Landið - 18.05.1916, Side 3
L ANDIÐ
77
Préttir.
Lansn frá prestsskap
hafa fengið þeir sira Jakob Björnsson
i Saurbæ í Eyjffirði- og síra Kristinn
próf. Daníelsson á Útskálum.
Ársfnndur
Búnaðarfélags íslands var haldinn
síðastl. laugardag. Jón H. Þorbergsson
fjárræktarmaður hélt fyrirlestur um
fjárdauðann 1914.
Gifting.
Hr. Gregory Whittle símaverkfræð-
ingur og ungfrú Lára J. M. Blöndal
voru gefin saman n. þ. m. i Hull.
Mannslát.
3. þ. m. andaðist Sigmundur bóndi
Grímsson á Skarfsstöðum i Daiasýslu,
77 ára gamall (f. 3°/9 1839). Merkur
bóndi og vel látinn.
Jóui próf. Helgasyni
hefur lýðháskólafélagið danska boðið
til Danmerkur i sumar, til þess að
flytja fyrirlestra á háskólanámsskeiði
fyrir lýðháskólakennara og kenslukon-
ur, sem verður frá 23. ág. til 3. seft. í
landbúnaðarskólanum i Dalum á Fjóni.
Býst prófessorinn við því, að þiggja
boðið.
Sig. Eggerz
sýslumaður kom til bæjarins í hinni
vikunni.
Ættnrnafn.
Einar rithöf. Hjörleifsson og synir
hans, Sigurður héraðslæknir Hjörleifs-
son os börn hans, Tryggvi Hjörleifs-
son stud. theol., Guðlaug Hjörleifsdóttir,
Ágúst Jósepsson verzlunarm. í Rvík,
Ólafur Jósepsson símritari á Seyðisfirði
og Guðlaug Jósepsdóttir í Rvik hafa
fengið staðfesting á ættarnafninu Kvaran.
Terkfallinu
er nú lokið. Hásetafélagið gekk að
síðustu boðum útgerðarmanna í vikunni
sem leið.
Yeðnr
hefur verið gott hér undanfarið, sól-
skin á daginn, en frost einatt á nóttum.
Trúlofuð
eru þau ungfrú Vigdís Þórðardóttir
frá Hóli i Staðarsveit og Ólafur Sig-
urðsson frá Bæ i Miðdölum í Dala-
sýslu.
Einar Joeliumsson
er nýkominn til bæjarins.
Rícliard Torfason
bankabókari varð fimtugur á þriðju-
daginn var. Færðu þá starfsmenn
Landsbankans honum dýrmætt gullúr
að gjöf. Var letrað á það: vRichard
Torfason, frá starfsmönnum Latids-
bankans 16'. mai 1916«.
Vesta
kom 16. þ. m. norðan um land frá
útlöndum. Fjöldi farþega.
Útfluttar sjáYarafurðir
árið 1915.
Úr skilagreinum sýslumanna og
bæjarfógeta fyrir útflutningsgjaldi
af sjávarafurðum hefur verið dregið
yfirlit yfir útflutning á vörum þess-
um síðastliðið ár, og skal hér skýrt
frá niðurstöðunni.
Fiskiafnrðir.
Af saltfiski og hertum fiski voru
flutt út 1915 alls 230,257 hdr. kg
Er það töluvert meira en undan-
farin ár, því að 1914 var aðeins
flutt út 213,000 hdr. kg. og 1913
210,000 hdr. kg. — Af hálýverk-
uðum fiski var flutt út 19,414 hdr.
stk. eða hér um bil jafnmikið og
1913 (19.700 hdr. stk.), en 1914
voru aðeins flutt út 9,200 hdr. stk.
Af síld var útflutt alls 383,104
tunnur. Hefur sfldarútflutningurinn
aldrei verið líkt því eins mikill
áður. 1914 var hann 277 þús. tunn-
ur, en 1913 2x7 þús. tunnur, og
var það meiri útflutningur en nokk-
urt ár þar á undan. Af útflutn-
ingnum 1915 kemur á Eyjafjarðar-
sýslu og Akureyri 351 þús. tunnur,
á Þingeyjarsýslu 20 þús tunnur og
á ísafjarðarsýslu og ísafjörð 8 þús.
tunnur.
Af heilagfiski var flutt út 212
hdr. kg 1915 líkt og tvö næstu
árin á undan (218 hdr. kg.). — Af
laxi var flutt út 162 hdr. kg., en
árið á undan 224 hdr. kg.
Af sundmaga hefur verið flutt út
683 hdr. kg., en árið á undan að-
eins 291 hdr. kg. og 1913 371 hdr.
kg. Aftur á móti hefur útflutning-
ur á hrognum minkað Af þeim
voru aðeins útfluttar 1807 tunnur
árið Í915, en árið á undan 2500
tunnur og árið 1913 3100 tunnur.
