Landið

Tölublað

Landið - 01.09.1916, Blaðsíða 1

Landið - 01.09.1916, Blaðsíða 1
Rlt.tjórl: Jakob Jóh. Smárl magi.ter artium Stýrimanna.tig 8 B. LANDIÐ Álgrelðaia- og innhaimtumaOnri Loftnr Omniritoi Ve.turgðtn M A, *. 36. tölnbiað. Reykjavík, föstudaginn 1. september 1916. I. árgangnr. Alþýðufél. bókasafn, Templarsundi 3, kl. 7—8. Baðhús Reykjavíkur virka daga kl. 8—8, ld. til 11. Borgarstjóraskrifst. opin v. d. kl. n—8. Bæjarfógetaskrifst. opin v. d. io—2 og4—7. Bæjargjaldk., Laufásv. 5, v. d. kl. 11—3 . °g 5—7. Islandsbanki opinn 10—4. K. F. U. M. Lestrar- og skrifst. 8 f. h.— 10 e. h. Alm. samk. sd. kl. 81/* e. h. Landakotskirkja. Mess. kl. 9 og 6 á sd. Landakotsspítali: Sjúkravitjun 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Utlán kl. 1—3. Landsbún.fél.skrifstofa opin kl. 12—2. Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafn v. d. kl. 12—2. Landssfminn v. d. daglangt, 8—9; helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafn, kl. i1/*—2*/a á sunnud. Pósthúsið opið v. d. 9—7, sd. 9—1. Samábyrgð íslands 12—2 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar kl. 10—4. Talsfmi Rvíkur, Pósth., opinn daglangt v. d. 8—12; helga daga 10—9. Vífilsstaðahælið. Heimsóknartími 12—1. Þjóðmenjasafnið opið sd., þrd. fimtud. kl. 12—2. „Landiðc( kemur út einu sinni í viku og kostar 3,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 4,00 kr. ef greitt er eftir á. 1 kaupstöðum má borga á hverjum ársljórðungi. Útgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Vestur- götu 10 (Verzlunarskólanum). Opin á hverjum degi kl. 11-3. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðnir að snúa sér til afgreiðslumannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574. Þing'skipun. Þegar nú standa fyrir dyrum njrjar kosningar til alþingis, lands- kosningin fyrsta um garð gengin og kjördæmakosningarnar fara í hönd, þá er það óneitanlega mikils- vert umhugsunarefni fyrir þjóðina, hvernig þingið bezt megi verða mönnum skipað, ekki einungis eftir hæfileikum hinna einstöku þing- manna til þingstarfanna, heldur eftir því, hvaða stöðu þeir skipa og hverjum störfum þeir eru vanir og kunnugastir f þjóðfélaginu, Það gefur að skilja, að allur árangur þingvinnunnar verður mjög kominn undir því, að þingið hafi yfir að ráða víðtækri þekking á sem flest- um svæðum þjóðlífsins og þó um ieið, að ekki einstök svæði, t. d. hagsmunir sérstakra stétta, eða nokkur einhliða hugsunarháttur verði þar yfirgnæfandi til tjóns fyrir almenningsheill og það jafn- vægi, sem hennar vegna þarf að vera á öllu. Hingað til hafa kjósendur ekki af neinni alvöru hugsað um þetta. Það helzta í þá átt, er það, að einatt hefur verið haldið fram, að embættismennn ættu ekki of margir á þingi að sitja, en bændur sem flestir, og mun þá venjulega hafa verið hugsunin, að þeir væru um leið fulltrúar allrar alþýðunnar yfir höfuð, en nú taka og verkamenn að hugsa til hreyfings, og er það ekki nema eðlilegt. Þá var um eitt skeið kvartað um það, að prestar sætu alt of margir á þingi; nú er það varla lengur orðið um skör fram, enda hefur aldrei verið fundið að framkomu þeirra, þótt vera frjáls- lyndir og haga sér yfirleitt líkast sem mentaðir alþýðumenn með all- opið auga fyrir þörfum og högum hennar, enda allra manna kunnug- astir á því svæði. Nú á síðustu tímum þykir það aftur ískyggilegt, hversu margir lögíræðingar sækjast eftir og ná þingsetu. Hér skal nú ekki rakið, hvernig alþingi