Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 28.10.1906, Blaðsíða 2

Ingólfur - 28.10.1906, Blaðsíða 2
180 [28. okt. 1906]. þá geta Danir ekki látið »ig að neinu furða á því, er þeir koma hingað út, þótt þeir sjái þjóðernismerki vort samhliða sínu eigin er vér fögnum þeim sem gestnm vorum. Fáninn. Nefnd sú, er stúdentafélagið kaus á dögunum til þess að semja frumvarp um, hversu fáni íslands skyldi vera og hversu ráða ætti máiinu til beztu framkvæmda, bar fram tillögur sínar á stúdentafélags- fundi, er haldinn var á mánudagskveld- ið 22. þ. m. Fundurinn var mjög vel sóttur og urðu umræður langar og ítarlegar. Yóru þar samþyktar nær í einu hljóði allar tillögur nefndarinnar og ákveðið að fán- inn skyldi vera, sem hér segir: „Kaupfáni Islands skal vera blár feld- ur í hvítum krossi; álmubreidd krossins skal vera */8 af breidd fánans, þá er mælt er við stöngina; bláu reitirnir skulu vera réttir ferhyrningar og bláu reitirnir fjær stöng- inni jafnbreiðir þeim en tvöfalt lengri. Þjóðfáni íslands (fáni alþjóðlegra stofnana) shal vera eins og kaupfáninn nema klofinn að framan“. Þvínæst samþ. félagið að leita fylg- is alira félaga um land alt að framkvæmd fánamálsins og ákvað að halda borgara- fund hér í Reykjavík til þess að efla fylgi þes3. Síðar mun verða ákveðinn dagur, þegar fáninn sé í fyrsta sinn hafinn á stöng samtimis um land alt. Tillögur félagsins hafa þegar hlotið eindregið fylgi hér í bænum, enda ríður nú á, að allir ærlegir íslendingar fylgi þessu máli einhuga fram til sigurs. Orðvarir skyldu allir vera. í niðurlagi góðrar og þarfrar hugvekju um Jónas Hallgrímsson og Bókmentafé- lagið kemst hr. H. P. svo að orði — í Ingólfi — að „vel mætti mega krefj- ast þess af hverju meðalnæmu barni, að það kynni megnið af kvæðum Jónasar utanað. Yrði íslenzkri tungu að því hin mesta vörn, og ekki veitir af, ef ekki á að verða ráðandi hér í landi eitthvert sálar- laust hlœgilegt skrípamál líkt og Fœreyska eða sumt það, sem nefnt er norska.* —“ Er eg las þetta, rann mér í hug hið forna spakmæli, að eigi skyldi Iofa neinn svo maður lasti annan, og má þó með sanni sitt móðurmál lofa. — En ógætilegt virðist mér að fella órökstudda sleggju- dóma frammi fyrir almenningssjónum, og eigi síst, þegar er um eins hjartfólgið málefni er að ræða og móðurmál annara. — Veit ég vel — og það af eigin reynslu, — að manni gengur það nær Leturbreyting gerð af mér. H. V. INGOLFUR. hjarta, ef móðurmáli manns er hallmælt — eða manni sjálfum brugðið um illa meðferð á því. Og mættum vér síst gleyma, að þar höggum vér hart í garð annara, er vér dæmum móðurmál þeirra. Ættum vér að ganga varlega að því verki, en aftur á móti vanda sem mest um hjá sjálfum oss. Fyrir þá brýning á H. P. og aðrir þökk skilið. En eigi megum vér, er vér dæmum um tungu annara þjóða, dæma eftir því, hvern- ig orð þeirra og framburður lætur oss í eyrum. Mismunurinn á þessu er einkenni tungnanna. Og þó íslenzkan láti oss bet- ur í eyrum en önnur tungumál, er það einungis eðlileg afleiðing þess, að vér unn- um tungu vorri og erum henni hand- gengnastir. — Til að dæma um tungu ann- ara þjóða þurfum vér að þekkja hana til hlítar, sögu hennar og lífskjör í liðinni tíð og núverandi. Á þeirri þekking verð- ur dómur vor að byggja, ef lögmætur á að reynast. — Ætla ég nú að hafa vaðið fyrir neðan mig og bætta mér eigi á hál- an ís, og segi ég mig því ókunnan, hvort hr. H. P. þekkir færeyskuna til hlítar eða eigi, — en hitt veit ég, að hann er mað- ur vel fær í fleiri málum. Mig tekur það sárt, er ég heyri landa mína dæma hart um tungu færeyinga. Misjafnir eru að vísu dómarnir, en all- flestir harðir. Óréttsýnir virðast mér dómendur vera. Oss íslendingum ætti þó eigi að vera ókunn saga og lífskjör fær- eyskunnar að fornu fari og nýju. Af öll- um þeim landvættum er verndað hafa ís- lenzkuna um ár og aldir hafa færeyingar einungis haft einn einan, og