Landið - 05.05.1916, Page 1
Rttstjóri:
Jakob Jóh. Smári
magister artlum
Stýrimannastig 8 B.
-----^
18. tölublað.
Reytjayík, föstudaginn 5. maí 1916.
I. árgangur.
Straumniður.
Pú seiðandi straumfall úr háfjalla hlíð
með hrannirnar ljósar og kvikar,
hví lokkar þú önd mína aftaninn síð,
er eilífðin kringum þig blikar?
Og ómsogið þunga er þýðlegt og dult,
sem þytur frá ókunnum heimi;
en vestrið við sjónhring svo glóandi gult,
sem gullmóða titrandi streymi.
þú seiðir minn hug í þinn sólbrydda faðm,
við söng þinn eg dauðanum gleymi.
Og sveíndögg þú ýrir á bæklaðan baðm,
svo að beinvöxt og sumar hann dreymi.
En draumlag á hörpu míns hjarta þú slær,
eg hvílist við algleymið blíða.
Ó fossa þú, dynjandi fjallstraumsins sær,
eg fmn ekki stundirnar líða.
Trygging
fyrir að fá yandaðar vörnr fyrir lítið verð, er að verzla við
V. B. K.
Landsius rneslu birgðir af:
Vefnaðarvörum,
Pappir og ritföngum,
Sólaleðri og skósmíðavörum.
Pantanir afgreiddar um alt ísland.
Heildsala. Smásala.
Vandaðar vörur. Ódýrar vörur.
Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík.
ÁRNIEIRÍKSSON
AUSTURSTRÆTI 6.
VEFNAÐAU-, PRJÓNA- og SAUIUAVÓRVR
beztar og ódýr*star.
Nýkomið mikið úrval af KÁPUEFNUM,
FLÚNELUM, TVISTTAUUM o. fl.
ÞVOTTA- og HREINLÆTISVÖRUR,
beztar og ódýrastar.
TÆKIFÆRISGJAFIR og LEIKFÖNG
hentug og fjölbreytt.
Alþýðufél. bókasafn, Templarsundi 3,
kl. 7-8.
Baðhús Reykjavíkur virka daga kl. 8—8,
Id. til n.
Borgarstjóraskrifst. opin v. d. kl. il—8.
Bæjarfógetaskrifst. opin v. d. io—2og4—7.
Bæjargjaldk., Laufásv. 5, v. d. kl. 12—3
, og 5-7. .
Islandsbanki opinn 10—4.
K. F. U. M. Lestrar og skrifst. 8 f. h.—
10 e. h. Alm samk. sd. kl S1/* e. h.
Landakotskirkja. Mess. kl. 9 og 6 á sd.
Landakotsspítali: Sjúkravitjun 11—1.
Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12.
Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Utlán
kl. 1—3.
Landsbún.fél.skrifstofa opin kl. 12—2.
Landsféhirðir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafn v. d. kl. 12—2.
Landssfminn v. d. daglangt, 8—9; helga
daga 10—12 og 4—7-
Náttúrugripasafn, kl. U/2—2*/2 á sunnud.
Pósthúsið opið v. d. 9—7, sd. 9—1.
Samábyrgð íslands 12—2 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar kl. 10—4.
Talsími Rvfkur, Pósth., opinn daglangt
v. d. 8—10; helga daga 10—9.
Vífilsstaðahælið. Heimsóknartími 12—1.
Þjóðmenjasafnið opið sd., þrd. fimtud.
kl. 12—2.
Sjálístæöisflokkurmn á þingi
og framtíðarstefnaD.
1.
Almennar hngleiðingar.
Rétt á undan kosningum eru
flokkarnir vanir að senda út stefnu-
skrár. Stefnuskrárnar eru vanalega
gyltar af loforðum. Loforðin eiga
að safna fólkinu utan um sig. Ég
held að þjóðin sé orðin hálfþreytt
af loforðunum. Því að tilhneigingin
til að lofa hefur verið ríkari heldur
en efndirnar á loforðunum. Vitan-
lega eru loforðin góð er einlægur
vilji stendur að baki þeim og þau fara
í rétta átt, en viturlegast mun þó kjós-
endum landsins að skoða fraintfð-
arloforðin í sambandi við efndirnar
á gömlu loforðunum. Ég ætla að
skrifa nokkrar smágreinar um efndir
Sjálfstæðisflokksins á síðasta þingi
á loforðum sínum. Vil ég leitast
við að draga upp eins óhlutdræga
mynd og mér er unt af afstöðu
Sjálfstæðisflokksins til ýmsra stór-
mála er fyrir þinginu lágu. Afstaða
þessi er að vísu kunn af Alþingis-
tíðindunum, en margir eru þeir,
sem ekki ná til þeirra, en blöðin
virðast oft leggja meiri áherzlu á
að sanna stórgalla þeirra, sem
framarlega standa f fylkingunni,
heldur en að gagnrýna málin sjálf.
