Ingólfur - 24.09.1912, Page 2
154
INGÖLFUR
Or næstum eins og íilendingar telji það
sjálfsaagt, að Danir skifti sér af öllu
þsirra framferði og að einhver aérstak-
Iega mikil frægð sé ianifalin í því, að
komast eitthvað án þeirra. Slikt er öf-
ugur bugsunarfcáttur. Yið eigum að
ganga fram hjá Dönum í þessu máli
eius og hverjum óviðkomandi slettirek-
um. Þeír eru, með því sð skifta sér
af íslendingum, að reyna að breiða yfir
það í umheiminum, hvað þeir eru smáir
og lítið þektir og lítils virði.--------
„Linur þessar“, segir J. J. að síð-
ustu, „eru ekki skrifaðar í þeim til-
gangi að rýra á neinn hátt það þakk-
læti, er Stokkhólmsfararnir eiga skilið
fyrir frammistöðu sína, heldnr eingöngu
til leiðréttingar. Og enginn má hugsa
að mér sé nokkuð í nöp við þessa í-
þróttamenn okkar — þar getur enginn
keppni komið til mála, því að eg heyri
nú til alt öðrum „klassa“ íþróttamanna,
er ekki taka þátt í þessum kappleik-
um. — Að endingu vil eg óska, að
landar gætu unnið við olympísku leik-
ina næst, í Berlín 1914, sem eru næstu
alheimskappleikarnir. Og vel mætti
vera að þeim færi svo fram, með kspp-
samlegnm æfingum undir góðri hand'
leiðslu. Sjálfsagt finst mér að senda
þangað 4 eða 5 menn til þess að þreyta
í fangbrögðum, einn í hverjnm þyngd-
arflokki. Ætti það að vera vel kleift,
því að sömu mennirnir gætu auðvitað
sýnt íslenzka glímu, og ef 8 væru send-
ir eins og nú til Stokkhólms, gætu hin-
ir 3 ef til vill kept í einhverju öðru.
Áð sjálfsögðu finnast piltar heima á
Fróni í öllum þyngdarflokkum, sem með
góðri kenslu og æfingum gætn orðið
dugandi fangbragðamenn og þó einkan-
lega í „catch-as-catch-can“-glímunni.
Sjálfsagt verður kept í henni í Berlín
1914, og í grísk-rómverskri. „Gatch-as“
ætti íslendingum að lærast fljótt og
þeir ættu að geta staðið bezt að vígi
allra þjóða í þeirri glímu, þar eð fóta-
brögð hjálpa þar svo mikið; ísl. glíman
kæmi þar að góðu haldi. Og „catch as“
er meira þekt í umheiminum en grísk-
rómversk, því að í öllum hinum ensku-
talandi heim er einungis glímt „catch-
as“, grísk-rómversk glíma þekkist þar
varla. Enda er „catch-as“ mihlu feg-
uri og tilkomumeiri en gríska glíman
— Islendingar verða að leita þessara
manna meðal þjóðarinnar, og það þeg-
ar, manna, sem gætn borið íslenzka
merkið fram til sigurs við Ieikana í
Berlín 1914. Tímiun er nægur ef
mennirnir eru fundnir, og haldið ötul-
lega við æfingum og lærdómi í þessi
trö ár. Og þá er sannarlega ekki ó-
mögulegt, að einn þeirra eða fleiri kæmu
heim þaðan krýndir sigursveignum!
Um íslenzku glimuna við leikana er
það að segja, að til þess að hún nái
tilætluðum notum og leiði að sér eftir-
tekt og athygl þjóðanna i stærri stíl,
þá þarf að verða kept í henni af öðr-
um þjóðum en Islendingum. En slíks
verður því miður langt að bíða og er
það illa farið“.
Þetta eru hugleiðingar Jóhannesar
Jósefssonar, út af Olympíu-leikunum, og
íþróttum íslendinga yfirleitt. Er vert
að gefa þeim gaum. Því að Jóhannes
bæði kann og vill vel. í gegnum ýms-
ar mannraunir hefir hann nú brotist
meðal erlendra þjóða og hefir ekki al-
ténd „átt sjö dagana sæla“, þóttblásíð
hafi byrlega á milli. En íþróttasnilli
sinni á hann það að þakka að hann
hefir komist svo að segja klakklaust
fram að þessu. Hafa honum komið í
góðar þarfir sumir kosta þeirra, er tald-
ir vóru honum til gildis í upphafi þess-
arar greinar (að viðbættum einum,
tungumálanæmi hans, sem er mjög gott).