það er trygð þeirra við tungu sína. Sú trygð ein er það, er það kraftaverk hefir unnið, að færeyskan eftir 400 ára ánauð — sú fær- eyska, er margir af beztu mönnum fær- eyinga vilja gera að almennu ritmáli sínu — er enn svo náskyld og nauðalík tungu vorri, að undrun sætir. Og eigi raundum vér annað þurfa en rétta hönd yfir haf til frænda vorra og lyfta undir bagga með þeim til þess, að tungur þessar tvær rynnu saman að nýju á næstu mannsöldrum. — En vart munum vér það gera, ef vér á- lítum færeyskuna sálarlaust og hlægilegt skrípamál. Síðan 1888 hafa færeyingar barist fyr- ir endurreisn tungu sinnar. Alt að þeim tíma réð danskan ein lögum og lofum í kirkju, skóla og á þingi. Þá var „För- eyingafélag" stofnað, og hefir það líka starfað alúðlega að þjóðernisvakning fær- eyinga. „Föroya bókafelag“ gefur út bækur á færeysku — meðal annars „A. B. Ö.“, biblíusögur og lestrarbók með frum- rituðu færeysku efni, söngbækur með sálm- um og ný-færeyskri „lýrik“ o. m. fl. Kafl- ar úr biblíunni eru einnig þýddir á fær- eysku. V. U. Hammershainnd prófastur myndaði fyrstur sameiginlega réttritun færeyskunnar, og samdi hana mjög eftir íslenzku. Auk hans hefir einnig Dr. J. Jakobsen starfað mikið af framförum fær- eyskunnar. — — Færeysk blöð flytja nú orðið oft blaða- greinar á færeysku, og blaðið „Fugla- frami“ er eingöngu ritað á þeirri tungu, og er ritstjóri þess Sverri Paturson, bróð- ir Jóhannesar á Kirkjubæ. — Sem dæmi þess, að færeysk tunga eigi bæði sál og tilfinning og skáldlega snild að geyma set ég hér kafla úr „Vísa um Föroyar“ eftir F. Petersen prófast í Nesi á Austurey. Enda er það ættjarðarsöng- ur svo hjartnæmur og fagur, að enginn þyrfti kinnroða fyrir að bera: — Eg oygjar veit, sum hava fjöll og gröna líð, og taktar eru tær við mjöll um vetrar tíð, og áir renna vakrar har og fossar nógv, tær vilja allar skunda sær í bláan sjógv. Guð signi mitt föðiland Eöroyar!------- Mitt föðiland tað fátækt er, eg veit tað væl — ei gullsand áin við sær her um fjalladal; men meðan líðin elur seyð, og hafið fisk, so fæst við Guðs hjálp daglegt breyð á För- oyings disk. Guð signi mitt fóðiland Föroyar! — — Mitt föðiJand ! tað ynski mær í hjarta er, at lukkan góð má fylgja tær á tíni ferð, so lengi sólin roðar í fjöll um morguntíð, og sknggi fer um grönan völl og bratta hlíð. Guð signi mitt fóðiland Föroyar! — — — - Viðvíkjandi sumu því, „sem nefnt er norska“, þori ég eigi að segja neitt að svo stöddu, þareð ég veit eigi með vissu, hvort hr. H. P. á þar við nýnorskuna eð- ur eigi. En sé svo — er þar engu síður tekið djúpt í árinni, því það hélt ég fæst- ir mundu treysta sér til að segja, að mál það, sem „Huliðsheimar“, „í Helheimi“ og aðrar beztu bækur nýnorskunnar eru ritaðar á, sé sálarlaust og hlægilegt skripa- mál. Helgi Valty'sson. Lítiö nýtt þingræðis-sýnishorn, Hannes Hafstein ráðherra hefir manna mest, að undanteknum ef til vill vini hans og aðalstoð Jóni Ólafssyni, borið innleiðslu þingræðis hér á landi á vör- unum, en enginn maður hefir í verkinu sýnt þingræðinu meiri lítilsvirðingu, brot- ið ályktanir þingsins á bak aptur og fót- um troðið þær, fremur en hann. Allir muna hvernig hann fór með skilyrði þingsins um undirskrift á ráð- herra-skipuninni eða hvernig hann gjörði ritsímasamninginn þvert ofan í ályktun þingsins. í báðum þessum stórmálum virti hann að vettugi vilja og ályktun þings- ins og það var aðeins fyrir dæmalaust þrekleysi eða hund-fylgispekt þingsins eða meiri hluta þess, að honum hélst það uppi, því að vitanlegt var það og alkunn- ugt, að flokksmönnum hans var sárnauð- ugt að fylgja honum, þó að þeir þyrðu ekki annað. Það gat hver maður sagt sér sjálf- ur, eftir þessari aumlegu framkomu þings- ins eða meiri hluta þess flokksins, sem Hafstein sagði sig „styðjast við“, að hann myndi ekki virða mikils ályktanir hans

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.