einatt að undanförnu hefur verið mönnum skipað, heldur hald- ið sér við þar sem nú er komið sögunni og minst á, hvernig síðasta þing var skipað, til athugunar fyrir kjósendur og ef vera mætti nokkuð til leiðbeiningar við kosningarnar, sem í hönd fara. Á síðasta alþingi sátu: 13 bændur, 9 lögfræðingar, 6 prestvfgðir menn, 3 læknar, 3 verzlunarfróðir menn, 3 kennarar, 2 aðrir mentamenn og / 1 búnaðarráðunautur. Auðvitað má leggja annað til grundvallar fyrir þessari skiftingu, t. d. hve margir óskólagengnir og skólagengnir eða stundum nefndir lærðir menn skipa þingið, em- bættismenn eða embættislausir. En hitt skiftir þó meiru máli, hvers konar stöðu þeir eru í og hverri starfsemi vanir. í fljótu bragði má af þessu yfir- liti sýnast sem hæfileg tilbreyting sé í skipun þingsins og kunnugir menn á flestum sviðum eigi þar sæti. Helzt mundi vera saknað þess, að betur væri skipað úr flokki sjómannastéttarinnar, þó að ýmsir þingmenn séu allvel kunnugir mál- um hennar og hafi mikinn áhuga á þeim. Og sama er að segja um verkamenn, að málsvara geta þeir átt á þingi, þótt ekki sé beint úr þeirra flokki, sem æskilegt væri þó, þegar þeir hafa hæfum mönnum á að skipa. Það sézt, að bændastéttin er nú langfjölmennust á þingi, og skal síður en svo að því fundið. Má muna þeirri stétt, hversu vel hún á mestu baráttutímunum skipaði sér um hinn mikla forseta og réttar- kröfur vorar. Og síðan hefur einn- ig margur úr hennar flokki með sæmd skipað sæti sitt á þingi, þó að á síðasta áratug eða tugum hafi þeir ekki jafn einhuga fylgzt að um óskoraðar réttinda- og sjálfstæð- iskröfurnar og nokkuð þótt skorta á festu og fulla einurð, hvort held- ur af fylgispekt við höfðingjavaldið eða einstaka menn úr þeim flokki eða þá af öðru þroska- og þrekleysi, sem vænta má og vonandi er að ráðist bót á með vaxandi mentun og menning. Því að ekki er auðvelt að sjá, hvernig vér eigum að fá á endanum fullum og réttmætum sjálfstæðiskröfum vorum fullnægt, ef ekki bændur og öll alþýða, enn sem fyrrum, fæst til að skipa sér einhuga um þær. En það sem mesta athygli vekur í þingskipuninni og er mestrar at- hygli vert er það, að næstfjölmenn- asti flokkurinn eru Iögfræðingar og að því sýnist stefna, að þeirn fari fjölgandi. Auk þeirra, sem fyrir eru, sem væntanlega, meiri hluti þeirra, leita þingmensku áfram. heyrast nefndir allmargir nýir, er fram muni sækja. Eðlilegt er og sjálfsögð þörf, að nokkrir, fáeinir lögfræðingar sitji á þingi, og þá einkum þeir, sem reynst hafa nýtir til forustu og þjóðhollra fram kvæmda. En jafnskiljanlegt er hitt, að ekki getur verið holt, að þeir yrðu alt að þriðjungi eða helmingi alls þingsins, og felst í þessu engin tilhneiging til að iasta sjálfa stétt- ina, sem í eru, eins og í öðrum stéttum, margir nýtir menn á sínu svæði. En það liggur í hlutarins eðli, að ekki væri holt, að þeir næðu mjög mörgum sætum og miklu bolmagni á þingi, ekki sfzt sá hluti þeirra, sem lítið sem ekk- ert samneyti hefur haft við alla al- þýðu eða náin kynni af högum hennar, en fengist aðeins við mál- færzlu, fjárheimtur og þvfumlík störf. Veldur ekki sá er varir, þó að bent sé kjósendum á þetta nú, er kosningar fara f hönd, ef svo skyldi vera að þessir menn leiti kosningar, jafnvel fleiri en áður. Sízt mætti þeim fjölga úr því sem nú er á kostnað annara fjölmenn- ustu stétta landsins, sem fáa mál- svara eiga á þingi. Verður það að vera eitt hlut- verk kjósenda, að gera sér sem Ijósast, hvernig