Vonandi vinur hann sér áfram frama —
og fé og gæfu. a
Ný þrælalög.
Síðasta alþingi samþykti lög, sem
kveða svo á, að „ekkert félag manna
má hafa um hönd í félagsskap neinar
áfengisveitingar, né nokkur áfengis-
nautn fara fram í félagsherbergjum,
nema félagið fái til þess sérstakt leyfi
lögreglustjóra.“ Og] ennfremur að „á-
fengisnautn má ekki eiga sér stað í
veitingahúsum, sem ekki hafa áfengis-
yeitingaleyfi, né heldur í veitingatjöld-
um, eða á öðrum stöðum, þar sera al-
mennar veitingar farafram. Lögreglu-
etjóri má þó leyfa áfengisnautn í sam-
kvæmum einstakra manna, sem haldin
eru á slíkum stöðum“.
Brot gegn lögum þessum varða jafn-
vel neytendur sjálfa 20—1000 kr. sekt.“
Það má nú segja, að þeir herrareru
farnir að færa sig upp á skaftið. Fæst-
um mun hafa dottið í hug, að lengra
yrði komist fyrir löggjafarvaldið með
þvingun og banni, en gert var með
þrælalögunum 1909, þar sem það er
gert að glæp, að flytja inn í landið á-
fengsn drykk. En þvingunarofstæki
bannmanna eru engar skorður settar,
og það er nú komið á daginn, að þeir
hafa ekki getað satt banngræðgi sína
með bannlögunum, þeir þykjast ekki
hafa nógu traðkað niður og hrækt á
sjálfíögð mannréttindi landsmanna með
þeim lögum. í þetta sinn hafa þeir nú
ekki látið sér nægja minna en það, að
slá því föstu með lögum að það sé
glæpur að neyta áfengis. Og til þess
hafa þeir fengið hjálp svo að allra þing-
manna, sem á þingi sátu! Svona er
rík í hugum fulltrúa þjóðarinnar frels-
isástin, sem þeir'eru altaf að hampa!
Menn spyrja sjálfa sig: Er hægt að
komast lengra? Eru bannmenn nú
loksins búnir að fá fylli sína af þving-
unarákvæðum og frelsiskerðingum? Eða
megum vér enn eiga von á nýjum höft-
um? Ef til vill bann gegn því, að
langa í vín, að viðlagri 20 —1000 króna
sekt ?
Engum dettur framar í hug að nokk-
ur réttlætis eða frelsisskerðing sé svo
svívirðileg, að þeir herrar víli fyrir sér
að drýgja hana; spurningin er einung-
is sú, hvort þeir geta látið sér detta í
hug nokkur þvingunarákvæði, sem þeir
hafa ekki enn fengið gerð-að lögum,
hvort hugmyndaaíl þeirra er ekki þrotið!
En eg vildi nú leyfa mér að athuga
stuttlega þessa siðustu svívirðingu, sem
bannmenn hafa fengið alþiugi til að
gera að lögum.
Eins og fyr er sagt, fara þessi lög
að því leyti feti framar enn bannlögin
að þau gera neyslu áfengis að glæp.
Því er slegið föstu með þesaum lögum
að neysla áfengis á Islandi sé ólöglcg.
Ekki tjáir stuðningsmönnum laganna
að mótmæla þessu, því að ef svo væri
ekki, þá væru lögin beint stjórnarskrár-
hrot. í 55. gr. stjórnarskrárinnar stend-
ur sem sé á þessa leið: — Rétt eiga
menn á að stofna félög í sérhverjum
löglegum tilgangi, án þess að leyfi þurfi
að sækja til þess. Nú banna þesn
nýju lög að stofna félagsskap í þeim
tilgangi að skemta'sér við vínnautn, en
það geta þau ekki nema því aðeins, að
vínnautn sé ólöglegur tilgangur.
