Landið - 18.05.1916, Síða 1
RlUtjóri:
Jakob Jób. Smárl
magister artium
Stýrimannastig 8 B.
LANDIÐ
Afgrelðilu-
eg innheimtumaður:
Loftnr Gnnnarggen
Vesturgðtu M A.
Alþýðufél. bókasafn, Templarsundi 3,
kl. 7-8.
Baðhús Reykjavíkur virka daga kl. 8—8,
ld. til 11.
Borgarstjóraskrifst. opin v. d. kl. 11—8.
Bæjarfógetaskrifst. opin v. d. 10—2 og 4—7.
Bæjargjaldk., Laufásv. 5, v. d. kl. 11—3
, og S—7- . .
Islandsbanki opinn 10—4.
K. F. U. M. Lestrar og skrifst. 8 f. h.—
10 e. h. Alm samk. sd. kl. 81/* e. h.
Landakotskirkja. Mess. kl. 9 og 6 á sd.
Landakotsspitali: Sjúkravitjun 11—1.
Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12.
Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Utlán
kl. 1—3.
Landsbún.fél.skrifstofa opin kl. 12—2.
Landsféhirðir 10—2 og 5—6.
Landsskjalasafn v. d. kl. 12—2.
Landssfminn v. d. daglangt, 8—9: helga
daga 10—12 og 4—7-
Náttúrugripasafn, kl. 1V2—23/2 á sunnud.
Pósthúsið opið v. d. 9—7, sd. 9—I.
Samábyrgð íslands 12—2 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar kl. 10—4.
Talsími Rvíkur, Pósth., opinn daglangt
v. d. 8—12; helga daga 10—9.
Vtfilsstaðahælið. Heimsóknartími 12—1.
Þjóðmenjasafnið opið sd., þrd. fimtud.
kl. 12—2.
Landlisti
Sjálfstæðísflokksins.
Hann er nú fullgerður. Eru á
honutn þessir menn, í viðbót við
þá, er taldir voru upp í 14 tbl.
„Landsins":
Eiríkur Torfason óðalsbóndi f
Bakkakoti í Gullbringusýslu,
Skúli Guðmundsson óðalsbóndi
á Úlfarsfelli í Kjósarsýslu,
Kolbeinn Guðmundsson hrepp-
stjóri á Úlfljótsvatni í Árnessýslu og
Einar Friðriksson óðalsbóndi á
Hafranesi við Reyðarfjörð.
Eiríkur Torfason er allra-mestra
snyrtimenni og prýðisvel gefinn.
Hann er nákunnugur högum bæði
sveitar- og sjávarbænda, þar sem
hann er alinn upp til sveita. Hann
hefur ávalt verið sómi stéttar sinnar.
Skúli Guðnmndsson er mesti
dugnaðarmaður, skynsamur vel og
fróður, Hann ber m. a. gott skyn
á vegamál, sökum reynslu sinnar í
þeim efnum. Hleypt hefur hann
heimdraganum og séð önnur lönd
og unnið þar að vegavinnu o. fl
Er það vitanlega fróðleiksauki
jafn athugulum manni og hann er,
Kolbeinn Gudmundsson hrepp
stjóri og sýslunefndarmaður er ó
venjulega mikill búhöldur, fyrir
mynd að hreinskiftni og dreng
skap, og alþektur skýrleiksmaður
Einar Friðriksson er að allra
áliti, sem til þekkja einn af helztu
bændum Austurlands. Hann, sem
annars er ungur að aldri, hefur
nú um langt skeið verið aðalfrum-
kvöðull að ýmsum framkvæmdum
í sinni sveit og hefur gegnt ýms-
um störfum (t. d. verið oddviti og
sýslunefndarmaður) fyrir sveit sína.
Allur Iisti Sjálfstæðisflokksins er
þá þannig skipaður:
1. Sigurður Eggerz, sýslumaður í
Borgarnesi f Mýrarsýslu.
2. Hj'órtur Snorrason, alþingis-
maður í Arnarholti í Mýra-
sýslu.
3. Gunnar Óia/sson, fyrv. alþm.,
kaupm. í Vestmannaeyjum.
4. Magnús Friðriksson, óðals-
bóndi á Staðarfelli í Dalasýslu.
5. Kristján Benjamínsson, óðals-
bóndi á Tjörnum í Eyjafjarðar-
sýslu.
6. Ólaýur Thorlacius, fyrv. alþm,
læknir á Djúpavogi í Suður-
Múlasýslu.
7. Magnús Magnússon, skipstjóri
og kennari f Reykjavfk.
8. Eyjólýur Guðmundsson, óðals-
bóndi á Hvoli í Vestur-Skafta-
fellssýslu.
9. Eiríkur Torýason, óðalsbóndi í
Bakkakoti f Gullbringusýslu.
10. Skúli Guðmundsson, óðalsbóndi
að Úlfarsfelli í Kjósarsýslu.
11. Kolbeinn Guðmundsson, hrepp-
stjóri að Úlfljótsvatni í Árnes-
sýslu.
12. Einar Friðriksson, óðalsbóndi
á Hafranesi í Suður-Múlasýslu.
