því að vel er bær þinn hús-
aður og margan góðan íslending Tná
hór sjá. En eins þykir mér þó vant og
er það góð höfn. Só eg að þú hefir
marga fiskibáta og þá eigi allsmáa. Er
og kaupstefna hér eigi alllítil. Fyrir
því er hin mesta nauðsyn á góðri
höfn“.
Ingólfur svaraði og mælti: „Séð hefl
eg þörf þessa, frændi, og nokkuð hefi eg
hugsað málið, þótt engi framkvæmd hafi
enn á því orðið".
Hjörleifur mælti: „Þess get eg að þú
munir ræsi gera til sjávar úr tjörn þeirri,
sem hér er, mikið og djúpt svo að skip
megi þar um fara, en hlaða siðan veggi
að tjörninni og dýpka hana“.
Ingólfur mælti: „Eigi er það mín
ætlan, en gott þykir mór að heyra tillögur
þínar“.
Hjörleifur mælti: „Þá muntu flytja
vilja höfnina til Skerjafjarðar, en hafa
þaðan akbraut til bæjar þíns og flytja
föng öll á vögnum af skipi og á skip“.
Ingólfur mælti: „Eigi vil eg það. En
lít þú nú til sjávar í útnorður. Þar
muntu sjá þúst nokkra. Yar þar eitt
sinn skotvirki. Þaðan vil ég gera láta
garð mikinn í sjó fram svo breiðan að
þar megi margir vagnar um fara í senn
og eigi hærri en svo að jafnt gó meðal-
borðhæð á skipam þeim, er hór lenda.
Siðan mun eg gera láta annan garð í
sjó fram til norðausturs frá syðra enda
Öifiriseyjar. Þá mun eg hækka láta
Grandann, en síðan flytja landið nokkuð
fram fyrir bryggjusporða þá, er nú eru.
Yerður þar þá kví, er skipin meiga liggja
í, hvernig sem viðrar. Yæntir mig að
þá gangi greiðara að flytja varning af
skipi og á, og eigi mun eg þá þurfa að
sjá skip manna brotna hór fyrir dyrum
mínum“.
Hjörleifur mælti: „Yel er þetta mælt,
frændi. En hversu muntu meiga slíku
stórvirki til vegar snúa?“
Ingólfur mælti: „Það hefi eg eigi
gerla hugsað enn sem komið er. En
vita þykist eg að Ingólfur landvarnar-
maður muni hór um leita ráða þeirra
manna, er bezt þekkja til“. —
Yar þá drauminum lokið.“
Jason eða Ingólfur.
í dönskum blöðum er þess getið, að
ríkisdagur Dana hafi í hyggju, að gefa
Reykjavíkurbæ á komanda ári eirsteypu
af Jason, hinni frægu líkneskju eftir
Thorvaldsen, til minningar um þingmanna-
heimsóknina í sumar. Sýnir þetta meðal
annars, hve ant Danir láta sér um að votta
oss vinaþel sitt og stórmannlega kurteisi.
Út af þessu umtali heíir því verið hreyft
í „Politiken" og „Nationaltidende", hvort
ekki væri enn betur til fallið að gefa oss
heldur myDd eftir Einar Jónsson, eina
myndhöggvarann, sem vér eigurn, og er
þá sérstaklega bent á mynd Ingólfs Arn-
arsonar, sem Einar heíir gert fyrstu frnm-
mynd af fyrir nokkrum árum og nú er
tekinn til við á ný. Yerði sú tillaga of-
an á, þá má með sanni segja, að Danir
hafi getið sér rétt til, af hverjum vér helzt
vildum kjósa að eiga fagra likneskju, því að
satt að segja, hefði Reykjavíkurbær sjálf-
ur fyrir löngu átt að vera búinn að reisa
hér mynd Ingólfs Arnarsonar.
(Sbr. tillögu í I. árgangi Ingólfs bls. 110.)
Málverk W. Fiske’s.
Mönnum mun vera minnisstætt, að hinn
mikli íslandsvinur William Fiske ánafn-
aði landi voru margar og miklar gjafir
eftir sinn dag. Þar á meðal vóru nokk-
ur málverk, eflaust mikil listaverk og
dýrgripir, þar sem jafnsmekkvís og auðugur
maður átti þau, sem Fiske var.
Þessar myndir komu hingað til lands í
fyrra sumar, og bjuggust menn við því
á hverri stundu að fá að sjá þessi lista-
verk í alþingishúsinu.
En þau eru ekki komin fyrir manua
sjónir enn í dag og munu liggja enn ó-
snert í trékössum undir stiganum í þing-
húsinu.
