Ingólfur


Ingólfur - 24.09.1912, Side 1

Ingólfur - 24.09.1912, Side 1
s X. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 24. sept. 1912. 39. blað INGÓIjFUII kemur út að minsta kosti einu sinni í viku á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Nýir kaupendur að blöðum þeim er út koma frá miðjum mai til árs- loka, borgi 2 krónur. Ritstj.: Benedikt Sveinsson, Skólavörðustig 11 A. Afgreiðsla og innheimta í Austur- strœti 3. Talsimi 140. Gjalddasl Ing- ólfs var 1. JUlí. íslenzk landhelgisgæzla. í 26. tbl. Ingólfs var frá því skýrt, hvílík nauðsyn bæri til, að íslending- ar ajálflr reyndu, þótt eigi væri nema að einhverju leyti, að taka að sér landhelgisgæzluna hér við Iand. Pess var getið, að boðizt hefði til mað- ur, er kunnur er að góðri framgöngu við lögbrjóta við Norðurland, að taka að aér, með tilstyrk annara góðra manna, að halda úti skyndisnekkju til þeaa að verja landhelgina þar um sildveiðatím- ann. Hann vildi aðeina fá leyfi lands- stjórnarinnar til þess áaamt loforði um, að útgerð akipsins fengi til þeas að stand- ast kostnaðinn, ákveðinn hluta (helming) þess sektafjár, er honum tækist að inn- vinna landssjóði með því aðgrípasöku- dólga að ólöglegum veiðum. Stjórnarráðið, sem tók þessu allvel í fyrstu, heyktist á því von bráðar, enda þótt ekkert væri í húfl og hér gripinn svo að segja hlutur á þurru landi, án nokkurs kostnaðar landssjóði,— og er það nokkurnveginn víst, að þessum stakka- skiftum olli yfirmaður danska varSskips- ins liér við land. Það er nú þjóðkunn- ugt, að þetta skip getur með engu móti varið landhelgi vora, eða vill ekki; það virðist og leggja áherzlu á það eitt að hafa sem allra náðugasta daga og skemta dátum sínum með innilegum á kaup- staðahöfnunum. Þaðan skýzt það út nokkrum sinnum, og tekur „einn“, þeg- ar bezt lætur. Síldveiðara útlenda fyrir Norðurlandi, er uppi vaða þar í land- helgi á sumrin, heflr það svo að segja ekkert fengist við; gefur sig aðeins lítið eitt að „trollurum" hér sunnanlands. En þótt stjórnarráðið viti þetta vel, og eins hitt, að oss er í lófa lagið, enda allskostar heimilt, að gæta þessa sj&lfir og að öðru leyti lífsnauðsyn að gera einhverja gangskör í þeim efnum, þá er það þó svo aumt, að það missir all- an kjark, er það fær að heyra, að Dön* um muni ekki vera um, að vér hefj- umst handa. Það sé einskonar van- traust á þeim og þeirra vörzlu á land- helgi vorril Það þorir ekkert, þorir ekki einu sinni að leyfa, að þegnar þessa lands bjargi sér sem bezt þeir geta, heldur vísar öllum vanda af sér — til þingsins. Telur það eitt bært um þetta að fjalla og ákvörðun að gera, i stað- inn fyrir að taka af skarið þegar, svo sem auðveldast og sjálfsagðast var. Stjórnarráðið sveikst þar um að gera í snatri, til þess áð eyða öllum töfum, það sem þvi bar að gera. Menn eru nú kunnir orðnir, hvernig alþingi í sumar var sbipað. Góðs gat því ekki verið að vænta þar, af þeim sem réðu og í meiri hluta voru. Sú varð og raunin á i þessu máli. í þinginu (neðri deild) varmáliðvaf- ið og tafið. Tillaga var borin framum það að auka eftirlit úr landi með fisk- veiðum útlendinga. En eins og allir, sem skyn bera á málið vita, er slíkt sagt út í hött, því að úr landi verður landhelgin aldrei varin til hlítar. Til þess þarf sérstakt eftirlit á sjö. Bræð- ingshöfðingjarnír vóru þó allsendis ófá- anlegir til þessa, enda þótt þeir (og ráð- herra H. H.) yrðu að líðustu að kann- ast við, að bæði hefðum vér heimild til slíks eftirlits og að það eitt kæmi að haldi. Þeir fengust ekki til þesi að sinna hinu framkomna tilboði — og virtist það liggja þeim mest áhjartaað styggja ekki rœningjana, hvorki vald- ræningjana á landheígisvörninni, Dani, né heldur