Má vera að víðar sé pottur brotinn
en hér, en ekki bætir það neitt úr
skák. Því fremur tel ég nauðsyn á
að skýra þjóðinni nú frá afstöðu
flokkanna til hinna ýmsu mála, þar
sem þvf verður ekki neitað, að
ýmislegt atferli síðasta þings var
þannig vaxið, að það hefur vakið
óhug meðal þjóðarinnar, svo ýmsir
mætir menn hafa fengið hálfgerð-
an óhug á þinginu. Að vísu er
það satt, að venjulega hefur verið
talað illa um hvert þing að því
loknu, en ekki minnist ég að eins
mikil brögð hafi verið að því áður
eins og nú, þar sem landsmenn
á stórum fundum hafa lýst þvf yfir
að tilverurétti gömlu flokkanna væri
lokið. En það leiða við þessa nýju
öldu sem væntanlega hefur verið
vakin til að sópa misfellunum burtu
er, að ekki verður séð að sól og
skugga hafi verið rétt skift á milli
þeirra, sem á þinginu unnu, þvf
vitanlega er ekki hægt bæði að
áfella þá, sem misfellurnar sköpuðu
og þá, setn stódu gegn misfellunum.
Fyrir þá, sem hreinsa vilja til í
stjórnmálum og skapa þeim trygg-
ari grundvöll er því umfram alt
nauðsynlegt, að kryfja til mergjar
alla afstöðu þingsins til þeirra mála,
sem nokkru skifta. Eins og hitt er
líka víst, að svo framarlega, sem
einhverjir í alvöru hugsa um að
hreinsa og bæta þingið og veita
nýjum sterkum straumum inn f það,
þá er ekki til neins að velja menn
til þeirra endurbóta, sem altaf eru
að leita að meiri hlutanum, og tví-
stíga milli landsmálastefnanna, þang-
að tii þeir þykjast geta fundið fót-
um sínum forráð í skjóli þeirrar
stjórnar, sem í hvert skifti hefur
völdin. Nei, endurbótamennirnir
verða að láta strauminn skella á
sér þar sem hann er harðastur.
Þeir menn, sem eru að leitast við
að búa sér til hæli, er þeir geti
flúið í þegar baráttan er sem hörð-
ust, svo þeir þurfi ekki að taka
neina afstöðu, eiga ekki erindi f
þenna straum. Þjóðin græðir heldur
ekki á því að fjölga slíkum merkis
berum hálfvelgjunnar, þeir eru nógu
margir samt. En um fram alt er
kjósendum landsins nauðsynlegt að
fá sem greinilegastar og glöggastar
skýrslur um starfsemi fulltrúa sinna,
svo þeir geti vegið þá á réttlátri
vogaskál og dregið þá undan högg
stokki stóryrða og slagorða, sem
vanalega er þyrlað hæst upp af
þeim, sem yfirgefið hafa góðan mál-
stað og standa rökvana.
Eins og ég hef þegar tekið
fram, mun ég skýra frá gerðum
Sjálfstæðisflokksins og sýna með
glöggum og Ijósum rökurn að til-
veruréttur hans hefur aldrei verið
jafn sterkur og nú. Ég geng út frá
því, að flokknum verði ekki gefið
að sök, þó að hann réði ekki yfir
nægilegum mannafla á síðasta þingi,
til þess að fylgja málum sínum
fram, vænti miklu fremur þess, ef
svo fer, sem ég hef mikla ástæðu
til að ætla, að samhugur þjóðar-
innar fylgi ýmsum aðalverkum vor-
um, að vér megum vænta þess, að
skarð það, sem hverflyndi ýmsra
flokksbræðra vorra gamalla hjó í
flokk vorn, megi fyllast mönnum,
sem skilja það, að þrek og festa
eru þær aðaldygðir, sem lítil þjóð
verður að temja sér, ef hún vill na
því marki að ráða sjálf gerðum
sínum og bera ábyrgð á þeim.
