Ingólfur

Eksemplar

Ingólfur - 29.03.1908, Side 2

Ingólfur - 29.03.1908, Side 2
50 INGOLFUR Fjallkonumyndin. Eg hefi ástæðu til að vera herra T. Gunnarssyni þakklátr fyrir nærri því allan þann fróðleik, sem hann hefir fergt saman í svar sitt til mín í Ingólfi, 16. febr. síðastl. Fyrst segir hinn aldni þulr: — „Ben. Gröndal sjálfur eignaði Sigurði heitn- um myndina." En hvernig sem nú á því stendr hefir hann ekki óðar slept þessu orði enn hann eignar Gröndal myndina, segjandi: — „Hann (Gröndal) var ekki gjarn á að fljúga með annara fjöðrum, hann vildi steypa það sem hann gerði ísínu móti og upp á sinn máta, enda þekk- ist flest sem hann gerði frá annara verkum." „Eg hafði því eigi minstu ástœðu til þess, að sækja um útgáfuleyfi til hr. E. M. og iðrast þess ekki að ég lét það ógert. Eg er miklu fremr ánægðr yfir því, að ég gaf út myndina, það varð höfundinum (Gröndal) til verulegs sóma . . .“ Já; en hvor er nú höfundr mynd- arinnar: Sigurðr, sem Gröndal á að hafa eignað hana, eða Gröndal, sem hr. T. G. auðsælega eignar hana? Hér er svars þörf. Sigurðr gekk með dauðamein sittfrá nýári 1874, chroniska bronchitis, unz hann andaðist síðari hluta þess árs. Á þeim tima sinti hann list sinni alls ekki, því að hann gat það ekki. Eg átti tal við hann á Þingvöllum 1 ágúst þetta sama ár og sagðist hann þáekk- ert hafa að iðn sinni starfað í langan tíma. í bréfum til mín um myndina, sem Gröndal þótti mikið til koma, nefndi hann hvorki Sigurð né sjálfan sig nokkurn tíma svo sem höfund hennar. Og það er nú eins og hver sjái sjálfan sig! Eitt er það sem glögglega gengr út af svari míns hára þuls: það, að ég eigi engan höfnndar-rétt að myndinni. Hanntekurþað reyndar nauðugr „trúan- legt að frumteiknmg þessarar myndar sé eftir“ mig. Enn þegar lengra rekrmeð röksemdir hans reynir hann að gera þetta alveg ótrúiegt. Því að Gröndal „hefir síðar lýst því sérstaklega, að hann vissi ekki einu sinni að herra Eiríkr hefði komið þar nærri“; og þulrinn minn hafði „eigi minstu ástæðu til þess, að sækja um útgáfuleyfi til hr. E. M.“, sem ekki getur þýtt annað en að ég hafi eng'an höfundarrétt átt að mynd- inni. Enda var það og þulnum „ómögu- legt að vita 1874,“ að ég “hefði nokk- urn rétt til myndarinnar.“ Nú er þá að hitta Naglann á haus- inn. Myndin kom út framan við Legends of Iceland. Second Series, London, 1866, með nafni J. B. Zweckers undir. í grein minni í Iagólfi er stafvilla 8 (í 8 6) fyrir 6.; þetta var, eins og ég segi í greininni, álta árum áðr en minnisbréf Gröndals kom út. Þessum orðum gegn- ir þulrinn alls ekki, og þó leiðréttu þau stafvilluna svo að alt stóð í skorðum í stað þess leggr hann þann grundvöll undir rökleiðslu sína að bókin hafi komið út 1886 (þegar engin bók með Fjalikonumynd kom út) „12 árum síð- ar en Gröndalsmyndin . . .