Ingólfur


Ingólfur - 18.11.1909, Side 4

Ingólfur - 18.11.1909, Side 4
172 INGÖLFUR að framkvæmdaratjóri „Thore“-félagsina mætti eigi láta sínar eigin vörur ganga fyrir annara, og eigi heldur hagnýta aér meira en þriðjung af farrými akip- anna. Ég er mér þeaa sem aé meðvit- andi, að ég hefi jafnan, undantekning- arlauat, látið annara hagamuni og ann- ara vörur ganga fyrir mínum, og tel ég alikt vantraust óþarft af hálfu stjórn- arráðaina. Það fyrirkomulag, sem stjórnarráðinu heppnaðist að fá framgengt, er ’ svo haganlegt fyrir íaland, að mikla blindni þarf til þeas, að geta ekki séð það. Sérstaklega vil ég benda á, hver hagn- aður það er fyrir landið, að stjórnin hefir hönd í bagga með millilandaferð- um leggja félaganna, án þess að sam- keppnin milli félaganna hœtti, og að trygging er fyrir því, að „Thoreu held■ ur Íslandsferðunum áfram í 10 ár, þar aem ella gat hugsast, að félagið sæi sér haganlegra að taka að aér aðrar siglingar, er betur horfðiat á um vöru- fiutninga. Til þeas að hægt væri að ætlast til, að félögin gjörðu nokkuð til að bæta ferðirnar, var óhjákvæmilegt að semja við þau bæði fyrir 10 ár í senn. Eða mundi nokkurt félag láta smíða tvö ný strandferðaskip, og eiga svo á hættu að samningnum yrði sagt upp eftir 2 ár og skipin ónýt? Tillagið, sem „Thore“, er lætur smíða 2 ný strandferðaskip, fær, er einmitt jafnhátt og það sameinaða vildi hafa fyrir að halda ferðunum áfram með gömlu skipunum. Það vildi hafa 100,000 kr. fyrir allar ferðirnar — 40,000 kr. fyrir millilandaferðirnar, og 60,000 kr. var á skilið fyrir strandferð- irnar. — Fyrir síðari upphæðina tekur „Thore“ eigi að eins að sér strandferð- irnar með nýjum skipum með kælirúmi m. m., heldur veitir það einnig trygg- ingu fyrir minnst 20 ' millilandaferðum, er stjórnarráðið hefir áhrif á, hversu hagað verður, og tekur þar að auki að sér Hamborgarferðirnar, en fyrir þœr einar, og það að eins tvœr á ári, áskildi sameinaða gufuskipafélagið sér 5000 kr. aukreitis. Hvað það snertir, að reynt hefur verið að ráðast á stjórnarráðið fyrir það, að „Thore“-félagið hefur í samn- ingnum áskilið sér sömu þóknun, sem að undanförnu fyrir póstflutninga út úr landinu (að Hamborgarferðunum undau- skildum) sem sé 6000 kr. á ári — en þar aí gengur reyndar nálægt helm- ingnum til ábyrgðargjalds m. m. — þá lýsir þetta svo mikilli vanþekkingu á því, hvaða endurgjald íslenzku póstlög- in ákveða fyrir póstflutuing með milli- landaskipunum, að furðu sætir. Hin lögákveðna borgun er 10 aurar fyrir hver 3 pd. fyrir hverjar 50 sjáv- armílur (þ. e. 12‘/a mílu) af beinni fjarlægð, og sé fjarlægðin talin 1200 sjávarmílur að meðaltali, þá verður flutningsgjaldið um 80 aura fyrir pundið. Milli ísafjarðar og Kaupmannahafnar yrði það t. d. 1 kr. fvrir pd. Á seinni árum hefi ég aldrei látið fara minna en 40 póstferðir á ári og póstflntningurinn hefur í einstökum ferðum verið yfir 7000 pd. Það þarf ekki miklar gáfur til þess að sjá, hversu óhæfilega lágt endurgjaldið er. Oss skal því vera það hin stærsta ánægja, að taka við borgun eftir taxta, eða að láta alveg vera að flytja póst, því