Landið


Landið - 02.03.1917, Side 1

Landið - 02.03.1917, Side 1
> IlitaQéri: Jiktk Jék. Sraárl magiatar artiwn Stýrimannastif S I. LANDIÐ Afgreiðslu og innheimtum. Ólafnr Ólafsson. Lindargötu 25. Pósthólf. 353. 9. tölublað. Reykjayík, föstudaginn 2. marz 1917. II. árgangur. SJOMBNN! Við höfum Færeyjapeysur, Trollbuxur, Slitföt, Slitfatatau, ULLARTEPPI þykk og hlý. Amerísk nærföt á 4,80 settið, og fleira nauðsynlegt á sjóinn. Áreiðanlega ódýrast í bænum í Austurstræti X. Ásgeir O. Ounnlaugsson & €o. Reynslan er sannleikur. Olíufötin frá okkur hafa nú fengið 9 ára reynslu hér, og allir W þeir, sem reynt hafa þau, lúka Iofsorði á þau; óþektar tegundir höfum við ekki viljað taka í stað þeirra r e y n d u, « því reynslan er saimleíkur. Undir olíufötunum okkar verðið þið þurrir. B AUSTURSTRÆTÍ 1. Á8g. G. Gunnlaugsson & Co. V. B. K. Vandaöar vörur. Ódýrar vörur. Léreft, bl. og óbl. Tvisttau. Lakalcreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cashimire. Flauil, silki, ull og bómull. Gardinutau. Fatatau. Prjónayörur allsk. Regnkápur. Gólfteppi. Pappír og ritfóng. Sólaleður og Skósmíðavörnr. Heildsala. Smásala. Verzlunin Björn Kristjánsson. Arni Eiríksson. | Heildsala. ] Tals, 265 og 554. Pósth. 277. i s™**'*- t — 1refnaöarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. — Saumavélar með fríhjóli og 5 áraverksmiðjuábyrgð. Smávörnr er snerta saumavinnu og hannyrðir. I'votía- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjaflr — Jólagjaflr — Leikföng. Bogi Brynjólfsson yllrréttnrmálaflutningsmaður. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 e. m. Talsími 250. ^ngleiBingar um skattamál og jleira. Eflir Jóhannes L. L. Jóhannsson. (Frh.). ----- Landssjóðsútgjöld minst til embættislauna. Þeir -menn, sem sífelt eru að stagast á laununum til embættis- manna, gæta þess eigi, að þau eru minsti hlutinn af útgjöldum lands- sjóðs, eða einungis einn fímtungur. Hitt alt fer í aðrar nauðsynjar og þjóðþarfir, svo sem vegagerðir, gufuskipaferðir og aðrar samgöngu- bætur, til styrktar sjávarútvegi og landbúnaði og öðrum atvinnuveg- um, til vísinda og lista og annara mentamála, til spítala og vita og margs fleira, þar á meðal til kostn- aðar við alþingi. Vel veit ég það, að alþýðan telur kaup alþingis- manna, io kr. á dag, mjög eftir og þykir það of hátt, en þó er óbreyttum daglaunamönnum nokk- uð líkt borgað, svo óþarfí er að gera mikið tal úr þessu, endá eru þingmenn ekki of sælir af því, og miklu lægra er þetta kaup nú, en gamla kaupið, 3 ríkisdalir (= 6 kr.) vóru milli 1850—60, því þá var borgun þessi hátt upp í ærverð að vorlagi, sem líklega þætti guðlasti næst, að ætlast tit að þingmönn- um væri greitt nú. Svona er nú þetta alt; en þegar rætt er við ýmsa alþýðumenn um skattamálin, þá er engu líkara, en þeir álíti alt féð ganga til að launa embættis- mönnum, sem nær engri átt, eins og betur fer. