Ingólfur


Ingólfur - 07.07.1907, Blaðsíða 1

Ingólfur - 07.07.1907, Blaðsíða 1
V. árg. 27. blað INGÓLFUR Reykjavík, sunnudagimi 7. júlí 1907. Guðmundur Hannesson li éraðslækitir. Heima kl. 2—4. e. m. Aðalstræti 8 (fyrst uin sinn). Móðurmálið. Sænskur rithöfundur einn, er fæddur var 1708, ritar svo um móðurmálið :* „É? þekki frú eina, sem gerir dóttur sína að engu. Ég kenni í brjósti um aumingja stúlkuna, því að hún er þokkasæl að eðlisfari og ljúf 0g létt á sér og á sér fáa jafningja hér í. En kerlingin er hörð við hana og svo hirðu- laus og heimsk að hún gerir úr henni afskræmi í stað fríðleiksstúlku, ef ég get ekki talið hana á meiri skynsemd í þessu. — Stúlkan er fögur, en móðir henuar hefir ekki vit á eðlisfegurð, en afskræmir hana með litum og frönsk- um flugum. Ég hef séð svo ókunnug- lega bletti og búningskæki á aumingja stúlkunni, að ég veit ekki, hvort þeir eru grískir, rómverskir eða þýzkir. Sjálf veit hún ekki, hvernig hún á að vera. Allur frjálsmannlegur þokki er bældur niður hjá henni, sem henni er áskapaður, því að þótt ótrúlegt sé fyr- irlítur móðirin dóttur sína. Slikt er ýmist í ökla eða eyra. Ég þekki mæð- ur, sem eru örvita af ást á dætrum sínum. Þær tala ekki um annað, þær iofa ekki annað, þær hafa ekki gleði at' öðru og ekki sorg. Eu þessi lætur ölnboga- barnið sitt sjaldan sjást hjá heldri mönn- uni. Hún verður að sjá um sig sjálf sem auðnast vill innan um unglinga og almúgamenu. Þú getur nærri, hvaða virðingar hún aflar sér í slíkum félags- skap. En ef hún fær leyfi til að koma til siðaðra manna einhvem tíma, þá er hún dubbuð upp eins og sagt var. Þá verður hún og að ná í föt af öðr- um stúlkum, sem eru ekki sniðin á hana eða saumuð, fá alt til láns hjá þeim, jafnvel göngulag og limaburð, svo hún vexður jafnafskræmd eins og prestur sem vill vera riddari, hirðmað- ur sem vill vera heimspekingur, og flestir rímsmiðir vorir, sem vilja vera skáld. Þú kant að spyrja, Svíþjóð, hvað þér komi þessi saga mín við. En haldið þér til góða, fiú Svíþjóð, því að ég á við yður sjálfa. Þér eruð móðir- in, tungan erdóttirin“. Svíinn lýkur ræðu sinni með því, að hann muni að minsta kosti verða sænskur og rita og tala móðurmál sitt hreint. Nú er hátt á aðra öld síðan þetta var. Sviþjóð tók áminningunni og sænskan gengur næst drotningu norð- nrlandamálanna um alla málprýði. En hversu er nú viðbúð Fjallkonunnar við þessa drotningu, íslenzkuna, sem er hennar dóttir? * Olaf von Dalin (1708—03) hélt þessa ræðu til varnar sænskunni gegn erlendum yfirgangi i móli og listardómum, einkum of- urvaldi frönskunnar. Hundrað árum síðar en þetta var, heldur Konráð Gislason rœðu sina álirærandi íslenzkuna. Han i getur þess þar að Magnús Ketilsson hafi þá fyrir mannsaldri orðið að verja móður- mál okkar gegn þeim, sem vildu láta íslendinga leggja niður íslenzkuna og taka upp dönsku í staðinn. — Mörg kostaboð hafa oss verið gerð, en eiuna greinilegust ættareinkenni bróðurástar- innar hafa þau tvö verið: aðflytja íslend- inga úr landi og á jótsku heiðarnar, og hitt að þeir tæki upp dönsku í stað íslenzku. — Eu sú kynslóð var þegar dauð, er Konráð hélt ræðu sína, og vonandi svo djúpt grafin að húu risi aldrei upp. En hann segir að á eftir henni hafi komið önnur litlu hygnari og töluvert hættulegri. „Það eru þeir, sem halda að einu gildi, hvernig þeir fara með íslenzkuna, og