að þar sem vér fáum eDgan styrk til millilandafsiðanna, (nema Hamborg- arferðanna) þá er oss það alveg í sjálfs- vald sett, að neita að flytja póstinn fyrir minni borgun. Ég gjörði það í bezta tilgangi, til að spara landinu stærri útgjöld, að sýna þá ósérplægni, að láta mér nægja hina sömu, allt of —= D. D. P. A. Yerð á olíu er í dag: 5 off 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólslcær Standard Whlte“, 5—10— — 17 — — — „Pennsylvansk Standard Whlte“. 5 — 10— — 19 — — — „Pennsylvansk Water White". 1 eyri ódýrari potturinn í 40 potta brúsum. Brúsarnir léðir skiftavinum ókeypis! Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sé vorumerki vort bæði á hliðunum og tappanum. Ef þið viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmðnnum ykkar. lágu borgun frá íslandi, sem að undan- anförnu. En nú er þetta einnig notað til árása. Engin vopn virðast ofléleg, þegar um það er að gjöra, að ráðast á félag, sem á 10 árum hefur tvöfaldað gufuskipaferðirnar styrklaust, og forðað Islandi frá þeirri 'ogæfu, að eiga allar millilandaferðirnar undir einu félagi, með öðrum orðum, láta það hafa ein• okun á samgóngunum. Þar sem „Thore“ lætur nú langt um meira í té fyrir tillagið, en mögulegt var að fá hjá þvi sameinaða, þá er ó- skiljanlegt, að á það skuli vera ráðist með skömmum og vanþakklæti. Ég fel það þó rólegur heilbrigðri dómgreind landa minna, að meta þessar árásir að verðleikum, og skal ég jafnframt taka það fram, að þetta verður í fyrsta og síðasta skifti, sem ég tek þátt í blaða- deilum um þetta mál. Kaupmannahöfn 1. nóvemher 1909. Þórarinn Tulinius framkvæmdarstjóri „Thore“-félags. * * * Þótt Ingólfur birti grein þessa, er það eigi svo að skilja, að hann ætli að fara að gefa sig meir við íslenzkri „pólitík" en áður. En hann vill ekki syDja greinarhöfundinum um að birta hana vegna þess, að hún er með fullu nafni og öllum því ljóst að hverjum þeir eiga aðganginn. Á mál það, sem hún fjallar um, leggjum vér engan dóm. Það munu lesendur greinarinnar einfærir um. * Bitstj. Eyíirzk draugasaga. Að H— í Eyjafirði hefur löngum verið talið reimt. Gjörðist þar sumarið 1908 atburður sá, er hér fer á eftir. Sögu- maður segir svo frá. Við vorurn tveir saman, unglingspiltar úr Eyjafirðinum, er komum að H— síðla dags og báðumst gistingar. Var hún okkur heimil, og sváfum við hvor í sínu herbergi um nóttina. Þegar ég var ný- vaknaður morguninn eftir og lá í rúmi mínu, fannst mér allt í einu eins og tekið væri um nef mér og höku og munnurinn glenntur sundur, þar til mig tók að verkja í munnvikin. Var mér ómögulegt að láta aftur munninn, enda gat ég hvorki hreift legg né lið. Meðan ég lá í þessum stellingum var ég að hugsa um það, að leiðinlegt væri, ef einhver kæmi að mér meðan ég væri þannig á mig kominn. Leið þetta smátt og smátt frá aftur og klæddist ég þá hið skjótasta og fór yfir í herbergið til félaga míns. En er ég kom inn úr dyrunum, sá ég mér til mikillar undr- unar, að hann lá í rúminu með opnum augum og uppglenntum munni, og að öllu eins á sig kominn og ég hafði verið fáum mínútum áður. Stóð ég um augnablik sem