Af allskonar lýsi nema hvallýsi,
svo sem þorskalýsi, hákarlslýsi sel-
lýsi og síldarlýsi hefur fluzt út
árið 1915 alls 34655 tunnur, og
er það töluvert meira en undan-
farin ár (1914: 30 þús. tunnur,
1913: 29 þús. tunnur). Helmingur-
inn af útflutta lýsinu 1915 var flutt
út frá Eyjafjarðarsýslu og Akureyri
Af ýóðurmj'óli var flutt út 3264
hdr. kg., mestalt frá Vestmanna-
eyjum. Tvö árin næstu á*undan
var útflutningurinn aðeins 1300 hdr.
kg. (hvort árið) — Af áburðareýni
(guano) var flutt út 14,110 hdr. kg.,
mestalt frá Eyjafjarðarsýslu og Ak-
ureyri. Er það líkt Og út var flutt
1913, en heldur minna heldur en
1914 (1914: 17 800 hdr. kg., 1913:
14 900 hdr. kg ).
Hvalafurðir.
Útflutningur af hvalafurðum er
að hverfa. Tvö síðastliðin ár hefur
aðeins verið ein hvalveiðastöð hér
á landi, á Hesteyri í ísafjarðarsýslu
og frá I. okt. 1915 eru hvalveiðar
hér við land algerlega bannaðar
um 10 ára skeið. Arið 1915 hefur
útflutningurinn verið Hkur og árið
á undan, en þó heldur meiri. Af
hvallýsi fluttist út 2698 tunnur
(1914: 2522 tn ) af hvalskíðum 66
hndr. kg. (1914: 58 hdr. kg.), af
hvalkjötsmjöli 1211 hndr. kg. (1914:
926 hdr kg.) og af hvalguano 1130
hdr. kg. (1914: 814 hdr. kg).
Heildarþyngdin.
Svo telst til, að heildarþyngd
útfluttra sjávarafurða árið 1915 hafi
verið 62 753,000 kg. Er það miklu
meira en undanfarið, þvf að 1914
telst til að tilsvarandi þyngd hafi
verið 51,662,000 kg , en 47,755,000
kg árið 19x3 Það er hin mikla
aukning á sfldarútflutningnum, sem
mest hleypir fram þyngdinni. Út-
flutningsgjaldið greiðist af vörunum
án umbúða og er þær því ekki
meðtaldar í þyngdinni.
(Hagtiðindi).
Lóðabrasksnefnd
ráðherrans.
Eins og Landið skýrði frá síðast,
lét ráðherra dómkveðja 3 menn til
þess að segja álit sitt um það,
hvora lóðina ætti að velja fyrir
Landsbankann, bæjarlóðina við
Hafnarstræti, eða lóð frú M. Zocga,
sem allir vita, og ráðherra einnig,
að er mikils til of mjó. Auðvitað
voru Heimastjórnarmenn kosnir til
þessa starfa.
Slík dómkvaðning er borgaraleg
skyldukvöð, svo að eigi er unt að
skorast undan henni, nema af gild-
um ástæðum.
Einn nefndarmaðurinn, Jón Þor-
láksson, fann átyllu til þess að taka
ekki að sér nefndarstörfin, sem dóm
arinn tók gilda, og hinir myndi ef-
laust hafa gert það Iíka, ef þeir
hefði getað fundið nokkra smugu.
Sýnir þetta m. a., að Heima-
stjórnarmönnum er sýnna um að
nota ráðherrann til sinna erinda, en
honum að nota þá.
€nn um ættarnSjnin.
Það er orðin deila um ættar-
nöfnin, sérstaklega um verk nafna-
nefndarinnar, og er engin furða að
svo sé, því hér er vegsemd ís-
lenzkrar tungu í veði, ef þetta mál
fer klaufalega á endanum. Sé óhlut
drægt litið á deiluna, þá má full-
yrða, að rök andmælenda ættar-
nafna sé miklu betri en meðhalds-
manna þeirra. Röksemdir hinna
fyrnefndu eru flestar óhrekjanlegar,
en hinna siðartöldu harla ónýtar,
sem von er til, með svo slæmum
málefnum sem þeim, er þeir hafa
valið sér að verja. Smávegis mis-
skilningur um óveruleg atriði hefur
þó slæðst inn hjá sumum ættar-
nafnaóvinum, t. d. það, sem Magn
ús Helgason í sinni ágætu ritgerð
segir um skammstafanir skírnarnafna.
Hann álítur, að nafnalögin bjóði
skammstöfunina, en eftir því sem
orð laganna hljóða, þá er það manni
alveg sjálfrátt látið, hvort hann full-
stafar nafn sitt eða skammstafar.