“, og slær því föstu á þeim grundvelli, aðsérhafl verið ómögulegt að vita, 1874, að eg hefði nokkurn rétt til myndarinnar. Svo miklu á eins stafs villa að fá orkað! Nú með því að þulrinn minn synjar mér höfundar-réttar að myndinni, og gefr þannig í skyn, að kr«fa mín til hans sé óærleg, með því, að hann eign- ar hann fortakslaust manni (eða mönn- um) sem gáfu hana út 1874, þá stendr rökleiðslan frá þularstóli þannig: — Þegar eg var að böglast við upp- drátt.inn, 1864, á ég að hafa hnuplað myndinni frá þeim, sem gerðu hana tíu árum síðar, og Zwecker á að hafa tekist svo verkfimlega að leggja smiðs- höggið á hana eins og hún er framan við Legends of Iceland 1866, að sé hún borin saman við krílið frá 1874, er hún svo nákvæm stækkuð fótografl af því, að alshendis enginn munur er þeiira beggja nema stærðin! Þetta er alt of mikið kompliment fyrir okkr Zwecker! Enn, eftir á að hyggja, sá þulrinn aldrei fyrir 1874 umbúðir þær um „Export“-kaffið hans þarna — Davíðs í Hamborg — sem Gránufélagið eins og aðrar verzlanir, fluttu í ógrynni til Islands? Eg sá umbúðir þessar þegar 1869 og þar var á mynd af Fjallkon- unni alveg í sömu stærð eins og sú er, sem er á Gröndalsblaði. Heflr þulrinn minn enga hugmynd um það, hvaðan og hvernig Fjallkonumyndin í Legends komst í smækkaðri stærð á bréfpok- ana hans Davíðs, og rekr hann ekkert minni til þess að hafa séð þá poka fyrir 1874? og rekr hann heldur ekki minni til þess, að hafa séð „Legends of Iceland“ með myndinni hjá Jóni Sig- urðssyni 1866 eða þar á eftir? Jón lagði hana þó ekki í lágina þegar land- ar komu til. Það er mér ofr vel kunnugt. Enn hvað sem nú um þetta er að segja þá stendur það fast, að Fjallkonu- myndin á minnisblaði Gröndals er stein- prentuð eftirmynd af smækkaðri fóto- grafíu af Fjallkonumyndinni í Legends of Iceland 1866, eins og ,hver maður getur sagt sér sjálfur sem vanr er að bera saman ljósmyndir af „illumineruð- um“ handritum við frumritin. Þar hefir ekkert ritblýíað verki verið. Búsínan í endanum á svari þulsins er sannleikans rúsína. „Hugsun“ mín að honum bæri að sækja um útgáfu- leyfi til mín er alsystir baukaseðla- vísdómsins míns gamla. Báðar eru sannleikr. Við hinni fyrri verður eigi hróflað. Hin síðari stendr óhrakin yíir bankaflónsku íslands steinþagnaðri í rústum bankans. Cambridge 15. maiz 1908. Eiríkr Magnússon. Viðsjár með stórveldunum. Jámbraut Austurrikismanna um Tyrkland. Aehrenthal barón, utanríkisráðgjafl Austurríkis og Ungverjalands, skýrði nýlega frá því í ávarpi til umboðs- manna þjóðþinganna, að Austurríkis- menn hefði fengið leyfl hjá Tyrkjum til þess að leggja járnbraut um lönd þeirra, or tengi sarnan járnbrautir þær, sem Austurríkismenn eiga suður að Adríahafi við járnbrautir Tyrkja, er iiggja að hafnarborginni Saloniki við Grikklandshaf. Með þessum hætti fær Vínarborg beint og greitt járnbrautar- samband suður að Grikklandshafl, án þess að fara um aðrar landeignir en Austurríkismanna og Tyrkja. Sagt er að járnbrautarstæðið hafi áður verið mælt af Austrískum verkfræðingum með samþykki soldáns og alt sé sem bezt undirbúið til þess að verkið verði leyst af hendi í skjótri svipan þegar á því er byrjað. Enginn vafi er á því, að Þjóðverjar eru bakjarlar Austurríkismanna um járnbrautarlagning þessa. Heíir þeim lengi leikið hugur á að ná greiðum samgöngum til kaupskapar og yfirráða- íhlutunar í Asíu suðvestan-verðri- Því hafa þeir lagt stórfé til járnbrautalagn- inga í löndum Tyrkja í Asíu, svo að þeir