Þó að röðin sé þannig á listan-
um hér í blaðinu, þá geta kjós-
endur eðlilega, samkvæmt lögum,
breytt röðinni á nöfnunum um
leið og þeir kjósa. —
Vér hyggjum, að allir landsmenn
geti verið ánægðir með þenna lista
og viljum eindregið skora á menn
að veita honum fylgi.
Qeitroja-Dagnr I. og II.
(Sbr. ísaf. 26. apríl 1916 og 3. maí 1916).
Heitrofa-Dagur ísafoldar er all-
langur, en ekki eftir því fagur.
Heitrofa-Dagur I. lætur sér nú
nægja að prenta upp ummæli
gamallar Lögréttu um Sjálfstæðis-
menn, og gerir þá eina breyting
að hann stefnir þeim að oss, er
hann nefnir „þversum“. Með þessu
játar hann það tvent, að hann sé
nú á sömu skoðun sem Lögrétta
var þá (1914) og að Sjálfstæðis-
menn sé nú eigi aðrir en þeir, sem
honum þykja standa þversum fyrir
sér, en hann gengur sinn vanalega
krákustíg f „samningasarginu", sem
ísafold talaði oft um, meðan rit-
stjórinn var heima.
Þetta Lögréttulán er fyrsti liður-
inn, sem hann telur til starfsemi
þversummanna: að hindra kon-
ungsstaðfestingu á stjórnarskránni
og hindra það að landið fengi fána
sinn.
Mikil er trú þín, Dagur, er þú
hyggst munu telja mönnum trú um
að þá menn hafi langað til að tefja
stjórnarskrána, sem báru hana fram
áður en þú komst á þing og þér
að þakkarlausu. •— Hitt er þér líkt,
að bregða oss um að vér höfum
viljað hindra að landið fengi ýána
sinn. Heldur þu, Dagur, að íslenzkir
kjósendur sé svo heimskir, að þú
megir telja þeim trú um að nokk-
urt minsta samband hafí verið milli
stjórnarskrármálsins og fánamálsins?
Heldur þú, Dagur, að landsmenn
verði þér sinnandi fyrir slfkt of-
traust á heimsku þeirra?
En þar sem Dagur kveður svo
að orði, að vér höfum viljað hindra
að landið fengi fána sinn, þá mun
hann eiga við landfánann og land-
helgifánann, og að slfkur fáni sé sá
eini fáni sem landið eigi rétt á.
Þá verður einhver skynsemi f orð-
um hans um mótstöðu vora. Þá
mundi hann telja þar til kröfu vora
um siglingafána, en ekki viðrinis
fána.
Annars ætti Heitrofa-Dagur I.
að tala sem minst um fánann, því
að hann sveik lit í því máli með
herfilegum hætti.
Næsti liðurinn er öfugmæli eins
og vænta mátti af Dag. Vér reynd-
um að forða þv/, að hann og fé-
lagar hans stofnuðu málefnum vor-
um f voða með framferði sínu, og
gerðum það eftir mætti bæði þá
og sfðar. En Dagur er ómerkur
orða sinna um þetta atriði sem önnur.
Þriðja atnðið segir hann hafa
verið: „að svívirða þá menn á
allar lundir, sem þorðu að fara
sínu fram, og létu ekki kúgast fyrir
ofríkistilraunum þeirra". — Vér
sögðum landsmönnum aðeins sann-
leikann, að þeir Dagur hefði „þorað"
að óhlýðnast skýrri alþingisályktun
og ganga móti skrijlegum yjirlýs-
ingum sínum, að brigða loforð sín
við kjósendur og gera það á laun
og að rjúýa grundv'óll þingrœðisins
í landinu.
Þrír Sjálfstæðisþingmenn fara að
tilvísun flokksforingja Heimastjórn-
armanna á konungsfund, að sagt
var, til þess að leysa vandræði
Dana og spilla málstað íslendinga.
Þeir fara í óþökk flokksmanna
sinna, þeir fara í eigin erindum og
þeir hafa einskis manns umboð,
nema ef þeir hafa haft heimulegt
umboð Heimastjórnarmanna. Og
þeir fara til danskra ráðherra og
fara að semja við þá um alíslenzkt
mál, einmitt það mál, sem þeir
höfðu sjálfir með „fyrirvaranum“
krafizt að farið yrði með sem hvert
annað alfslenzkt mál. í sameining
við danska ráðherra semja svo
þessir ferðalangar umræður um
staðfesting stjórnarskrárinnar, eins
og þeim þóknaðist að hafa þær,
þótt enginn þeirra hefði umboð,
eða heimild til að fjalla um máiið.
Síðan koma þeir heim með þetta
örverpi og sýna það oss félögum
sínum. Þó fékk enginn Sjálfstæðis-
maður afrit af því, en Heimastjórn-
armenn höfðu þegar afrit, annað-
hvort frá ráðherrum Dana eða
„sendiherrum" íslands, sem enginn
sendi. Af oss heimtuðu þeir að vér
héldum þessu skjali leyndu. Svör-
uðum vér þvf, að engin þörf væri
að birta það að svo st'óddu, eða
meðan enginn gerði sig beran að
því, að vilja koma því í ýram-
kvœmd. Þetta var haldið og meira
að segja beðið helzti lengi eftir-að
þeir birti það sjálfir. En er það
var séð, að þeir mundi eigi gera
það, þá var það birt til þess að
vér yrðum þó ekki samsekir í
þeirri óhæfu, að svfkja kjósendur
landsins á laun.