Það verður ekki annað sagt, en heldur
sé kuldalega tekið gjöfum mæringsins, að
þeim skuli ekki hafa verið sýndur sá sómi
að taka þær upp úr kössunum í heilt ár!
Þetta skeytingarleysi er algerlega óaf-
sakanlegt í alla staði, ekki sízt af því, að
málverkin geta legið undir skemdum þar
sem þau eru nú; geta verið mygluð og
músétin í kössunum og ekki talin boðleg
öðrum en amtmanninum fyrrverandi —
hann kann þó vonandi í lengstu lög að
meta þau, eins og myndina af Gyldenlöwe
úr Hólakirkju.
Nú hafa Danir gefið landinu myndir
eftir Carl Lund og má vænta að ekki
þyki annað hlýða, en þær sé teknar
úr umbúðunum áður en konungurinn kem-
ur að sumri.
Hver veit nema stjórnin láti þá myndir
Fiske’s njóta góðs af og taki þær þá líka
upp úr kössunum.
Stórfeldir landskjálftar
hafa enn orðið vestur á Kyrrahafsströnd,
eftir því sem Marconiskeyti herma.
Á fyrra miðvikudagskveld kl. 8 kom
mikill landskálfti í borginni Val-paraiso
(Paradísardal) í Chíle lýðveldi í Suður-Am-
eríku. Gerði sá kippur ekki mikinn skaða,
en felmtri sló á borgarlýðinn og flýðu
menn úr húsunum. Litlu síðar kom ann-
ar kippur miklu meiri. Gengu þá hin
traustustu mannvirki úr skorðum og hús-
in hrundu niður sem hráviði. Kviknaði
þá í húsum á mörgum stöðum, á sama
hátt, sem varð í San-Francisco í vor.
Lágu bæjarmenn úti um nóttina og fjöldi
manna flýði til fjalla.
Hraðskeytasamband við borgina ónýtt-
ist þegar í fyrstu kippunum, svo að frétt-
ir um tjónið hafa verið óljósar og ósam-
hljóða. Landstjórinn í Val-paraisó-héraði
hefir skýrt ríkisforsetanum frá að 300
manns muni þar hafa týnt lífi, en 800
meiðst. — Síðustu fréttir segja að farist
hafi að minsta kosti 3000 manna í Val-
paraisó og eignatjón muni ekki minna
en 100 miljónir dollara.
Eldinn hafði loks tekist að hefta, eink-
um með því að sprengja hús í loft upp
til þess að hindra útbreiðslu hans.
Herlið hefir haft í hendi löggæzlu í borg-
inni eins og í San-Francisco, og skotið
marga ránsmenn.
Mikill voði stendur af bjargarskorti,
sökum þess að járnbrautalestir hafa tepst,
(brautirnar skemst). Hjálparnefndin í San-
Francisco heíir sent 10 þúsundir doliara
til líknar nauðstöddum.
Miklir landsskjálftar hafa haldið áfram
síðan. Einkum kom einn afarstór á mánu-
dagskveldið.
Meginhluti borgarinnar er talinn gjör-
eyddur af hruni og eldi, og óbyggilegt
sökum stórskemda það sem eftir iafir.
Landskjálfar þessir hafa gengið yfir
stórt svæði umhverfis og valdið víðar stór-
tjóni. Borgin Quilleto, skamt frá Val-
Paraiso, er talin gjöreydd. Borgin Lim-
ache er talin hrunin og fleiri smáborgir.
í Limache einni sagt að 200 lík liggi ó-
grafin. í höfuðborginni Santiago biðu 30
menn bana og tjónið talið 4 miljónir doll-
ara.
Eyjan Juan Fernandes, þar sem saga
•Robinsous Crusoe er látin gerast, eyddist
með öllu. Hún lá langt í hafi úti, vest-
ur af Valparaiso.
Val-paraiso var önnur mest borg á
á Kyrrahafsströnd, næst San-Francisco.
Liggur hún undir sama fjallgarðinum, en
þó meir en 600 dönskum mílum suunar
á hnettinum. Eldfjöll eru mörg í Chile
og hefir þar oft kent landskjálfta.
Jón Ófeigsson er góður þískumaður.
Hefir hann valið hana firir aðalgrein í
námi sínu við háskólann í Khöfn og tek-
ið í henni fullnaðarpróf með ágætri eink-
unn. Firir því mun mörgum þikja vænt
að heira að hann hefir nú lokið við að
semja kenslubók í þísku. — Handritið hef