Þau heimta einungis, að það sé
gert á sama veg ávalt, en mæla
jafnframt fyrir, að leiðbeiningar um
skammstafanir sé gefnar, ef þær
eru hafðar og þykja æskilegar.
Þessar leiðbeiningar hefur nefndin
neitað að semja, og sýnt með því,
að hún sé þeim andstæð, enda ætti
þær helzt eigi að tíðkast, sé ein-
ungis eitt skfrnarnafn haít í riti.
Þetta mun líka vera eina góða við-
vikið, er eftir nefndina liggur. Þá
heldur Árni Pálsson því fram í sín-
um snjöllu ritgerðum, að sökum
kynferðis íslenzkra orða geti sann-
íslenzk ættarnöfn eigi átt sér stað.
En þetta er eigi rétt skoðun, svo
sem Uka sýnt er í mjög hógværri
grein um málið í Landinu 12. tbl.,
því ættarnöfn íslenzk verður að
skoða sem auknefni, sem sé orðin
ættgeng, enda er sá uppruni flestra
þeirra með útlendum þjóðum. Kon-
ur geta því borið karlkend ættar-
nöfn og karlar kvenkend, svo sem
forn og ný auknefni í máli voru
sýna. Svo hefur enn verið sagt,
af einhverjum, að íslenzk ættarnöfn
sé mótsögn í máli; en þetta eru
öfgar, sem fremur spilla en bæta
málsveginn fyrir oss, sem andstæðir
erum ættarnöfnum. Það er í engu
máli hagur, að fara út í íjarstæður.
Sé ættarnöfnin óbeygjanleg af-
skræmi, eins og nefndin stingur
npp á að hafa, þá eru þau engin
islenzka; en hafi þau að öllu ó-
bjagaða mynd og fulla beygingu
eftir lögum málsins, þá verður að
telja þau íslenzk orð sem hver önn-
ur auknefni manna, þvf annað tungu-
mál verða þau þá ekki, og heldur
eigi málleysa.
Frá því má aftur á móti aldrei
hvika, að til þess að nokkurt naýn
geti íslenzkt heitið, verður það að
haýa ísleneka hneigingu, samkvæma
þeim beygingarflokki af orðum, er
það hefur verið tekið úr. Þetta
gildir jafnt um nafnið, hvort það
er eiginheiti, auknefni eða ættar-
nafn. Og þetta sýndi ég fram á í
ritgerð á móti Guðm Kamban, ,Um
ættarnöfn", í Skírni 1909 Þar gaf
ég bendingar um, hvernig mynda
eigi íslenzk ættarnöfn; þvf þótt ég
álfti nýbreytui þessa þaiflausa og
sé henni andvígur, þá vissi ég þó,
að ómögulegt verður að komast
hjá því, að einstöku menn sé til,
sem vilja taka sér ættarnafn. Það
þarf ekki að verða alment fyrir því.
Flestum íslendingum, og þar á
meðal mörgum ættarnafnavinum, er
ílla við endinguna „son“ í þeim.
Það er og eðlilegt, að svo sé, því
orðið „sonur“ hefur áður fasta merk-
ingu f málinu um karlkent afkvæmi
manna. Þessi árekstur á eldri
merkingu er auðvitað óviðkunnan-
legur, þegar karlmaður nefnist „son"
alt annars manns, en hann er, og
þar að auki er hann svo tilfinnan-
legur fyrir hvern kvenmann, að
þær konur, er fengið hafa slíkt
ættarnafn, eru beint aumkunarverð-
ar; enda þekki ég stúlkur, sem hafa
svo næma tilfinningu fyrir velsæmi
og fslenzku máli, að þær hafa lagt
þetta hneyksli niður og eru farnar
að skrifa sig dætur feðra sinna.
Samt láta sumar höfðingjafrúrnar
svo lítið, að nota þetta „son“ um
sjalfar sig. Þar fer danska end-
ingin „sen“ miklu betur í máli. En
þessar sonfrúr eru engin fyrirmynd
f þessu, heldur ætti að verða yngri
konum til viðvörunar. Það er bæði
á móti allri venju, og svo nafna-
lögunum, að komur telji sig syni
tengdafeðra sinna. Þegar kona
giftist, segja lögin, má hún taka
upp ættarnöfn manns síns, en geri
hún það ekki, skal hún kenna sig
við föður sinn. Það er því auð-
skilið, að þegar stúlka með ættar-
nafni giftist ættarnafnslausum manni,
þá getur hún ekkert nýtt ættarnafn
öðlast, og því sfzt nafn tengdaföður
sfns, heldur á upp frá þvf að kenna
sig við föður sinn. Alt annað er
lagabrot og ómynd. Undarlegt er
það, að á þessum kröfutfmum kven-
frelsis skuli nokkrar konur vilja
endilega sýna með nafninu, að karl-
maðurinn sé alt, en konan ekkert.