eiga nú allgreiða leið alt suður að Persafióa við Indlandshaf, þegar brautir þessar eru komnar í lag. Járn- brautin um Tyrkland verður að all- miklum hluta kostuð af þýzku fé. Svo sem nærri má geta gefa ýmsar aðrar Norðurálfuþjóðir þessum athöfnum ilt auga. Til þessa hefir járnbrautar- sambandið millum Austurríkis og Tyrk- lands legið um Serbíu og eru Serbar óðir og nppvægir gegn þessari nýju braut fram hjá löndum þeirra. Þá þykir og stórveldunnm. sem mjög sé teflt í tvísýnu „jafnvægi" og sjálfstæði Tyrk- lands, því að aðrar þjóðir muni gera svipaða kröfu um járnbrautarlagning í landinu. En Austurríkismenn segja að brautin verði Tyrkjum í hág og tryggi yfirráð þeirra í þeim héruðum, er hún liggi um og þeir haíi áður átt örðugra að ná til, — og í annan stað verði hún hin mesta samgöngubót fyrir alla álfuna, en ekki fyrir Austurríki eitt. Rússar kalla þetta tiltæki bein rof á samningi þeim er keisararnir Nikulás og Franz Jósep gerðu með sér í Múmsteg haustið 1903, þar sem svo var ákveðið að bæði rikiu skuli vera í samráðum um öll afskifti af Tyrklandi. Hefir flogið fyrir, að Rússar ætli að ná sér niðri með því að leggja aðra járnbraut frá Serbíu vestur til hafnarbæja Svart- fjallalands við Adríahaf. Lægi sú braut þvert um hina og væri Rússum þá í lófa lagið að hefta flutninga Austurrík- ismanna um brautina á ófriðartímum. Vinahót Þjóðverja við Tyrki. Einræði Þjóðverja hefir stofnað stór- veldunum í nýjan vanda í Makedoníu. Stórveldin höfðu orðið ásátt um að taka að sér friðun og löggæzlu Make doniu. En á fundi, sem erindrekar þeirra áttu með sér nýlega, lýsti sendi- herra Þjóðverja í Miklagarði yfir því, að Þýzkaland gæti ekki verið sammála um umbótakröfur hinna stórveldanna, heldur vildi það samþykkja þá málaleitau Tyrkja, að löggæzlulið stórveldanna í Makedóníu skyldi vera háð umsjón og fyrirskipunum Tyrkja. — Þykir þetta beint brot á Múmsteg s9,mnmgn\im, ekki síður en járnbrautarlagning Austurríkis- manna, því að þar var svo ákveðið, að löggæzluliði stórveldanna í Makedoniu skyldi stýrt af ítölskum herforingja. Er nú líklegt talið að Rússar og Eng- lendingar muni halda fast fram um- bótakröfunum með tilstyrk Frakka og ítala. En þó er hætt við, að þær kröfur komi að litlu haldi, efÞjóðverj- ar og Austurríkismenn sitja við sinn keip. Mun þá soldán skáka í því hróks- valdinu. Víggirðing Álandseyja. Rússar hafa sótt það fast í vetur að fá að víggirða Álandseyjar. Þær liggja fyrir mynni Helsingjabotns, örskamt undan ströndum Svíþjóðar. Fengu Rússar^eyjarnar af Svium ásamt Finn- landi árið 1809. Eftir Krímsstríðið (1855) fóru fram samningar milli Frakka og Englendinga af annari hálfu og Rússa af annari, að þeir mætti enga ásælni hafa í frammi við Svíþjóð eða Noreg og enga vígstöð hafa í Álands- eyjum. Nú segja Rússar að samning- ar þessir sé úr gildi komnir sakir að- skilnaðar Noregs og Svíþjóðar og þykjast hafa óbundnar hendur að gera her- skipalægi í eyjunum. En Svíum stend- ur mikill stuggnr af þessari ráðagerð og þykir sem þeir eigi sverð reitt yíir höfði sér, þvi að ekki eiga Rússar lengra en þiiggja stunda sigling úr éyjunum til Stokkhólms. Ekki