Ingólfur


Ingólfur - 28.04.1907, Blaðsíða 4

Ingólfur - 28.04.1907, Blaðsíða 4
70 INGÓLFU[R Petta var enginn spaklátur dansbur bóndadaDS. Með slíkum bætti dansa menn hvergi nema á Spáni. Um þeirra manna æðar rennur ólg- andi vín. Framh. Kaupmannafundur. Umræður um bryggjumálið. bjargaru. Hann minnir á, að illa hafi farið fyrir Dönum, þegar þeir ætluðu að fara að búa upp á hellenzku. (Það kostaði þá tíu eða tólf milliónir). Þeir hafi fengið dýra menn frá Hollandi, en tillögur þeirra hafi verið fjarstæða. Alt væri gott, sem gert var, en þyrfti meira fé, sögðu þeir. Er það ekki við- kvæðið hérna líka hjá Kofod Hansen í skóræktarmálinu. Grein hans minnir Fejlberg á tilsögn í matreiðslubók, sem byrjar svo: „Taka skal silfurdiskM. (Þjóðv.) Afslátiur á öllum vörum enn í nokkra daga. Laugaveg 1. Þess var getið í síðasta blaði, að Tryggvi Gunnarsson og Ásgeir Sigurðs son og fl. sæktu um til bæjarstjórnar- innar, að þeim yrði seld á leigu bæjar- bryggjan um nokkur ár. Þessi frétt vabti almenna óánægju og óhug, ekki sízt meðal kaupmanna. Á föstudaginn 26 þ. m. héldu kaup- menn bæjarins fund til að ræða um þetta mál, og tóku allir í einn streng, — nema Thomsen, — að með öllu væri óhafandi að bryggjan yrði leigð einstök- um manni eða félagi. Tryggvi Gunn- arsson mætti á fundinum og lýsti yfir því, að hann hefði aldrei ver ð með því, að bryggjan yrði leigð einstökum manni eða félagi. Það var þá lesið upp fyrir honum nefndarálit hafnar- nefndarinnar (en í þeirri nefnd er Tryggvi og Ásgeir með bæjarfógeta) en þá kendi hann fógetanum um allt[er þar stóð um leigu á bryggjunni. Honum var þá svarað því, að hann (Tryggvi) hefði undirskrifað nefndarálitið athugasemda laust ogakildihann þvíeigiásaka bæjar- fógeta. Því svaraði Tryggvi engu, en tók í nefið hjá „Bjarna“, en þá varð Bjarni brosleitur og kinkaði kolli. — Fund- urinn samþykkti svo hljóðandi fundar- tillögu: „Fundurinn krefst þess afhinni hátt- virtu bæjarstjórn Reybjavikurkaupstað- ar, að hafnar bryggjan sé enn sem að und&nförnu til allslierjarnota eftirgjalds- laust með öllu, og að hún sé engum einstökum manni né félagi leigð". Með tillögunum greiddu 37 atkv. en móti 5, Af þessum 5 voru þrir vinnu- menn Tryggva: Bjami, Thomsen og Búi. Þegar búið var að samþykkja tillög- una fórust Tryggva orð í þá átt, að nú skifti hann sér ekki meira um mál þetta. Það fannst á, að það var einka- rétturinn, er honum var sárast um. Fundarstjóri var Sveinn Sigfússon í stað Ásgeirs Sigurðssonar, er baðst und an því af þeirri ástæðu, að málið snerti sig. Hann sat hjá og lagði ekki til málanna. Eins gjörðu og aðrir bæjar- fulltrúar er á fundi sátu. Fundarmað ur. Kofod Hanseu heitir sá, er nú hef- ir nmsjón yfir skógrækt hér á landi. Er hann danskur sem nærri má geta. Hann hefir ritað um ísland í „Uge- skrift tor Landmænd", danskt viku- blað. Hann telur Dani mestu fram- faraþjóð í búnaði og segir, að þeir íari til Siberíu og víða um lönd til að hrinda fram búnaði þar, en vanræki að hjálpa aumingja íslendingum