Ingólfur - 29.03.1908, Page 3
ING“OT,FUR
51
ungi maðnrinn kvaðst leiður á fiski og
vildi beldur stunda béraveiðar. En
stúlkan sagði héraveiðar stopular en
fiskveiðar óbrigðular og kvaðst dvelja
með föðnr sínum. Skildi þar með þeim.
Þetta var fyrsta bjónabandii''. En
þegar maður eða lona hefir gengið
tvisvar, þrisvar, fjóium eða fimm sinn-
um í hjónaband og hjónunum semur
vel, þá helzt sambúð þeirra meðan
bæði lifa. Menn vita ekki til, að hjón
hafi skilið eltir tveggja ára sambúð.
Miðaldra hjónum semur svo vel, að þau
mega eigi hvort af öðru sjá, og V. St.
sagði, að ástúð væri miklu meiri með
hjónum þar, en meðal Ameríku-búa.
Skrælingjar eta eingöngu fisk. En
með því Y. St. geðjaðist ekki að honum,
var hann vanur að fara snemma á
fætur og ganga langar leiðir áður en
hann borðaði, og bjóst við að hann
mundi þá hafa betri lyst á miðdegis-
verðinum. Fiskurinn er etinn hrár og
hálfþíður, en V. St. sagði, að sér hefði
þótt úldinn fiskur betri en nýr þegar
fram í sótti — að sínu leyti eins og
mörgum hugnaðist bezt stækur ostur.
Hr. V. St. sagði, að Nansen hefði
ekki þurft að þjást mjög af kulda á
íshafsför sinni, ef réttilega hefði verið
að farið, — „en svo lengi lærist sem
lifir“. Gráfeldir Norðmanna reyndust
mjög óhentugir, svo að hætt var að
nota þá eftir nokkurn tíma, þar sem
klæðnaður Skrælingja er miklu betri,
léttari, hlýrri og voðfeldari. Nansen
var vanur að sofa í húðfati, en í það
settist raki úr líkama hans, en er rak-
inn fraus, varð húðfatið hart og óþjált
og vó 90 pund.
Orsök þess, hve Peary varð vel ágengt,
var sú, að hann fór ekki að ráði hvítra
manna, hvað klæðnað snerti, heldur
mat hann meira þúsund ára reynslu
Skrælingja.
Þegar Skrælingjar halda kyrru fyrir
gera þeir hús af snjóhnausum, sem
hlaðið er saman. Siðan er kveikt ljós
á sellýsislampa og bráðnar þá snjórinn
innan í húsinu en veggirnir drekka
rakann í sig. Loks fer svo að klaka-
húð kemur innan í allan kofann og
sefur fólkið þar á gólfinu undir léttum
ábreiðum í 70 stiga hita (á Farenheit)
og verður alls ekki vart við raka. Ef
sokkar þeirra eru deigir, eru þeir látnir
við lampann til þerris, og í stað 100
punda sleða hafa þeir stóran snjóhníf
við belti sér, er þeir fara út að morgni,
svo að þeir geti gert sér snjóhús næstu
nótt.
Þessi hús eru svo sterk, að þau
brotna ekki þó að ísbjörn þrammi yfir
þau. Venjulega eru hús Skrælingja
niðurgrafin, vel loftræst og ágætlega
hlý. Karlar og konur sitja þar nakin
niður að mitti, en smábörn alls-nakin;
þau eru ekki vanin af brjósti fyrr en
5 ára, en er kent að tyggja tóbak,
þegar þau eru 10-12 mánaða.
Torontoblöðin ljúka miklu lofsorði
á hr. Vilhjálm Stefánsson vegna prúð-
mannlegrar framkomu, málsnildar og
ljúfmensku, og segja að áheyrendur
hafi gert bezta róm að máli haus.
(Lögberg).
Hrakningur um Mývatnsfjöll.
Maður hrapar í gjá.