er víst að Rússar fái framgengt þessari ráða- gerð, því að búist er við að Englend- ingar sé því mótfallnir, en þó hafa þeir haft herlið nokkurt og tundurbáta í eyjunum meir en árlangt. — Er það augljóst, að þeir snúa nú áleitni sinni vestur á bóginn aftur, síðan Japanar hnektu yfirgangi þeirra í Austurvegi. England og Þýzkaland. Mjög er nú talið grunt á því góða meðal frændþjóða þessara, þótt kyrt sé enn á yfirborðinu. Euglendinga grunar að Þjóðverjar sé í samningum við ríki þau önnur er lönd eiga að Eystrasalti að „loka“ því, þ. e. banna öðrum þjóðum að fara þangað á herskipum. Eu Þjóð- veriar neita því a8 satt sé. — í annan stað hafa Þjóðverjar afarmikinn her- búnað sem kunnugt er. Hafa þeir veitt stórfé til herskipasmíðar og eiga í smíð- um fjóra vígdreka á stærð við Dread- nought, stærsta herskip Breta. Þykir Euglendingum herskipasmíð sú ískyggi- leg og hættuleg sínu valdi á hafinu og bera þungan hug til Þjóðverja. Er óvíst að vita nema til stórtíðinda dragi áður en langt um líður. Norðurför VILHJÁLM8 STEPÁNSSONAR. Veturvist hjá Skrælingjum. Hr. Yilhjálmur Stefánsson hefir að undanförnu flutt fyrirlestra suðnr í Bandaríkjum um veru sína hjá Skræl- ingjum. Síðast heflr hann talað í Tor- onto um þessi ferðalög sín. Sá útdrátt- ur úr fyrirlestri hans, sem hér fer á eftir, ér tekinn úr blöðum þaðan. Fyrir tveim árum hóf hr. Vilhjálmur Stefánsson för sína norður eftir Mackenzie- fljótinu, sem er annað mest fljót í Ame- ríku, en er hann kom til Herschell-eyjar, fór hann þaðan til meginlandsins og dvaldist vetrarlangt með Skrælingjum. Prófessor Mavor gat þess í inngangs- ræðu sinni, að hr. V. St. væri fyrsti mannfræðingur, sem rannsakað hefir háttu og skaplyndi þessa einkennilega þjóðflokks á þeim stöðvum. V. St. lofaði vinsamlegar viðtökur þessara manna, og sagði, að sér hefði aldrei verið tekið með meiri alúð eða gestrisni meðal viua sinna í New York. Hann sagði ennfremur, að flestir hinir beztu kostir þeirra væri þjóðararfur sjálfra þeirra; þeir væru jafnan glaðir, jafnvel þótt væru votir og svangir, og ætlaði að þeir væru glaðlyndasta þjóð í heimi. Ýmsar hjúskaparvenjur Skrælingja eru með öðrum hætti, en tíðkast meðal siðaðra þjóða, sem ráða má af sögu þeirri, er hér fer á eftir. Átján vetra maður var í sjóferð og bað skipstjóra að bíða sín lítið eitt, því að hann hefði séð fagra stúlku, sem hann ætlaði að biðja; en kvaðst koma aftur, ef hún tæki sér ekki. Hann fann síðan föður stúlkunnar, en hann færðist heldur undan og kvaðst þó vilja ráðgast við konu sína. Hjónunum kom saman um, að lítill slægur mundi vera í manninum, en þó væri réttast að lofa dóttur þeirra að ráða. Hún sagð- ist engan hafa séð, „en eg vil ganga út og líta á hann“ og þegar hún hafði virt hann fyrir sér, játaðist hún honum. „Mér flnst ekki sérlega mikið til hans koma, en eg held eg verði samt að taka honum“ sagði hún, eða eitthvað á þá leið. Þetta var upphaf að kynn- ing þeirra, en síðar kom V. St. þangað til þess að vita, hvernig þeim vegnaði; þá var þar lítil flskveiði, svo að fjöl- skyldan ætlaði að flytjast búferlum. En

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.