og kenna þeim að búa. Margt er manna bölið! — Sannleikurinn er þó sá, að Danir eru fengnir til Síberíu og víðar til þess að vinna að framkvæmd á því, sem þar- lendir menn vilja gera láta, en koma ekki þangað til þess að ráska með hvað gera skuli, og kenna að búa „uppá dönsku“. Fejlberg gamli hefir svarað þessari grein. Segir hann, að íslendingar verði að hjálpa sér sjálfir, en Danir eigi ekki að gera annað en „hjálpa þeim til sjálf- Undirskrifaður hefir hús og lóðir og aðrar fasteignir til sölu, ennfremur hús til að leigja út frá 14. maí næst- komandi. Frá þessum degi byrja ég aftur að innheimta skuldir. Notið tækifærið. Reykjavík 17. april 1907. S. E. Málmkvist. 3 karlmenn geta fengið atvinnu í surnar á Aust- urlandi við liskvciðar. Gkott Kaup Ritstj. gefur nánari upplýsingar. óskar atvinnu við verzlun, skipa afgreiðslu, blaða-afgreiðslu eða lík störf. Pilturinn <jr vel að sér í bókfærslu og reikningi. Ritstj. v. á. Ifnilegur læFÍsvemn lœrðaskólans óskar atvinnu við verzlun hér í bæuum í sumar frá því prófi er lokið í skól- anum og þar til hann byrjar aftur í haust. Ritstj. v. á. Til kaupmanna! Hér með leyfum vér oss að gera yður viðvart um, að vér biðjum yður að beiua öllum málaleitunum o. s. frv. til vor upp frá þessu til skrifstofu vorr- ar hér. Hún er fyrst um sinn í Hótcl ísla :d, og gengið inn þangað úr Aðalstræti. Með mikilli virðingu Det Danske Pttroleums Aktieselskab. Shnnefni: Petroleum, Reykjavík. næstum óbrúkuð, til sölu nú strax Duglegur og vanur motorbáts-formaður getur fengið atvinnu í sumar á Austurlandi. GrOtt Itaup. Ritstj. gefur núkvæmari upplýsingar. 2 kvenmenn getafengið atrlnnu í sumar á Aust- urlandi rið kaups aðarvinnu. Ritstj. gefur nákvæmari upplýsingar. Eldhússtúlka Tvö Ioftherbergi til leigu 14. n.. m. í Þinghoitsstræti 2C. Agoett hey er ennþá til sölu í Einarsnesi. Kostar ðJ/2 eyri pundið í Reykjavíb. Ullar- sekkir eða reipi (tvenn á hvern bagga) sendist með pöntunum til undirskrifaðs. eða Björns Jónssonar Lindargötu 41. Böövar Jónsson Einarsnesi. A Kleppi getur karlmaður fengið atvi'nmir við: hjúkrunarstörf. Gott kaup.. Þeir, er sinna vilja þessu snúi sér sem fyrst til Þórðar Sveinssonar. Uppsölum. Hcima kl. 4—5. Ritstjórar og eigendur: Ari Jönsson Benedikt Sveinsson. Fólagsprentsmiðjan. 25 — 30 ára gömul, dugleg og vel verki fariu getur fengið vist við þvotta og læsting í litlu og snotru matsöluhúsi í Kaupmannahöfn, hjá Harald. Paaslie, Vestervoldgade 91. Kaup i fyrstu 15 krónur um mánuðinn. scsr iemja skal við Filsij. Ingólfs. Hizs og lóöir. Eins og að undanförnu hefi eg til sölu liús og lóðir á góðum stöðum 1 bænuiu, fyrir bezta verð. Jónas H. Jónsson. Kárastíg. Einróma ,er við það kannast, að hvergi liér á landi sé eins gott að eiga öll vínkaup og Ibrennivínskaup sem við vínverzlun Ben. S. hórarinssonar. Til leigii • eru húsnæði austarlega í bænum fyrir tvær til þrjár fjöl- : skyldur. — Semja þarf sem fyrstjvið Jónas H. Jónsson við Kárastíg.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.