hlutrængjana, hinar erlendu veiðiþjóðir 1 Þeir samþyktu því, eftir mikla vafn- lnga og að áliðnu þingi, óákveðna til- lögu um aukið eftirlit — úr landi. Og komu þar með algerlega í veg fyrir, að nokkuð yrði gert í þá átt að halda úti gæzlubát á sjó. Stendur því alt í stað. Það hefir og sýnt sig nú, á veiði- tímanum fyrir Norðurlandi í suraar, að engin mynd heflr verið á eftirliti eða gæzlu og svo sem engu áorkað til varn- ar ólöglegum sildveiðum í landhelginni. Lögreglustjórn hefir verið á Siglufirði (og Eyjafirði) — í landi; en þótt eins víst sé eins og tveir og tveir eru fjór- ir, að útlendingar hafi fiskað þar óleyfi- lega fyrir utan landsteinana unnvörp- um, á sama hátt og áður, hefir ekkert um það heyrst, að þeir hafi verið „tekn- ir“. Og það hefir engan mun gert.frá því er verið hefir, þótt varðskipið danska hafi nú mjög haft bækistöð sína á Eyja- firði þetta sumar. Það fer sér hægt í þeim sökum, meira nafn en veruleiki. Það hefir vantað, sem við þarf: sér- staka snekkju, er œtíð sé á varðbergi, skipaða íslenekum mönnum, er þekkja háttu gripdeildarseggjanna, snekkju, er hefir heimild til að grípa þá að stöðnu verki á sjó og draga þá fyrir dóm í landi, eða að öðrum kosti segja til þeirra, svo að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra, þá er færi gefst. Að koma þessu i verk verður óhjá- kvæmilegt, og hefir þegar of lengi dreg- ist. Á næsta alþingi neyðait þessir full- trúar til að sýna einhverja rögg af sér um þetta, ef eigi er alt um þrotið. Þjóð- in verður að skipa þeim það, síuum svo- kölluðu trúnaðarmönnum, með því að landssjörninni er allur hugur horfinn til allra framtaksstarfa í slíkum ijálf- stæðismálum sem þenum. Jóhannes Jósefsson og íslenzkar íþróttir. [Niðnrl.J „í ísafold frá 3. ágúst í grein „Þjóð- hátíðin" (eftir Islandicus), er skorað á menn að taka vel á móti Olympiuför- unum (slíkt var sjálfsagt) „og þá eigi síst þessum Olympíuförum, er svo vel hafa sýnt að íslendingar vilja þeir vera“! Á þetta að vera sneið til Olympíufar- anna 1908, um að þeir hafi ekki gætt þjóðernis síns sem skyldi? Sannleikur- inn er þó, að Olympíufararnir 1908 komu fram sem s'érstök þjóð við sýn- ingar sínar, hvað sem Danir sögðu. — „Þvaðri“ þeirra var alls ekki skeytt né hótunum. Enda ætti ekki að vera neitt merkilegt, þótt íslendingar kæmi fram við leikana, fyrr og síðar, sem sjálfstæð- ur þjóðflokkur; það liafa þeir leyfi til. Og núna virtist nægur tími fyrir landa til undirbúnings fararinnar, bæði til þess að koma þvi og öðru fram. En hvernig var háttað 1908? íslenzka stjörnin rétt búin að eyðileggja alt, með því að gefa það út, auðvitað eftir dönsku stjörninni, að Islendingar fengi ékki að taka neinn sjálfstœðan þátt í leikunum, — og þar með væri það mál útkljáð, nema ef landar vildu koma fram sem Danir; það yrði þeim leyftl! En það vildum við auðvitað ekki. (Yil skjóta hér inn í, að það er alveg ástæðulaust fyrir íslendinga að taka hið minsta til- lit til þess, hvað Danir eru að segja um þetta mál; það er Dönum sem sé alveg óviðkomandi. Við getum komið fram við leikana sem sérstök þjóð, al- veg eins og aðrar smáþjóðir, hvað sem Danir segja). — Þetta dró þvi mikið úr undirbúningnum innanlands hjá okk- ur (1908) og tók algerlega fyrir hann utanlands, þar eð flestir héldu með þessu málið dautt. En svo varð þó eigi. Eg hélt þessu áfram, þvert ofan í yfirlýs- ingu stjórnarinnar; með aðstcð Einars Benediktssonar, sem á stórþakkir skilið fyrir, og sir William Henry’s (er var einn af forstöðumönnum Olympíu nefnd- arinnar í Lundúnum) kom eg á þátt- töku íslendinga án allrar milligöngu Dana og þvert ofan í þeirra vilja. En tíminn hafði farið svo í þessu vafstri, að undirbúningurinn