Ungur maður er Kjartan heitir, son-
ur Kristjáns bónda Sigurðssonar á Gríms-
stöðum á Fjöllum, lagði af stað að
heiman vestur um Mývatnsfjöll áleiðis
til Reykjahlíðar á fimtudagsmorguninn
27. f. m. Hafði hann hest og sleða 1
togi. Vegurinn liggur fram með síma-
staurunum alllangt vestur fyrir Jökulsá.
Ekki hafði hann langt farið áður en
hriðin varð svo dimm, að naumlega sá
milli stauranna, en þó tókst honum að
balda réttri leið þaDgað til vegurinn
liggur frá stauralínunni, sex rastir (kilo-
metra) austur af Reykjahlíð. Var þá
eígi unt að fylgja staurunura lengur,
því að þaðan liggja þeir yfir brunahraun
til Reykjahliðar og er það illfært mönn-
um en ófært hestum. Reyndi hann þá
að þræða veginn en misti brátt sjónar
á honum og tók að villast. Gekk hann
þann dag allan til miðnættis. Þá var
hesturinn þrotinn og varð hann að
skilja hann þar eftir. — Fanst hestur-
inn seinna austur á fjöllum, lifandi en
þrekaður mjög. — Kjartan hélt áfram
ferð sinni alla nóttina og föstudaginn
allan til kvelds. Hrundi þá alt í einu
fönnin undan honum og hrapaði hann
niður af hengiflugi með snjóflóðinu og
féll í öngvit við fallið. Eigi veit hann
hve lengi hann lá þannig, en þegar
hann raknaði við leitaði hann uppgöngu,
en varð þess brátt vísari, að hennar
var hvergi auðið, því að ókleifir klettar
vóru á alla vegu. Gott skjól var þar
niðri en fannkoma svo mikil, að hon-
um veitti erfitt að verjast því, að hann
fenti í kaf. Ómeiddur var hann að
mestu og lítt fann hann til kulda. Mat
hafði hann engan og tók hann því að
hungra og hefir vistin verið alldaufieg
þar niðri, því að enga von mátti telja
til hjálpar. Sjálfur sá hann enga út-
vegu til bjargar og engar líkur til þess
að hann mundi fundinn verða fyrr en
um seinan, í stórhríð og á afvegum.
Nú víkur sögunni til bygða. Við
símtal milli Grímsstaða og Reykjahlíðar
komnst menn brátt að raun um það,
að ekki mundi alt með feldu um ferðir
Kjartans. Á föstudagsmorguninn fór
Jón bóndi Einarsson í Reykjahlíð að
heiman við þriðja mann að leita hans.
Var þá stórhríð. Fundu þeir slóð
Kjartans frá staurunum og lá húnsuð-
austur á fjöll, en ekki gátu þeir rakið
hana og urðu frá að hverfa við svo
búið.
Á laugardagsmorguninn hafði Jón
Einarsson safnað fleirum mönnum og
fóru þeir nú fimm saman. Tókst þeim
að rekja slóðina með mikilli aðgætni
og fundu Kjartan um nón álaugardag-
inn. Höfðu þeir verið svo forsjálir að
hafa bönd með sér og gátu því náð
honum upp úr gjánni; var hún 24feta
djúp. — Fluttu þeir hann heim til
Voga við Mývatn og fékk hann þar
hina beztu aðhlynningu.
Kjartan var kalinn aðeins lítið eitt
á tám og fingrum. Hrestist hann svo
fljótt, að hann var nokkrar stundir á
fótum næsta dag.
í byrjuD þessarar hríðar mistu fjár-
menn í Reykjahlíð 90 fjár úr höndum
sér út í hríðina. Flestalt féð fanst aftur
lifandi þegar upp stytti. „Norðri“.
„íslendingur" heitir nýja botnvörpu-
skipið, sem nokkrir Reykvíkingar hafa
eignast. Það hét áður „Osprey“. „ís-
lendingur“ kom úr fyrstu veiðiför sinni
á þriðjudaginn var og hafði fengið um
30 þúsund af vænum fiski á rúmum
vikutíma. Er það ágætur afli og heilla-
vænlega af stað farið. Munu hér mörg
höppin eftir fara.