Sig. Eggerz.
t .
Þorsteinn Thorarensen
bóndi á Móeiðarhvoli varð bkáð-
kvaddur á heimili sínu síðastliðinn
laugardag. Hann var í beztu bænda
röð, vel látinn og mætur maður í
hvívetna.
SreiSar samgöngur.
Þ. 29. apríl var leiðrétting frá
hr. bankastj. Birni Kristjánssyni í
ísafold, sökum ummæla blaðsins um
birtingu leynitilboðanna alræmdu
í vor sem leið. Leiðréttingin er
dagsett 28. spríl. En neðan við
hana standa þessi orð:
„Athugasemd kemur f næsta
blaði. Ritstj'.
Það er ekki nógsamlega hægt að
dást að þessum greiðu samgöngum
milli blaðsins hér í Reykjavík og
ritstjórans, sem er í 300 mílna
fjarlægð. Þann 28. berst blaðinu
leiðréttingin og daginn eftir er hr.
Ólafur Björnsson búinn að lesa
hana og koma boðum hingað „yfir
þrjú hundruð milna sjó". Hvernig
stendur á þessu? Loftskeyti, gand-
reið eða hvað?
Eða er ástæðan einungis sú, að
þegar ritstj. Isafoldar fór og gieymdi
að taka nafn sitt af blaðinu, þá
hafi hlutafélag endilanganna ekki
einungis álitið sér heimilt að rita
allan skrambann í ísafold undir
dulnefnum, heldur og nota nafn
ritstjórans í viðlögum, þótt hann
væri 300 mílur í burtu og enginn
hér vissi, hvort hann væri lifandi
eða dauður?
£oð ðaraýlokkur inn.
Svo er foringi hans búinn að
fara með sig og flokkinn sinn, að
ekki telja menn lfklegt, að til
mála geti komið, að hann nái
kosningu sem landkjörinn þing
maður. Lyktin af honum í ráð-
herrasessinum er sem sé komin út
um alt land. Og ekki er útlit fyrir,
að hún batni, eftir daglegum veður-
merkjum að dæma. Raðherra kvað
því vera f mesta efa um það, hvort
hann á ekki að hætta við ait
landslistabraskið, þvf að nú er það
komið inn í menn, að hann sé
ekki vel að sjálfstæðisnafninu kom
inn. Þa er eftir að vita, hvort Ár
nesingum súrnar ekki í augum,
þegar hann kemur þangað, dauða-
dæmdur af þjóðinni, með lyktina
af allri ráðherrastarfseminni á bakinu
£oöðaramenskan.
Hvernig getur ísafold haldið því
fram, að fyrirvara alþingis 1914
hafi verið fullnægt?
Hvernig getur hún það, þegar
öllum er vitanlegt, að engin viður•
kenning á honum kom fram frá
konungsvaldinu, en hana hafði E.
A. talið óhjákvœmilegt skilyrði
fyrir fuilnægingu fyrirvarans?
Hvernig g;etur hún það, þegar
öllum er vitanlegt, að því aðeins
komu þrímenningamir hingað heim
til þess að bera staðfestingarskil-
yrði Ixonungsvaldsins undir flokkinn
og stjórn hans — því aðeins, að
þeir vissu að skilyrðin fullnægðu
ekki fyrirvaranum. Ef svo hefði
ekki verið, þá hefði E. A tekið
þegar í stað við raðherradómi —
og tneð meiri rétti, en sfðar var.
Er loddara menskan ekki augljós?
Og er mælir ósvífninnar og ó-
sannindanna ekki bráðum fyltur af
Isafold?
Hvað finst almenningi ?
Etirting
yjíilíllíei-n- og banka-
gg' n garmál si nss.
Stjórnarblöðin láta mjög borgin-
mannlega um það, að nú æth rað-
herra að birta gjaldkeramálið og
bmkabyggingarmálið. Þau voru þó
ekki á því framan af, þar sem ísa-
fold sagði, að bezt væri að þegja
um það. Raðherra hefur ekki séð
sér annað fært, en birta þetta,
hvernig sem útkoman verður, eftir
allar áskoranirnar í blaði voru,
treystandi því, að nýju þremenn-