bæta hana og staga með bjöguðum dönskuslettum, í orðum og talsháttum, greinum og greinaskipan — af einberri heimsku og fákunnáttu." Og því er nú miður að „golþorskarnir með eiutrjáningssálirnar“ eru enn ofan jarðar. Þeir vaða enn „á bægslunum í gegnum vísindin og gleypa hugmyndirnar eins búnar og þær verða á vegi fyrir þeim“. Þeir leyfa sér enn að bera þau brigsl á móðurmál sitt, að það sé ósveigjanlegt, þetta mál, sem er jafnauðugt og sveigj- anlegt sem grískan og önnur þau mál, sem bezt eru fallin tii nýgjörflnga gerð- ar, eða með öðrum orðurn hafa mestan lífþrótt. Konráð kvað þessa menn niður. Sjálf- ur ritaði hann íslenzku af snild og þá eigi síður J. H. og margir yngri og eldri þeim og kennari þeirra og fyrir- mynd var Smnbj. Egilsson. En hér er við raman reip að draga því að auðlærð er ill danska, og uppskafnings- hátturinn er enn svo ríkur, að mörg- um þykir það sóini og fremdarauki að færa hugsanir sínar í danska brók eð- ur aðra útlenda leppa. Þeir menn bera fyrir sig ýmsar á- stæður og þótt Konráð Gíslason hafi hrakið þær flestar í ræðu sinni, sem ég nefndi, þá vil ég þó nefna þær heiztu og láta fylgja þeim það lof sem þeim er maklegt. Fyrsta ástæðan er þessi: „Allar þjóðir blanda mál sitt erlendum orðum. Hví skyldum vér þá ekki gera það?“ Þetta er engin ástæða, því að hversvegna ættum vér að vinna sjálf- um oss mein, þó að aðrar þjóðir geri það. Þetta er höfuðröksemd allra apakatta. En vér ættum að leggja slíkar röksemdir fyrir óðal sem fyrst, bæði í málinu og — landsmálum. Önnur ástæðan er þessi: „Véreigum engin orð yfir þann urmul nýrra hug- mynda, sem bætist við.“ Þetta er satt, en í því lýsir sér lifsþróttur málsins, að það geri ný oið eða vagsi og þró- ist. Og íslenzkan er þar jöfn þeim málum, sem bezt eru til þess fallin, eða betri. Lesi þeir ræðu Konráðs, sem trúa mér ekki. Þriðja ástæðau er: „Nýgjörvingar eru eigi auðlærðari en útlendu orðin.“ Þetta er ósatt mál. Útlendu orðin eru hand- hægari þeim, sem hafa verið í skólum vorum, sem sýnast vera hafðir til niður- níðslu máli voru og einkis annars, en nýgjörvingar eru öllum almenningi auð- lærðari og auðskyldari. Því að málið skiftist í stórar og smáar fjölskyldur og nýgjörvingarnir fæðast af einhverri slikri ætt og eru því auðþektir á ættarmótinu og auðlærðir. en útlendu orðin eru að- skotadýr, sem enginn veit, hvar heima eiga. Til skýringar þessu skal ég miuna menn á að af rót þeirri, sem hefir tákn- að hugmyndina um ljós, fæðafet mörg orð til táknunar á svipuðum hugmynd- um. Þetta verður svo heil ætt og minnir hvert orðið á annað, svo að orðasam- böndin samsvara alveg hugmyndasam- böndunum. Málið léttir þá börnum og öðrum rétta hugsun og verður kennari þeirra, er þeir læra að flokka hugsaa- irnar um leið og þeir læra tákn þeirra, orðin. Slík óbein skýrandi áhrif á hugs- unina geta aðskotaorðin ekki haft. Fjórða ástæðan er þessi: „Oss er létt- ara að læra útlend mál ef mirg orð þeirra eru í máli voru.