þingið megi bezt verða mönnum skipað að þessu leyti, jafnframt og líta verður á hæfileika til þingstarfanna og síðast en ekki sízt að velja þá menn, sem lfklegastir eru til óeigingjarnrar og nýtrar starfsemi fyrir þjóðina, en ekki vinna flest fyrir eigin hags muni og upphefð, sem einatt er og ýmsum á brýn borið. n. Verzlunarstriðið. Eins og menn muna, samþyktu Bandaþjóðirnar á fundi í París í vor, að halda áfram verzlunarstríði við Þjóðverja að ófriðnum loknum. Ekki þykjast Þjóðverjar hræðast hót þau, en segja sem svo, að ein- mitt með þessari ákvörðun játi Bandaþjóðirnar, að þær geti ekki náð tilgangi sínum — að hnekkja efnahag Þýzkalands — með þess- um ófriði, heldur þurfi að grípa til annara bragða, ef duga skal. En þessi nýju ákvæði um verzl- unarstríð við Þjóðverja að heims- styrjöldinni lokinni, segja þeir, að sé ekki til annars en að herða ögn upp huga almcnnings f löndum Bandaþjóðanna. Þau munu aldrei komast lengra en á pappfrinn, þvf Tilkynning. Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum Vefnaðarvörnm í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verzlunin boðið við- skiftamönnum sínum þau beztu kaup, sem völ verður á f ár. Ennfremur hefur verztunin: Pappír og ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörnr. ódýrai* vörnr. V©rzlunin Björn Kristjánsson. ARNI EIRIKSSON AUSTURSTRÆTI 6. Nýkomnar marg-sk. vörur svo sem: Peysuklæði (JDömiiklseÖi), Kjóladúkar, Tvistdúkar, F'lönel hvít og mislit, Gluggatjaldadúkar, Shetlandsgarn svart og hvítt. Tvinni svartur og livítne, Sokkaplögg, Peysur á börn. Waterproofskúpur. Skólatöskur o. m. fl. að þau myndu skaða Bandaþjóðirnar eins mikið og Þjóðverja. Megi sjá það t. d. á því, að árið 1913 keyptu Þjóðverjar vörur frá Eng- landi fyrir rúmar 60 miljónir sterl- ingspunda (yfir 1000 milj. kr.), en Frakkar aðeins fyrir 40 miljónir, og Rússar fyrir 27 miljónir. Það er því auðsætt, að með þessu fyrirhugaða verzlunarstríði myndi England skaða sjálft sig mest. Og ekki myndi Rússland verða betur úti, því að landbúnaðarafurðir þess fara aðallega til Þýzkalands. Þetta sjá lika þau blöð Bandaþjóðanna, sem eru ekki ennþá alveg blind af ófriðarofsa og enska stjórnar- blaðið „Westminster Gazette" hefur sagt: „Staðreyndir eru óháðar til- finningum og Þjóðverjar munu ekki kaupa neitt frá Etiglandi, þegar Englendingar vilja ekki kaupa neitt af þeirn". Og forseti kauphallarinnar f Moskva hefur sagt, að Rússland verði engu síður að vara sig á vinum sfnum, en ó- vinum. Og við þetta bætist eitt enn: Skilyrðið til þess, að unt verði að framkvæma þetta verzl- unarstríð, er sigur í heimstyrjöld- inni. Og þar geta Miðveldin lagt orð f belg, þótt ekki væri þau við stödd Parísarfundinn. Hergagnaráð- herra Englendinga hr. Lloyd George hefur um þetta sagt þessi sönnu orð, sem Þýzkaland getur fyllilega samþykt: „Áður en farið er að ræða um verzlunarpólitíkina eftir strfðið, er um að gera að vinna sigur í stríðinu. Undir þvf er alt komið". Og einmitt þess vegna getur Þýzkaland verið jafn-rólegt eftir sem áður, hvað sem Parísar- samþyktinni lfður. Ritfregn. RúmgóSa þjóðkirkjan, eftir sr. Sigurd Stefdnsson 1 Vig- ur. Rvík 1916. Bæklingur þessi er sérprent úr Lögréttu. Gerir höf. skýrt og skor- inort, með mikilli mælsku, upp á milli „nýju* og „gömlu" stefnunnar f guðfræði vorri, og vill sýna fram á, að nýja stefnan eigi að réttu lagi ekkert með að vera í þjóð-

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.