höggdofa af undrun, en er ég loks ávarpaði hann lokaðist munnur hans óðara, og hann lá þá glaðvakandi í rúminu. Sagði hann mér þá strax, áður hann heyrði sögu mína, að er hann var nývaknaðnr hefði allt í einu glennst upp á sér munnurinn, og lýsti að öðru leyti ásigkomulagi sínu meðan á þessu stóð þannig, að engi vafi gat á því verið, að hið sama hafði fyrir okkur báða komið. Kvaðst hann hafa legið þannig dálitla stund áður enn ég kom inn til hans. Hafði hann strax séð mig, er ég kcm inn úr dyrunum, en ekki getað hreift sig fyrri en ég ávarpaði hann. Frá Eskimóum. Eskimóarnir eru ekki enn þá komnir langt á hinni svo nefndu menningar- braut. Halda þeir fast við fornar venjur, þrátt fyrir þann snefil af Európn-mennt- un, sem smámsaman loðir við þá. Hafa þeir Peary og Nansen ritað allnákvæm- lega um háttu þeirra. Geta þeir þess meðal annars, að þótt konan sé ekki annað en þræll manns síns, sé það sjaldgæít, að þeir fari illa með þær. Mega þeir þo fara með þær eftir eigin geðþótta. Þeir mega reka þær burtu, leigja þær öðrum, selja eða gefa, öld- ungis eins og þær væru búshlutir og annað ekki. — Meðal Eskimóanna er stöðugt mikil eftirspurn eftir konum, því þar er miklu fleira af karlmönnum, og piparmeyjar eru þar engar. Konur eru þar bráðþroskaðri enn karlar og er eigi óalgengt, að ekkjumenn taki ungu stúlkarnar að sér þar til unnust- ar þeirra hafa náð því þroskastigi, að þeir geti kvongast. Einkennilegt er það, að hjá Eskimó- um tíðkast sá siður að kvongast „til reynslu“, og skifta menn þá um konur þar til bæði eru ánægð. Og kvað þau bjónabönd verða affarasæl. t þessu lítur út fyrir, að þeir séu á undan sinni samtið. Því á siðustu árum hafa með- al monningarþjóð&nna heyrst ýmsar raddir um endurbætur á hjónabandinu, og því meðal annars talað um „hjóna- bönd til reynslu", til eins, tveggja ára o. s. frv. En sennilega verða skoðanirn- ar skiftar um það fyrst um sinn, hvort það sé í alla staði heppilegt. 33 ggort Olaesseu yflrréttarmálaflutninffsmaður. Póstliústsræti 17. Venjulega heima kl. 10-11 og 4—5. Talsími 16. r ****** $Sveinn Björnsson ’ yfirréttarmálaflutningsmaöur Hafnarstræti 16. 4 ynrret lýij kaupeadur fá FÁTÆKTINA, krónubók, skemtilegurstu sögu og Pjóösögur þorsteins Erlingssonar, og Ingólf frá 1. óktóber til nýárs. Af því að lítið er eftir orðið af báð um þessum bókum ættu þeir að hraða sér, sem ant er um að ná í þær. Verða látnar meðan hrekkur. Hvorug fæst hjá bóksölum og ekki heldur í lausa- kaupum. Mc Dougalls baðlyf. Köku-baðlyf, sem leyst er upp í heitu vatni. Fljótandi baðlyf, sem blandað er köldu vatni. Eru hin fyrstu og beztu óeitruðu baðlyf. fjártoaölyf. Þau lækna og verja fjárkláða, eyða öllum óþrifum og auka ullarvöxtinn. Baðlyf þessi eru nauðsynleg til þess að baða í hross og nautgripi. Stórsölu umboðsmenn Carruthers, Son & Co. Glasgow. Scotland. Fæst fyrir milligöngu : Eeykjavík og Lelth. l5 ^aupendur ,Ingólfs‘ lr 'Cll hér í bænum, sem skifta um bústað, eru vin- samlegast beðnir, að láta af- greiðslumann hans vita það sem fyrst. F élagsprentsmiðjan.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.