“ Öll þjóðin ætti þá að Ieggja á sig að læra hóp af útlendum orðum til þess að sá hluti eigi léttara verk, sem lærir erlend mál á ókomnum tíma. Raunar yrðu þessar verkaléttis- vonir að engu, því að orðin myndu breyt- ast svo að erlenda ætternið dyldist og mundi þá enginn flnna þeim neinn stað, hvorki í sínu máli né öðrum. En ef vér breytum mjög rnálinu, gerum vér niðjum vorum erfiðari aðgang að bók- mentum vorum og börn vor sviftum vér þeim lærdómi og hægðarauka, sem ætt- armót orðanna veldur. Það tína þeir til hið fimta, að ný- gjörvingar séu Jangir og óviðkunnan- legir. En þar tala þeir „ein'i og fá- vísar konur tala“, því að ný orð eiga að vera gerð eftir sama lögináli sem hin eldri og þá verða þau ekki óvið- kunnanleg. En þótt stundum hafi þetta uiistekist, þá er það engin sönnun fyrir að svo hljóti að vera. En fleira þarf að forðast en að hrúga útlenduin orðum inn í málið; hitt er og lífsnauðsyulegt að því sé haldið hreinu í „talsháttum, greinum og greina- skipan.“ Og einn hlutur er furðulegur: Sagna- ritun forfeðra vorra er svo ágæt, að hún er talin öllu öðru fremri, sem heim- urinn þekkir i þeirri grein. En skáld- sagnahöfundar vorir taka sér nú til fyr- irmyndar lélega miðlungshöfundaerlenda og láta sem þeim sé islensk sagnasnild ókend, — eða er hún það? Oss er lífsnauðsyn að vanda málið og halda uppi skörulegri landvörn í þeirri grein og fara að ráðum Einars Þveræ- ings að „ljá ekki fangstaðar á oss.“ Hinar fornu bókmentir vorar eru dýrasti menuingarauður, sem Norður- landaþjóðirnar eiga. En enginn þeirra á beinan aðgang að þeim nema vér, af því að vér höfum geymt málið. Yér höfum átt Gunnar og Skarphéðin, Gretti og Gest spaka fyrir æskuvini og marga aðra og jafnvel goðþjóð Val- hallar. Ef vér spillum málinu, þá verð- ur niðjurn vorum varnað þess félags- skapar og allra nota af andlegum auði fortíðarinnar. En það er oss þ • í skaðlegra sem vér erum færri. Því að eftir því sem nútíminn getur minna int af hönd- Brynjólfur Björnsson tanula'kuir. Ileiuia kl. 10—2 og 4—6. Þingholtsstræti 18. um eftir þvi er nauðsyuin meiri að hafa beinan aðgang að andans auði fortíð- arinnar. Þjóðerni vort á þar sinn sterkasta þátt, sem rnálið er, „mjúkt sem blómstur11 oss til unaðar og „sterkt sem stál“ oss til varnar. Mál vort er allra mála bezt og ég vil ekki lifa þann dag að sú vou verði ónýt fyrir mér, að íslenzka þjóðin sé allra þjóða bezt. Málið er spegill sál- arinnar. Þá er þessari þjóð bani búinn, er hún vill eigi gæta málsins, því að satt er það alt sem eg hefi sagt og satt er það enu sem Jónas kvaö: Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Bjarni Jónsson frá Vogi. Fánasöngur. Ljóma, fáni, um bygð og ból, blakta um fjörðu strjála; skín þú eins og íslands sól yfir höll og skála! Láttu Island endursjá árdags bjarta framann. Lýstu nýjum leiðum á. Leið þú hjörtun saman! Fyltu hjörtun friði’ og von, færðu’ oss heill og bætur; vektu landsins vaska son, vektu landsins dætur! Vermdu Islands ungu fræ! Eyddu svefni’ og drunga, hvar sem hrein í hreysi’ og bæ hljómar íslenzk tunga. Ljóma hátt um bæ og borg, bjarti íslands fáni! Blakta yfir íslands sorg, íslands gleði og láni. Líð þú frjáls um lönd og höf, líði þrældómsnóttin! Blakta yfir íslands gröf, ef oss brestur þróttinn ! Jónas Guðlaugsson. Þjóðfuadarfuntrúarnir af Vestur landi fóru flestir eða allir heimleiðis á „Vestu“, 2. þ. m. og með því skipi fór Guðmundur Friðjónsson á Sandi. Hún- vetningar og Skagfirðingar fóru flestir landveg. Sira Benedikt Eyjólfsson í Bjarnauesi sótti fundinn af hendi Horn- firðinga og koin Iandveg alla leið, tiu dagleiðir. Hann fór aftur heimleiðis á miðvikudaginn, samferða fylgdarmanni Ólafs Torlacius alþm.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.