Landið - 02.03.1917, Síða 2
34
LANDIÐ
£ifsá Gyrgó arfdlag ió
,(&arentia(
er áreiðanlega tryggasta og bezta félagið.
Sérstök deild fyrir ísland, með íslenzka hagsmuni fyrir augum.
Enginn eyrir út úr landinu. Ekkert annað félag býður slíkt.
Aðalumboðsmaður á íslandi:
é. S. Cyjolfsson, dteyfijavífí.
JUiglýsing.
Pess er óskad, að þeir menn, sem kunna að
hafa ástœður lil að hjóða fram til sölu ýmsar erlend-
ar nauðsynjavörur, i stœrri stíl, snúi sér til lands-
stjórnarinnar í þeim efnum.
Þetta gildir og með tilboð um hœfUeg skip til
milliiandajerða, hvort heldur er til sölu eða leigu.
Sfórnarráó dslanás, 22. JoBruar 191%.
um til réttarhnekkis. AUur stétta-
rígur er þjóðarógæfa. Það eru mál-
efnin, en ekki eigingirnin, sem eiga
að skipa mönnum í flokka. Verk-
menn geta verið ósanngjarnir í
kröfum, bæði við útvegsmenn og
bændur Iíka, en bændur og útvegs-
menn geta einnig jafnt verið ósann-
gjarnir við verkalýðinn. Nú þurfa
atvinnuveitendur og atvinnuþiggj-
endur hvorir annara með, ef vel á
að fara, og þurfa því að líta hvorir
á annara hag.
Það var auðsætt, að flokkur hinna
óháðu bœnda var bygður á hinum
ranga grundvelli stéttarígs, en eigi
á skoðanamun um landsmálefnin.
Þeir buðu fram til landkjörsins
menn af ýmsum flokkum, en ein-
ungis bændur, og eftir því, sem
ég heyrði einum merkum manni
þeirra á fundi farast orð, þá var
stefnuskráin sú: „að berjast fyrir
sjálfshagsmunum sinnar eiginnar at-
vinnu og stéttar, nefnilega sveita-
bændanna einna". En af kröfum
annara stétta skyldi maður lítið
skifta sér, og um samvinnu við
sjómannastéttina væri varla hægt
að tala. Það er slæm missýning
þetta, að kunna eigi að meta gagns-
gildi atvinnu hinna stéttanna, og
við hana hefur embættismannastétt
vor, og þó einkum prestarnir, verið
mikið til Iaus hingað til. Vitanlega
er þeim mönnum það eigi þakk-
andi, því mentanin gefur víðsýni
og mannúð, ef rétt er með farið,
en þó er sanngjarnt að játa þetta.
Það er óhæfilegt, þegar þingmenn
eru að vinna fyrir eiginhagsmunum
sjálfra sín, en næst við það liggur
þetta, að hugsa aðeins um hags-
muni sinnar eigin stéttar. Með
slíku hlýtur hver stétt að spilla
málstað sínum, og því er það
bændum enginn hagur að gera slíkt.
Það er svo margt, sem gera þarf
með löggjöf og fé fyrir landbún-
aðinn, að allir sannir íslendingar
þurfa að vera þar samtaka.
(Frh).
^parnadur.
Það eru alvarlegir tímar, sem nú
standa yfir. Ógurleg styrjöld, sem
ekki sér út yfir — siglingateppa
stendur yfir og óvíst hvenær um
hægist með aðflutninga til landsins.
Af okkar litla skipastól liggja þrjú
í Kaupm höfn (ef »ísland« er með
talið) og mega sig þaðan ekki
hræra. Alt þetta ætti að gera öllum
augljóst, að bráð hætta vofir yfir
og hörmungar geta dunið á, hve-
nær sem er.
Eitt af þvf, sem brýna ætti fyrir
mönnum nú, er sparnaður. Stjórnin
hefur gengið vel að verki með þær
ráðstafanir, sem hún gat gert, en
óhætt mun að segja, að allur al-
menningur hefur ekki enn gert sér
Ijóst, hver nauðsyn er á að spara
alt, sem unt er — auðvitað þó
með skynsemd — til þess að vera
sem bezt við öllu búinn.
Og það er öðru nær, en að
þessu sé haldið að fólki. „Vfsir"
flytur háðgreinar um sparnaðinn
og lætur sem engin alvara væri á
ferðum. Er slíkt óviðeigandi og
ber vott um dæmafáan skort á
athyggju og ábyrgðartilfinningu.
Önnur hlið á sparnaðinum, sem
og er mikilvæg, er aukin fram-
leiðsla innanlands, t. d. á kálmeti
o. fl. Stjórnin hefur þar skorað á
menn að leggja sem mesta stund
á garðrækt og Búnaðarfélagið gefið
út leiðbeiningar um það efni. En
nú kemur til kasta landsmanna, að
láta eitthvað verða úr framkvæmdum.
Ekki er altaf sá gállinn á „Vísi",
að gera Iftið úr alvöru tímanna.