Þessi siður, að láta konur missa
alt, og jafnvel nafn sitt með, við
giftinguna, er beinlínis til orðinn á
þeim tfmum, er konur voru mest
rétti sneyddar og ófrjálsar. (Frh.)
Hvitl hanzkinn. 93
ég skal sanna yður á eftir, að þér hafið
gert góðverk með því. Lofið mér þvf, að
koma ekki upp um mig«.
Madaeleine var á báðum áttum, en lofaði
þó þessu. Gesturinn þaut upp stigann og
faldi sig f heyinu. Madeleine beið. Hún
heyrði mannamál, hróp og köll. En hún
hafði fastráðið, að halda loforð sitt, hvað
sem á gengi.
»Hér er ljóta myrkrið*, heyrði hún að ein-
hver sagði. »Þú varst klaufi að týna ljós-
kerinu. Mér sýnist vera Ijós í kofanum
þarna. Við skulum fara þangað*.
Mennirnir urðu mjög hissa, er þeir sáu
Madeleine. Annar þeirra hneigði sig.
»Hafið þér séð mann hér í grendinni,
ungfrú? spurði hann. »Við erum að leita að
skegglausum manni, fölum í andliti. Annar
maður hljóp fram hjá okkur, rétt áður en
félagi minn misti ljóskerið í fenjunum. Hann
var særður á enni, en við skiftum okkur
ekki af honum. En hinn þurfum við að ná f«.
»Ég hef verið hér tvo klukkutímac, sagði
Madeleine, »og er ein, eins og þið sjáið. Ég
er að bíða þess að veðrinu sloti. Þá; fer ég
heim«.
Þá getur hann ekki hafa komið hingaðc,
sagði maðurinn. »Við komum auga á haj>n
fyrir nokkru, en til allrar ógæfu hefur hann
94
fundið einhvern leynistíg og er sloppinn.
Hafið þér fundið nokkuð fémætt hér?«
»Ég hef ekki gáð að því«, sagði Made-
leine. »En ef þét viljið« —
Hún þagnaði og ypti öxlura til þess að
láta ekki á því bera, hvað henni brá. Því
að í dyrunum stóð svartskeggjaði maðurinn
og hlustaði. Hann ógnaði henni með hnef-
anum og gretti sig illilega. Svo hvarf hann.
Madeleine fann, að hún var á hans valdi.
11. kapítnli.
Á.mt og skylda.
Hvorugur maðurinn virtist efast um orð
Madeleine, og tóku heldur ekki eftir því að
hún gerði ýmist að fölna eða roðna. Hún
skalf öll af ótta við, að alt kæmist upp.
Menn þessir voru sjálfsagt úr lögregluliðinu.
Hinir höfðu verið að berjast um stolið fé og
yfirvöldin voru á hælum ræningjans. Og
Madeleine hafði demantana f vasa sínum og
hafði fastráðið, að sleppa þeim ekki, en
bjarga Clifford, kvað sem það kostaði.
Clifford skyldi ekki bfða neinn baga,
hvernig sem færi. Henni var Ijóst, að hún
fór óráðvandlega að ráði sínu. En mestmegn-
95
ið af demöntunum þurfti ekki að snerta, þá
mátti geyma, unz réttur eigandi fyndist.
Lítill steinn gat hvorki gert til né frá. Clif-
ford gæti ef til vill gripið gæfuna, og hver
myndi sakna eins lítils steins meðal svo
margra. Ef Clifford gengi vel, þá gæti hún
játað alt og slept steinunum.
»Ætlið þér að vera hér kyr, ungfrú?*
spurði annar maðurinn.
Þeir töluðu báðir með amerískum mál-
hreim. Madeleine spurði sjálfa sig, hvað
amerískir lögreglumenn gæti verið þar að
sýsla. Hún setti kjark f sig og sagðist ætla
að bfða, unz upp stytti.
>Ég á heima hér nálægt og er ekkert
hrædd«, sagði hún.
En hún var hrædd — feiknahrædd. Ef
henni hefði dottið í hug einhver góð átylla
til þess að fá fylgd þessara manna heim, þá
hefðí hún neytt þess. En hún var hálfringl-
uð og datt ekkert í hug. Og full örvænting-
ar sá hún mennina hverfa og heyrði, hvernig
fótatak þeirra dó út í fjarska. Ef maðurinn
skeggjaði kæmi nú aftur og tæki demantana
af henni. — Hann vissi, að hún hafði þá,
og var sjálfsagt að snuðra einhversstaðar í
nágrenninu.
Madeleine lá við öngviti af hræðslu. Ef
hún yrði kyr, myndi sá skeggjaði koma og