Ingólfur - 04.11.1906, Side 1
NGOLFU
IV. ÁR.
Reykjavík, suiinudaginn 4. nóv. 1906.
47. blað.
Plr> gj T~i r» er í efa um það, að hollara og notalegra sé að vera þur
og hlýr á fótunum en hið gagnstæða’; — en ef þér eigið ilt með það í haustrigning-
unum og haustrosunum, þá skuluð þér reyna
skófatnaðinn í Edinborg,
og munuð þér brátt komast að raun um, að hann lekur okki, að hann er hlýr, hald-
göður og snotur og framúrskarandi ódýr.
Mikið úrval af nýjum birgðum.
Alt af smíðuð gÖtUStlgVél og allur annar skófatnaður á vinnustofunni
og hvergi fljótar afgreitt viðgerðir á slitnum skófatnaði.
Um mánaðamótin koma miklar birgðir af
Barnasti§:vélu.m.
Eftir hinn heimsfræga skUJsagnahöf-
und
A. CONAN DOYLE
eru útkomuar sögurnar : Nótt hjá nihilistum verð 25 aur.
Feðgarnir i Surrey - 25 —
Hættulegur leikur - 25 —
Silfuröxin - 15 —
Úr lifi morðingjans — 25 —
Ferstrendi kistillinn — 25 -
Rauðhausafélagið — 25 —
Þumalfingur verk- fræðingsins — 25 -
Maðurinn með skarðið i vörina — 25 —
Mislita bandið — 25 —
FÆST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM
Landvörn og konungskoman.
Landvarnarmenn verða í margar áttir
að líta um þessar mundir, og hlutverk
þeirra vex æ meir og meir eftir því sem
tímsr líða fr&m.
Skipulag flokks vors er í byrjun, og
hver sá er vill líta aftur til þess tima er
landvörn hófst og reisti merki íslands
upp frá falli, mun hljóta aðjáta, að hrað-
stígur og athugaverður mótstöðu-
mönnum vorum er vöxtur þessa flokks.
Bergmálið af kenningum landvarnar-
manna breiðist víðar og víðar út meðal
þjóðarinnar og innan skamms verða þær
raddir einar hjíróma, eem ekki vilja taka
í sama streng.
Eu það er ekki hlutverk vort eitt að
safna kröftum vorum og kanna vort eig-
ið lið. Hlutverk vort á hverju stigi
flokkssögu vorrar er jöfnum höndum
að haga svo baráttu vorri að sig-
urvænlegast só fyrir málstað íslands.
Yór viljum aldrei láta það sitja í
fyrirrúmi að einstakir menn flokks
vors gerist góðir fyrir það þótt þeir
hafi unnið skyldu sína í flokki vor-
um, og vér viljum heldur ekki metast
um það hvort einn eða annar af and-
stæðingnm vorum frá öndverðu hefir
orðið fyrri til þess að játa það sem vér
sögðum rótt Ig satt.
Skylda landvarnarmanna er það nú að
halda þeirri sömu stefnu fast fram er
Ingólfur hiklaust tók sér þegar í stað
er rætt varð um gestavináttu milli Daua
og íslendinga. Góðir menn hór á landi
eiga að koma sér saman um á hvern hátt
þjóðin getur með eindrægni tebið svo
konungi vorum og fylgd hans, að oss
sjálfum sæmi vel og að málstað vorum
só að engu leyti stofnað í hættu óvirð-
ingar nó óvildar gesta vorra.
Þá 'vgsri máli því sem efst er á baugi
hjá oss teflt í hættu óvirðingar erlendra
manna, Dana og annara, ef vér lótum
leiðast til svo mikillar þýlegrar kurteisi,
að hvergi væri látið bera á því, að vór
þykjumst vera menn fullkomlega jafn-
fætis hinum þótt vór séum færri og fá-
tækari og að vér viljum láta oss jafn
ant um heiður og rótt þjóðornis vors
eins og aðrir menn, sem frjálsir eru. Og
sér i lagi mundi það draga úr áliti út-
lendinganna ef þeir fyndu ekki í öllum
mannfagnaði hér og alúðarmerkjum gagn-
vart konungi vorum einbeittan og á-
kveðinn vilja um breytingar á stjórn og
stöðu landsins undir orðum vorum og
gjörðum öllum.
En eirs víst sem þetta er einnig hitt,
að það mundi stofna máli voru í óþirf-
lega hættu óvildar hjá srmþegnum vor-
um í Danmörk ef vér létum ekki ráða
alla þá hæversku og drengskap í fram-
komu vorri, sem hægt er að sameina
þeirri skyldu vorri sem að ofan er nefnd.
Eitt hið fyrsta óbrigðulasta merki þess
að vór ættum lítinn rétt til meira sjálf-
stæðis væri það ef vór gætum nú ekki
komið fram svo að hvarvetna sæist
hlýðni vor sjálfra við það skylduboð um
kurteisi, sem vér höfum lagt oss á herð-
ar og alþjóðasiður leggur hverri þjóð á
herðar við slíkt tækifæri.
Menning þjóðar vorr&r getur hér orðið
dæmd á glöggu einkenni á tvennan hátt;
á þvi, hve vel vér bomum til dyra eftir
föngum vorum, og á þvi, hve einhuga og
óhagganlegur vilji um ákveðnar réttar-
bætur skín i gegnum öll opinber orðog
gjörðir vorra manna þegar sonur Krist-
jáns konungs níunda kemur nú til þess
að heilsa íslendingum.
Námsstyrkur
íslenzkra stúdcnta í Khöfn.
Steingrímur Matthíasson, settur héraðs-
læknir í Reykjavík, skrifar í „Lögréttu“
allítarlegt mál um þetta efni.
Það er margt athugavert við grein
læknisins og ekki síst við höfuðatriðÍD.
Þótt læknirinn geti þess lítillega, að fyr-
ir honum vaki ekki hið núverandi ástand,
er samt framkoma greinarinnar sjálfrar
næg sönnun hius gagnstæða; ef lækuinum
hefðí virst námsstyrkurinn koma stúdent-
um þeim, er Dám stunda við háskólann,
að góðum og betri notum en undanfarið,
er auðsætt að greinin var ástæðulaus, Til
hvers ætli læknirinn færi að koma með
breytingartillögur sínar um notkun styrbs-
ins, ef alt væri í góðu lagi þ. e. eftir
kröfum læbnisius?
Nei, frá því getur læknirinn ekki skrif-
að sig, að grein hans byggist á því, að
íslandi komi þessi margumræddi og af
Dönum eftirtaldi námsstyrkur, ekki að til-
ætluðum notum, fyrir leti og drykkjuskap
stúdentanna.
Læknirinn þebkir það eins vel og ég,
og betur, þar hann má heita nýskroppinn
úr þessum stúdentahóp, að iðjulausir svall-
arar eru hrein undantekniug meðal ís-
lenzkra stúdeuta. Þvert á móti koma nú
heim til íslands á hverju ári dugandi
námsmenn, margir með háa l.einkunn og
það eftir örstuttau námstíma, margir
hverjir.
Vandamenn og vinir þessara stúdenta,
sem búa hér víðsvegar um landið og vænta
hins bezta, fá óneitanlega miður hress-
andi lýsingu á sonum sínum hjá læknin-
um.
En — það sakar minna hverja skoðun
hinir og þessir hafa á þessum námsmönn-
um. Flestir þeirra koma nú á dögum
heim með meiri þekking og dug til starfa,
en þeir fóru með að heiman. Vitaskuld
hníga nokkrir í valinn og eðlilega eink-