Landið - 02.03.1917, Qupperneq 3
LANDIÐ
35
cTCaŒan é (Blsett
hafa enn á lager nokkuð af
Netagarni og flskilinum.
9. gr.: Trúarvitundin.
í kafla þessum sýnir síra Fr.
fram á, að það sé trúarvitund
mannsins, en ekki óskeikul bók,
sem sé leiðarvísir hans í andlegum
efnum. Hæfíleikinn til trúar sé einn
þáttur mannlegs eðlis. Hver heil-
brigður maður fínni til þarfar að
fullnægja þeim hæfíleika. Kjarninn
í hinum kristilegu trúarbrögðum sé
Kristur, — það sem hann var og
það sem hann vildi, erindi hans
alt hér á þessari jörð, líf hans,
kenning og dauði. Þetta sé lífs-
kjarni trúar vorrar. Oss fínnist
sannleikurinn sjálfur hafí komið
móts við oss f Kristi, — sannleik-
urinn um það, hverju vér eigum
að treýsta, til þess að geta lifað
eins og sannir menn. Kristur sé
oss vegurinn, sannleikurinn og lífið.
(Frh.).
Sendinefndarmennirnir,
sem héðan fóru til Lundúna í
sfðastl. janúar, til að semja við
Englendinga um verð á útfl. vöru
frá Iandinu, komu hingað aftur um
miðjan dag í gær, á ensku her-
skipi.
líaiiiilögin.
Eftir
Sœmund S. Sigfásson.
Það hafa víst engin lög, sem
hafa gengið í gildi í landi voru,
verið jafn-fótumtroðin og brotin
jafn-oft, eins og bannl'ógin. En þó
hygg ég að engin lög hafi orðið
þjóð vorri til meiri blessunar, en
einmitt þessi lög, þrátt fyrir alla
mótspyrnu og árásir, sem þau hafa
mætt frá óvinum þeirra. Og má
þar af ráða, hve miklu góðu þau
hefðu komið til leiðar, ef þau
hefðu verið heiðruð og virt af öll-
um landsmönnum bæði háum og
lágum, eins og skylda hvers manns
er að gera. Þvf allir eru jafn-skyld-
ugir til að hlýða lögum þjóðar
sinnar á meðan þau eru í gildi,
hvort sem þau líka vel eða illa.
Og öllum ætti að vera það ljóst,
að það er aðalskilyrði fyrir velferð
hverrar þjóðar, að lögunum sé hlýtt
til þess að allir geti lifað og starf-
að saman í friði og eindrægni and-
ans, og allir séu sammála um alt,
sem getur orðið Iandi og lýð til
blessunar.
Flestum drykkjumönnum mun
vera það ijóst, að meira eða minna
leyti, að bindindið er mikið vel-
ferðarmál, bæði fyrir einstakl. og
alla þjóðina, og fáir feður munu
vilja, að börn þeirra verði of-
drykkjumenn, þrátt fyrir það, þó
þeir vilji ekki eða geti ekki hætt
vfndrykkjunni sjálfír, á meðan þeir
geta náð sér í áfengi.
En allir þeir, sem vilja frelsa
börn sín ýrá ofdrykkjunni og hinum
illu afleiðingum hennar, œttu að
styðja aðflutningsbannið aý öllum
mœtti, því enginn faðir má vera
óhræddur um, að börnin hans geti
orðið ofdrykkjumenn, svo lengi
sem víndrykkja á sér stað í landinu.
Ég fyrir mitt leyti get ekki neit-
að því, að ég álít að bannlögin
hafí of snemma gengið í gildi hjá
oss; þvf að þau lög, sem ná fram
að ganga, áður en þau eru rædd
og undirbúin svo vel, að þau hafí
getað náð hylli almennings, þau
ern að mínu áliti of fljótt leidd til
lykta og geta orðið fremur til að
spilla fyrir sigri þess málefnis, sem
heyrir undir þau, en til þess að
efla hann. Og þannig álft ég að
það sé með bannlögin, að þau
hafí gengið of snemma í gildi, og
séu óvinsælli fyrir það, heldur en
ef barist hefði verið lengnr fyrir
bindindismálinu á sama grundvelli
og gert var áður en aðflutnings-
bannið var lög leitt. Svo það hefur
að líkindum orðið til þess, að auka
oss örðugleika við að uppræta alla
vfndrykkju í landinu.
Ég vil biðja menn að skilja ekki
orð mfn svo, að ég vilji fá bann-
lögin afnumin. Nei! Það er langt
SÓDI
^ Agætur sódi, mulinn, ^
Q fjórum sinnum sterkari A
^ en venjui., og þar að
auki að mun ódýrari en W
§} annar sódi — fæst hjá H
]ini Ijjartarsyni 2 Co.
frá því að mér komi til hugar að
óska þess. En það er tilgangur
minn með þessum orðum, að benda
öllum þeim, seui eru bindindismál-
inu hlyntir, benda þeim á, að það
er ennþá mikið verk óunnið í þarfir
bindindisins; en þeir eru þvf miður
alt of fáir, sem vilja starfa af lffí
og sál fyrir það mál, eins og nauð-
synlegt er að gera til að geta
fengið það til Iykta Ieitt sem fyrst.