Þegar hann þarf að skamma stjórn-
ina, fer af stað heill hópur manna,
allir í dularbúningi „Jóns Jónssonar"
og tína alt til, sem henni má til
miska vera, og er þá krftað liðugt.
Sem dæmi má nefna frásögn hans
um skipakaupin um daginn. Oss
er kunnugt um, að það er alt úr
lausu lofti gripið og að stjórnin
hefur gert alt, sem f hennar valdi
stóð, en hún ræður auðvitað ekki
yfir lagasetningum annara rfkja,
sem skipakaup hindra. Hefði „Vis-
ir“ getað aflað sér nægra upplýs-
inga um þetta efni hjá stjórninni,
ef hann hefði nent að hafa fyrir
því.
„Draumur fyrir daglátum“
heitir vel orðuð, en fjarstæðurfk
grein eftir Guðm. Friðjónsson skáld
á Sandi, í síðustu ísafold. Þyrfti
sú grein rækilegri andmæla en hér
er tækifæri til í þetta sinn. En
það fyrsta, sem hver lesandi hlýtur
að reka augun f er það, að ein-
hvern tíma hefði ísafold ekki látið
frá sér fara athugasemdalaust upp
talningu dáinna þingmanna, þar
sem síra Jens sál. Pálssonar væri
að engu getið. Hann ekki talinn
með nýtari þingmönnum, sem dánir
væru eða fallnir við kosningarl!
En það er ef til vill það sama
að segja um þetta og svo margt
annað þessu blaði viðvfkjandi, að
„það er nú af sem áður var", um
það, sem vel var sagt og betur
fór en núverandi neyðarvaðall og
örþrotafálm fylgislausa blaðsins. —
Alt farið — heiður og álit, áhrif
og völd, — alt farið, farið eins og
álit og afl fordæmda flokksins,
sem er lifandi dauður.
22. febr. ’iý. Guðmundur.
JF’rettir.
Úthlntnn á nnuðsynjum
fsykri, kolum og steinolíu) eftir kort-
um hefir farið fram í Iðnaðarmanna-
húsinu síðan í hinni vikunni. Aðsóknin
hefur verið mikil og menn orðið að
bíða lengi, jafnvel þótt bæjarstjórn hafi
þar marga menn til afgreiðslu. Óefað
væri heppilegra, að láta menn fá
sykurkort til lengri tíma, en nú er
ákveðið (viku í senn), til tímasparnaðar
og hægðarauka. Mætti hafa kortin
þannig, að rífa mætti af miða fyrir hvern
vikuskamt. Því þótt afgreiðslan gangi
eins vel, og unt er með þessu fyrir-
komulagi, þá er ílt að þurfa að fara
þessa för í hverri viku. Og þegar
kunnar eru birgðirnar og notendafjöld-
inn, er auðvelt að reikna út, hve lengi
þær endist, og hvað hver skuli fá.
Nú er ákveðið i pd. sykurs fyrir hvern
rnann á viku. Má það gott heita, og
nægilegt.
Og lofsverð röggsemi landsstjórnar-
innar að skipa skömtun þessa, svo að
birgðirnar skiftist sem jafnast niður.
Verð sykursins er 1,10 kg. og liggja
háar sektir við, ef kaupmenn selja
hann hærra verði, en ákveðið er af
stjórninni.
Um matjurtarrækt
heitir bæklingur eftir Einar Helgason
garðyrkjufræðing, sem nýkominn er
út. Er hann gefinn út af Búnaðarfélagi
Islands og sendur sveitastjórnum til
útbýtingar ókeypis. Eru það hinar
fróðlegustu leiðbeiningar og nauðsyn-
legustu, ekki hvað sízt nú á styrjaldar-
og siglingateppu-tímum. Ætti allir, sem
nokkur tök hafa á, að taka efni bækl-
ingsins til rækilegrar athugunar og
framkvœmda.
Árshátíð háskólaug
var haldin á þriðjudaginn í föstu-
inngang.
Skipaferðir.
Gullfoss, Lagarfoss og ísland liggja
kyr f Kaupmannahöfn. Hafa staðið
yfir nú undanfarið samningar við brezku
stjórnina um það, að Guilfoss fengi að
fara hingað, eða til Amerfku, án þess
að koma við í Englandi. Hefur brezka
stjórnin verið hin tregasta, og eigi
fengin nein úrslit enn.
Björn Kristjánsson
ráðherra varð 59 ára þ. 26 f. m.
Bisp
er farinn til Ameríku eftir steinolíu
landsstjórnarinnar.
Silfnrbrúðkanp
áttu þau Geir kaupm, Zoéga og frú
hans Helga Jónsdótiir, fyrra fimtud.
Geir hefur og átt silfurbiúðkaup áður,
með fyrri konu sinni.
Hækknn aukaútsvara
um 75 þús. kr., sökum fyririrsjáan-
legrar útgjaldahækkunar bæjarins á
næsta ári, samþykti bæjarstjórnin hér
fyrir nokkru.
»Boð og baiin«
heitir nýútkominn pési eftir Einar
Jochumson. Veitist hann þar aðallega
gegn vínbanninu.