Hitt er það, að lögin eru engan veg-
in sjálfum sér samkvæm í þessu atriði
og telja vínneyslu löglega þegar svo
og svojstendur á, og gefa jafnvel lög-
reglustjórum heimild til að leyfa það,
sem þau sjálf stimpla sem ólöglegt.
Sýnir þetta best prinsípleysið. Hvaða
ástæða er til, að banna mönnum að
neyta áfengis ef þeir koma saman sem
félag t. d. í heimahúsum, en leyfa sömu
mönnum á @Rma stað að neyta þes3, ef
þeir koma saman sem privat menn?
Hvílíkur ógurlegur Bakkabræðraháttur!
Og hvaða ástæðu hafa lögin til að skita
sér frekar af því, þótt menn drekki í
„félagsherbergjum", heldor en ef þeir
sömu menn drekka einhversstaðar ann-
arsstaðar? Er ósiðlegra að drekka í
félagsherbergjum ? eða hvað hefir vak-
að fyrir löggjöfinni?
Ef maður býr á veitingahúsi, t. d.
Hótel ísland, þá má hann ekki eftir
lögum þessum, gefa kunningja sínum
glas af víni, nei hann má ekki einu-
sinni neyta þess sjálfur nema hafa fyrst
fengið til þess leyfi lögreglustjóra! Ef
félag heldur fund í húsum eins af með-
limunum, þá má húsráðandinn ekki gefa
félagsbræðrum sínum neinn áfengan
drykk. Lög þessi setja mönnum m. ö. o.
reglur um það. á hverju menn menn
mega gæða gestum sínum!
Eg vil biðja menn að athuga þetta:
Eftir að þessi nýju þrælalög eru geng-
in í gildi, mega menn eiga það á hættu
að lögreglan vaði inn á heimili þeirra,
rg slái úr höndum þeirra þau drykkj-
arföng, er þeira hafa keypt fyrir sína
eigin peninga, banni þeim að veita það
gestum sínum, og banni þeim jafnvel
að neyta þeirra sjálfir.
Hér er enn ein svívirðileg árás á
heimilisfriðinn, enn svívirðilegri og meira
óþolandi en sú, sem gerð var með þræla-
lögunum.
Eg hefi hér stuttlega bent á, hver
ný tök þessi Iög gefa Jögreglunni á að
brjóta heimiiisfrið manna og persónu-
leg réttindi. Hitt er annað, hvort nokk
urn tíma kemur til, að hún noti sér
þann rétt sinn, og má helzt búast við
því, af undanfarandi reynslu, að svo
muni ekki verða. En það er þó engu
betra. Löggjafarvaldið hefir með þess-
um nýju lögum sett alt félagslíf og
jafnvel heimilislíf manna undir óþolandi
rærgöngult eftirlit, og ekki gerir það
lögin betri, þó þeirra eé ekki gætt.
En í hvaða tilgangi eru þessi lögnú
sett, spyrja menn. Er það ef til vill
eingöngu af þessari óseðjandi löngun
bannmanna til að setja mönnum ný og
ný þvingunarákvæði án tiliits til þess,
hvort þeirra er þörf, né hvort þau eru
framkvæmanleg né hvort nokkrir senni-
leikar séu til að þau verði framkvæmd?
Svarið kvað vera það, að löginséusett
til höfuðs hinum svonefndn „klúbbum“
hér í bænum. En eg vil spyrja: Vita
ekki löggjafarnir það, að þessir„ klúbb-
ar“ eru eðlileg og ef til vill nauðsyn-
Ieg afleiðing af þeim lögum, sem gefið
hafa einu einstöku veitingahúú hér í
bænum einkaveitingaleifi með áfengi?
Vita þeir ekki það, að einhver slík
undanbrögð eins og klúbbarnir eru, munu
altaf verða fundiu, og að hverri nýrri
lagasmíð, sem leggur ný höf á athafn-
arfrelsi manna, mun verð svarað með
nýjum undanbrögðum? Liggurþáekki
næst að álykta einmitt af stöfnun þess
ara klúbba að fyrirkomulagið eins og
það er, sé algerlega ómögulegt? Og
hefði þá ekki verið miklu nær, að láta
m
N
ES
M
N
M
M
Karlmannsfatnaður, Regnkápur og Vetrarkápur
mjög’ milslö úrval h.já
Th. Thorsteinsson & Co.
m
á
KSjf
m
N
m
m