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá ganga fjórir fimtungar útgjald- anna til eflingar atvinnuvega og aukinnar hagsældar fyrir almenn- ing, svo peningarnir koma virki- lega aftur. Ekkert af þessu, er nefnt var, vill þjóðin missa, og má það heldur eigi, miklu fremur þarf að auka tillagnir til ýmislegs af því, en þá verður að tlma að borga það, því framfarirnar kosta pen- inga, þótt þær vitanlega borgi sig vel. Að hinu leytinu er það sann- leikur, sem reynt hefur verið á ýmsa lund að hlýða, að í litlu þjóðfélagi er nauðsynlegt að fara vel og var- lega með efnin og spara, eftir því sem hægt er og sómasamlegt, því eigi dugir að íþyngja gjaldendun- um látlaust, og sízt á meðan toll- ar og skattar koma svo ranglát- lega niður sem nú. Bændur, fjölmennasta stéttin, bera minst og fá mest. Það er annars undarlegt, að þeir, sem einna mest tala um austurinn úr landssjóði til embættismanna og svo vísinda, eru helzt sveitabændur, alveg eins og það væri þeir einir, sem borga, eða þeir, sem mest greiða í landssjóðinn, en þetta er misskilningur, og því mætti virðast eðlilegra, að þær stéttir, sem ým- ist að tiltölu eða vöxtum borga meira í hann, gerðist heldur til að kvarta um þetta, en svo er þó ekki, sem eflaust sýnir víðsýnni hugs- unarhátt hjá þeim. Áður fyrrum, og raunar þangað til fyrir um 160 árum, voru eigi til nema 2 stéttir í landinu, sem sé embættismenn og sveitabændur; því þeir, sem bjuggu við sjóinn, voru sveita- bændur Hka, stundandi landbúskap, sem hinir, en höfðu útgerð með, og þeir, sem uppi í Iandinu bjuggu, stunduðu allir sjó á vertíðum með 1 eða 2 og jafnvel fleiri mönnum í verbúðum. Þá voru bændur einu greiðendur opinberra gjalda, því embættismenn munu alment hafa verið gjaldfrjáisir, og gjöld almenn- ings gengu þá að mestu til að launa þeim, þótt nokkuð færi í konungssjóð. Enginn efi er á því, að laun sýslumanna voru þá miklu hærri en nú, enda urðu þeir flestir fjáðir. En nú er þetta alt breytt, því síðan bættust við útvegsmenn, eða sjávarbændur, sem þeir voru oft nefndir; það eru þeir menn, sem eingöngu lifa á sjávarafla, og svo smámsaman hinar aðrar stéttir í landinu, sem nú eru. Nú bera allar stéttir, og em- bættismenn engu síður öðrum, toll- ana og skattana til landsjóð?. Þar eru bændur alls eigi einir um hit- una, sem þó er engu Iíkara eftir orðum sumra manna. Þvert á móti gjalda sveitabændur minstan hlut- ann af landstekjunum, og eru þeir þó með skylduliði sínu enn um 51% af allri þjóðinni. Aðflutn- ingstollana sýnist, við fljótt álit, einstaklingarnir að vísu að bera allir jafnt, en svo er þó eigi, ef rétt er álitið, því sjávarmenn og býjabúar verða meira að nota af útlendri vöru til fæðis og áhalda, en sveitafólk, og gjalda þar því nokkuð meira. Og af útflutnings- tollum er meira lagt á sjávarafurðir en landsafurðir. En þegar á beinu skattana er Iitið, þá er auðséð, að bændur bera þar minstan hlutann, þrátt fyrir fjölda sinn og miðað í tiltölu við fjöldann. Því árstekjur landssjóðs, að frádregnum tekjum af landssjóðseignunum, eru fullar 1,800,000 kr., og af því eru auka- tekjur, húsaskattur og tekjuskattur yfir 120 þús. kr. á ári, og koma þeir skattar mest niður á sjávarlýð og borgabúum, en aðeins sárlítið á sveitamenn. En þau gjöld, er sérstaklega koma á bændur, eru ábúðarskatturinn og svo lausafjár- skattur, sem þó eigi nærri allur lendir á sveitamönnum. í núgild- andi fjárlögum eru þeir taldir á ári 54,000 kr., en það er 3%, eða um V33 hluti af tekjunum, og verð- ur það miklu minna en landbúnað- urinn fær úr landssjóði. Því auk margra smærri upphæða til ýmis- legs, fær hann til bændaskólanna og Búnaðarfélags Islands fullar 75 þús. kr. á ári. Það situr þvi lak- ast á bændum, að kvarta undan ýmsum fjárveitingum úr landssjóði og hafa á móti tekjuaukum í þann