í kveld verður endurtekin söng-
skemtun Brynjólfs Þorlákssonar, er hann
hélt í gærkveldi. Vonandi verður fjöl-
ment á söngskemtun þessari því þar
gefst mönnum kostur á að heyra ágæt
lög eftir hið fræga tónskáld vort Sveinbj.
Sveinbjörnsson.
Stórt úrval
af
listixm og römmum
sömuleiðis
innrammaöar myndir,
Og
af
alla vega lltu veggfööri (Betrek).
hjá
Einari J. Pálssyni
Miðstræti 10.
]?eii\semþurfa að fita sig,
ættu að nota hinar ágætu maltex:tl*al^.t1 V sem fást í
verzlun |S. jSÍSffÚ-SSOnar á Hverfisgötu.
Þessar maltaxtraktir eru notaðar á öllum sjúkrahúsum í Kaupmanna-
höfn og víðar, handa sjúklingum er þurfa styrkingar við.
D. D. P. 1
Verð á olíu er í dag:
5 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólskær Standard White",
5 —10 — — 17-------------„Pennsylvansk Standard White“
5 —10 — — 19-------------„Pennsylvansk Water White“.
1 eyri ódýrari potturinn í 40 potta brúsum.
irúsamir lánaðir skiftavinnm ókeypis!
Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsunum sé
vörumerki vort bæði á hliðunum og tappanum.
Ef þér viljið fá góða olíu þá biðjið um þessi merki hjá
kaupmönnum yðar.
Skiptjón og lirakningar.
Ofsaveður útsunnan með éljagangi
skall á mjög snögglega á þriðjudags-
morguninn. Hélzt það nokkrar klukku-
stundir. Menn höfðu róið til fiskjar um
morguninn í flestum veiðistöðunum
syðra og vóru á miðum úti þegar veðr-
ið skall á. Sættu þeir miklum hrakn-
ingum og tjóni á mönnum og skipum.
Einn bátur fórst af Miðnesi með
allri áhöfn.
Tveim förum bjargaði botnvörpuskip-
ið „íslendingur", með mönnnm þeim er
á vóru, einn bátur náði til Hafnar-
fjarðar, einn lenti í Skildinganesi, hafði
hleypt þangað á árunum einum utan úr
Garðsjó, tveim bjargaði skútan Ester
til Keflavíkur og einum skútan Seagull.
Eitt farið komst á Akranes. — Öll
þessi skip munu hafa verið úrGarði.
Nýr áttæringur tapaðist í Garðsjó.
Enskur botnvörpungur bjargaði skips-
höfninni, en bátinn sleit síðan aftan úr
og befir ekki meira tilhaussést. Haun
var nýsmíðaður og keyptur úr Reykja
vík að Lambastöðum í Garði fyrir rúmri
viku.
Fiskishúta strandar, skipstjóri ferst.
I veðri þessu brotnaði stýri í fiskiskút-
unni „Kjartani" á siglingu. Skipstjóra
skolaði útbyrðis, en skipið rak stjórn-
laust í land á Hvalsnesi og komust
menn af, þeir sem eftir vóru. — Skip-
stjórinn hét Jón Jónsson, ötnll myndar-
maður, kvæntur. Skipið var úr Hafn-
arfirði, eign Brydes-verzlunar. Af þessu
skipi druknaði skipstjóri og stýrimaður
í fyrra vor.
Áfall mikið fékk fiskiskútan „Töjler"
aðfaranótt þriðjudagsins út af Grinda-
vík; gekk holskefla yfir skipið og braut
greiprá og beitiás. Farmrúmsþiljur
sprungu, en salt kastaðist alt npp úr
kulborðskassa og niður í skip. Aldan
vatt skipinu við um leið og það kom
upp úr aftur, svo að farmurinn varð
áveðurs. Fékk þá skipið rétt sig og
komst síðan til Reykjavíkur.
Harða útivist áttu tvö róðrarskip
frá Þorlákshöfn á fyrra laugardag-