Þá hófu þeir þetta fáránlega
heitrofagarg og Dagur I. fremstur
í flokki. í því þvargi lýsti sér bæði
heimska og ósvífni.
Heimskan sú, að slfkt skjal ætti
nokkurn frekari rétt á sér en hver
önnur flokks og stefnusvika tilraun.
Nú er heimskan tvölföld, þegar
þeir byrja á nýjan leik.
Trygging
fyrir að fá yandaðar vörnr fyrir lítið vcrð, er að verzla við
V. B. K.
Landsins mestu birgðir af:
Vefnaðarvörum,
Pappír og ritföngum,
Sólaleðri og skósmíðavörum.
Pantanir afgreiddar nra alt ísland.
Heildsala. Smásala.
Vandaðar vörur. Ódýrar vörur.
Yerzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík.
Árni Eiríksson
Austurstræti 6.
Vefnaðar-, Prjóna- ogf Saumavörur
beztar og ódýrastar
Nýkomið mikið úrval af
Kápuefnum, Plúneluin, Tvisttauum o. fl.
I ’votta- og Hreinlætisvörur,
beztar og ódýrastar.
Tuekifærisg'ja.fir og Leilsföng-
hentug og fjölbreytt.
Ósvffnin er tvenskonar. Fyrst er
sú, að skrökva þvf, að vér höfum
rofið heit við þá, þótt vér héldum
þau til fulls. Hin er sú, að ímynda
sér að þeir geti snúið reiði kjós-
anda á oss, fyrir það að vér
reyndum að vara þá við svikunum,
og ýrá sér, þar sem þeir ætluðu
sér eigi aðeins að svíkast að kjós-
endum óvörum, heldur urðu og svo
heiftarreiðir, er það tókst eigi, að
þeir kunna sér eigi hóf.
Dagur telur það siðspillingu, að
verja landslýðinn fyrir leynibruggi
umboðslausra einstaklinga við danska
ráðherra í mesta velferðarmáli lands-
ins. Hann skortir ekki einurð hann
Dag I. Og hann heldur að hann
fái kjósendur á sitt mál, með öðr-
um orðum geti látið kjósendur á-
telja að þeir séu ekki sviknir.
Dagur í. klaufi, kunn þú hóf
þitt.
» *
*
Heitrofa-Dagur II er auðsjáanlega
greindari maður og stiltari. Hann
setur orð sín nær hætti siðaðra
manna, þótt grein hans sé raunar
eigi annað en rökvillur og munn-
skálp.
Hann vitnar f ræðu eftir mig
1914 til sönnunar því, að stað-
festingarskilyrði stjórnarskrárinnar
19. júní 1915 hafi verið samkvæm
svonefndum fyrirvara alþingis 1914.
Þessi sönnun hans er ónýt, því að
ég tala þar (í síðari tilvitnuninni)
um skilning konungsins andstæðan
skilningi íslendinga, þ. e. alþingis
og ráðfierra, til þess að hrekja
mál þeirra manna, sem töldu
konungi selt sjálfdæmi í stjórnar-
skránni. En þau orð mín geta eigi
átt við, ef Dagur II. væri ráðherra
og hvikaði frá skilningi íslendinga
og féllist á skilning konungs og
fengi síðan þingmenn til þess að
afneita fyrri skilningi sínum. Það
hef ég aldrei talið hættulaust. Einar
Arnórsson sagði á þingi 1914 (Alþt.
1914 B II. 1221): „Og ef konung■
ur setur ný skilyrði, eða Danir,
þá er auðvitað að ráðherra vor
má alls eigi ganga að þeim, eý
nokkur hætla er á því, að réttindi
landsins stjórnskipulegu skerðist á
nokkurn hátt við þau". Dagur
hefði þurft að sanna að Einar
hefði farið í þessu eftir sfnum eigin
ofanskráðu orðum, að hann og
hans fylgifiskar hafi eigi hvikað frá
fslenzka skilningnum og viljað fá
þingið til hins sama. Til þeirrar
sönnunar dugir honum ekki að
vitna f mín orð^ en hann veit að
ég gerði alt, sem ég mátti, til þess
að eyða þeirri hættu, sem hann
hafði yfir oss leitt, er ég fékk alla
flokka til þess að lýsa yfir þvf, að
vilji þeirra væri samur við vilja
þeirra 1914. Það barg sökinni, en
ekki varfærni ráðherraflokksins.
Mér þykir eigi sitja á Dag, að taka
sér í munn gömul Lögréttu-ummæli
um hann og mig 0. fl , um ófriðar-
löngunina og eigingjarnar hvatir.
Hefði honum staðið nær að þakka
oss það, er vér firtum hann og