sjóð, því þar fá þeir endurgreitt miklu meira en beinu gjöldin sín, en megnið af því, sem gengur til embættislauna og svo til allra hinna miklu þjóðarútgjalda til ýmislegs annars, verða aðrar stéttir að borga að mestu leyti, sem ásamt sveita- mönnum leggja í samlagssjóðinn, er svo aftur er ausið úr til lands- þarfanna. Aðrar stéttir verða þannig f reyndinni harðara úti en bændur. Svona er þetta, þegar einurð er höfð til að segja satt frá og lygin hrökt burt. Það er hún, sem aila tíð er þjóðarmein, en sannleikurinn sönn blessun, hvort sem einstök- um mönnum eða stéttum líkar vel eða illa. Landbúnað á þó að efla enn meira. Enginn taki þó orð mín svo, að ég vilji eigi Iáta hlynna að land- búnaðinum. Þvert á móti vil ég, að hann sé studdur á ýmsan fleiri hátt, og enn betur en nú er gert, því sveitalífið er fjöregg þjóðlífs vors og þjóðernis, og Island á að vera meira landbúnaðarbygð en fiskiver, því að með því fær mað- ur alt haldbetra. í ágætri grein um landbúnaðinn og sjávarútveg- inn (16. tbl. Lögr. f. á.) sýnir Egg- ert Briem frá Viðey fram á, hversu mikil nauðsyn sé, að efla landbún- aðinn, jafnframt því, sem hann vill hlynna að sjávarútvegi, og gerir hann yfir höfuð sveitamönnum og sjávarbúum jafnt undirhöfði. Hann tekur skýrt fram, hvernig sjótún og sveitabygðir styðja hvort annað á víxl, bæði með fólki og atvinnu, | enda er ritgerð hans hið lang-vitur- legasta, sem nýlega hefur birst um viðskifti sveitabúa og sjávarmanna, og ætti hún að geta stutt að bróð- urhug þar á miili. Bezt er, að bænd- ur og útvegsmenn, þessar undir- stöðustéttir þjóðfélagsins, styðji hvor aðra í bróðerni. Af því að eg elska alla íslendinga, þykir mérjafnvænt um allar stéttir, og vil, að rétt- mætum kröfum sérhverrar af þeim sé sint; en aftur álít ég rétt, að berjast á móti, ef hagsmunum ein- hverrar einnar stéttar er ranglega haldið fram á kostnað allra hinna, eða einhver ein höfð sérlega útund- an, hinum i hag. Þvf alt slíkt verður á endanum þjóðarskaði. Alþingi á, sem góð móðir, að hugsa jafnt um hag allra stétta; taka enga eina útúr, annaðhvort til að vera henni sérlega hlynt eða til að vera henni sérlega andstætt, því allar eru þær þjóðþarfar og hafa hver sína köllun. Hver stétt á náttúrlega sjálf að gæta réttinda sinna gegn rangri ásælni hinna, en vera jafnframt viljug til að gegna sanngjörnum kröfum annara stétta. Eg er að fullu samdóma Eggert f Viðey í því, að enn sé mikils til oflítið gert fyrir landbúnaðinn og sveitabændurna, en til þess þarf vitanlega fullkomnari þekkingu og meira fé heldur en þetta hvort- tveggja er nú. Þótt landbúnaður sé eitthvað studdur meira, en aðrir atvinnuvegir, af því að hann er þannig lagaður, að hann þarf þess, þá ætti það að verða til sameigin- legs hags fyrir hina atvinnuvegina og þannig til almennra þjóðarheilla. 1 einhverju af blöðunum þykist ég hafa séð því haldið fram, að stjórnmálaleg samvinna eigi að vera milli sveitabænda og verkmanna- lýðs kaupstaðanna, líklega til að berjast á móti öðrum stéttum þjóð- félagsins, þeim til hagsmunahnekkis. Ég held nú, að sú stéttasamvinna sé varla eðlileg né heldur góð. Samvinna bænda og útvegsmanna, sem hvorirtveggja eru helztu at- vinnurekendur landsins, er vist öllu eðlilegri, en má þó aldrei verða verkmannalýðnum nc öðrum stctt-

x

Landið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.