Það eru margir ennþá, sem beita
sér á móti bannlögunum og vilja
fá þau afnumin og vilja fá vfnið
aftur inn í landið. Og þeim mönn-
um verður eðlilega því meira ágengt,
þvf færri sem berjast á móti árásum
þeirra á bannlögin og bindindis-
málið. Það hugsa víst margir bann-
vinir sem svo, að nú sé öll hætta
útilokuð, sfðan bannið komst í lög,
og geta því ekki fundið neina hvöt
hjá sér til að starfa fyrir bindindis
málið framar. Og þetta hefur ein-
mitt orðið til þess, að óvinir bann-
lagana hafa fengið ráðrúm til að
fá vilja sínum framgengt í því, að
spilla fyrir bindindinu, brjóta bann-
lögin, rýra gildi þeirra og sverta
þau á ýmsan hátt í augum al-
mennings. — Vér megum því alls
ekki leggja árar f bát og hætta
við hálf-unnið starf. Vér verðum
að berjast af öllum lffs og sálar
kröftum á móti áfengisnautninni,
þangað til að vér erum búnir að
fá hvert einasta mannsbarn í land-
inu á vort mál; að fá alla þjóðina
til að viðurkenna nauðsyn bann-
laganna, nauðsyn þess fyrir heill
og sóma lands vors, að þau lög
séu ekki brotin; heldur séu í heiðri
haldin af því þau séu til sannra
þjóðarheilla.
Vér verðum að berjast fyrir þessu
málefni í öruggri trú á sigur þess;
vér getum það vel, því vér hljótum
að geta séð það svo vel, að vér
erum að berjast fyrir góðu málefni.
En því stærra og erfiðara sem
verkið er, sem vér höfum tekið
oss fyrir hendur, og því færri sem
vér erum að vinna að þessu verki,
þess nauðsynlegra er það fyrir oss
að beita óss sem bezt að auðið
er fyrir því.
En vér megum ekki og viljum
ekki á nokkurn hátt skerða frelsi
þeirra, sem beita sér á móti oss í
þessu máli. Vér megum ekki setja
Skófatnaður.
Nokkur hundruð pör aí' alls lcoiiai* gkó>
fatnaði eru til sölu nú þegar.
Lágt verð! Algr. vísar á.
Særðir hermenn f spítala vefja vindlinga handa félögum sínum.
oss yfir þá eða kúga þá með valdi
til að hverfa frá skoðun sinni og
fylgja oss í bindindismálinu, vér
verðum ávalt að gæta þess, að
allir hafa frelsi til að fylgja sann-
færingu sinni. En það er lfka
skylda vor allra, að reyna af fremsta
megni til að opna augu annara
fyrir sannleikanum og réttlætinu,
hvenær sem vér sjáum, að ein-
hverjir eru leiddir í villu.
Vér megum ekki dæma mótstöðu-
menn vora hart fyrir það, * þó þeir
líti öðrum augum á bindindismálið
en vér, heldur fara að þeim með
kærleika og mildi, eins og kristnum
mönnum sæmir að koma fram,
hverjum gagnvart öðrum, því það
mun verða farsælasta Ieiðin til að
fá þá til að viðurkenna sannleik-
ann. —
Mér fínst ekki vera ástæða til
að sakfella neinn fyrir það, þó
hann reyni til að svala þorsta
sínum með því að ná sér í áfengi,
þegar hann kemst í gott færi, ef
hann langar sárt í það, og ef hann
getur ekki séð skaðsemi ofdrykkj-
unnar, eða nauðsyn þess að fylgja
bannlögunum. En þessvegna er
lfka nauðsynlegt að hafa góða lög-
gæzlumenn, sem eru samviskusamir
og reyna tii af öllum mætti að
stemma stigu fyrir því að bann-
lögin séu brotin.
Vér vitum að það eru útlending-
ar, sem oftast verða fyrstir til þess,
að fremja bannlagabrot hér- við
land, með því að selja áfengi á
höfnum, sem þeir hafa ekki leyfi
til; landar vorir gætu ekki brotið
bannlögin eins og þeir gera, ef
þeim væri ekki selt vínið af út-
lendingum. Oss ætti þá öllum að
vera það ljóst, hve mikil nauðsyn
það er fyrir oss, að reyna að koma
í veg fyrlr, að útlendir okrarar
verði til þess, að koma löndum
vorum til að brjóta lög lands vors
og ekki aðeins það, að þeir komi
þeim til að brjóta lögin, heldur
líka að selja þeim vín með okur
verði, án þess að borga toll af því,
og án þess að hafa leyfi til að
selja það. Þannig svíkja þeir fé af
löndum vorum og ræna landið á
þennan hátt. — (Frh.).
