Kvásir - 07.04.1908, Page 2
2
K VÁSIR
„Þeir eru í vörzlum bankastjórans og
enginn kemst þangað niður án þeirra“.
„Fylgið með oss!“ sagði nú sá erstúlk-
unnar gætti. Hann tók fast um hönd henn-
ar og fór á stað, hinn maðurinn kom á
eftir.
Þegar þau komu út úr herberginu, brá
-Margrétu í brún, er hún sá þar standa
kvenmann, með þykka slæðu fyrir andliti,
og i síðri kapu, með skriðljós í hendi.
„Skyldi ekki eitthvað af þeim lyklum
sem við þörfnumst, liggja inni á skrifstof-
unni?“ spurði sá er gætti Margrétar.
„Fað er hugsanlegt, en eg held þó ekki“,
svaraði Margrét rólega.
Eftir skipun foringjans, vísaði Margrét
þeim á lykflinn að skrifstofunni. í’jófarn-
ir leituðu þar inni, en fundu þó ekkert.
f’eir skipuðu nú Margrétu að sýna sér lyk
ilinn að kjallaratröppunum; því þeir kváðúut
mundu geta lokið öðrum dyrum upp án
. lykla. f’egar Margrét hafði sýnt þeim lyk-
ilinn, sagði annar þjófurinn:
„Eg get sannarlega hrósað þér fyrir hvað
þú ert skynsöm, en þú verður að fyrirgefa
þó eg neyðist til að binda þig. Hvar er
bandið? “
f’essati spurningu var beint til kvenmanns-
ins, sem hingaðtil hafði verið þögull áhorf-
andi, en nú tók hún til starfa; hún hratt
Margréti upp að digurri járnsúlu, tók upp
band og reyi'ði hana fasta við súluna, síð-
ast batt hún hendur hennar.
„Eins og þú sérð, viJjum við ekki gjöra
þer mein, verði hjá því komist", sagði
hann kurteysi ræningi. „En nú verður þú
að heita okkur þvi, að kalla ekki né hrópa
á hjálp, annars neyðumst við til að láta
kefli í munninn á þér“.
Eftir augnabliks umhugsun svaraði
Margrét: „Eg get gjarnan lofað því að
kalla ekki á hjálp, þvi það mundi vera
til einskis".
Henni létti um andardráttinn, þegar
ræningjarnir voru farnir.
Nú hafði hún ekki annan félagsskap en
daufan gasloga, sem bar svo litla birtu,
að hún aðeins gat eygt það sem næst var.
Með afli öi-væntingar gerði hún tvær til-
raunir að slíta sig lausa, en áraugurslaust.
Hún gat því ekki annað en brotið heilann
um hvei't hún mætti nokkuð aðhafast. Hún
vissi, að þjófarnir urðu að brjóta upp
tvennar sterkar járndyr, áður en þeir næðu
nokki-um peningum, og þar sem hún þekti
ekkert til hinna snildarlegu verkfæra inn-
brotsþjófa, efaðist hún ekki um að ‘dymar
mundu standast áhlanp þeirra.
Það sem hún óttaðist mest, var, að
þjófarnir rnyndu yfirgefa bankann, og láta
hana standa bundna þangað til næsta
morgun kl. 10, er kjallarinn yrði opnaður,
henni fanst óhærilegt að hugsa til þess að
standa þarna bundin, meir en 10 tíma.
^praumur.
f’að dreymdi mig, að eg þótt.umst ganga
um stræti borgar nokkurrar, Sá eg á ein-
um stað, er eg kom fyrst að, hús nokkur
saman í röð, þótti mér sem þau rnyndu
ei bygð vera, og voru þó hin veglegustu
að sjá, undraðist eg yflr að enginn maður
skyldi þar bústað eiga. í sama bili kom
að mér maður nokkur, beilsaði eg honum
og spyr, hveisvegna hús þessi séu öll í
eyði látin. Þótt.i mér hann þá svara,
að eg væri furðu fáfróður, að þekkja eigi
sögu þeirra, bauð hann að segja mér hana,
og þá eg það með þökkum ; hóf hann mál
sitt á þessa leið:
„Endur fyrir löngu, þegar vér íslendirig-
ar vorurn sjálfstæð þjóð, var því spáð, að
hór mundi reistur verða skáli mikill, er
mundi standa um þjóðbraut þvera og veita
gesturn og gangandi góðan beina. En er
vér komumst undir erienda áþján, rættist
spásaga sú, þótt á nokkuð annan veg væri,
þá voru reist hús þau hin miklu, er hér
rná líta, og stóðu þau að vísu ekki um
þjóðbraut þvera, en eigi að síður komu
hér margir gestir og gangandi, og það
kunnum vér að segja, að margir baggar
hafa hér bundnir verið, og Qeldí þéfrfa''