varð enginn í Lund- únum, aðeins höfðum við á höttum okk- ar íslenzka litinn og bláhvíta fánann (lítið merki) á treyjuhornunum. Þar var tvisvar sýnd íslenzk glíma og í bæði sbiftin fjöldi fólks viðstaddur; annað skiftið 40 þús. manns. í ensk- um blöðum var skrifað mikið um okk- ur og myndir komu í enskum, þýskum og frönskum blöðum. Hygg eg því að þátttaka íslendinga hafi ekki borið minni árangur þá en í þetta sbiftið, nema meiri hafi verið. — Eu eg kom þar fram í hóp Dana, sem grískur glímu- maður, með „Danaveifuna“ á brjóstinu, sem eg þö strax reif af mér og glímdi síðan „ómerktur“. Við nafn mitt stóð ísland, alveg eins og við nafn Sigur- jóns í Stokkhólmi. — Að eg varð að koma svona fram þá, var vegna þess »0 undirbúningstíminn var avo naumur af áðurgreindum ástæðum, og einnig af hinu, að eg stóð þar svo að legja einn nppi gegn Dönum". „í ísaf. (3. ág.), í grein lem heitir „Olympíuleikarnir", er sagt frá því, að frammistaða Sigurjóns hafi verið „með afbrigðum góð“ (og ivo hefir húnsjálf- sagt verið), en svo er bætt við: þegar þess er gætt, að hann hefir eigi æft sig með kennara (Trænör) í þessari glímu nema 3 mánuði, an aðrir kapp- ar 3 ár eða lengur“. Nú vil eg leyfa mér að benda á, að 3ja mánaða æfing með „Trænör“ er ekki lítið, heldur þvert á móti mjög mikið og mjög sjaldgæft að einn amateur hafi „Trænör" svo lengi. Og það er algerlega rangt og villandi, að nokkur amateur hafi „Træn- ör“ í 3 ár. Auðvitað æfa menn sig í 3 ár og meira, í klúbbum, við klúbb- bræður sina o. s. frv., en það er alt annað. Sem dæmi skal eg benda á, að íþróttafélag Svíaréðitil sín líðastliðinn vetur sem „Trænör" finska glimumann- Tuomisto (professinnal), í tvo mánuði, og vitanlega ekki til að æfa 1 sérstak- an mann, heldur til að æfa marga í fleiri klúbbum. Hve lengi menn hafa „Trænör" geta menn þvi séð af þessu enda kostar slikur maður ógrynni fjár. — Sigurjón komst í „iemi-finalen“ og var þá Iagður; en eg (það fyrirgefst vonaudi að eg verð að nefna sjálfan mig) komst þó í „finalen" íLundúnum 1908 og varð aldrei lagður, þótt eg yrði að glíma með brotið bein í öxlinni í nær 20 mínútur; hafði eg þó aldrei haft neinn „Trænör" — en tveim árum áður hafði eg haft kennara í Höfn í eina viku og var það drenghnokki, sem sýndi mér helztu tökin. — Tel eg alls- kostar ósennilegt, að nokkur annar glímumaður við leikina en Sigurjón hafi haft „Trænör“ sérstakan í 3 mánuði. Enda virðist eigi leika vafi á því, að hann stóð sig vel, og er líklegt, að hann hafi haft afi við flesta (eða alla) þeirra, er glímdu i hans fiokki“. „Þegar sagt er frá slíkum íþróttum sem þessum i blöðum, verður vitanlega að krefjast þess, að það sé að minsta kosti gert með nokkurri nákvæmni. Þar hefir þó skort á í ísl. blöðum. T. d. má geta þess (þótt ekki sýniit það vera mikilsvert fljótt á að lita), að í grein um S. P. í ísaf. (31. júli), undir- rituð H., er sbýrt var frá þvíaðSigur- jón hafi orðið undir fyrir O. Wiklund með aðeins 1 stigi (point). Þetta er rétt — það sem það nær; en hvers vegna er þesi ekki getið um leið, að Sigurj. hafði engan „point“? Sú glíma var unnin af Wiklund með point 1:0, og hefði verið rétt að geta þess jafnframt. — Ef til vill mætti eg nú einnig geta þess i þessu sambandi, að ekki virðist það neitt tiltökumál og varla í frásög- ur færandi í blöðum, þótt löndum hafi verið „boðið í veizlu“ í Stokkhólmi milliliðalaust »: án þesi að Danir væru milligöngumenn (ísaf. 3. ág.). Slíkt var auðvitað ijálfsagt (og átti sér líka stað í Lundúnum 1908). Öllum þátt- takendum í leibunum er boðið í ilikar veizlur. Hvaða rétt hefðu Danir haft tii þess að iletta sórframí ilíkt ? Það

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.