Söngfélagið 17. Júní
hélt samsöng á mánud., þrd. og fmtd.
Er söngflokkur þessi undir stjórn hr.
Sigfúsar Einarssonar svo góðkunnur,
að óþarfi er að iýsa. Ragnar H. Kvaran
söng nokkra einsöngva.
„crú og þekking",
bóJk sp. Fp. Bepgmanns.
Eftir J udex.
(Frh.). ----
6. gr.: Synódu-guðfrceðin og
kirkjufélagið.
í þessum kafla sýnir höfundur
fram á, hversu synódu-guðfræðin
hafi steinblindað presta hins vestur-
íslenzka kirkjufélags. Allgóð sönn-
un þess er játning eins þeirra, sfra
Kristins Ólafssonar, fyrir rétti, er
hljóðar svo: „Ég trúi staðhæfing
„biblfunnar, að Jósúa hafi skipað
„sólunni að standa kyrri, og að
„hún hafi gert það, og ég trúi, að
„höfundur þeirrar ritningargreinar
„hafi verið innblásinn, að guð
„standi í ábyrgð fyrir þeirri stað-
„hæfing biblíunnar og að hún sé
„sönn. Þó stjörnufræðin sýni, að
„sólin sé fastastjarna og hreyfist
„þess vegna ekki, myndi ég segja
„að nauðsynlegt sé að trúa þessu".
— Og þegar sami prestur hafði
verið spurður, hvort hann tryði
því, að sólin snerist kring um jörð-
„ina, hafi hann svarað: „Ég get
„ekki skýrt það. Ég felst á það í
„biblíunni. Ég skil það alls ekki.
„Ég trúi þvf, af því að það er þar.
„Samkvæmt kenning minni um
„plenary innblástur, væri sá trú-
„villingur, sem hafnaði þessu, eða
„nokkurri staðhæfingu í biblíunni".
— Svo mörg eru þessi orð, en
þau eru ekki fráleitari, en ýmislegt
annað, er prestarnir báru fyrir
rétti, nema sfður sé.
Þegar vér kynnum oss framburð
þeirra, fellur oss allur ketill f eld
yfir því, hve miklu óviti meiri
hluti presta kirkjufélagsins hefur
haldið fram í kenningum sfnum.
Mann hlýtur að stórfurða á öðru
eins óviti og þvf, að alt sem í
ritningunni stendur, jafnt í þeim
ritunum, sem mest-megnis eingöngu
fjalla um sögu Gyðingaþjóðarinnar,
sem í hinum, er fjalla um trúar-
sannindin, sé eintómt guðsorð, er
guð beri ábyrgð á, að séu jafn
sönn, eins og hann hefði talað þau
sjálfur. Það er eins og biksvört
miðaldanótt fáfræði og öfgatrúar
leggist yfir mann, er maður les
annað eins og þetta.
7. gr.: Deilan um biblíuna.
Síra Friðrik hafði verið frjáls-
lyndari í trúarskoðunum, en hinir
aðrir prestar kirkjufélagsins. Út af
þvf spannst deila, er að lokum
endaði með því, að síra Fr. var
gerður rækur frá kenslu við Wesley-
háskóla sökum trúvillu. En upp úr
þessu klofnaði kirkjufélagið í tvent.
Spunnust út af því málaferli Þing-
vallasafnaðar, er þjóðkunn eru orð-
in og bók sfra Fr. lýsir nákvæm-
lega.
8. gr.: Kenningin um innblástur
ritningarinnar.
Eins og framburður sfra Kristins
ber með sér, hafa vestur-íslenzku
prestarnir staðhæft það, að engin
ummæli sé í ritningunni að finna
nema innblásið guðsorð og sjálfur
guð beri ábyrgð á þvf, að hvert
orð sé þar rétt hermt. í þessum
kafla sýnir síra Fr. með Ijósum og
skýrum rökum, hvflfk fádæma fjar-
stæða þetta er. Saga hins helga
ritsafns, er hann rekur með mikl-
um lærdómi út í yztu æsar, sýni
ljóslega, að slfkt geti á engan hátt
rétt verið, enda sé enginn staður
nokkursstaðar í ritningunni, er styðji
þá kenningu, að hún öll spjaldanna
á milii sé innblásin. Grein sú f
ritningunni, sem fjallar um inn-
blásturinn, hljóði svo, sé hún rétt
þýdd: „Óll ritning, sem innblásin
er af guði, er nytsöm til lærdóms".
o. s. frv. Þannig sé í ritningunni
að finna guðs innblásið orð innan
um mannleg orð.
SLIPPFÉLAGIÐ
í REYKJAVÍK
hefur nú miklar birgðir af:
Manilla af öllum stærðum. Höpsegldúk nr. 0—4.
Botnfarfi á tré og járnskip.
Allskonap málnlngu og pensla.
Vörur þessar seljum vér lægra verði
en alment gerist.
Verzlunarskóli íslands.
Inntökupróf í neðri deild verzlunarskólans verður
haldið 27. og 28. apríl næstk.
Jóu Sivertsen.