Bjarni frá Vogi: Viöhaldsdygðfr þjóðanna.
15
þjóð heimsins. Nægir í því sambandi að
minna á Bretlandsferðir Cæsars og ófrið hans
við Belga og á rómverska flotann í Miðjarð-
arhafinu og viðskifti hans við flota Púnverja.
Mun hverjum manni auðsætt að afarmikinn
dugnað hefir til þess þurft að gera slíkt
heimsveldi úr litlu þorpi landshornamanna.
Alt þetta og annað þvílíkt á ýmsum sviðum
gerðu þeir á sama tíma sem þeir lögðu
undir sig heiminn.
9. Lagasetning Rómverja var hin merki-
legasta alt frá XII taflna lögunum til corpus
juris, sem lesinn er enn í flestum háskólum.
Hefur hún lengi verið fyrirmynd síðan. Fram-
kvæmdarstjórnin var í höndum tveggja ræð-
ismanna. Yoru þeir allajafna einarðir, orku-
miklir, oft vitrir og róttlátir. Þeir höfðu all-
mikið vald og gátu stjórnað með krafti og
gerðu það. Mun ég nefna til þess Junius-
Brutus, annan fyrsta ræðismanninn eftir
brottrekstur konunganna. Þá varð uppvíst
samsæri meðal ungra manna að koma kon-
ungum aftur til valda. Meðai samsærismanna
voru tveir synir Brutusar. Ræðismenn dæmdu
alla þessa ungu menn til lífláts. Supplicii
non spectator modo, sed et exactor erat
Brutus, qui tunc patrem exuit, ut consulem
ageret (Brutus var eigi aðeins áhorfandi líf—
16
látsins, heldur og framkvæmari; afklæddist
hann þá föðurnum til þess að vera ræðis-
maður). Þó þótti þessi ræðismannastjórn eigi
fulltraust, þegar stórvandræði bar að hönd-
um, heldur voru þá settir einvaldir alræðis-
menn (dictatores). Þessi mikla festa í fram-
kvæmdarstjórninni hefur vafalaust orðið mik-
ill þáttur í uppgangi Rómverja.
Löghlýðni var engu síður einkenni Róm-
verja, enda hlaut svo að vera með því
stjórnarfari, sem þar var.
Heragi og hlýðni og herstjórn öll var þar
langt umfram allar samtíða þjóðir og hittu
þeir aldrei jafnoka sína í þeim hlutum, nema
þar sem var afarmennið Hannibal. En oft
ógnar oss strangleiki hinna rómversku for-
íngja. Eitt dæmi þess er T. Manlius Tor-
quatus. Hann var ræðismaður og með hon-
um P. Decius þá er Rómverjar áttu í ófrið-
Ínum við Latverja (340 f. Kr.). Hann taldi
þá að undanfarið hefði heraga farið aftur og
ætlaði sér að rétta hann víð. Bannaði hann
að nokkur maður berðist utan fylkingar við
óvin. En svo tókst til, að sonur hans kom
nálægt herbúðum óvinanna og varð þar fyrir
ákalsi riddaraforingjans, er frýði honum hug-
ar og kvaðst mundu sýna, hve miklu framar
latneskir riddarar stæði en rómverskir. Þetta
ætóðst hann eigi, en réðst í móti manninum
17
og vann fullan sigur. Hann hélt nú heim til
herbúða sinna hlaðinn sigri og herfangi og
fögnuðu honum allir, nema faðir hans. Hann
sneri þegar baki við honum og kvað hann
nú verða að bæta fyrir óhlýðni sína og brot
á heraga. „Triste exemplum, sed in poste-
rum salubre juventuti eris®,1) mælti hann.
Síðan lét hann taka son sinn af lífi. En er
Torquatus kom heim til Rómaborgar með
sigri, þá gengu aðeins rosknir menn í móti
honum, en æskulýðurinn var honum jafnan
fjandsamlegur. Því að mönnum þótti þessi
heragi ferlegur. — Önnur dæmi eru til um
hreina grimd í stað aga, enda geta róm-
verskir rithöfundar þeirra dæma með slíkum
formála. Eitt þeirra skal hér talið til gam-
ans mönnum. Það bar við í her Cn. Piso
að tveir menn fóru frá herWðunum og kom
eigi nema annar þeirra aftur. Kom þá upp
sá kvittur, að hann hefði ráðið hinum bana.
Piso dæmdi manninn til dauða. Hundraðs-
höfðingi einn átti að fullnægja dóminum og
fór með manninn út fyrir herbúða síkið.
En er exin reið að höfði hins dæmda manns,
þá kom þar hinn maðurinn. Fellust þeir þá
í faðma af gleði, og hundraðshöfðinginn leiðir
1) Þú munt verða æskulvðnum sorglcgt, en í
framtíðinni heilsusamlegt dæmi.